Morgunblaðið - 02.05.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.05.1939, Blaðsíða 5
ÞrlSjudagur 2. maí 1939 3 ----------- JPftorgttnMai>ii>------------------------- Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjörar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgSarraaCur). Augtýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýslngar og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjaid: kr. 3,00 á mánuSi. í lausasölu: 15 aura eintakið — 25 aura með Lesbök. r Ragf A >geí s on >k far um S U M A h B L Ó M DAGUR VERKAMANNSINS Cvo eru nefndar þær teg- ^ undir blómjurta, sem DAGUR verkamannsins setti sinn svip á Reykjavíkur- jbæ í gær. Sá svipur var mjög ■með öðrum hætti en tíðkast hef- ir undanfarið Sú hefir verið venjan undan- íarið, að nota dag verkamanns- ins — 1. maí — til áróðurs fyrir -ákveðna stjórnmálaflokka, rauðu flokkana. Aðferðin var sú, að krota niður á spjöld stóryrði, sem sumpart voru lof um þá flokka, er beittu sér fyrir þess- um skrípaleik og sumpart skammir og skætingur til and- stæðinganna. Pólitískir áróðurs- menn rauðu flokkanna voru svo fengnir til þess að bera þessi spjöld um götur borgarinnar, undir hornablæstri og bumbu- slætti. Ekkert mátti sjást í þessum fylkingum, sem gæfi til kynna hverrar þjóðar þeir menn væru, er á þennan hátt vöktu á sjer at- hygli á götum höfuðborgarinn- ar. Islenski fáninn var þar bann færður, en rauði fáninn — bylt- íngarfáninn — var hafður í fylk ingarbrjósti og hann var látinn setja sinn svip á alla fylking- una. Að lokinni göngu var stað- næmst á torgi eða gatnamótum. Þar komu foringjar rauðu flokk anna fram og ávörpuðu fólkið. Ræður þeirra gengu nálega ein- göngu út á það, að reyna að sannfæra verkalýðinn um, að hans höfuðóvinur væri atvinnu- rekendurnir. I raun og veru var ekki unt að vanhelga meir dag verkamannsins en gert var með þessu. Dagurínn í gær var með alt <öðrum hættL Hann setti hátíðar svip á bæinn og minti því á aðra hátíðisdaga, svo sem sumardag- inn fyrsta, 17. júní og fleiri. Að vísu reyndu kommúnistar að halda uppteknum hætti og nota dag verkamannsins til þess að ala á sundrung og stjettaríg. En þeir fengu engan byr utan .sinna þröngu vjebanda. ★ Dagurinn í gær var alvarleg áminning til Alþýðuflokksins — þess flokksins, sem hefir talið sig vera sjálfkjörinn til að ráða málum verklýðsfjelganna. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hingað til hefir setið hjá 1. maí, vegna misnotkun hinna rauðu flokka á deginum, kom í fyrsta sinn fram opinberlega hjer í höf uðstaðnum í gær. Og það var hans þátttaka, sem setti svipinn á daginn. Krafa Sjálfstæðisflokksins hef ir verið og er sú, að verklýðs- fjelögin verði frjáls og óháð póli tísku flokkunum. Sjálfstæðis- flokkurinn, stærsti stjórnmála- flokkur landsins, getur ekki þol- að það, að verkamennirnir, sem honum fylgja að málum, sjeu rjettindalausir í verklýðsfjelögun um og að þeir sjeu skyldaðir til, með fjárframlögum og á annan ■hátt, að bera uppi pólitíska starf semi, sem þeir á engan hátt geta aðhylst. Þegar Hjeðinn Valdimarssson klauf