Morgunblaðið - 05.05.1939, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 5. maí 1939-
f/ajtuð-fu/ttcUð
TEIKNING AF HÚSI
í pappahylki tapaðist fyrir
nokkru. Finnandi vinsamlega
beðinn að skila í Leikni, Vest-
urgötu 11.
RABARBARHNAUSAR
I»orsteinsbúð, Grundarstíg 12,
sími 3247, Hringbraut 61, sími
2803.
HVEITI
í 10 lbs. pokum 2,25. Hveiti í 5
kg’. pokum 2,50. Hveiti í 50 kg.
pokum ódýrt. Egg 1,40 pr.
kg. íslenskt bögglasmjör. Sýróp
Púðursykur og flest til bökunar.
Þorsteinsbúð, Hringbraut 61,
sími 2803. Grundarstíg 12,
sími 3247.
VIL SKIFTA
á 14 húseign fyrir einbýlishús,
má gjarnan vera í Skerjafirði.
Tilboð ásamt stærð lóðar, ósk-
ast sent Morgunblaðinu fyrir
sunnudag, merkt B 30.
ÍSLENSKU
ÚTSÆÐISKARTÖFLURNAR
margeftirspurðu, eru komnar.
Brekka. Sími 1678 og 2148.
KALDHREINSAÐ
þorskalýsi sent um allan bæ. —
Björn Jónsson, Vesturgötu 28.
Sími 3594.
HEILHVEITIBRAUÐ
og heilhveitikruður altaf ný-
bakað allan daginn. Jón Sím-
onarson, Bræðraborgarstíg 16.
QUILLAJABÖRKUR
bestur og ódýrastur í Lauga-
vegs Apóteki.
KAUPUM FLÖSKUR,
stórar og smáar, whiskypela,
g.’ös og bóndósir. Flöskubúðin,
Bergstaðastræti 10. Sími 5395.
Sækjum. Opið allan daginn.
GARÐÁBURÐUR
(Nitrophoska) og útsæðiskart
öflur útlendar og frá Horna-
firði í heilum pokum og smá-
sölu. Þorsteinsbúð, Grundar-
stíg 12, sími 3247, Hringbraut
61, sími 2803.
BARNASOKKAR,
allar stærðir. Versl. „Dyngja“.
RENNILÁSAR,
10—60 cm. Versl. „Dyngja'
BESTU FERÐATÖSKURNAR
á Vesturgötu 17.
KAUPUM FLÖSKUR
glös og bóndósir af flestum teg-
undum. Hjá okkur fáið þjer á-
valt hæsta verð. Sækjum til yð-
ar að kostnaðarlausu.Sími 5333.
Flöskuversl. Hafnarstræti 21.
GLÆNÝR RAUÐMAGI
og smáýsa, daglega. Fiskbúð
Víðimels. Sími 5275.
LEGUBEKKIR
allar stærðir fyrirliggjandi —
sterkir og ódýrir.
GET BÆTT VIÐ
nokkrum mönnum í fæði. Guð-
rún Karlsdóttir, Tjarnargötu
10 B.
HERBERGI
til leigu á Ægisgötu 26 uppi.
Uppl. í síma 5084 til kl. 3 á
daginn og eftir kl. 7.
SÓLRlK
tveggja herbergja íbúð með
sjerinngangi og öllum þægind-
um til leigu. Osvald Eyvinds-
son, Laufásveg 52.
Bankastræti 10.
ÞORSKALÝSI
Laugavegs Apóteks viðurkenda
þorskalýsi í sterilum ílátum
kostar aðeins 90 aura heilflask-
an. Sent um allan bæ. Sími
1616.
DÖMUFRAKKAR
ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð
mundsson, klæðskeri, Kirkju-
hvoli. Sími 2796.
KAUPUM
aluminium, blý og kopar hæsta
verði. Flöskubúðin Bergstaða-
stræti 10. Sími 5395.
ÍSLENSK FRlMERKI
kaupir hæsta verði Gísli Sig-
urbjörnsson, Austurstræti 12
a. hæð).
Í/íC&tfnnirujav
VENUS SKÓGLJÁI
mýkir leðrið og gljáir skóna af
burða vel.
VENUS-GÓLFGLJÁI
afburðagóður og fljótvirkur. —
Ávalt í næstu búð.
SÖLUBÖRN.
Komið í dag kl. 9 f. hád. á
Laugaveg 20 B (gengið inn frá'
Klapparstíg) til að selja barna
blaðið Heklu. Há sölulaun.
BESTI FISKSÍMINN
er 5 2 75.
K.F.U.M. — U.-D.
Sumarfagnaður í kvöld kl. SYl-
Kaffi. — Fjelagsstúlkur, fjöl-
mennið.
FRIGGBÖNIÐ FlNA,
er bæjarins besta bón
i. O. G. T.
