Morgunblaðið - 14.04.1939, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 14. apríl 1939.
Herútboð í flestum löndum Evrópu
Bretar hafa 185
herskip í Mið-
j arðarhaíi
Vígbúnaðurinn fer alstað-
ar fram með leynd
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
FRJETTIR FRÁ LONDON í dag bera með sjer,
að næstum því hvert einasta land í Evrópu
vígbýst nú af kappi. En vígbúnaðinum er hald-
ið eins leyndum og hægt er. Ræða Chamberlains hefir ekki
haft þau áhrif, að styrjaldaróttinn minkaði og má segja
að enn sje útlitið í alþjóðamálum mjög svart.
Það eru jafnt stórveldin sem smáþjóðirnar, sem auká
hervarnir sínar og kalla menn til vopna. Fyrirætlanir
Þjóðverja í Póllandi eru ókunnar ennþá, en þó virðist
margt benda til, að ekki líði á löngu þar til þeir láta til
skarar skríða þar, og bendir meðal annars árás þýskra
blaða á Pólverja fyrir illa meðferð á þýskum mönnum í
þá átt, að þeir hugsi til hreyfings.
FRAKKAR BJÓÐA ÚT 1 MILJÓN HERMANNA.
Ræða Chamberlains
Bretar og Frakkar
ábyrgjast sjálf-
stæði Rúmeníu
Utánríkisitiálaráðhéí’ra PÖlvérja. og Grikklands
Beck neitaði
heimboði
Hitlers
Frá frjettaritará Vorum.
Khöfn í gær.
Frá Berlín kemur sú
frjett í dag að Beck,
utanríkismálaráðh. Pól-
lands hafi neitað að fara
í heimsókn til Hitlers í
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
RÆÐA CHAMBERLAINS forsætisráðherra í
breska þinginu í dag var eins og búist hafði
verið við, hógvær og æsingalaus. Hann lýsti
því yfir, að breska stjórnin myndi veita Rúmeníu og
Grikklandi aðstoð, ef á sjálfstæði þessara ríkja yrði ráð-
ist, á sama hátt eins og ákveðið hafði verið að veita Pól-
landi aðstoð, ef á það yrði ráðist.
Ennfremur getur komið til mála, að Tyrklandi verði
veitt samskonar loforð um vernd. Chamberlain skýrði einn-
ig fá því, að Frakkar stæðu að þessari yfirlýsingu.
Chamberlain lýsti yfir því, að Bretar myndu ekki
segja upp bresk-ítalska sáttmálanum, þrátt fyrir innrás
ítala í Albaníu.
Frakkland hefir kallað eina miljón manna til vopna. Fer
innköllunin fram með þeim hætti, að menn eru kallaðir til her-
þjónustu með einkabrjefum, en ekki eins og venja er til með
auglýsingum í blöðum og með auglýsingaspjöldum.
Frakkar hafa sent her manns til f jallavarnavirkjanna í Pyr-
ænafjöllum, á landamærum Spánar og Frakklands og er ástæð-
an talin sú, að frönsku stjórninni hafi borist fregnir um að Spán-
verjar hafi sent her til frönsku landamæranna.
VÍGBÚNAÐUR BRETA í MIÐJARÐARHAFI.
Lundúnablaðið ,,Daily Telegraph“ skýrir frá því, að áhyggj-
ur Breta út af Miðjarðarhafsmálum fari stöðugt vaxandi. Hafa
Bretar gert sjerstakar varúðarráðstafanir á laun á öllum setu-
liðsstöðvum sínum við Miðjarðarhaf.
Er fullyrt að Italir hafi safnað her manns saman við Gi-
braltar, við landamæri Egyptalands og landamæri Sudan.
Ein ensk frjettastofa sendir út þá frjett í dag, að Bretar
hafi að minsta kosti 185 herskip í Miðjarðarhafinu.
Enskar og franskar flotadeildir eru á verði við eyjuna
Korfu
RÚSSAR BÆRA Á SJER.
Talið er að 14 herskip úr Svartahafsflota Rússa hafi í dag
siglt til Gríska hafsins og eigi þau að vera tilbúin til að aðstoðaj
flota Breta og Frakka ef á þarf að halda.
Breskar hersveitir, sem undanfarna mánuði hafa haft að-
setur í Palestínu vegna hins órólega ástands þar hafa verið send-
ar til Egyptalands.
Stórblaðið „The Times“ heldur því fast fram, þrátt fyrir
mótmæli ítala, að nýlega hafi verið sent ítalskt herlið til Cadiz.
1*4 MIUÓN ÍTALA UNDIR VOPNUM.
ítalir halda áfram að innrita nýja hermenn í herinn og eru
nú undir vopnum 1 miljón og 250 þúsund manns.
ítalir hafa byrjað að byggja varnarvirki beggja megin við
Otranosund, sem er milli Albaníu og Ítalíu. Er talið að ætlun
þeirra sje að loka Adríahafinu.
ítalir hafa sett 100 þús. manna her á land í Dodekaneyjunum
og er búist við að þeir hafi álíka mikinn herstyrk í Albaníu.
HERSTYRKUR PÓLVERJA OG GRIKKJA.
Um vigbúnað annara ríkja í álfunni er þetta sagt:
Pólland hefir eina miljón manna undir vopnum og Grikk-
land er tiíbúið að kalla 600 þúsund manns :il vopna.
Berlín.
