Morgunblaðið - 02.06.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1939, Blaðsíða 2
2 K^RGUNBLAÐIÐ Óljós og óákveðin ræða Molotoffs Bretar segja að samn- ingar við Rússa geti enn tekist Ekki hægt að lofa Eystrasaltsrikj- unum aðstoð gegn vilja þsirra Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. HEIMSBLÖÐIN eru sammála um að örðugt sje að leggja dóm á ræðu, sem Molotoff utanríkismálaráðherra Rússa flutti í fyrra- dag, vegna þess hve óákveðin og óljós hún var. I for- usturgein í „The Times“ segir að ræðan hafi ekki falið í sjer algert samþykki við tillögur Breta, en þaðan af síður, að þeim hafi verið vísað frá. í ræðunni komu engár viðbárur fram, segir blaðið, sem ekki er hægt að sigrast á. Höfuð viðbáran, og sú, sem mestum örðugleikum veldur, er afstaðan til Eystrasaltsríkjanna. Bretar viðurkenna að fyrir Rússa skiftir það mestu máli, að skapað sje öryggi um Iandamæri nágrannaþjóða þeirra við Eystrasalt. En hvernig er hægt að ábyrgjast landamæri þessara ríkja gegn vilja þeirra, spyrja breskir stjórnmálamenn. SAMNINGAR VIÐ EYSTRASALTSRÍKIN í London hefir verið upplýst, að breskum stjórnarerind- rekum hafi verið falið að taka upp samninga við stjórnir allra þriggja ríkjanna, Lithauen, Lettland og Estland. Andstaða þessara ríkja gegn ábyrgð af hálfu lýðræðis- ríkjanna og Rússa stafar af hræðslu við að Þjóðverjar firtist. En þessi ríki hafa öll talsverða viðskiftalegra hagsmuna að gæta í Þýskalandi. , TORTRYGNI í GARÐ BRETA Það, sem einkendi ræðu Molotoffs einna mest var tortryggni í garð Breta. Rússar hafa frá upphafi lagt áherslu á að allar þær skuldbindingar, sem Bretar og Frakkar heimtuðu af Rúss-* um væru gagnkvæmar, þannig að Rússar yrði ekki gerðir rjett- minni en Vesturríkin. „Daily Telegraph" segir í þessu sambandi að, mikilvæg- asta setningin í ræðu Molotofs hafi verið, er hann sagði að í tillögum Breta væri falin raun- veruleg gagnkvæmni. En aðrir benda aftur á móti á, að Molo- toff lagði áherslu á, að í ákvæði því, sem fjallar um gagn- kvæmnina sjeu varnaglar, sem undir vissum kringumstæðum myndu gera þríveldabandalag- ið þýðingarlaust: EKKI SVÍÐA FINGURNA! Þessvegna telja margir, að Rússar sjeu hræddir við að Bretar sjeu að reyna að finna rifu, sem géra myndi þeim kleift að vera hlutlausir ef til styrjaldar dregur milli Rússa og Þjóðverja. Rússum er það næst- um í blóð borið að vera tor- tryggnir í garð Breta. Það er eftirtektarvert, að Molotoff var hyltur ákaf- lega af öllum þingheimi, er hann minti á þá aðvör-i un Stalins, að Rússar i myndu aldrei láta svíða á sjer finguma við það að skara eld að köku annara ríkja (skv. F.O.). ALLAR DYR OPNAR. Hvað eftir annað kom það í ljós í ræðu Molotoffs, að Rússar telja ekki útilokað að semja við Þjóðverja. Samtímis því sem hann gagnrýndi banda-i iagstilboð Breta, boðaði hann nýja verslunarsamninga milli Þjóðverja og Rússa og sagði að sambúð Rússa og ítala færi batnandi. ítölsk blöð segja að ræðan hafi verið lítill ávinningur fyrir einræðisríkin. Þýsk blöð eru aftur á móti faorð um ræðuna. ÖNNUR