53. AFMÆLISFAGNAÐUR
Bis rnastúkunnar ÆSKAN nr. 1,
Reykjavík, verður haldinn næst
komandi sunnudag, 7. þ. m., og
hefst kl. 1 eftir hádegi í Góð-
templarahúsinu. Skemtiskrá: 1.
Skemtunin sett. 2. Almennur
söngur. 3. Upplestur. 4. Dans-
sýning. 6. Söngkór barna. 7.
Sjónleikur. 8. Dans. Skuldlaus-
ir meðlimir Æskunnar fá. ókeyp-i
is aðgang. Ársf jórðungsgjöldum
veitt móttaka og aðgöngumiðar
afhentir frá kl. 4—7 í dag og á
morgun í Góðtemplarahúsinu.
— Gæslumaður.
ST. „SÓLEY“ NR. 242
heldur útbreiðslufund í Templ-
arasalnum niðri í kvöld kl. 9.
Forseti Í.S.I., hr. Benedikt G.
Waage og Bindindisfjelag í-
þróttamanna heimsækja. — Að
fundi loknum verða fjölbreytt
skemtiatriði: l)Hr. Brynjólfur
Jóhannesson leikari les upp.
2) ? ? ? 3) Bráðskemtilegur
gamanleikur. 4) Frjálsar
skemtanir.
KVENMAÐUR
óskast til að halda hreinum
herbergjum. — Upplýsingar í
sima 3186.
HREINGERNINGAR
í fullum gangi. Guðjón og Geiri.
Sími 2499.
HREINGERNING
er í gangi. Fagmenn að verki.
Munið hinn einá rjetta Guðna
G. Sigurðsson, Mánagötu 19.
Sími 2729.
EINHLEYPUR REGLUMAÐUR
vanur allri algengri vinnu, helst
blómrækt, getur fengið rólega
atvinnu gegn litlu peninga-1
framlagi. Tilboð merkt „BlómÍC
sendist Morgunblaðinu fyrir-
föstudagskvöld.
HREINGERNINGAR.
Jón og Guðni. Sími 4967.
OTTO B. ARNAR,
löggiltur útvarpsvirki, Hafnar-
stræti 19. Sími 2799. Uppsetnr-
mg og viðgerðir á útvarpstækj*-
um og loftnetum.
SOKKAVIÐGERÐIN,
Hafnarstræti 19, gerir við kven-
iokka. Fljót afgreiðsla. — Sím$
2799. Sækjum, sendum.
VORHREINGERNINGAR
í fullum gangi. Pantið í tímab.
Helgi og Þráinn. Sími 2131.
VJELRITUN OG FJÖLRITUNí
Fjölritunarstofa Friede Páls-
dóttur Briem, Tjarnargötu 24*.
eími 2250.
ÍBÚÐIR, stórar og smáar og
einstök herbergi.
LEIGJENDUR, hvort sem er
fjölskyldufólk eða einhleypa.
Smáauglýsingar Morgunblaðs-
ins ná altaf tilgangi sínum.
OHARLES G. BOOTH.
OTLAGAR 1 AUSTRL
47.
Skjöldinn, en blóðið steig honum enn til höfuðs af
reiði. Síðan gekk hann inn, lokaði hurðinni á eftir
sjer og *hallaði sjer upp að henni.
„Mareelles“, sagði hann með hásri röddu.
Ekkert svar.
Hann þreifaði sig áfrain í myrkrinu, fann kveikj-
arann, kveikti Ijós og leit í kringum sig.
Marcelles sat hreyfingarlaus við borðið, með höf-
uðið hvílandi fram á borðið í höndum sjer, í svipuðum
stellingum og þegar O’Hare hafði skilið við hann. En
út úr hnakka hans stóð hnífskaft úr fílabeini.
O’Hare stakk lyklinum í skráargatið að innanverðu
og aflæsti. Hann sá, að gluggatjaldið var dregið upp,
og hann gekk út að glugganum og dró það niður.
Ilann stóð kyr í nokkur augnablik og horfði á lík-
ið. Síðau gekk hann hægt í kringum það og athugaði
það. Hnífnum hafði verið stungið inn alveg upp að
skaftinu og ofurlítið blætt úr. Höfuð Marcelles hvíldi
á vinstri kinninni.
OTIare snerti á hægri kinninni. Hún var ísköld. Að
öðru leyti snerti hann ekki líkið. Hann kannaðist vel
við hnífinn. Hann liafði sjeð liann í einni ferðatösk-
unni, sem hann hafði leitað í.
Á borðinu stóð vasinn enn með krysantemum, ösku-
bikarinn og skrifblokkin.
O’Hare leit á klukkuna. Hana vantaði 13 mínútur
í 7.