Á Hitler að hafa boðið
Beck að koma til Berlín og
ræða við sig um innlimun
Danzigborgar í Þýskaland,
bílabrautina gegn um
póiska hliðið og aðrar
kröfur, er Þjóðverjar gera
á hendur Pólverjum.
Er Beck fyrsti jstjórn-
máiamaðurinn. sem neitar
heimboði frá Hitler. Það
fylgir sögunni að Beck hafi
haft í huga heimsókn
Schussniggs til Hitlers, á
búgarð hans skömmu áð-
ur en Þjóðverjar innlimuðu
Austurríki, heimsókn
Hacka, forseta Tjekkósló-
vakíu og heimsókn Urbsis,
utsnríkismálaráðherra Lit-
haua.
En sem kunnugt er voru
báðir þessir menn hræddir
til viðtals vio Hitler áður
en hann Ijet til skarar
skríða í Tjekkóslóvakíu og
Memel,
K. R.-flokkurinn
vekur enn hrifn-
ingu og umtal
Khöfn í gær. FÚ.
Idenski kvennaflokkiiriun sýndi
í gærkvöldi leikfiini á hei.l-
brigðismálasýningu í Forurn í
Kaupinannahöfn.
ðænsk og dönsk liliið birta e'nn
á ný greinar uin þennan úrvals-
flokk og fara nni hann himnn
mestu viðurkenningarorðum.
Albanska þjóðarsamkundan hef
ir samþykt að uanga í bandalag
við ftalíu og hoðið Viktor Eman-
uel Ítalíukonungi konungstign í
Albaníu. (NRP).
Þrjú ríki hafa síðastliðha viku
sagt sig úr Þjoðabaudalaginu:
Spánn, Ungverjaland og Perú. —
(NRP).
Háskólafyrirlestrar. Franski
sendikeíinaríim, hr. J. Haitpt, les
upp úr meistaravérkum eftir
frönsk skáld á 19. öld í kvöld
kl. 8.
I ræðu sinni staðfesti Chamberlain þann orðróm, sem geng-
ið hefir undanfarna daga, «ið Mussolini hafi hátíðlega lofað
Bretum að allir ítalskir hermenn á Spáni yrðu kallaðir heim, er
Franco hefði haldið innreið sína í Madrid 2. maí.
London í gær. FU.
Annars hóf Chamberlain mál
sitt á því að gefa skýrslu um
jinnrás ítala í Albaníu, er hann
sagði, að valdið hefði stórkost-
legum ugg í álfunni og mikilli
óánægju.
ÓSAMHLJÓÐA
SKÝRSLUR
Annars væru skýrslur ítala
og Albana um þessi mál mjög
ósamhljóða. Frásögn ftala af
atburðunum væri á þá leið, að
Ítalía hefði verið knúin til þess
að taka Albaníu hernámi vegna
misfellna á stjórnarfari Zogu
konungs og samkvæmt beiðni
frá Albaníu sjálfri. Hinsvegar
hafi srtjórn Albaníu tjáð HalL
fax lávarði, að hún hefði hafn-
að úrslitakostum, sem henni
hefðu verið settir af ítölsku
stjórninni, og jafnframt skýrði
Chamberlain frá því, að alb-
anska stjórnin hefði be<5ið Bret-
land um hjálp.
Með tilliti til þess,' hversu
mjög hjer greindi á í frásögn-
um þessara tveggja aðila, hefði
breska stjórnin ekki enn þá
tekið neina ákvörðun í málinu
og biði eftir frekari skýrslum
frá ræðismanni sínum í Durazzo
Því næst sagði Chamberlain
að hvernig sem háttað væri
staðreýndum í málinu, þá mætti
ekki dyljast þess, að þessi inn-
rás ítala í Albaníu hefði verk-
að á almenningsálitið eins og
grímulaust ofbeldisverk, þar
sem voldugra ríki hefði kúgað
veikara og varnarlausara ríki
með vopnavaldi.
FULLYRÐING
CIANO GREIFA
Þetta hlýtur að skapa vax-
andi óróa í alþjóðamálum, sagði
Chamberlain, og getur tæplega
amrýmst bresk-ítalska sáttmál-
anum, er gerður var í maímán-
i ði síðastliðnum, þar sem Italía
skuldbindur sig til þess að
halda óbreyttu ástandi við Mið-
arðarhaf. Jafnvel á föstudag-
inn var hefði Ciano greifi tjáð
fcondiherra Bretlands í Róm, að
þetta ákvæði sáttmálans myndi
yerða stranglega haldið. Nú er
!Adríahafið vissulega hluti af
Miðjarðarhafi, og ítalía getur
jekki með nokkru móti haldið
því fram, að Bretlandi komi
þetta mál ekki við.
Þá lýsti Chamberlain yfir því
áð það væri fjarri sanni, að
jbreska stjórnin hefði nokkrar
ífyrirætlanir með höndum um
íað taka eyjuna Korfu, en
jbreska stjórnin myndi telja það
m.jög óvinsamlega ráðstöfun, ef
nokkurt annað herveldi gerði
það. Á páskadag sagði Cham-
berlain, að bresku stjórninni
jhefðu borist fregnir um, að ítal-
ir myndu í náinni framtíð taka
(Korfu, en fulltrúi ítölsku stjórn-
'terinnar í London hefði þegar í
jtetað fullvissað bresku stjórnina
pm það, að þetta gæti ekki
yerið rjett.
VERND
TIL HANDA
GRIKKJUM
OG RÚMENUM
Þegar hjer var komið gaf
Ch'amberlain þá yfirlýsingu
FRAMH. Á Í5JÖUNDU SÍÐU.