RÍKI Um afstöðu Rússa til annara landa sagði Molotoff: Samkomulagið við Pólverja hefir batnað. Kröfur Japana gagnvart Ytri Mongólíu sagði hann að væru, frámunalega heimskulegar. Japanar yrðu að gera sjer Ijóst, að landamæri Sovjet-Rúss hmds væru varin og yrðu varin, og Rússar myndu verja landa- rnæri sovjetlýðveldanna í Aust- ur-Asíu með engu minna harð- fylgi en landamærin heima fyr-< ir. Tiltögur Breta Lofldon í gær. FU. nda þótt hinar sameiginlegu uppástungur Breta og Frakka, sem sendar voru Rússum, hafi ekki verið birtar, er talið, að í þeim sje gengið út frá gagn- kvæmri aðstoð, eí: 1) nokkurt þeirra þriggja ríkja, sem að þi'íveldasamtökunum standa, verður fyrir árás í Evrópu, 2) nokkurt þríveldanna lendir í styrjöld vegna skuldbindinga sinna nm samtökin gegn ágengni, 3) nokkur aðili bandalagsins fer til aðstoðar ríki sem orðið hefir að grípa til vopna gegn innrás. SAMIÐ ÁFRAM Frá því er Molotöff flutti ræðu sína í gser, hefir br'éSki sendiherr- ann í París rætt við Bonnet utan- ríkismálaráðherra, og Halifax lá- varður hefir rætt við sendihérra Rússlands, Póllands og RúméníU. Stjórnir Bretlands og Frakk- Jands bíða nú .eftir hinu opinbera svari sovjetstjórnarinnar. Kosningar i Engiandi í haust Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Ðaily Herald“ skýrir frá frá því, aS á flokks- þingi verkamannaflokksins breska í Southport hafi verið^ gerðar ráðstafanir til að undir- búa kosningar, sem gert er ráð fyrir að fari fram í haust éða ekki siðar en i nóvember. ENGIN SAMFYLKING. London 1 gær F.Ú. Á þingi verklýðsfjelaganna v Southport hefir verið feld með meiha en tveggja miljóna at- kvæða meirihluta ályktun við- víkjandi samfylkingu jafnaðar- manna við samvinnumenn,i frjálslynda og kommúnista, og var hún á þá leið, að jafnaðar-í menn skyldu um stundarsakir, vinna með þeim í utanríkismál- um. 20.000 ÁRA GÖMUL Óhemjustór mammúttönn, sem menn ætla, að muni vera 20.000 ára gömul, hefir fundist á Skáni í Svíþjóð. Fundur'þessi hefir vakið mikla athygli meðal vísindamanna. (FÚ.) Föstudagur 2, júní 1939» Hinir iandiausu Fyrlr nokkru var tekið og flutt til hafnar í Pale- stínu skip með Gyðingum, flóttamönnum, sem ætluðu að setjast þar að, en höfðu ekki leyfi yfirvaldanna til þess. Nú berast fregnir um, að tekið hafi verið grískt skip skamt undan Palestínuströnd um, og sigldi það undir flaggi Panamaríkis. Á því voru 907 Gyðingar, sem talið er, að hafi átt að gera tilraun til að smygla á land. Skipið var flutt til Haifa. (F.Ú.). Sundrung innan franska sósial- istaflokkslns Frá frjettaritára vorum. Khöfn í gær. Avorþingi franska sósíal- istaflokksins, sem staðið hefir yfir undanfarna daga, kom í Ijós, að innan flokksins ríkja tvær stefnur, sem gremir mjög á. Þó tókst að koma í veg fyrir klofning að þessu sinni. Ágreiningurinn er um utan- ríkismál. Leon Blum, formaður flokksins og fylgismenn hans líta svo á, að- öruggasta ráðið til þess að koma í veg fyrir styrjöld sje að veita fasistaríkj- unum öflugt viðnám. Paul Faure, varaformaður flokksins, lítur