Morgunblaðið - 24.03.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1939, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. mars 1939. Umræðurnar á Alþingi í gær Tilkynning rfkis- stjórnarinnar um viOræðurnar við Luft-Hansa mennina Umræður ]>ær, sem t'arið lmfa fram, svo og umtal í nokkr um blöðum útai' komu þýskra manna til viðræðna um hugsan- legt reglubundið flug milli Ts- lands o<í Þýskalands, gefa ríkis- stjorninni tilefni til þess að skýra frá því, er hjer fer á eftir. Fyrir rúmri viku síðan barst ríkisstjórninni fregn frá þýska ræðismanninum hjer um að nefnd manna frá þýska flugfjelaginu „Deutsche Lufthansa" myndi koma hingað til Iieykjavíkur þann 19. þ. m. (þ. e. með „Dronn- ing Alexandrine") til þess að undirbúa reglubundnar flugferð- ir milli Islands og Þýskalands á komandi sumri. Var þess getið í brjefi þýska ræðismannsins, að í áformi sínu styddist þýska flug- ; f jelagið við vilyrði, er gefin hafi verið fjelaginu í sambandi við uppgjör Flugfjelags íslands h.f. árið 1931 um rjett því til handa til að halda uppi flugferðum yfir eða til Tslands fram til 1. apríl 1940. Við athugun ríkisstjórnarinnar á málavöxtum þeim, er hjer koma til greina, varð það Ijóst, að um misskilning væri að ræða af hálfu „Deutsehe Lufthansa", *um hvað fælist í þeim rjetti, er flugfjelag- ið gæti gert, tilkall til samkvæmt fyrnefndu vilyrði. Má nú telja það ljóst, að af hálfu „Deutsehe Lufthansa“ hefir verið talið að annað erlent fjelag hefði lagaleg- an rjett til að halda uppi flug- ferðum til Tslands, en þareð ekki | er rím neitt slíkt að ræða, er brottu fallinn sá grundvöllur, sem þýska flugfjelagið studdi rjett sinn á. Var þýska ræðismanninum þeg- ar eftir móttöku erindis hans skýrt frá þessum málsatriðum, en eftir komu nefndarinnar frá „Deutsche Lufthansa" hefir þetta verið skýrt fyrir nefndinni með viðræðum, sem staðfestar hafa verið brjeflega í dag. TJm leið var af ríkisstjórnarinnar hálfu skýrt frá því, að eins og sakir standa sje hún staðráðin í því að veita ekki neinu erlendu flugf jelagi rjett til að halda uppi flugferð- um til íslands, og eru þar með niður fallnar umræðurnar við full- trúa hins þýska fjelags. Er það fyrst og fremst hin mikla óvissa og uggur er nú rík- ir í alþjóðamálum, sem hefir ráð- ið þessari afstöðu ríkisstjórnar- innar og sá ásetningur hennar, að forðast það, að nokkur að- stöðumunur sje hjer á landi um möguleikann til reglubundins flugs erlendra þjóða til Islands. Þá er þess og vænst, að þess muni ekki verða ýkja langt að bíða að íslendingar geti sjálfir átt þátt í því að halda uppi slíku flugi og í því haft nokkra forgöngu á sama hátt og nú er orðið um aðr- ar samgöngur við útlönd. Umræðúrnar fóm mjög vin- samlega fram. FRAMH AF ÞRIÐJU SÍÐU. bera fram sem afsökun, að fregnin hafi verið tekin eftir Þjóðviljanum og telja hana rjetta, fyrst enginn mótmælti hjer. Hver endist til að leiðrjetta eða mótmæla öllum þeim lyg- um, sem það blað flytur dag- lega ? Forsætisráðherrann upplýsti, að fregnin sem út hefði verið símuð væri vísvitandi ósönn. Jeg tek undir þetta með ráð- herranum. Jeg á sæti í utanrík- ismálanefnd og er því kunnug- ur flestu sem utanríkismál vor snertir. Jeg veit ekki til, að neinar hótanir, beinar 'eða ó- beinar hafi hingað