Morgunblaðið - 25.03.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.03.1939, Blaðsíða 5
LaugardajíTir 25. mars 1939. tgef.: H.f. Árraknr, Reyklavlk. Rltatjórar: Jön KJartanwon ok ValtjT StafAnaaon (AbrrgöarauiSnr). Auglýaingrar: Áml óla. Rltatjörn, auglýalngar og afsralBala: Anaturatrntl 8. — Blml 1800. Áakrlftargjald: kr. >.00 á aaánuBL í lauaaaölu: 16 aura alntaklB — II anra aaaB Laabök. LANDRAÐ Hánn 16. þ. m. barst sú fregn frá Kaupmanna- liöfn, að hingað væru væntan- ilegir með dr. Alexandrine nokkrir þýskir vísindamenn og fulltrúar frá þýska flugfjelag- inu Luft-Hansa. Þess er getið, um vísindamennina, að þeir ætl- mðu að halda áfram rannsókn- «m hjer til þess að leitast við að fá staðfestingu á kenningu Wegeners um flutning land-i anna til vesturs. Engin skýring fylgdi hinsvegar á hingað komu fulltrúanna frá Luft-Hansa. Fregn þessi birtist í öllum •dagblöðum bæjarins 17. þ. m. :Sama dag þeindi Einar Olgeirs- .son á Alþingi nokkrum fyrii'- spurnum til forsætisráðherra í 'sambandi við komu hinna þýsku rmanna og komu þýska herskips- ins Emden, sem tilkynt hafði verið að væntanlegt væri í lok þessa mánaðar. Forsætisráðherrann svaraði fyrirspurnum E. O. skýrt og af- •dráttarlaust. Hann sagði við- víkjandi vísindamönnunum, að ■stjórnin hefði enga vitneskju • eða tilkynningu um þá fengið. Rjett er að ;geta þess, að síðar upplýstist, að þessir menn vinna -að veðurathugunum í þágu al- ’þjóðar og vinna í samþandi við Veðurstofuna hjer. ★ Um fulltrúa hins þýska flug- fjclags, sagði forsætisráðherr- .ann, að stjórninni hefði þá fyr- :ír skömrnu þorist tilkynning um, :að þessir menn væru hingað ' væntanlegir. Sagði forsætisráð- herrann í því samþandi, að Luft-Hansa liti svo á, að það hefði hjer einhver flugrjettindi -og bygði þetta á samningi frá því að fjelagið var hjer í til- .raunaflugi með Flugfjelagi Is- lands. En þar sem Luft-Hansa: Thefði í hyggju að taka upp á næsta sumri flugsamgöngur við ísland, þyrfti það á rjettindum hjer að halda. : Forsætisráðherrann kvaðst . hinsvegar þegar hafa tjáð þýska rræðismanninum hjer, að þetta með rjettindin myndi vera bygt : á misskilningi hjá hinu þýska flugfjelagi. Fjelagið hefði að vísu fengið 'hjer með sjerstök- mm samningi bestu kjararjett- : indi til ársins 1940 — þ. e. a. s. fjelagið Skyldi hafa öll hin sömu rjettindi sem erlend flug- fjelög fengju. En þar sem ekk- >ert erlent fjelag hefði fengið hjer rjettindi á einn eða annan hátt, gæti þýska flugfjelagið heldur engin rjettindi öðlast isamkvæmt sínum samningi. Þetta var augljóst mál; sagði forsætisráðherra að hinum þýsku fulltrúum myndi verða tjáð þetta, er þeir kæmu hing- rað. Hvað snerti heimsókn Em- <dens sagði ráðherrann, að þar væri aðeins um að ræða kurteis- isheimsókn, og myndi skipið dvelja hjer eitthvað við gæslu þýskra veiðiskipa. En koma Emdens stæði ekki í neinu sam- bandi við fulltrúana frá Luft- Hansa. Svör forsætisráðherrans við fyrirspurnum E. O. voru svo skýr og ákveðin, að enginn gat þar verið í nokkrum vafa. Síst hefði sá maðurinn sem spurði átt að vera í vafa. ★ Samt skeður það, að sama daginn, sem ráðherrann gaf sín svör í heyranda hljóði á Al- þingi, símar blað kommúnista hjer, Þjóðviljinn (ritstjóri Ein-^ ar Olgeirsson) út til dansks blaðs og segir þar alrangt frá því sem fram fór. I skeytinu segir, að ráðherrann hafi upp- lýst á Alþingi, að Þjóðverjar „heimtuðu“ hjer lendingarstaði fyrir flugvjelar og að um þetta yrði samið „þegar Emden kem- ur“. Hvorttveggja þetta var til- hæfulaust. Þjóðverjar heimtuðu hjer engin rjettindi, og heim- sókn Emdens stóð ekki að neinu leyti í sambandi við þetta mál. En hversvegna voru þá kom- múnistar að síma út slíkan þvætting, sem forsætisráðherr- ann hefir síðar upplýst að stór- skaðað hefur landið? Já; hvers- vegna? Þetta framferði kommúnista sýnir og sannar, að þeir ei'u þess albúnir hvenær sem er, að svíkja sitt land og sína þjóð. En þetta er ekki í fyrsta skiftið, sem landráðalýður