Morgunblaðið - 22.03.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.03.1939, Blaðsíða 5
Mlðvikudagur 22. mars 1939, S tgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritatjörar: J6n Kjartanaaon ov Valtjr StafAnaaon (á.byFffBarmaQur). Auglýsingar: Árnl óla. Ritstjórn, auglýainffar og afrralQala: Auaturatratl 8. — Slzn! 1800. Áakriftargjald: k£. t,00 A aaAnuOi. t*iausasölu: 15 aura alntaklt! — II aura na«B l^aabók. VILJINN TIL SAMSTARFS Er hægt að kenna börnum sparsemi? PESSA dagana hittast ekki svo tveir menn á förnum "vegi, í gildaskála eða hvar sem er, að þeir ekki óðara sjeu komnir í viðræður um stjórn- málaástandið. Þetta er efst í huga allra og er það að vonum, því að sjaldan hefir ástandið verið eins alvarlegt og nú. Verður mynduð þjóðstjórn? Þetta er spurningin, sem allir *eru að velta fyrir sjer þessa ■dagana. ★ Margir eru þeirrar skoðunar, -að eina leiðin til þess að bjarga þjóðinni úr því öngþveiti, sem Ihún er nú komin í, sje, að sam- vinna takist milli aðalflokka þingsins. Það má vel vera, að í þessu felist mikill sannleikur. En til þess að nokkurra bóta sje að vænta á ástandinu með slíkri samvinnu, þarf vitanlega að vera fyrir hendi einlægur vilji flokkanna til samstarfs og um- bóta. Um slíka samvinnu getur að sjálfsögðu ekki verið að ræða .iin þess að stjórnarflokkarnir beiti sjer fyrir henni, og þá •einkum sá flokkurinn, sem mestu ræður í stjórninni, Fram- sóknarflokkurinn. En því miður hefir það komið í ljös — og skýrar eftir því, sem viðræður flokkanna hafa staðið lengur — að ekki virðist fyrir hendi einlægur vilji hjá Framsóknarflokknum til sam-J ; starf s. Eftirtektarve'rt er það að minsta kosti, að sámtímis því, sem viðræður flokkanna fara fram, er Tíminn, blað Fram- . sóknarflokksins að ala á sundr- ung og óánægju meðal Sjálf- ;stæðismanna, einkum og sjer í lagi í sambandi við vandræði rútvegsins. Þessi framkoma stjórnarblaðsins er vitanlega gersamlega ósæmileg og sýnir .betur en nokkuð annað óheil- indin, sem eru á bak við hin fögru orð um nauðsyn samvinnu og samstarfs. Alþýðublaðið, málgagn hins stjórnarflokksins hagar sjer nákvæmlega á sama hátt og Tíminn. Það má vel vera að broddar Alþýðuflokksins líti nú orðið svo á, að sá ílokkur sje nú orðinn svo fámennur, að hann þurfi ekki lengur að taka tillit til fyrri kjósenda flokks- ins, sem aðallega voru verka- menn. ★ Það er algerlega á valdi Framsóknarflokksins, hvort úr samvinnu verður að þessu sinni eða ekki. Vilji Framsóknar- flokkurinn samvinnu og hafi hann trú á að hún muni bjarga, hlýtur hann að koma til móts við Sjálfstæðisflokkinn í þeim málum, sem ágreiningur er um. Vitað er, að innan Fram- sóknarflokksins eru margir, sem vilja að þetta verði gert tafar- laust. En hinir munu þó vera. til sem að vísu vilja fá Sjálfstæðisflokkinn með í stjórnina, en ekki til þess að vinna að allsherjar viðreisn og umbótum á sviði atvinnu- og fjármálanna, heldur til hins, ^að koma af stað sundrung í Sj álf stæðisf lokknum. Á meðan svona hugsun er til hjá ráðamönnum stjórnarflokk- anna, er vitaskuld ekki fyrir hendi grundvöllur til samstarfs. samstarfs. Samstarfið verður að vera reist á þeirri hugsun, að flokk- arnir vilji í einlægni bæta á- standið. Alt sem gert er, verður að miðast við alþjóðarheill, en íekki sjerhagsmuni flokka eða stjetta. Páskaræða sr. Páls Sig- urðssonar Jeg lia.fði í æsku lítil kynni af húslestrum síra Páls Sigurðs- sonar, því að sú bók var ekki til þar sem jeg ólst upp. En jeg hlýddi afbæjar á eina prjedikun hans, og þótti mjer þá sem jeg hefði ' aldrei þvílíkan húslestur lieyrt. Því þóttist jeg góða bók í hendi hafa, þegar mjer barst páskaræða síra Páls í hinni nýju útgáfu Snæbjarnar Jónssonar. Ræða þessi er, svo sem kunn- ugt er, um útskúfunarkenning- una. Hún er rituð af frábærri rök- firni og mælsku, djúpri alvöru og djörfung þess manns, sem ekki getur annað en borið sannleikan- um einum vitni. Mjög þykir mjer vænt um að IPáskaræða síra Páls er komi'n út að nýju, því að jeg hefi sjálfur liatað útskúfunarkenninguna frá barndómi og verið