borist, hvorki frá Þýskalandi nje neinu öðru ríki. Með því að dreifa út slíkum lygafregnum, sem hjer var gert, má e. t. v. kalla frarp hótanir frá erlendum ríkjum. En skyldi slík starfsemi vera í þágu íslensku þjóða^rinnar? Að lokum sagði Ólafur: Jeg hefi aldrei og mun aldrei leggja nein'ar hömlur á, að menn deili innan takmarka okkar lands og þar sje sann- loikurinu sagður afdráttarlaust. En þegar kemur út fyrir tak- mörk landsins á öll þjóðin að standa saman til varnar hinum íslenska málstað. En þegar far- ið er með ósannan frjettaburð, skaðlegan hinum íslenska mál- stað út fyrir takmörk landsins, get jeg ekki fundið annað rjett- ara orð yfir slíka framkomu en Landráð! Jeg vil að síðustu lýsa á- nægju minni yfir þeim ummæl- um forsætisráðherra, að hann telur nauðsynlegt að stöðva þessa þjóðhættulegu starfsemi og jeg heiti honum alla aðstoð til þess að þetta megi takast. ERLENT GJAFAFJE. Hinn nýi flokksbróðir E. O., Hjeðinn Valdimarsson sá, að málstaður samherjans var hinn herfilegasti. Hann kvaddi sjer nú hljóðs og vildi koma E. O. til hjálpar. Hjeðinn fanst tilefnið lítið, til þess að gera slíkt veð- ur út af þessu máli. Hjeðinn skoraði á forsæusráðhérra að skýra frá því, á hvern hátt fregnin til danska blaðsins hefði skaðað landiö. Forsætisráðherrann svaraði því, að slík fregn í erlendu blaði, að Þjóðverjar gerðu kröfu um rjettindi á íslandi og ætl- uðu að senda hingað herskip til að hræða íslensk stjórnar- völd, hlyti að skaða landið. Þetta væri á tvennan hátt skaðlegt: 1) Það skaðaði vin- áttusambandið sem ríkti milli íslands og Þýskalands, og 2) Það vekti tortryg'gm hjá öðrum þjóðum gagnvart okkur íslend- ingum. Hjeðinn sá nú, að ekki batn- aði hlutur þeirra kommúnista. H,.nn fór nú að gera upp fyrri sakir við Alþýðuflokkinn og upp)ýsti í því sambandi, að Al- þýðuflokkurinn hefði tvívegis fengið stórfje frá útlöndum tii sinnar pólitísku starfsemi hjer. Hann nefndi upphæðirnar: 20 þús. kr. og 25 þús. kr. Nú væri Aiþýöuflokkurinn í þann veg- inn að taka 200 þús. kr. Ián er- lendis til sinnar pólitísku starf- semi hjer. Þessar uppljóstranir gaf Hjeðinn í sambandi við þau um- mæli er fjellu, að kommúnistar lifðu á erlendu fje. Játuðu kommúnistar í því sambandi, að þeir hefðu fengið senda prent^ vjel frá sænskum kommúnist- um ! Margt kemst upp, þegar - >'i samherjar deila. Að síðustu las Hjeðinn síra- skeýtið, sem kommúnistar höfðu sent. hinu danská blaði. Ólafur Thors benti á, að afrit það af skeyti, sem Hjeðinn las, staðfesti til fullnustu, að rangt væri með farið. Þar væri beinlínis sagt að Þjóðverjar krefðust (for- langer) hjer rjettinda og að um þetta. yrði samið þegar „Emden“ kæmi (naar Emden kommer), enda þótt nefnd Þjóðverja, sem semja ætti við, kæmi með Dr. Alexandrine. Alt væri þetta til- hæfulaus ósannindi og vísvitandi, eins og forsætisráðherrann hefði sýnt fram á. Að síðustu talaði Haraldur Guð- mundsson og fordæmdi mjög fram ferði kommúnista. Hann fór því næst að gera upp sakir við Hjeð- inn. Þar með var þessum inerki- legu umræðum lokið. •Sambúð Frakka og ItaJa FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Hann sagði um sambúð í taJa og Francó-Spánar, að alls enginn ágrein- ingur væri þeirra á milli. Um sambúð- ina vi'S Breta ságði hann að ágrein- ingnum, sem skapúst hafði með refsi- aðgerðunum, hefði bresk-ítalski samn- ingurinn, sem gerður var í fyrra út- rýmt, og ítalir gerðu sjer hinar bestu vonir um samvinnu við Breta í fram- tíðinni. Um Frakka var konungur fáorður. Hann sagði aðeins, að ágreiningur Itala og Frakka hafi verið settur fram í orðsendingu ítölsku stjómarinnar til stjórnarinnar í París í desember síð- astliðnum. 