Morgunblaðið - 02.05.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.05.1939, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 2. maí 1939. t s* Frú Sesselja Sigvalda- dóttir, Grinúavík Fyrir nokkruin árum kyntist jeg þessari konu og hefir viðkynningin við hana veitt mjer svo margar ógleymanlegar stundir og orðið mjer svo mikiis virði, að mig langar til að minnast hennar nokkrum orðum, er hún í dag bætir einu ári við átta tugi æfi sinnar. Frú Sesselja er mjög merk kona og vel gefin um flesta liluti, fram- úrskarandi bókhneigð, svo að mjer virðist þær henni jafn nauðsyn- legar og matur og drykkur. Ef maður heimsækir hana er hún venjulega að lesa. Ein bók er henni kærari en allar aðrar og sjest hún ávalt á borðinu hjá henni. Það er Biblían. Finst henni gaman að opna hana og lesa þá fyrir mann það sem hún liittir á. Húii segist aldrei opna þá bók svo að hún ekki finni eitthvað er veiti lienni blessun. Sje maður þreyttur og þjakað- ur, uppgefinn á sál og líkama, er engan betra að heimsækja en liana. Hún skilur alla hluti svo vel, og hefir lag á því að hressa og gleðja. Svipur hennar tígulegur og hreinn, sem ókunnugum finst ef til vill nokkuð harður, verkar á mann eins dg sólskin á blóm, er drúpir í skugga. Mjer finst hann bera aðalsmerkí göfugíár og tiginnar sálar. Manni finst eins og það andi híýju frá henni, hennar glaða viðmóti og hressu lund, svo að jafnvel andríimsloftið verður ljett- ara. Og eftir að hafa dvalið í ná- vist Iieiinar stuiidarkorn,, hefír alt liið leiða og þungbæra orðið að þoka og maður verður ósjálfrátt hress og glaður og fer þaðan með frið í hjarta. — Hún hefir sjálf- sagt mætt ýmsu mótdrægu á sinni löngu æíi. Hún hefir horft á eftir tveimur ungum börnum sínum of- an í gröfina, svo brautin hefir ekki altaf verið blómum stráð. En hún ber ekki sínar sorgir og sitt mótlæti á vörunum. Hún teh(f sig hafá verið gæfusama, í öllu mót- læti lokar hún hjartans dyrum, segir hún, fyrir öllum nema Drottni Jesú og hann hjálpi sjer yfir hverja þraut, hún hafi síst ástæðu til að kvarta. Frú Sesselja var gift Stefáni Egilssyni múrara, greindum og góðum manni. Eignuðust þau 6 drengi, tveir þeirra dóu á unga uldri, en hinir eru: Sigvaldi tón- skáld og læknir í Grindavík; Snæ- björn skipstjóri; Eggert söngvari, og Guðmundur glímusnillingur, er nú dvelur í Ameríku. Hún segir sv 'If: Þeir eru besta gjöíin, sem Guð hefir gefið mjer, góðu drengirnir mínir, sem alt hafa viljað gera mömmu til ánægju og altaf reynst mjer vel í blíðu og stríðu. Drottinn blessi þá og leiði með sinni styrku liendi. Jeg óska minni góðu og göfugu vinkonu enn leugra og ánægju- ríkra lífdaga, umvafm ástríki sinna elskuðu sona, og að síðustu er hún hallar höfði þreyttu til hinstu hvíldar mun hún hljóta þiann frið og þá blessun er hún hefir verðslmldað og þeim bestu er fyrirbúin. G. B. E.s. Nova kom í ga að norðan og vestan. SAMTAL VIÐ PRÓFESSOR ÞÓRÐ SVEINSSON FRAMH. AF SJÖTTU SÍÐU. Jeg leyfi yður því að birta þær nú strax, þótt tilraunatíminn sje svona stuttur. Þetta geri jeg í fyrsta lagi af, því, að jeg er sannfærður um, að það geti orðið að nokkru gagni fyrir geðsjúkt fólk, alveg eins og það liefir reynst hjer á hælinu. í öðru lagi af því, að fram-. kvæmd á lækningatilraununum er einföld og þarf euga sjerþekkingú, aðeins að fara nákvæmlega í aðal- atriðum eftir þeim aðferðum, sem sagt er frá hjer að framan. Ilver einasti læltnir getur gert það, sem við höfum gert, aðeins, ef