kom- múnista svíkst aftan að þjóð- inni. Skamt er síðan menn fengu vitneskju um skaðsemd- argrein í enska stórblaðinu „Manchester Guardian“. Sú grein hefir verið birt í heilu lagi hjer í blaðinu. Það er nú talið fullvíst og sannað, að þessi grein sje runn- in frá einni kommúnistaspraut- unni hjer. Menn spyrja: Hvað ætla kommúnistar sjer með þessu framferði sínu? Eru þeir vit- andi vits að reyna að koma því til leiðar, að íslenska þjóðin glati sjálfstæði sínu? Þessum spurningum getur hver og einn svarað fyrir sig. En eitt er víst, að stjórn og þing verður tafarlaust að uppræta þessa landráðastarfsemi. Páll Steingrímsson ritstjóri sextugur „Húrra-krakki“ verður sýndur á morgun kl. 3 og kl. 8. Að fyrri sýningunni verða nokkrir bekkir seldir fyrir böru. Er þetta síð- asta tækifærið til þess að sjá gam- anleikinn „Húrra-krakki“, því að aðalleikarinn Haraldur Á. Sig- urðsson er á förum burt úr bæn- um. E.s. Lyra er á leið hjeðan til Bergen. Páll Steingrímsson rit- stjóri á sextug-safmæli í dag. Hann tók við ritstjórn Vísis í júlí 1924, en ljet af Úví starfi 1. apríl 1938, sakir vanheilsu. Páll er maður yf- irlætislaus með afbrigðum, sem vinnur hvert það verk er hann tekur sjer fyrir hendur með alúð og kost- gæfni. Oll þau ár sem liann vár dag- blaðsritstjóri var hann sjaldsjeð- ur utan heimilis annarstaðár en þar sem hann vann sín daglegu skyldustörf. Hann er á einkenni- legan hátt hvorttveggja í senn maður fáskiftinn og áhugasamur Um fjölda mála og fjölfróður er hann á vísu sjálfmentaðra gáfu- manna. — Það er einkennilegt, að vera alt í einu kominn í gamalla manna tölu, sagði Páll, er hann kom á móti mjer í sólbjartri dagstofu sinni í gær. Jeg veit ekki livað hefir orðið af öllum þessum árum. Mjer finst þetta t. d. enginn tími, síðan jeg var fimtugur. Jeg ætlaði mjer, satt að segja, að halda áfram með Vísi þangað til jeg yrði sextngur. En hin þrá- látu veikindi mín urðu til þess að jeg gat ekki sint blaðinu tímun- um saman. Það er ómögulegt að eiga, að stjórna upp á þær spýtur að verða að sjá alt meira og minna með annara augum, og bera ábyrgð á öllu saman. Og því hætti jeg í fyrra. Síðan sagði liann mjer nokkuð um veikindi sín. brjóstveiki með andþyngslum, sem mjög hafa þjáð hann og hann byrjaði að finna til fyrir 28 árum síðan. — Það var sumarið 1911. Jeg var þá fyrir norðan. Þá varð jeg alt í éinu Var við það að jeg gat ekki hlaupið fyrir hesta eins og jeg var vanur. Og andþyngslin liafa svo ágerst með árunum. En upptökin rek jeg til eins gangnadags þegar jeg var unglingur. Það var haustið eftir að jeg hafði verið á Möðruvalla- skólanum, en þar var jeg einn vetur 1895—’96, yngstur allra nemendanna. Mig langaði til að vera heima fram yfir rjettir og fara í göngurnar. Jeg hefi altaf haft gaman af skepnum — það er að segja þeim, sem ganga á fjór- um. Foreldrar mínir áttu heima á Neðstabæ í Norðurárdal í Húna- vatnssýslu. En fyrstu 5 ár æfinnar var jeg í hinum fagra Vatnsdal; er íVddur að Flögu þar í dalnum. Göngurnar voru stuttar, aðeins einn dag. Jeg var settur í fyrir- stöðu, til að standa fyrir fje er Enghlíðingar komu með úr Tröll- árbotnum og gat lítið hreyft mig um dáginn. Slagviðrisrigningu hina. verstu gerði þann dag og varð jeg holdvotur og svo kald- ur, að jeg hefi aldrei lent í öðr- um eins kulda. Það var ekki siður í þá daga að klæða sveitapilta í regnheldar yfirhafnir. Jeg lagðist Páll Steingrímsson. í rúmið eftir göngurnar og lá lengi frani eftir vetri. Hefi víst haft háan liita fyrst í stað, en síðan hefir orðið úr þessu langvinn brjósthimnubólga. Skólann gat jeg ekki sótt þann vetur, og fór þangað ekki aftur. En næstu árin starfaði jeg nyrðra við barna- kenslu o. þessh., en líkaði það aldrei vel. Fyrir aldamótin var hjer föður- bróðir ininn fyrir sumnan, Þor- steinn Davíðsson, er farið hafði til Ameríku harðindaárin um 1887, en kom: hingað aftur og- var þá í Hjálpræðishernum, en varð ósátt- ur við þá sálufjelaga sína þar og fekst hjer við