Morgunblaðið - 13.06.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.1939, Blaðsíða 2
MORGUIí BLAÐIÐ ■*.ir 5 ■'f •■ > i f 1 Þriðjudagur 13. júní 1939. iiHimiiHmiiiimiiiiiiiiiiminimiiiuHiiiHimuniiinniaiiuiHi | Þýskur her | | viðsuður- 1 ( landamæri ( I Póllands? 1 aiiiHimiiiiiiiiinmi \ rír ’ flugmenn frá Slóvakíu ',«T, lentu í dag á pólskri grund, og gáfu flugmennirnir sig þeg- ar í stað á vald þólskra yfir- vájáá. Þeir skýrðu frá því, að JiyskíU’ her væri nú á innrás í Slóvakíu. Fregnir höfðu borist um þetta áður,:éh höfðu ekki fengist stað- íeötar. Kortið sýnir afstöðu Slóvakíu og Póllands. .Meistaralegur leikur Pðls i *r-> mm Isólfssonar Khöfn í gær F.Ú. Berlingske Tidende“ birt- ir dóm um kirkju- hljómleika Páls Isólfssonar og fer urrt þá mjög lofsamlegum orðum, segir, að leikur hans hafi verið meistaralegur. Páll hafi ekki einungis til brunns að bera það öryggi og þá gleggni, sem þurfi til þess að léika kirkjulög Bachs, svo að þau verði eftirminnileg og stór- fengleg, heldur hafi hann einn- ig óvmenjunæman skilning á stíl í tónlist. * Avarp knatt- spyrnumanna íjdag Khöfn í gær F.Ú. ¥ dag klukkan 17 eftir ís- lenskum tíma flytja fulltrú- ar frá knattspyrnumönnum á Norðurlöndum, þar á meðal ís- landi, ræður í danska útvarpið í tilefni af 40 ára afmæli danska knattspyrnusambandsins. Hinum íslensku knattspyrnu- mönnum hefir verið boðið á há- tíðahöldin í sambandi við af- mælið og að horfa á landslið Svíþjóðar, Noregs og Danmerk- ur keppa. IIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIII Tugir þús. þýskra hermanna og SA-manna í Danzig Hitler reynir þol- rifin í Pólverjum Toilstríðið íærist í aukana Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Mr. William Strang, utanríkismálasjerfræð- ingur bresku stjórnarinnar, lagði af stað í dag til Moskva til þess að vera Sir William Seeds til aðstoðar í samningunum við rússnesku stjórnina. Samtímis berast fregnir frá Danzig um váxandi örðug- leika í sambúð Þjóðverja og Pólyerjíþ , „Daily Telegraph“ skýrir.' frá því, a.ð þess, g<eti. stöð- ugt meir hjá Hitler, að hann Mti á Ðanzig sem raunveru- legan hluta af þýska ríkihu; Hlaðið segir, að hann sje að reyna í Pólverjum þolrifin: hversu mikið þeir-umbera hon- um í Danzig. . „ ; ; ; 1 'J IIITLER VONAR Hitler vonar að geta gert aðstöðu Pólverja í Danzig þann- ig, að rjettinda þeirra gæti ekki nema í orði kveðnu, Hann vinnur að þes.su með því smátt og sipátt að auka íhlutunarrjett Þjóðverja um málefni fríríkisins. í tilkynningu sem erlendum blaðamönnum í Berlín var afhent um helgina, segir að það sje rangt, ati ætla, að nokkuð sje að færast nær um lausn Danzigmálsins, vegna þess að þýsk blöð hafi undanfarið látið það lítið til sín taka. TUGIR ÞÚSUNDIR ÞÝSKRA STORMSVEITAR (S. A.) MANNA OG EINKENNISKLÆDDRA, ÞÝSKRA HER- MANNA í FARARTÆKJUM ÞÝSKA HERSINS STREYMA FRÁ AUSTUR-PRÚSSLANDI TIL DANZIG Á ÍÞRÓTTAMÓT SEM ÞAR Á AÐ HALDA. HERMENNIRNIR FLYTJA ENGIN VOPN MEÐ SJER. PÓLVERJER ÁKVEÐNIR Samtímis berast fregnir frá Varsjá um, að tollastríðið milli Danzigbúa og Pólverja færist í aukana. Pólska stjórnin hefir tilkynt sendiherra Danzigbúa í Varsjá, að ekki verði þol- að af hálfu Pólverja að reynt sje að takmarka tollarjettindi þeirra í fríríkinu. Pólverjar segjast vera staðráðnir í því að gera strangar ráðstafanir til þess að vernda hina rjettmætu hagsmuni sína í Danzig. Pólska stjórnin hefir sent senatinu í Danzig harðorð mótmæli út af því, að Danziglögreglan hefir handtekið pólskan tollaeft- irlitsmann, Lipinski. Lög- reglan sakar Lipinski um mannrán. Hún segir, að Lipinski hafi numið S.A. menn á brott frá Danzig yfir til Póllands, og að hann hafi farið óviðurkvæmi- legum orðum um