Morgunblaðið - 25.05.1939, Page 6

Morgunblaðið - 25.05.1939, Page 6
MORGUNjbíjAÐIÐ Fimtudagur 25. maí 1939, 6 Guðmundur Bergsson sjötugur Q<uœir menn eru þannig gerðir, að þeir eru fyrir augum sam- ferðafólksins óumbreytanlegir að kalla. Venjulega ná þeir fljótt fullorðinsþroska. En síðan breyt- ast þeir ekkert að ráði gegnum langa æfi. Einn af þessum niönnum er Guð- mundur Bergsson póstmeistari. — Hann á sjötugsafmæli í dag. IJngur gekk Guðmundur í skóla Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal. — Valdi hann sjer þá skólagöngu m. a. vegna þess, að hann efnalaus gat komist gegnum þann skóla Híeð litlum tilkostnaði. En nem- endur þurftu að leggja mikið á sig. Guðmundur hefir aldrei forð- ast það, /hvorki fyr nje síðar. En hann ljet ekki staðar numið við búnaðarnámið. Frá Ólafsdal fór hann í Möðruvallaskólann. — Nám sitt rækti hann með alúð og alvöru, eins og öll störf sín síðan. Enda bar Torfi skólastjóri það tráúst fil hans, að hann fól eitt sinn Guðmundi forsjá skólans, er hann sjálfur þurfti að vera fjar- verandi. Guðmundur var sjer þess fylli- lega meðvitandi alt frá' fyrstu tíð, að hann kæmist ekkert áfram í lífinu, nema af eigin rammleik. Sú fullvissa mótaði skapgerð hans og starfsferil. Nokkru fyrir afdámót kom Guð- mundur til Isafjarðar. Var þar eitt fyrsta verk hans að sjá um fram- kvæmd á vatnsleiðsln til bæjarins. Var það á sýslumannsárum Hann- esar Hafstein, aSt ráðist var í það mánnvirki. Var þetta ein fyrsta vatnsleiðsla á landinu. Eftir það var hann um skeið skólastjóri við barnaskólann þar, en fór síðar í þjónnstu Þorvaidar læknis. En Þorvaldur hafði póstafgreiðsluna á hendi. Þá byrja póstafgreiðslu- störf Guðmundar. Svo póstþjón- usta háns er orðin æði löng. Guðmundur var póstafgreiðslu- maður á ísafirði um'ra^Pskeið.' ‘^])urðisíðau hf raðslækni a KlTl hlrAllf 1» AIT Ir II H I-.U aI ll-l A T-Wi t Ljet 'hann mikið til sína taka þar í bæjarmálum og öðrum opinber- um málum. — Samhliða póstaf- gHiðslunni rak hann bóka- og rit- fangaverslun þar í nokkur ár. M ísafirði eignaðist Guðmundur m'arga vini, er lærðu að meta mann k|pti hans, trygglvndi lians vin- festu og áreiðanleik. Guðmundur Bergsson. Frá ísafirði fór Guðmundur ti Akureyrar og var þar póstmeist ari í nokkur ár, en flutti síðai hingað til Reykjavíkur og tók vi( því starfi, er hann hefir enn i hendi hjer í pósthúsinu. Við póstafgreiðslustörfin hafí hæfileikar Guðmundar notið síi vel, frábær nákvæmni hans í öll um verkum, reglusemi og skyldu rækni svo af ber. Hann er einn al þeim mönnum, sem altaf lætui starfið sitja í fvrirrúmi fyrir eigir þörfum og þægindum. Starfsæfi Guðmundar er orðir nokkuð löng og vinnustundirnai margar við póstinn. En þó hinn sjötugi maður hafi aldrei dregið af sjer, aldrei hlíft sjer, altaí gengið að hverju verki með ein- beitni og atorku, getur engum dottið í hug, sem sjer hann að ald- urinn sje oi'ðinn þetta hárí Það er engu líkara eji hann eigi fram- undan nokkra áratugi enn. V. St. FRÁSÖGN FELIXAR GUÐMUNDSSONAR FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU Ilílaflutnlngsskrifstofa Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202. 2002. • Austurstræti 7 Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—-6. Hveiti marg-ar teg'undir, í pokum og lausri vigt. Vcrðið Iækkað. Vísm Laugaveg 1. Útbú FjöJnisvegi 2. Jjví hvort nokkur óhollusta gæti stafáð af því, að þannig væri út- l búið um barnslíkamann og kvað hann það ekki vera. Sagði jeg foreldrunum frá þessu og frjetti jeg síðan ekkert af mál- inu fyr en yfirlögregluþjónn rann- sóknarlögreglunnar kom að máli við mig, er inál þetta hafði verið kært til lögreglunnar. Var foreldrum barnsins tilkynt að ef það drægist mikið lengur að þau flýttu úr bænum, svo greftrun barnsins gæti farið fram yrðu þau að gera einliverjar ráð- stafanir. Síðastliðinn