Alþýðuflokkinn og gekk inn í fylkingar kommúnista, ljet hann þann boðskap út ganga, að hann vildi að verklýðsfjelög- in yrðu óháð stjórnmálaflokk- unum. Hjeðinn vissi mjög vel, að þetta var heitasta ósk verka- mannanna sjálfra. En er nokkur verkamaður til, sem trúir því að hann verði frjáls undir handleiðslu komm- únista? Áreiðanlega ekki, enda vita allir, að það er fals hjá kommúnistum, þegar þeir eru að boða óháð verklýðsfjelög. Þeir meina ekkert annað með þessu en það, að þeir vilja sjálfir drotna í verklýðsfjelögunum á sama hátt og Alþýðuflokkurinn hefir gert. Það er þetta, sem Alþýðuflokk urinn verður nú að skilja. Hann verður einnig að skilja hitt, að verkalýðurinn er ákveðinn í að heimta sinn rjett — sitt frelsi. Ef Alþýðuflokkurinn vill verkalýðnum vel, verður hann nú þegar að taka höndum saman við Sjálfstæðisflokkinn og bjarga verklýðsfjelögunum úr klóm kommúnista. Þessir tveir lýðræðisflokkar — Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn — eiga í sameiningu að byggja upp frjáls og óháð verklýðsfjelög. Lofsamlegir dóm- ar um Stefano Islandi Islenski söngvarinn, Stefanó ís- ■ landi, hefir fengið framúr- skarandi lofsamlega dóma fyrir söng sinn í óperunni Boheme á konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Politiken segir að hann hafi sigrað alla áheyrendur með hin- um gæsilega ljóma raddar sinn- ar. Nationaltidende segir að þetta sje mesti sigur, sem Stefanó ís- landi hafi unnið og sje það auð- sýnilegt, að söngvaranum sje ait af að fara fram. Social Demokraten segir, að Stefanó íslandi sje söngvari, sem konunglega leikhúsinu sje sómi að hafa á meðal starfsmanna sinna. (F.Ú.). Nánari frjettir eru nú komnar af meiðslum þeim, er rússneski flugmaðurinn, Kokkinaki, hlaut er hann varð að nauðlenda á flugi sínu til New York. Hafði hann fótbrotnað er flugvjelin lenti. (F.Ú). vaxa upp af fræi sem sáð er snemma á vorin, blómg- ast þegar líður á sumarið og deyja svo þegar veturinn gengur í garð. Meðal þessara einæru jurta eru nokkrar tegundir sem þrífast prýðilega með því að sá þeim beint í beðið þar sem þeim er ætlaður staður yfir sumarið, og sóma sjer svo vel að rjett er að ætla þeim pláss í hverjum garði. Sumum garðeigendum þykir þó sem mikið sje fyrir þeim liaft — þetta að þurfa að sá til þeirra á hverju vori. Bn þetta er misskilningur, því fjölæru blómin þurfa ekki minni hirðingu ef vel á að vera. Og ef rjettar tegundir sumar- blóma eru valdar og þær eru not- aðar rjett, gefa þær hinum fjölæru ekkert eftir og blómgunartími sumra þeirra er svo langur að mikið yndi má hafa af þeim. Fræ- ið er tiltölulega ódýrt, svo ekki þarf í mikinn kostnað að leggja eins og þegar þarf að kaupa plönt- ur af einvaxnari tegundum, sem aldar hafa verið upp í vermireit- um. Það má koma sumarblómum fyr- ir svo að segja hvar sem er, í heil- um beðum; milli trjáa og runna og sá þeim í raðir meðfram göt- um og alstaðar eru þau til mikillar prýði. ★ Hjer á eftir verða talin upp nöfn þeirra tegunda sem auðrækt- uðust eru við okkar skilyrði, sem hepnast altaf prýðilega ef þeim aðeins er sáð nægilega