ýmislegt um skeið. Hann t. d. rak fyrstur veitinga- húsið Valhöll á Þingvöllum. Aldamótaárið fór jeg svo til hans. Annars liafði móðir mín tal- að svo um við hálfbróður sinn, síra Pál Sigurðsson í Gaulverja- bæ, að hún ætti að senda honum mig er jeg væri 12 ára, og- átti hann að sjá hvort jeg reyndist eklci fær til náms. En áður en jeg náði þeim aldri var hann dáinn sá heiðursmaður. Hefði ekki farið svo, þá hefi jeg það á tilfinning- unni að jeg hefði orðið pokaprest- ur einhversstaðar uppi í sveit. Þorsteinn frændi minn hafði m. a. atvinnu af því að fylgja út- lendingum um landið á sumrum. En eitt sinn er hann var á ferð í Kalmanstungu frjetti hann um af- drif Howells ferðamannaagents, er druknaði af pósti í Hjeraðsvötn- um. Varð lionum svo mikið irn þetta að honum fjell allur ketill í eld með ferðalög hjer og annað og fór hann til Ameríku að nýju. En Jietta var nú útúrdiir. Eftir að jeg hafði verið tvö ár á vegum. Þorsteins gerðist jeg starfsmaður í pósthúsinu hjerna, kom þangað fyrst í fjarveru Vil- hjálms Jónssonar bróður Klemens- ar landritara og þeirra systkina. Og á pósthúsinu var jeg samfleytt í 22 ár. — Hvernig var störfum háttað á fyrstu árum juSar þar ? — Við vorum þar þrír, Þorleif- ur Jónsson póstmeistari Guðni Eyjólfsson og jeg. Það var alt starfsliðið. Þar var æði eríið vinna með köflum, en svo lítið að gera á milli. Engin regla á því hve lengi var unnið. Mest var annrikið við landpóst- ana. Þeir fóru 15 ferðir á ári. Nóttina áður en þeir fóru unnum við oft alveg framúr, og gátum aðeins náð að afgreiða ]iá til fulls á brottfarartíma að morgni. Svo vorum við i pósthúsinu svefn- lausir allan dagmn. Ekki var það betra þegar póst- arnir komu, því þá urðum við að byrja að vinna við afgreiðslunh á hvaða tíma sólarhringsins sem var. Þó við værum nýháttaðir vornm við vaktir upp miskunnarlaust. Eitt ár bjó jeg suður í Skildinga- nesi. Þangað kom Guðni sam- verkamaður minti um miðjar næt- ur og sótti mig, ef því var að skifta. Því enginn vissi }>að fyrr en á dundi hvenær póstarnir komu. Þá var ekki síminn. Þa3 sem tafði afgreiðsluna á þeim ár- um mest var aragrúinn af pen- ingabrjefum sem í póstinuin voru. — Hvenær var starfsmönnum fjölgað í pósthúsinu ? — Jeg man ekki livaða ár það var. En með þeim fyrstu sem koinu á eftir mjer voru þeir Þórð- ur Sveinsson og Hallgrímur Bene- diktsson. Þórður vaun altaf tvft meðalmannsverk. Eftir að Hall- grímur hafði unnið konungsglím- una á Þingvöllum sumarið 1907 þótti pósthússtaðan vera of óvirðu leg fyrir jafn mikinn mann og- hann. Þá fór liann í Edinborg. En sá sem altaf kom fyrstur á morgnana og fór síðastur á kvöld- in var Þorleifur Jónsson. Og vav liann þá orðinn roskinn maður. Síðan barst.talið að blaðamensk- v.nni: — Mjer var satt að segja altaf heldur ógeðfelt að skrií'a um pólitík, segið Páll og brosir við. Og svo var jeg' víst aldrel nægilega „diplomatiskur“ t.il þess að styggja ekki liina og þessa menn. En pólitíska baráttan verð- ur nokkuð dauf, ef hún er ekki við og við tekin með nokkurr*. snerpu. Þegar mjer datt í hug að skella einhverju á menn, þá hafði jeg oft ekki stillingu til þess að neita mjer um það. En það get jeg sagt með sanni, •að jeg ber enga óvild til manna, sem jeg liefi átt í höggi við. Slíkt er ekki nema kjánalegt og fer illa með mann sjálfan. — Tlvað fanst yður erfiðast í blaðamenskunni ? ■— Ekki er gott að gera grein fyrir því í stuttu análi. Prent- smiðjuvistin var mjer einna erfið- ust, vegna blýlofts og vondra vinnuskilyrðá að ýmsu leyti þar. En leiðinlegast var að eiga við mennina sem komu með óbirting- arhæfar greinar, og lijeldu að þeir frelsuðu föðurlandið ef greinarnar kæmust. Ef það voru skammagrein ar var oft gott ráð að biðja þá að skrifa þær undir nafni. Þá fara sumir fljótt sína leið. Og svo leirskáldin, með sína framleiðslu. Þau voru mjer hvimleiðust af ölln. — Þjer liafið tekið við ritstjórn Dýraverndarans ? FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.