Morgunblaðið - 25.05.1939, Blaðsíða 7
Fimtudagur 25. maí 1939.
M0RGUNBLAÐ3Ð
Frá stjórn fjelags íslenskra
simamanna
| Tímanum laug'ardaginn 20. þ, skerðingu frá starfsmanaregluin
-*■ m. birtist grein, er blaðið, símans, um sumar- og veikindafrí
Hefnir „Uppreisn hjá Landssím- og um starfstíma, sem frumvarpið
anum,
Enda þótt stjórn ísl. símamanna
og starfsfólk símans yfirleitt sje
á einu máli um það að deila ekki
yið blöðin um sín hagsmunamál,
telur stjórn F.Í.S. óhjákvæmilegt
að gera nokkrar athugasemdir við
grein Tímans, sökum þess að í
greininni birtast bæði ósannar og
mjög villandi skýringar á orsök
Umf til, athafna starfsfólks símans,
út af væntanlegu frumvarpi til
laga um starfsmenn opinberra
stofnana.
Það er ekki rjett, að um upp-
reisn hjá starfsfólki símans sje að
ræða. Stundvísi þess er engu
minni en verið, hefir, og eftirlit
með henni er hið sama og áður
var, meðan engar stimpilklukkur
voru, — og eins og er nú við um-
dæmisstöðvarnar úti um land. En
starfsfólkið í Eeykjavík hefir neit-
að urn stundarstakir að stimpil-
klukkurnar yrðu notaðar við þetta
eftírlit, og gert það í sjerstökum
tilgangi, án þess að í því felist upp
reísn gegn stjórn símans, enda á
fjelagið ekki í neinni deilu við
hana.
I greininni í Tímanum er full-
yrt með feitu letri að varafor-
maður F.Í.S. (form. var fjarver-
andi) hafi , látið Morgunbl. hafa
eftir sjer „vísvitandi ósannindi"
um ýms aðalatriði málsins, og
byggir þá : staðhsefingu .á þeim
ummælunl, að farið hafi verið
mjög dult með hyaða stafsreglu-
breytingar væru í vændum, og
að með leynd ætti að svifta síma-
fólkið þeim rjettindum, sem starfs
mannareglur símans véitá.
Þegar símafólkið varð þess á-
skynja að stimpilkl’ukku-vörður-
inn Sigurvin Einarsson barnakenn-
ari hafi samið frumvarp til laga
um nýjar starfsreglur og að það
miðaði að víðtækum rjettarskerð-
ingum, voru af hálfu fyr. stjórnar
fjelagsins gerðar tilraunir til að
fá afrit af því hjá S. E., en hann
gat ekki orðið við þeim tilmæl-
Um. En sú leynd, sem símafólkið
telur að hafi verið um málið, er
í því fólgin, að höfundur frum-
varpsins, sem teljast verður starfs-
maður símans, vann að þessu máli
með fullkominni leynd, eða vit-
andi vits að rífa niður 20 ára
fjelagsstarf þeirra stjettar, er
hann hafði nána samvinnu við.
Tíminn segir, að í „blekkiriga-
skyni“ hafi verið reynt að láta
líta svo út, að hjer sje aðeins um
að ræða breytingu á starfskjörum
«ímafólks eingöngu, og af þeim
„ósannindum“ og „blekkingum“
megi greina að málstaður síma-
fólksins þurfi fegrunar við.
Símafólkið fer ekki með neinar
blekkingar og hefir enga trú á að
það vinni stjettarsamtökum sínum
gagn !með þeirn, og telur það ekki
sitt hlutverk að verja hagsmuni
annara stjetta. En því liefir —
þrátt fyrir andstöðu S. E. — tek-
ist að kynna sjer ítarlega frum-
varpið, eins og hann gekk frá því,
og þarrneð að fá vitneskju um þá
aniklu og tilfinnanlegu rjettinda-
felur í sjer, auk_þess sem samþykt
frumvarpsins myndi algerlega
fella niður ýms mikilsverð ákvæði
þessara reglna.
Það er því ekki rjett, að „það
hafi aldrei komið til tals, að gera
neinar sjerstakar breytingar á
reglugerðinni um starfsmannakjör
símafólksins".