snemma. Rjett er að vera búinn að koma fræinu í mold fyrir miðjan maí. Moldina þarf að stinga upp og bera á og fræinu á að sá 2—3 cm. djúpt. Þó ber að athuga að sáðdýpt fer nokkuð eftir stærð fræanna, þannig að mjög smáu fræi ber að sá grynnra en stóru. Hirðing er ekki í öðru fólgin en að sjá um að illgresi nái ekki að vaxa, svo að ekki dragi það úr þroska sumarblómanna. I upptalningunni nota jeg grasa fræðislegu nöfnin, því það er altaf eitt og hið sama á hverri tegund, en alþýðlegu nöfnin stundum mörg á sömu jurtinni. 1. Acroclinium róseum. Eilífðar- blóm. Eitt algengasta og þakklát- asta blómið. Til með bæði ljós- rauðuni og hvítum, einföldum og afkrýndum blómum. Eins og nafn- ið bendir til geymast blómin afar- lengi þurkuð svo hafa má yndi af þeim alt árið. 30—40 cm. á hæð. 2. Ceutaurea cyanus. Kornbióm. Aðaltegundin er blá, en þau eru einnig til með öðrum litum. Plant- an há og grannvaxin, enda vex hún erlendis sem illgresi á korn- ökrum og nýtur sín þar vel, blá, innan um gul kornöx. Rjett er vegna hvassviðra sem lijer eru tíð að biðja frekar um fræ af lág- vöxnum kornblómum. 3. Cheiranthus raaritimus. ,,Mára“. Danska nafnið er „Strand levköj“. Er af ætt krossblómanna, TufÞigu blóm sem sáð skal til i mai enda harðgert eins og þau flest. Blómin blá, rauð og hvít og geisi- mörg á hverri plöntu. Byrjar stundum að blómgast 8 vikum eft- ir sáningu. Er ágætt að sá í bein- ar raðir meðfram götum. 4. Cynoglossum linifolium. „Ilvítt gleym mjer ei“. Alkunn- ugt blóm hjer og auðræktað. 5. Dimorphoteca aurantiaca. „Gullbrá“. Körfublóm. Tiltölulega nýtt lijer á landi og því ekki al- gengt, en ætti sannarlega skilið að veta það, því blómin eru stór og litfögur. Aðaltegundin er rauð- gul, en einnig til í mörgum öðr- um. litbrigðum. En blómin eru að- eins opin í sólskini og þurru veðri, en krónublöðin snúast skringilega saman í raka og dimmviðri. En þegar sólin skín glaðast er þessi tegund ein af þehn, sem prýðir blettinn sinn best. 25—30 cm. á liæð. 6. Escholtzia califomica. Er oft nefnd „Gullvalmúga“. Aðalteg- undin gul, en er einnig til í öðr- um liturn; um 40 cm. á hæð. Gam- all og góður kunningi garðeigenda hjer, sem altaf er gaman að heilsa upp á aftur. 7. Gypsophila elegans. Brúðar- slæða. Hefir fíngerð og falleg blöð, með ljósrauðum eða hvítum blómum. Bæði góð ein sjer og með Öðrum blómum og mikið notuð í blómvendi með öðrum tegundum. 40—50 cm. há. 8. Linaria maroccana. Stundum nefnd „Þorskamunnur“, þó tæp- lega sje það viðeigandi nafn á þessari litlu fallegu jurt. Blómin eru í mörgum litbrigðum og að lögun minna þau á „Ljónsmunn“- blóm sem hjer er vel kunnugt, en eru miklu minni. Blómgast 8—9 vikum eftir sáningu. 25—30 cm. á hæð. Blómin endast vel, skorin af og sett í vatn. 9. Linum grandiflorum. Rauður Hör. 25—30 cm. há jurt, blómin dökkrauð eða ljósrauð og lyktin af þeim heldur vond. En ánægju- legt er að eiga þessa jurt á litlum bletti í garðinum. 10. Matthiola Cicornis. „Grísk levköj". Planta um 25 cm. há, með litlum ljósrauðum blómum — og lætur lítið j7fir sjer. En angar mjög mikið og vel og einkum seint á kvöldin. Yegna ilmsins er hún víða ræktuð erlendis. 