hann hefir baðker og heitt vatn. Og að- ferðin hefir hingað til reynst hjer áhættulaus sjúklingunum. Og í þriðja lagi; Hjer á landi eru hin mestu vandkvæði á að kojna , . geðypikigjúklingum , inn á geðveikrahajþ. ■ sökum:. rúndeysis. Það er því belra að uota. þann tíma, sem bíða þarf, eftir liælis- vist, fyrir þá, til að gera lækn- ingartilraunir, þar sem svo hagar til, að hægt er, ef ske kynni, að þeim batnaði eitthvað, og þyrfti ekki, eins og nú, að geyma þá í algerðu getuleysi. Þ. J. H. MORGUNBLAÐIÐ □agbók Veðurútlit. í Rvík í dag: Sunnan eða suð-austan gola. Rigning með köflum. Næturlæknir er í nótt Grímur Magnússon, Hringbráttt '202V Sími 3974. ' Næturvvörðttr er í Keykjavíkur Apóteki og Lýfjabúðihríi Iðunn. Þátttakendur > í SkíðftViku ísa- fjarðar háfa kaffikvöld í Odd- fellowhúsinu í ; kvöld. Þeir, sem tóku mvndir á vikunni, eru beðnir að liafa þær með sjer. Rafskinna, hin haglega auglýs- imrabók. or nú komin til Vest- tnannaeyja og vekur þar hina méstu áthýgli allrá, 'sem von er. Var bókitt send til Eyja með Súð- inni síðast og fór mftður með til að stjórna sýnihgum‘þar. Útvarpið: 12.00 Hádegisútvarp. 19.10 Hljómjdötur: Ljett lög. 19.45 Frjettir. 20.1.0 Veðurfregnir. $0.20 Erindi: Héimssýnihgin í New-York (Ragnar E. Kvaran ; landkynnir). "• 20.45 Tónleikar_í Tónlistarskólans : (tríó). ; 21.25 SymfóníutÖnleikar (plötur): Symfónía nr. 7, E-dúr, eftir Bruckner. 1 '' 22.20 Frjettáágrip. 22.25 Dagskrárlok. Málarasveinar! Samkvæmt fundarsamþykt á fundi fjelagsins 1. maí 1939 fer fram almenn atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun, á skrifstofu Sveinasambands byggingamanna, og hefst þriðjudaginn 2. þ. m. kl. 1 e. h. og stendur yfir til mið- vikudags 3. þ. m. kl. 1 e. h. Mætið allir á kjörstað. KJÖRNEFNDIN. ÁFshátið Tónlisfarfjelagsins að Hóícl Borg, laugardaginn 6. maí, klukkan 9 eftir há- degi, stundvíslega. Hátíðin hefst á hljómleikum: Kl. 9: Tríó Tónlistarfjelagsins (Árni Kristjánsson, Hans Stepanek, Heinz Edelstein) leikur Trio í A-moll, eftir . P. Tschaykowsky, Thema con varizioni. Dr. Victor von Urbantschitsch, stjórnandi H. R., leikur Konzertparaphrase yfir mótív úr óperett- unni „Flagermusen“, eftir Johan Strauss (Eduard Schútt). Kl. 11: a: Pjetur Jónsson og Óskar Guðnason: Dúett ur „Bláu kápunpi“. b: Sigrún Magnúsdóttir og Arnór Halldórsson: Valsadúett og dans úr „Bláu kápunni“. Kl. 12: a: Sigrún Magnúsdóttir og Lárus Ingólfsson: Dúett og dans úr „Systurinni frá Prag“. b: Nína Sveinsdóttir og Pjetur Jónsson: Dúett og dans úr „Meyjaskemmunni“. Kl. 1: a: Sigrún Magnúsdóttir: Sóló úr „Fornum dygðum“. b: Lárus Ingólfsson: Chaplinsvísur úr „Fornum dygðum“. Undirleikur: Jazz-hljómsveit. Söngfólkið verður alt í búningum úr viðkomandi leikritum. Dansað til klukkan 2.30. Aðgöngumiðar fást hjá Sigríði Helgadóttur (K. Viðar) og í Versl. „Fiks“, Laugaveg 19, og kosta 3 kr. fyrir manninn. 7 Raða Olafs Ttiors FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. grein fyrir því, að það er ehki aðeins þjcðfjelagið, sem á kröfur á hendur verkamönnum um að þeir vinni sín verk og vinni þau vel, heldur eigai verkamenn einnig kröfu á hendur þjóðfjelaginu um að það geri sína skyldu gegn Verkamönnum, — kröfuna um það, að sá sem vill vinna, hann skuli og mat fá, — kröfuna um það, að heildin eigi svo að stjórna sínum málum, að alt sem í mannlegu valdi stendur, sje til þess gert að tryggja það, að sjerhver verkamaðui* sem vill vinna, og sættir sig