1 þessari orðsendingu sögðu ítalir upp fransk-ítalska vináttusamningn- um, sem Mussolini og Laval gerðu árið 1935, en settu ekki fram neinar kröfur. Með sjerstöku tilliti til þessa, þykir ræða konungs hafa verið hógvær, jafn- vel umfram það, sem menn höfðu gert sjer vonir um. RITZAU FLYTUR RANGAR FREGNIR UM FLUGMÁLIN FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. varpinu, geta menn álitið, að frjettastofan hafi fengið fregn sína hjeðan að heiman. En nú vill svo til að blaðinu er kunn- ugt um að frjettaritari Ritzau bjer í Reykjavík, hefir ekki sent frjettastofunni þetta eða neina svipaða frjett, og yfirleitt ekkert um þetta mál fyr en eft- ir að tilkynning ríkisstjórnar- innar kom út í gær um málið. Lúmveiðarinn Málnaey fór á veiðar frá Hafnarfirði í gær. Fiskimjöl til manneldis FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Blaðamönnum var í gær boð ið að skoða nýja fiskimjölsverk- smiðju, sem h.f. „Fiskur“ á. Er hún til húsa í ,,Skjaldborg“ við Skúlagötu. Miklar vjelar eru þarna til framleiðslu fiskimjölsins. Fiskurinn, sem mjölið er framleitt úr er tekinn glænýr úr bátunum og slægður og hreins- aður eins og ætti að sjóða hann. Síðan er hann settur í vjelar og eftir það snertir mannshöndin ekki á fiskinum fyr en húsmóð- urin fer að búa til mat úr mjöl- inu. H.f. ,,Fiskur“ var stofnað í maí s.l. ár og síðan hefir ver- ið unnið að því að koma upp vjelum, sem allar eru smíðaðar hjer heima, nema einstakir hlutir þeirra. Um smíðina hefir sjeð Landssmiðjan og vjel- smiðja Kristjáns Gíslasonar. Sýnishom af fiskimjölinu hef- ir verið sent um allan heim og alstaðar hlotið góða dóma. Hef- ir þýskt fiskiiðnaðarblað gert mjölið að umtalsefni og farið um það miklu lofsorði. Þessi umrædda grein birtist 1 „Deut- sche Fischerei Rundschau“, þann 14. des. s. 1. Það er vísindalega sannað, að fiskurinn missir ekki neitt af bætiefnum sínum eða næring- argildi við tilbúning mjölsins. Ein trygging er fyrir því, að mjölið er eingöngu búið til úr nýjum fiski. Úr hverju kg. pakka af þessu fiskimjöli er hægt að framleiða 20 diska af fiskisúpu eða fiskabollur, ;„gratin“ og fleiri rjetti fyrir 16—18 manns og verð hvers pakka í útsölu mun verða kr. 1,20—1,25. Matreiðsluskrána hefir Kaj Ólafsson matsveinn, samið og sjálfur hefir hann búið til alla þessa rjetti og þykja þeir Ijúf- fengir. Kaj Ólafsson er þektur matsveinn. Hann hefir m. a. starfað á skipum Eimskipafje- lags íslands, skipum Ríkisskips, Laugarvatni, Oddfellowhúsinu og víðar. Verksmiðja H.f. „Fiskur“ get ur framleitt um 1 smálest, eða 2000 pakka á dag af fiskimjöli, en það magn fæst úr smálest- inni af nýjum fiski. Það má telja víst, að húsmæð ur reyni þetta nýja fiskimjöl al- ment og mun það koma að góð- um þörfum þegar hörgull er á nýjum fiski hjer í bænum, sem oft vill vera. Hlutaíjelagið „Fiskur“ hefir notið nokkurs styrks frá