22. maí. 1939.
Stjórn F.f.S.
Ritstjóri Tímans neitaði að birta
þessa grein.
Stjórn F.Í.S.
50 ára starfsafmæli
Bændaskólans
á Hvanneyri
A ‘
þessu vori hefir Bænda-
skólinn á Hvanneyri
starfað í 50 ár. Nemendafje-
lagið Hvanneyringur hefir á-
kveðið að gangast fyrir hátíða-
höldum í tilefni af afmæli þessu
og verða þau laugardag og
sunnudag 24. og 25. júní n. k.
að Hvanneyri. Hefir þegar verið
auglýst í útvarpi, en rjett þykir
að gera nokkru nánari grein
fyrir þessu, en þar hefir verið
gert.
Á hátíðinni verðá flutt stutt
erindi og þátttakendum móts-
ins gefið tækifæri til þess að
skoða staðinn. Er meðal annars
í ráði að koma fyrir dálítilli
verkfærasýningu. Værum við
þakklátir fyrir það ,að fá á
sýninguna innlendar nýungar í
gerð verkfæra, ekkert síður þó
að smáar sjeu. Einkum vænt-
um við þess, að Hvanneyringar
ljá þessu eyra og gen okkur þá
ef til vill um leið þann greiða
að taka verkfærin með sjer, ef
unt er. Ella munum við greiða
• þann kostnað, sem leiðir af
flutningi verkfæranna fram og
aftur.
Þeir, sem ætla sjer að taka
þátt í nemendamótinu, þurfa að
tilkynna það fyrir maílok eða
í síðasta lagi fyrir 10. júní og
geta þess, hvort konur þeirra
verði í för með þeim. Ákjósan-
legast væri, ef menn ættu hægt
með að hafa með sjer tjöld og
teppi.
Sunnudaginn 25. júní verður
almenn samkoma. Mun hún
hefjast fyrir hádegi með guðs-
þjónustu. Eftir hádegi verða
ræðuhöld og söngur og verður
því útvarpað. Meðal ræðumann
anna verður forsætisráðherra,
formaður Búnaðarf jelags ís-
lands, búnaðarmálastjóri o. fl.
Fleira verður til skemtunar.
Við væntum almenm*ar þát -
töku Hvanneyringa í nemenda-
mótinu. að mun verða þeim ti
ánægju og gangs, að koma að
Hvanneyri í vor og tryggja
gömul vináttubönd.
Hvanneyri, 21. maí ’39.
Stjórn Hvanneyrings.
Dagbók.
I. O. O. F. 5= 121525872 =
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
SV-kaldi. Skúi'ir.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefáússon, Ránargötn 12. Sími
2234.
Hjúskapur. S.l. laugardag voru
gefin saman í hjónaband af síra
Árna Sigurðssyni ungfrú Jensína
Jónsdóttir og Björn Ófeigsson,
bakari.
Hjúskapur. S1. sunnudag voru
gefin saman í hjónaband af sjera
Eiríki Brynjólfssyni, Útskálum,
ungfr. Jónínu Ásbjörnsdóttur, Sól-
heimum, Sandgerði, og Magnús
Loftsson bílstjóri Haukholti. —
Heimili ungn hjónanna er á Bjarg-
arstíg 5- Ennfremur ungfrú Sig-
ríður Ásbjörnsdóttir, , Sólheimum,
Sándgerði, og Eggert Ólafsson,
Þjófsártúni. Heimili ungu hjón
anna er að Þjórsártúni.
Niðurjöfnunarskráin liggur
frammi almenningi til sýnis á
skrifstofu borgarstjóra , frá 25.
maí til 7. júní, að báðum dögum
meðtöldum.
Lögreglunni voru í gær tilkynt-
ir tveir þjófnaðir, ,sem framdir
höfðu verið í fyrrinótt. Hafði
kaffivagninn við höfnina verið
brotinn upp og stolið úr honum
5—6 krónum í peningum og einn-
ig hafði sjálfsali á Týsgötu verið
brotimi upp og stolið þaðan sígar-
ettum. Lögreglan hafði í gær upp
á þeim, sem braust inn í kaffi-
vagninn. Vár það ölvaður maður
sém það gerði. Óupplýst er enn
þá um hver er valdur að þjófn
aðinum úr sjálfsalanum.