við að bera það úr býtum, sem gjald- þol atvinnulífsins heimilar, hann fái umflúið hið hræðilega bol atvinnuleysisins. Mjer er vel ljóst, að verkefn- ið er örðugt, og getur kannske reynst óleysanlegt, en hitt er jafnvíst, að þar veltur mjög mikið á að góður vilji, og þá eigi síður á hinu, að stefnan sem fylgt er sje rjett, Sjálfstæðisflokkurinn trúir á mátt einstaklingsframtaksins í hinni örðugu baráttu við íslands óblíðu náttúru. Sjálfstæðisflokk urinn vill því á alla lund styðja einkaframtakið, í öruggri vissu þess, að á þann hátt sje búið í haginn fyrir verkalýðinn í land- inu, og Sjálfstæðisflokkurinn gerir sjer það ljóst, að það er hans skylda að tryggja á alla lund afkomu og vernda á sjer- hvern hátt rjett þeirra, sem verst eru settir í lífsbaráttunni, um leið og flokkurin þó gætir þess höfuðsjónarmiðs, að í- þyngja ekki svo framtakinu, að í r því dragi. Þessi fáu orð, sem er hin fyrsta opinbera ræða, sem jeg flyt utan Alþingis síðan jeg tókst á hendur hið vandasama starf er jeg nú gegni, vil jeg enda með því, að biðja ykk- ur, háttvirtir áheyrendur, að sameinast mjer í þeirri ósk og von, að forsjónin blessi landið okkar og störf þjóðarinnar um alla framtíð. UPPSÖGN IÐNSKÓLANS FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Járnsmiðir: Einar Sigurjónsson, Jóhannes Jónsson. Rakarar: Engilbert Sigurðsson, Ingólfur Kristjánsson, Páll Sigurðsson. ’ Raf virki: Guðjón Steingrímsson. Bif vjelavirk jar: Guðmundur Jónasson, Helgi' Jónasson. Bólstrari: Guðsteinn Sigurgeirsson. Húsgagnasmiðir: Jóhann Pjetur Guðmundsson, Jón Guðmundsson. Blikksmiður: Kristinn Rögnvaldsson. Útvarpsvirki: Ólafur JÖnsson. Veggfóðrarar: Stefán Kr. Sveinbjörnsson, Steingrírríur Jónsson, Sæmurídur Kr. Jónssörí. Verðlaun fyrir ástundun, fram farir og hegðun fengu þessir nemendur úr 4. bekk': Einar Norðfjörð Jónsson, Ein- ar Sigurjónsson, Ólafur Jónssoiv/ Ragnar Þ. Guðmuiiclsson, Sig- ' geir Ólafsson, Örn Steinsson. Úr S. bekk: A?ð>alsteinn Maack, húsasmiður, Ágúst Gíslason, járnsmiður, Guð mundur Benediktsson, húsgagna- smiður, Guðmundur Samúelsson, húsgagnasmiður, Sigurður Úlf- arsson,. líúsgagnasmiður. Leikfjelag Reyekjavíkur biður áð vekja- athygli á því. að næsta sýning á Tengdapabba verður á morgun (miðvikudag) en ekki fþntudag eins og venjulega. — ; INokkrir aðgöngumiðar verða seld- ir á þessa sýningu á aðeins 1.50. Fjöldi færeyskra fiskiskipa kom hingað um þelgina. Eru skipin að sækja hingað heitusíld, sem kom með Dr. Alexandrine. Dr. Alexandrine kom frá Kaup- mannahöfn á sunnudagskvöld og fór vestur og norður um land í' gærkvöldi. Sálræn fyrirhrigði. Um það efnii flytur frú Guðrún Guðmundsdótt- ir erindi í Varðarhúsinu í kvöld kl. 8i/2- Síra Marinó Kristinsson fekk,r 669, en ekki 696 atkvæði, við . prestskosninguna á Isafirði. mm ■ m < É sftmm Innilega þökk fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför fóstra míns, MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR frá Hæðarenda. Guð blessi ykkur öll. Zophónías Fr. Sveinsson. mim Alúðar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og hjálp við fráfall og jarðarför sonar okkar og bróður, HELGA L lUSSONAR. Sjerstaklega viljum við -s.ka hjónunum í Lækjarhvammi, Einari Ólafssyni og B u ■ dóttur, þeirra föðurlegu um- %8'8'ju fyrir honum a mcu . hann lá banaleguna. Guð launi ykkur öllun*. Grímstungu, 27. apríl 1939. Lárus Björnsson, Petrína Jóhannsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.