því op- inbera, eða 7500 krónur frá Fiskimálanefnd og fengið 7500 króna lán úr Fiskveiðasjóði. Hluthafar eru um 30 og inn- borgað hlutafje rúml. 40 þús. krónur. Árnesingamót verður haldið að Hótel Borg laugardaginn 25. mars og hefst með borðhaldi kl. 7^. Meðal skemtiatriða syngur hinn góðkunni K. í. B. S. kvartett. Allir Arnesingar velkomnir. Embætti og lauo FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. oft bæði að krefja og taka þessar svokölluðu „aukatekjur“ af við- komandi einstaklingum, fáum vel fjáðum, flestum fátækum og mörg- um bágstöddum, og þess vegna margur prestur, sem hefir kveink- að sjer við, ýmist að taka við nokkru eða öllu af þessum lög- boðnu „aukatekjum‘‘ af hendi fá- tækra eða fjelausra einstaklinga, enda þótt þeir flestir hafi auð- sýnt og sýni oftast aðdáanlegan fúsleik, vilja og viðleitni til að inna þessi gjöld af höndum. —- Fátæka foreldra og fjölskyldu- menn munar um minna en 5 kr. fyrir hverja barnsskírn, ofan á annan kostnað við fæðinguna; ■ 18 kr. fyrir hverja fermingu, ofan á undangenginn skólakostnað; hyrj- andi hjón, efnasmá, munar líka um „pússunartollinn“, og siiauða menn um líksöngseyrinn, ofan á alt annað, setn danðsfiillum fylgir. Þannig ætti og þyrfti að vera um hvert einasta embætti, að alt, sem því rjettilega tilheyrir og einn meðalmaðnr kemst vel yfir að starfrækja, sje forsvaranlega og lífvænlega launað EINUM launum af hinu opinbera, án nokk- urra aukatekna fyrir embættis- skylduverk. Er nú hjer með skotið til Al- þingis og ríkisstjórnar til íhugun- ar og aðgerðar, allri þjóð og þegn- um hennar til hamingju. YFIRLÝSING CHAMB- ERLAINS í BRESKA ÞINGINU í GÆR FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Evrópu í tvo andstæða flokka, eftir- því hvaða stefnu þau aðhyltust í inn- anríkismálum. En hann kvað bresku stjómina þeg- ar hafa gert þýsku stjóminni skiljan- legt, að undanfamar athafnir Þýska- lands í Evrópu hafi komið þeini spurningu á dagskrá, bvort Þýskaland stefndi að því að ná fullum yfirráðuni' í Evrópu eða jafnvel lengra. Ef þessi skyldi í rauninni reynast stefna þýsku stjórnarinnar., þá myndi breska stjómin og aðrar ríkisstjómir Veita sigursæla mótspyrnu, eins og stjórnir Bretlands hefði gert áður undir svipuðum kringumstæðum, og væri Bretland albúið til þess að snúast til andstöðu við allar tilraunir til að ógna sjálfstæðum þjóðum til aS láta af hendi frelsi sitt með hótunum um of- beldi. Mr. Chamberlain sagði, að Bretar ætluðu sjer ekki á nokkum bátt a'5- vinna gegn utanríkisverslun Þjóðverja. Þeir hefðu sýnt það með því, að ger» samkomulag við þýska útflytjendur, en sem síðan hefði farið út um þúfur, þeg- ar Hitler gerði árásina á Tjekkóslóva- kíu. Flugvjelfn TF Sux flaug í gær- morgun til Kirkjubæjarklausturs og Hornafjarðar með póst og kom til baka á 7. tímanum í gærkvöldi. Á leiðinni að austan lenti flug- vjelin á söndunum fram undan Fagurhólsmýri og er það í fyrsta skifti sem flugvjel lendir þar. Yar flugvjelin í vallarleit, í þeim til- gangi að finna hentugan stað, til að flytja póst á fyrir sveitina. Örn Johnson stjórnaði flugvjel- inni. í ráði er að fara aðra póst- ferð um miðja næstu viku, og verður þá e. t. v. flogið til Aust- fjarða. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.