laugardag hitti jeg foreldrana að máli og sögðu þau mjer þá, að líklega myndi ákveð- ið í vikunni, sein iiú er að líða. hvort þau kæmust vestur á land 'j á þessu vori eða ekki, eins og ráð- gert. hefði verið. Gæti farið svo, að þau kæmist ekki úr bænum fyr en á næsta vori,- Mæltust foreldrar barnsins til þess við mig að jeg reyndi að fá léyfi ákveðins manns sem á grafhvelfingu í kirkjugarð- |innm, til-að þessi Jitla kista mætti i standa í grafhvelfingunni og lof- | aði jeg að gera þatS. Þannig stóð málið er farið var að segja frá því í blöðunum. íslandsvlnurinn Adam Ruther- ford talar I Iðnó I kvöld Hann gefur Þjóðminja- safninu pýramida likan Englendingurinn Adam Ruther- ford, er síðustu 2—3 árin hefir unnið mikið að því að kynna ísland meðal landa sinna, kom með Gullfossi á mánudaginn var. Með honum er kaupsýsluœaður einn, William Fraser að 'nafni, er tekið hefir sama ástfóstri við ísland eins og Mr. Rutherford og hefir verið honum til aðstoðar á ýmsan hátt í því að kynna ísland og greiða götu íslendinga í Lóndon. Hvorugur þeirra hefir áður kom- ið til íslands. Þeir ætla að vera hjer á landi til 5. júní, fara þá með Gullfossi heimleiðis. Gert. er ráð fyrir að þeir skreppi til Ak- ureyrar. Mr. Rutherford hefir skrifað eina þrjá bæklinga um.ísland. En sá, sem hann ritaði fyrst er nú kominn út á íslensku um „arfleifð íslands“. En það er skoðun Ruth- erfords og þeirra fjelaga, að hin íslenska þjóð sje af forsjóninni útvalin til þess, að afreka mikið fyrir heiminn, Eins og kuniiugt er, dregur hann þessa spá sína um „arfleifð lslands“, eða hlutverk að nokkru leyti af athugunum á ummerkjum á egyptskum pyramida. Mr. Rutherford. er skrifstofu stjóri við Juston-járnbrautarstöð- ina í London. En öllum frístundum sínum eyðir haun nú í það, að greiða fyrir Islendingum og kynna sjer Tslandsmáb svo liann geti miðlað þeirri þekkingu sinni til Breta.Hann hefir undanfarin miss- iri haft brjefaskifti við marga niénn lijer í Revkjavík. Fyrsta laugardag í hverjum mánuði heldur hann samkomur i Kingsway Ilall í Lqndon. Þangað eru Islendingar velkoranir, og aðr- ir þeir, sem áhuga hafa fyriy ís- landsmálum, eða sýna vilja Islend- ingum og málefni Rutherfords vel vild. Þar eru fluttir fyrirlestrar, þar eru hljómleikar haldnir og veitingar ókeypis fyrir alla þá, er Jjangað koma. I kvöhl ætlar Mr. Rutherford að flytja fýrirlestur í Iðnó. Öllum er heimili aðgangur. En ekki er til neins fyrir aðra að koina þangað en þá, er skilja ensku, því fyrir lesturinn verður ekki flutt.ur með túlk. En sr. Friðrik Hallgríinsson kynnir Mr. Rutherford fyrir ,á- heyrenduin. Fyrirlestiirinn byrjai' ki. sy2. Mr. Riitherford er meðal þeirr.a Englendinga sem lagt hafa mesta, stund á pyratnidarannsóknir. — Ilann hefir hjer meðferðis líkan af Keopspyramidauum, er hann ætlar að gefa Þjóðininjasafninii. Nemendahljómleikar Tónlistarskólans Nemendahljómleikar Tónlistaskólans voru haldn- ir áþriðjudagskvöldið í Iðnó. Það á tæplega við að skrifa venjulega gagn- rýni um hljómleika þessa, þar sem hjer voru nemendur einir að verki og það sumir á fyrsta ári skólalærdóms síns. Hljómleikarnir voru hinsveg?r svo skemtilegir og fróð- legir, að full ástæða virðist til að geta þeirra að nokkru. Nokkur breyting varð á niður- röðun viðfangsefna frá því, sem ákveðið hafði verið, vegna þess að tveir nemendur vom bundnir við störf annarstaðar. Sýnir það vel þörfina fyrir skólann, að nem- endur skuli tæplega hafa tíma til þess að halda þessa árlegu hljóm- leika sína vegna anna við tón- listastörf. Illjómleikarnir hófust með trió í G-dúr, op. 1, eftir Beethoven. — Leikendur voru Óskar Cortes (fiðla), Jóhannes Eggertsson (cello) og Anna Sigríður Björns- dóttir (piano). Verkið var vel flutt og samleikur þeirra ágætur. Cortes liefir bjartan og fallegan tón og virðist efni í