sannfærður um að l>að væri grimd mannanna sjálfra, sem lagt hefir ástvini mannkynsins hin ljótu orð í munn. I útskúfunarkenningunni birtist rjettarfar mannvonskunnar, sem ekki þykir nóg að livelja lífið úr hinum sakbornu með þeim grimd- artækjum, sem til líkamans ná, heldur gerir þá kröfu á hendur forsjóninni, að liún haldi áfram að kvelja sálina þrotlaust í ó- slökkvandi eldi. Síra Páll Sigurðsson og Matt- hías Joehumsson stóðu hlið við hlið undir merkjum kærleikans og sannleikans og ráku ófögnuðinn út úr íslensku kirkjunni, svo að hann hefir aldrei horið þar sitt barr síðan og mun aldrei gera. Formáli útgefandans er skýr og skemtilega ritaður. Hann er stnddur tilvitnunum úr brjefum síra Páls og Matthíasar og lýsir mikilli aðdáun á hinum merka manni. Jón Magnússon. P rakkar og Þjóðver.iar *■ eru sparsamir að eðlis- fari. Sagt er að bæði Danir og’ Hollendingar hafi hæfi- leika í sömu átt. Alveg g:agn- stætt hefir verið sagt um Svía, og jeg; mundi heldur ekki vilja haida því fram, að þeim sje sparsemi í blóð borin. Þegar maður samt sem áður les í blöðunum, að sænsk skólabörn hafi á 30 árum sparað um það bil 40 miljónir króna saman í bönk- um landsins, spyrja menn ósjálf- rátt, ef þeir vita það ekki áður, hvernig á því standi, og hvaða að- ferð hafi verið viðhöfð. Hugmyndin um sparisjóði skóla barna kom, eins og margar aðrar góðar og heillavæiilegar hugmynd- ir, fyrst fram hjá kennurum og kenslukonum, sem gátu ekki róleg liorft á, að liver smáskildingur, er börnin eignuðust, lentu í sælgæt- isbúðunum. — Yæri ekki hægt að gera neitt til þess að vernda fyrst og fremst tennur og meltingar- f’æri barnanna, og í öðru lagi til þess að bjarga öllum þessum eins-, tveggja- og fimmevringum, og um leið venja börnin á að spara smá- skildingana,? Væri ekki hægt með lijálp barnanua að kenna þjóðinni að spara saman enn stærri upp- hæðir ? Það var undireins einn af stærri bönkum landsins, sem tólc undir þetta og hjálpaði málinu áfram. Bankinn Ijet í t.je mjög einfalt bókfærslukerfi til notkun- ar fvrir þá, sem tóku við spari- skildingum barnanna, og nú leið ekki á löngu, áður en peningarnir fóru að koma. Kennarar og kenslukonur á- mintu og hvötta börnin til að koma með skildinga, sem þeim á- áskotnaðist, í skólanum. Bankinn tók við upphæðinni, úr því hún var orðiii 25 aurar, og vonum fvrr var spariskildingasöfnunin komin inn í svo að segja alla barnaskóla landsins. Þegar í fyrsta mánuði fyrsta skólaársins vekur kennarinn at- hygli barnanna á því, að hann vilji gjarnan taka við aurunum þeirra og geyma þá fyrir þau, svo að hægt sje að setja þá í bank- ann einu sinni í mánuði. Hann segir þeim, að bankinn vilji gjarn- an fá peningana þeirra til láns, og það sje ekki fýrir ekkert, nei, bankinn borgi fyrir það. Aðeins þetta, að bankinn vilji fá pen- inga til láns hjá þeim — og borgi fyrir það, gerir flest börn á þeim aldri alveg steinhissa. Og þeim finst óneitanlega ekki lítið í það varið, að þau þégar 7 ára gömul geti lánað bankanum peninga, sem hann svo aftur lánar út í verk- smiðjur og vinnustofur, til þess að hægt sje að byggja hús o. s. frv. alt það, sein veitir verka- maiminum atvinnu og brauð — þau fá m. ö. o. sinn fyrsta barns- lega skilning á hinu mikla sam- hengi, sem þau, þó lítil sjeu, eru starfandi í. Flest böm skilja þetta. Þau hafa áður sparað saman skildinga í sparibauk. Það sem þar er spar- að saman, er til, en hið nýja og undarlega er þetta, að í bankan- um fer spariskildingunum fjölg- andi alveg af sjálfu sjer. Auk þess er það oft þannig, að það er svo auðvelt að tæma sparibauk- inn, og þá er ekkert eftir. Jafnvel foreldrarnir geta, þegar svo ber spariskildingana sína út úr bank- anum, heldur skifta aðeins á barnasparisjóðsbókinni sinni og fá venjulega bankabók í staðinn. Þau hafa fengið vanann og um leið löngunina til að spara og halda nú áfram með ]>að. Foreldrar barnanna geta mjög auðveldlega haft eftirlit með, að bæði börnin og kenuarinn leggi peningana inn samviskusamlega. ooooooooooooo Eftir >ooooooooooo<x Estrid FalbergrBrekkan oooooooooooooooooooooooooooooooo< undir, gripið tii auranna í spari- bauk barnanna. — Þau skilja bví fljótt, að það er alt annað með það, sem kemst í bankann. Að því er foreldrapa snertir verður það mörgum þeirra metn- aðarmál, að börn þeirra á hverj- um laugardagsmorgni — daginn eftir laúnagreiðsiudaginn — geti afhent nokkra aura til sparisjóðs- ins. Þetta verður að vana — góð- um og lieilbrigðum vana. Jafnvel þó þetta verði ekki nema 25 aurar á viku, þá er ]>að samt sem áður mjög þýðingarmikið. 