Hann var rjett að stinga úrinu aftur í vasa sinn,
þegar daufan syrenuangan lagði að vitum hans. Það
var eins og honum hefði verið gefið utanundir og
hann stóð eins og lamaður. Nú fann hann lyktina aft-
ur og nú hvarf hún. Síðan fann hann hana aftur dauf-
ara en áður og hann fyltist bræði.
O’Hare var ekki beinlínis viss uni, að Irene hefði
verið þarna inni og látið þessa lykt eftir sig. Hún gat
vel hafa borist með honum sjálfum. En hún vakti hjá
honum grun um eitthvert samband milli dauða Mar-
celles og hins undarlega óróa, sem virtist hafa gripið
Irene. Hún vissi, að Marcelles var d.iuður. Og af því
að þau O’Hare og sú rauðhærða voru eins og þau
voru, gat hann aðeins lagt eina merkingu í það.
O’Hare var kominn út að hurðinni, er hann alt í
einu nam staðar og hugsaði sig um. Síðan kveikti hann
sjer í sígarettu, gekk um stofuna og sendi hvern reykj-
arstrókinn á fætur öðrum út úr sjer. Eftir það slökti
hann í sígarettunni, ljet það, sem eftir var af henni,
og eldspýtuna í vasa sinn. Nú var enginn syrenu-
ilmur í herberginu.
*
Irene var ein, þegar O ’Hare kom aftur. Reiði hans
hafði nú snúist upp í ískalda beiskju, og andlit hans
var hörkulegt eins og, höggvið í steín.
„Marcelles er dauður", sagði hann þurlega.
„Já“.
„Fimm hundruð þiisund dollarar eru miklir pen-
ingar“.
„Ertu kannske að tala utan að því, að jeg eigi að
hafa myrt Marcelles?“
„Mig varðar ekkert um, hver hefir myrt hann“.
„En þig varðar um peninga Yangs?“
„Já, vissulega“.
„Heldur þú í raun og veru, að jeg liafi þá?“
„Hvað á jeg að halda?“
Hún horfði rólega á hann.
„Og ef jeg hefi peningana, þá hefi jeg drepið Mai--
eelles, til þess að fá þá . . . er það sú niðurstaða, sem
þú ert kominn að ?“
„Ef þjer er sama, skulum við ekki ræða þá lilið
málsins“.
„En mjer er ekki sama. Við getuin ekki rætt eina
hlið málsins, án þess að ræða aðra“.
„Það er rjett“, sagði hann hörkulega.. „Þú sagðiv-
við mig í gær á skrifstofu Ramsgates,. að þú skyldir
taka Janice frá Marcelles, þó að þú þyrftir að skjóta
hann, til þess að bjarga henni“.
„Það eitt ætti að verja mig allri grunsemd, og svo-
myndi líka vera f hverri leynilögreglusögu“, sagði
hún og liorfði á hann með stríðnislegu blíðubrosi. „En
. . . segjum nú svo, að jeg llafi skotið liann, eða rjett-
ara sagt stungið hann með hníf. Jeg hefi gert það rneð-
peninga Yangs fyrir augum. Umhyggja mín fyrir-
Janice hefir ekki verið annað en látalæti. Og þú hefir
ekki verið nógu skarpskygn til þess að sjá þessi svik
mín. Er það þannig, sem þú hugsar?“
„Já, jeg er hræddur um það“.
„Þú örfar mig, til þess að lialda áfrarn. Peniiigarn—
ir hafa líka verið þitt takmark. En þú ert öðruvísi;
en fólk er flest. Þú hefir ekki kært þig um peningana
peninganna vegna. Peningar Yangs hafa aðeins vakið'
hjegómagirnd þína. Þú varðst að ná í þá, til jiess að
sýna, að þú værir enn ósigrandi, hefðir ekki háð harða
baráttu í Asíu í 20 ár til einskis. Tilveran yrði þjer-
óbærileg, ef þú þyrftir að játa fyrir sjálfum þjer, að
þú hefðir orðið að lúta í lægri haldi fyrir rauðhærðri
konu, sem var skynsamari en henni sjálfri var holt“.
O’Hare horfði á hana með köldu augnaráði, Skarp-
skygni hennar var dæmalaus. Hann hafði komið inn
til hennar fullur beiskju, en hún sýndi miklu meiri
yfirburði en hann. Og sársaukinn, sem hafði gripið
hann, þegar hann fann syrenu-lyktina, hafði rænt
hann því vakli, sem hann liafði ætlað sjer að sýna
henni.
„Jeg ætla mjer ekki að mótmæla því, að þú ert
skarpskygn", sagði hann reiðilega.
„Ágætt! En svo að jeg haldi áfram þar sem jeg i
var. Jeg gabbaði Jiig, eftir Jiví sem þú heldur. Jeg
talaði um sumarhús í Norinandí og um alt það, sem ,
við hefðum farið á mis við. Og jeg ljet þig lialda mjer- J