góðan fiðlu- leikara. Jóhannes er duglegur cello leikari og Anna Sigríður sýndi það bæði með undirleik sínum í trí- óinu og einleik sínum í ungverskri Rhapsodiu nr. 8, eftir Lizt, að hún hefir þegar náð mikilli og öruggri tækni og á auk þess til ríkt skap, svo að hún virðist hafa öll skilyrði til þess að Arerða dug- andi listakona. Það var gaman að hlusta á hana núna og minnast þess jafnframt þegar húii kom fyrst fram <á nemendahljómlejk- uin tfyrir ári síðan. Þá Ijeku þeir Þorvaldur Stein- grímsson, Oskar Cortes, Sveinn Ólafsson og Jóbannes Eggertsson strengjakvartett eftir Siguringa Hjörleifsson.Levstn þeir allir hlut- verJi sín vel af hendi, eftir því sem efni stóðu til. Höfundur verks iessa er nemandi í tónfræðideild skólaus. Bar verkið Arott um elju og góða kunnáttu, eu skorti hins vegar þrótt og Ijóðræna fegurð. En vafalaust stendur þetta til bóta, þegar höfundnrinn fer að uota tónfræðina sem hjálparmeðal í stað þess að skipa henni önd- vegi á kostnað .,músikkaritinar“. Þorvaldur Steingrímsson bar af öðrum strengjaleikurum og var leikur hans í fiðlusónötu Griegs ájerstaklega ágætur. Þorvaldi er stöðugt að fara fram ,enda er hann maður samviskusamur og al- varlegur í námi sínu. Þetta síðasta ár hefir liann mjög vaxið að per- sónuleika og má nú hiklaúst telj- ast einn af okkar allra efnilegustu fiðluleikurum. Pianoleikinn í fiðlu sónötunni og í Konsertante Sym- fonia eftir Mozart, þar sem Þor- valdur Ijek 1. fiðlu og Sveinn Ól- afsson viólu, mjög fallega, ann- aðist Jóhann Tryggvason af mynd- ugleik og skörulega. Jóhann er af kunnugum talimi rneðal gáfuð- Ústu nemenda skólans. Aðrir nemendur, sem þarna komu fram, voru Guðrún Þorsteins dóttir, sjerlega efnilegur nemandi. Fríða Sveinsdóttir, Kristín Davíðs dóttii' og Ásdís Ríkharðsdóttii'. — Ljeku tvær þær síðastnefndú, sem báðar eru nemendur á 1. ári, fjór- hent. nokkra valsa eftir Brahms, smekldega og af góðum skilningi. Það mátti helst að þessum hljóm 'leikum finna, að ekki iskyldi set- ið hvert einasta sæti í húsinu. Ef' til vill hafa stjórnmálaumræðurn- ar í útvarpinu átt isinn þátt í því, því ekki gat það verið verðið, þar sem aðgangurinn var seldur á að' eins 1 krónu. Og ef fóllt óttast að það skemti sjer ekki, af því að; þetta eru nemendahljómleikar eða að nemendurnir sjeu að spila venjulegar fingraæfingar fyrir á- heyrendur, þá er það á misskiln- ingi bygt. Viðfangsefnin eru val- in meðal gimsteina tónbókment- anna og meðal nemenda eru alt af einhverjir — fleiri eða færri — sem náð hafa þeirn þroslta, að þeir veita áheyrendum Jistunað meS leik sínuin. Vikar. Danskur Islandsvinur íerst við Færeyjar Niels Monberg verkfræðingur Pað sorglega slys vildi til í Færeyjum, að sandgröfu skip, eign verkfræðingafjelags- ins N. C. Monberg, hefir farist. Af sex mönnum, sem á skipinu voru, fórust fimm, og var meðal þeirra Niels Monberg verkfræð- ingur, sonur N. C. Monbergs. (Sendiherrafrjett). Niels Monberg var mikill ís- landsvinur og átti hjer marga vini og kunningja. Hafði hann starfað hjer í bæ og víðar að hafnarmannvirkjum, en kom auk þess oft hingað til landsr til þess að skemta sjer, vegna þess hve vel hann kunni við- landið. N. C. Monberg, faðir Niels Monberg, er látinn fyrir nokkr- um árum. Hann var lægstur með tilboð í að byggja hafnar- garðana hjer í Reykjavík. Þegar N. C. Monberg ljest,. tóku synir hans tveir við verk- fræðingafjelaginu og hafa rekið- það síðan. Móðir þeirra er á lífi. Meðal þeirra mannvirkja, er Niels Monberg hefir staðið fyr- ir byggingu á hjer á landi, er höfnin í Vestmannaeyjum, báta höfnin á ísafirði og Faxagarður inn hjer í Reykjavíkurhöfn. Niels Monberg var sæmdur Fálkaorðunni. Skátar. Farið verður í útilegu um helgina. Farmiðar vcrða af- hentir á Vegamótastíg í kvöld ld. 8—10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.