aftur á móti svo á, að fyrst og fremst beri að sjá til þéss, að friður verði ekki rof- inn, jafnvel þótt til þess þurfi að koma að samið verði við fas- istaríkin. Að endingu náðist samkomu- lag um ályktun, sem þingið gat fallist á, og heldur Blum flokksforystunni, en varaformað ur og þeir, sem honum fylgdu, sættu sig við ályktunina, þar sem að nokkru var fallist á skoðun þeirra. Vaxandi andúð gegn 'komm- únismanum setti svip sinn á þingið. Veisluhöld og hersýningar fyrir Pál rlkisstjóra Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Hitler, sem ekki er sagður mikið gefinn fyrir veislu- höld, hjelt veislu fyrir Pál rík- isstjóra í Júgóslafíu og O'lg'u prinsessu í kanslarahöllinni í Berlín í kvöld. Fyr í dag hafði Hitler tekið sjálfur á móti hinum konung- legu. gestum á Lehrter-járn- bráutarstöðinni. Með honum voru Hermann Göring og kona hans og von Ribbentrop. 70 þús. unglingar úr Hitler- æskunni stóðu í fylkingum með- fram leiðinni til Bellevue-hall- arinnar, þar sem ríkisstjórahjón ’in búa. Þau verða í Berlín þar til 8. júní. Á morgun fer fram hersýn- ing til heiðurs gestunum og verður Hitler viðstaddur. PEÐ Á TAFLBORÐI. Þýsk blöð róma í dag mjög stjórnmálahæfileika Páls ríkis- stjóra og segja að hann hafi haldið áfram þeirri stefnu, sem Alexander konungur (sem myrtur var í Marseilles) tók upp: að sameina Balkanríkin til andstöðu gegn því, að stór- veldin notuðu þau sem peð á taflborði sínu. Blöðin leggja áhersiu á hina miklu sameiginlegu hagsmuni Þjóðverja og Júgóslafa. Júgóslafnesk blöð búast ekki við, að nein breyting verði á stefnu Júgóslafíu í utanríkis- málum vegna þessarar heim- sóknar. Jarðskjáiftar í Grikklandi London í gær. FÚ. Landskjálftahræringar urðu víða í suðurhluta Grikk- lands í gær, og heldur þeim á- fram í dag. Áreiðanlegar fregnir um tjón af völdum jarðskjálftanna eru enn ekki fyrir hendi. Viacheslaw Michaelovich Molo tof, er 49 ára gamall. Hann er forsætis- og utanríkismálaráð- herra Rússa. Stjórnaði bolsje- vikkasellu meðal stúdenta, starf iaði um skeið við aðalmálgagn kommúnista, Pravda. Hefir ver- ið forseti rússneska ráðuneytis- ins síðan 1930. Engar nýjar kosningar í Danmörku Khöfn í gær. FÚ. Stauning forsætisráðherra Dana gaf í gær skýrslu í Fólks- þinginu um stjórnarskrármálið og sagði meðal annars, að niðurstöð- ur þjóðaratkvæðagreiðslunnar rösk uðu á ehgan hátt þingræðisgrund- velli þeimi, er stjórnin bygði til- veru sína á. í sjálfu sjer befði getað verið skemtilegt að efna til nýrra kosn- inga um málið, en það væri ekki nauðsynlegt. Já-atkvæðin hefðu ' orðið 44.46%, ef talin væru með Iþau já-atkvæði, sem ógild voru af ýmsum formsástæðum. Alþýðuflokkurinn og Radikali flokkurinn báru fram traustsyfir- jýsingu á stjórnina. Nýr formaður íhaldsflokksins. Flokkur íhaldsmanna í Fólks- þinginu hefir kjörið sjer nýjan formann í stað Christmas Möller, bg varð brúnamálastjóri Hasle fyr- ir valinu. Flokkur íhaldsmanna í Landsþinginu kaus sjer Halfdan Hendriksen fyrir formann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.