„Vindictive“, enska skólaskipið
sem hjer hefir verið í vikutíma
fór í gær klukkan tæplegá 11; á
leiðis til Englands.
Stjórn Fríkirkjusafnaðarins
Reykjavík hefir ákveðið að hálda
happdrætti í tilefni af 40 ára
Skattskrá Reykjavíkur,
Elli- og ðrorkutryggingaskrá,
Námsbókagjaldskrá og
Skrá um ábyrgðarmenn lífeyrissjóðsgjalda
liggfa frammft í bæfarþingstofunnl
í begningarhúsinu frá fimfudegi
25. maí fil miðvikwdags 7. fúní
að báðum dogum meðföldum, kl,
10-20 daglega.
Kaerufresfur er til þess dags, er
skrárnar liggfa síðast frammi, og
þurfa kærur að vera komnar til
skattstofu Reykfavíkur í Alþýðu-
húsinu, eða í brfefakassa hennar,
6 síðasta lagi kl. 24 þ. 7. fúní.
Skaftstfórinn í Reykfavík.
Halldór Sigfússon.
starfsafmæli kirkjufjelágsins, til
Kaupi kálfaskinn,
söltuð og hert — hæsta verði.
Sig. Þ. Skfaldberg.
(Heildsalan).
Hraðferðlr
fjárhagslegs stnðnings fyrir' það
Væntir stjóúnin þess, að allir
meðlimir kirkjufjelagsins og aðrir
góðir menn og konur, sem tæki
færi hafa til, styrki þessa við
leitni stjórnarinnar, með þyí að
kaupa happdrættismiða, sem fást
lijá stjórnendum kirkjunnar og
fjölda mörgum öðrum fjelags-
mönnnm kirkjufjelagsins.
Eimskip. Gullfoss er í Reykja-
vík. Goðafoss er á leið til Hull frá
Hamborg. Brúarfoss er á leið til
Kaupmannahafnar frá Leith. —
Dettifoss fór frá Húsavík kl. 11
í gærmorgun til Sigluf jarðar. Lag-
arfoss fór frá Leith í gær, áleiðis
til Austfjarða. Selfoss kom til
Rotterdam í nótt.
Útvnrpið:
19.15 Hljómplötur: Ljett lög.
19.25 Lesin dagskrá næstu vikn.
19.45 Frjettir.
20.10 Veðurfregnir.
20.20 Frá útlöndum.
20.45 TTtvarpshljómsveitin leikur
(Einsöngur: Maríus Sölvason).
21,30 Hljómplötur.
22.05 Frjettaágrip.
22.15 Dagskrárlok.
til Norðurlandsins um Akranes hefjast um næstu mánaða-
mót. Til Akureyrar alla mánudaga, miðvikudaga og föstu-
1 daga. Frá Akureyri alla mánudaga, fimtudaga og laug-
ardaga.
Bifreiðasfoð §teindórs.
Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584.
Svefnpokar
frá Magna
eru ómissandi í ferðalög
Þrjár gerðir fyrirliggjandi
Einnig hlifðardúkar.
Dóttir mín og systir okkar,
SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR,
hárgreiðslukona, verður jarðsett föstudaginn 26. maí frá Dóm-
kirkjunni. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hennar,
Bergstaðastræti 36, kl. 3y2 e. hád.
Gísli Þorbjarnarson og börn.
Þökkumi samúð og hluttekningu viS andlát og jarðarför
móður og tengdamóður okkar,
GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Börn og tengdabörn.
Jeg' þakka alúðlega öllum þeim, er auðsjmdu samúð og
hjálp við andlát og útför mannsins míns,
ÞÓRÐAR SVEINSSONAR, bankabókara.
Ólafía Bjarnadóttir.
Hjartans þakklæti til allra hixma mörgu er auðsýndu okkur
samúð við hið sviplega fráfall og jarðarför
KJARTANS BJARNASONAR
frá Austurey.
Fyrir hönd mína og annara vandamanna,
Jónína Bjarnadóttir.