11. Nemophila, Alkunnugt blóm hjer. Svíar nefna hana „Prins Gustavs öga“ — eftir hinu vin- sæla tónskáldi. Lágvaxin, með blá- um blómum, stönglarnir jafnvel skriðulir. Mörg liðbrigði. Þrífst vel undir trjám, eins og latneska nafnið bendir til, þar er það skjól sem hún þarf á að halda ef henni á að vegna vel. Nemophila er und- urfögur eftir mitt sumar, þegar blómgunin stendur hæst. 12. Rhodanthe maculata. Eilífð- arblóm sem er fljótt að koma til. Gott til þurkunar eins og Cicro- clinium. 13. Asperula azurea. Skógar- stjarna. Er með bláum, smágerð- um blómum, en þegar mörg koma saman eru þau skemtileg. Hentug í bryddingar meðfram götum, fyr- ir framan önnur blóm, því jurtin er ekki há. 14. Phacelia campanularia. „Blá- klukkubróðir“. Lágvaxin, jurt með bláum blómum. Krónublöðin bera einn þann fegursta bláa lit sem til er, með gulhvítum duftberum. Er heldur sjaldgæf í görðum bjer en ætti skilið útbreiðslu. 15. Iheris. Getur þróast vel ef snemma er sáð. Hæð 20—30 em. Blómin hvít, rauð og blá, ilmandi. 16. Lupinus. Úlfabaunir. Um 60 cm. háar. Dafna vel á skjólgóðum stöðum. Blómin blá, hvít, rauð og gúl. Beinvaxin og prúð jurt. Blöð- in einnig mjög fögur. 17. Papaver Rhoas Shirley. Siíki- valmúga. Alþekt lijer. Fræið ör- smátt. Alla vega lit blóm, bæði einföld og afkrýnd. Fleiri teg- undir af sumarvalmúgum koma einnig til greina. 18. Boragó officinalis. Hjól- króna þrífst hjer ágætlega, en er grófgerð. Blómin blá, stjörnumynd uð með svörtum duftberum. Fræg hunangsjurt, sem randaflugurnar heimsækja mikið. Kryddjurt sem munkar ræktuðu á miðöldum. Gamalt latneskt máltæki liljóðar svo: „Ego Boragó gaudia semper ago“: Jeg Boragó, ber gleðina altaf með mjer. — Enskur grasa- fræðingur seg-ir frá því að á dög- um Elísabetar drotningar hafi menn etið blóm og blöð af Boragó til að komast í gott skap. Máske væri þetta reynandi fyrir fúllynt fóllt! Jurtin inuiheldur margs konar sölt. 19. Phacelia tanacetifolia er nafnið á annari hunangsjurt, sem þrífst hjer ágætlega. Og það eyk- ur fjölbreytnina að hafa nokkrar plöntur af lienni, þó ekki sje hægt að telja hana til þeirra fegurstu. 20. Tetragonia expansa heitir belgjurt ein lítil og er eiginlega talin til matjurta, því belgirnir etu ætir. Hún verður um 20 cm. á hæð og ber liárauð blóm og er ágæt að sá í. raðir meðfram gang- stígum; t. d. í matjurtagarðinum, sem einnig á að vera til prýði við hvert hús ef hann er vel hirtur og vel og skipulega í hann sett. ★ Þá hefi jeg talið hjer upp tuttugu blóm er sá má úti hjer og hafa yndi af. Fleiri mætti til tína ef vel væri leitað, en þess- ar hjer upp töldu tel jeg árviss- astar. Þær eru til prýði í garðin- um þar sem þær standa rótfastar og gott ér að eiga sumarblóm til að skera af til skreytingar inni hjá sjer. Augað heimtar sitt, eins og maginn og það er gott að geta líka látið eitthvað eftir þeim. — Nú er jörð klakalaus hjer um | slóðir og rjett að sá til þessara 1 sumarblóma fyrstu vikuna í maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.