25 aurar á viku verða þó 9 krónur á 36 vik- um skólaársins. Fátækt barn spai'- ar saman hjer um bil 100 kr. á 7 skólaárum sínum, þegar alt er til tínt. Ef einliver fyrir 20—25 árum síðan hefði spurt börnin í bekkn- Um, tit hvers þau væru að spara, mundi hann hjá flestum hafa fengið sama svar; Til fermiugar- fata. Fyrir hin fátæku verka- mannaheimili hefir tilhugsunin um ferminguna ekki verið neitt gleðiefni. Tilhugsuuin urn fermingu barn- anna mun hafa verið þús- undum mæðra hið mesta áhyggju- efni og haldið vöku fyrir þeim márga nótt. Nii þarf enginn frek- ar en hann sjálfur vill að láta ferma börn sín, og svo liefir það verið uni langt skeið. En samt sem áður virðist allur þorri fólks líta svo á, að fermingin sje óhjá- kvæmileg athöfn. Reyndar hefir venjan um kostnaðarsöm veislu- höld í sambandi við ferminguna, aldrei komist á í Svíþjóð, en börn- in urðu þó að vera sæmilega til fara, og þó kröfurnar væru ekki rneiri, var áreiðanlega ekki altaf auðvelt að uppfylla. þær. Þess Nú á seinni árum, síðan tím- vegna var það svo algengt, að börnin sáu einmitt þarna fyrsta takmarkið fyrir sparnaði sínum. því er afkomu fólks snertir, kem-" ur önnur ósk meira frani: Reið- hjólið. Börnin spara til þess að geta keypt sjer reiðhjól. Og það er óneitanlega tilhlökkunarefní fyrir barnið, að sjá fram á, að draumurinn um eigið reiðhjól geti rætst, spariskildingarnir geti á sínum tíma gefio því þessa þráðu fermingargjöf. Annars er það mikill fjöldi skólabarna, sem alls ekki taka Hvert barn fær svolitla viðskipta- bók, þar sem _ upphæðirnar, sem það hefir afhent, eru nákvæmlega reiknaðar saman, þessa bók taka þau með sjer heim. Sjálfa spari- sjóðsbókina geymir kennarinn, og er ávalt hægt að bera þær sarnan. Sparisjóðsbókina fá börnin ekki að taka með sjer, nema alveg sjer- staklega standi á, til þess að þau freistist ekki til að taka upphæð- ina út. Sparisjóðsbókina afhendir kennarinn um leið og barnið fær burtfararskýrteini sitt úr skólan- um. Með því að taka vel eftir, hvaða upphæð hvert barn afhendir í hvert sinn, getur athugull kenn- ari fengið ýmsar verðmætar upp- lýsingar um, bæði livert einstakt barn og eins um foreldrana og ástæður heimilisins, og getur það oft verið mjög gagnlegt. Þannig sýnir viðskiptabók, sem árum saman reglubundið liefir 25 aura á viku, að foreldrar barnsins eru fátæk, en reglusöm, og að þau því eigi skilið þau verðlaun, sem sam- fjelagið getur látið í tje, þegar svo stendur á, eins og t. d. ókeyp- is sumardvöl fyrir barnið, föt handa því fyrir jólin eða því um líkt. Þegar barn alt í einu hættir að koma með skildinga, eða þeir skyndilega veroa færri, t. d. 25 aurar í staðinn fyrir eina krónu, þá liugsar kennarinn strax um, hvað muni valda. — Atvinnuleysi ? Veikindi? Hirðuleysi? Drykkju- skapur? Og svo gerir hann sínar eftirgrenslanir viðvíkjandi orsök- inni. Yið það fær hann svo oft að vita annað, sem stendur í sam- bandi við það, t. d. livers vegna barnið kemur of seint í tíma, vantar alveg, hefir ekki undirbú- ið sig með lexíurnar o. s. frv. og svo fær barnið þá, ef svo stendur á, hughreystingu og hjálp í stað- inn fyrir aðfinslur. Það, sem þó karinske er skemti- legast fyrir kennarann að veita athygli, eru minstu upphæð- irnar, sem börnin koma með, eins-, tveggja- og fimmeyringarnir, þvi þar er að ræða um sparifje, sem lagt er fyrir algerlega af frjáls- um vilja. Þegar kennarinn situr við ;lok skólaársins og fer yfir viðskiptabækurnar og sjer allar þessar smáupphæðir, þá hlýtur FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.