Hitler. Pólska stjómin hefir hafnað kröfu senatsins í Danzig um að pólskum tollaeftirlitsmönn- um verði fækkað. Stjórnmálaviðræður. London í gær. FÚ. I dag hefir verið miltið um stjórnmálaviðræður: í utanríkis- málaráðuneytinu breska og í for- sætisráðherrabústaðnum í nr. 10 Downing Street. Sendiherra Sovjes-Riásslands í London átti hjer um bil klukku- stundar viðtal við Halifax lá- varð, og næstui’ átti viðtg.1 við hann Mr. “William Strang. Nokkru eftir að því viðtali var lokið, lagði Mr, Strang af stað í flugvjel til, Moskva. Halifax lávarður átti viðtal við sendiherra Frákk'íands og Egifta- lands í London, og nokkru eftir að því var lokið, fór haun ásamt Sir Eric Phipps, sendiherra Breta í París, á fnnd Chamberlains. Skærur Tjekka og Þjóðverja I skærum, sem urðu í gær milli ■*• Þjóðverja jog Tjekka í þorp- inu Nachod í Bælleimi, var tjekk- neskur lögreglumaður drepinn. von Neurath, hinn þýski vernd ari Tjekkóslóvakíu, hefir lýst yf- ir því, að allir slíkir viðburðir skuli framvegis verða rannsakað- ir og þeim refsað stranglega, sem sekir reynast. Hitlerfekk kórónu Gotakonunga að gjöf Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Það er ekki fyr en nú, að upplýst hefir verið að Þjóðverjar, búsettir erlendis, gáfu Hitler í afmælisgjöf þegar hann varð fimtugur (20. apríl síðastl.) kórónu, sem konungar Gota hafa borið. Kórónan er frá dögum þjóðflutninganna miklu (á 4. öld e. K.). Hún hafði verið grafin í jörðu niður með öðrum gulldjásnum. Á stríðsárunum (1914—’18) grófu bænd- ur í Ukrainu þenna fjársjóð úr jörðu nálægt Táganrog. — þriggja ðra — barn sótt í flugvjel Flugvjelin TF-Örn, flug- maður örn Johnson, flaug til Patreksfjarðar á sunnudags- morgun til þess að sækja þangað þriggja ára barn, dóttur Friðþjófs Jóhannes- sonar, sem gleypt hafði 5- eyring. Barnið var flutt á spítala hjer í Reykjavík. Fimmeyr- ingurinn gekk niður. Deilur Breta og Japana London í gær F.Ú. OpT embættismenn í þjónustu Japana fengu eitrun í veislu, er haldin var í Nanking í gær. AJlir eru þeir á batavegi, eftir að hafa fengið Jæknis- hjálp. Japönsk yfirvöld hafa sett vopnaða verði á sjö stöðum umhverfis forrjettindasvæði Breta og Frakka í Tienstin í Kína, og er hverjum manni, sem fer yfir.,takmörk svæðisins, gert að skyldu að gangast und- ir skoðun hjá þessum hermönn- um, nema embættismönnum, sem ferðast í opinberum erind- um. Skírnarfonfur Thorraldsens Khöfn í gær F.Ú. Auppboði í London hafa forráðamenn Heilags anda kirkju í Kaupmannahöfn keypt skírnarf ont eftir Thor- valdsen frá 1827. Hann ber langa latínu áletr- un um það, að hann sje gefinn íslandi. Mun Thorvaldsen hafa ætlað skírnarfontinn til slíks, en ekki orðið af. Iiann er nauða líkur skírnarfontinum, sem nú er í dómkirkjunni í Reykjavík. Buchloh f marki i móti X. R. Kappleikur milli Vfkings ng K. R. á fimtudag Afimtudaginn gefst bæjar- búum kostur á að sjá hinn fræga þýska markmann, Fritz Buchloh, í marki hjer á íþróttavellinum. Ætlar hann að leika í marki á kappleik milli Víkings og K.R., en Buchloh er sem kunnugt er þjálfari Vík- ings. Fritz Buchloh er annar besti markmaður Þjóðverja og til eru óeir, sem telja hann jafngóðan og Jakob. Buchloh hefir leikið 17 sinnum sem markmaður í landsliði Þýskalands. Hann er afbragðs íþróttamaður og er íþróttaleiðtogi í iðnaðarborg- inni Essen. Kappleikir milli K.R. og Vík- ings hafa þótt afar spennandi undanfarið. Á íslandsmótinu í fyrrasumar var jafntefli milli fjelaganna og á Reykjavíkur- mótinu vann Víkingur með eins marks mun. Á Reykjavíkurmót- inu á dögunum varð jafntefli \ milli fjelaganna. Þessi kappleikur mun án efa vekja mikla athygli og verða vel sóttur. Vívax. GJAFIR BRETA- * KONUNGS Oeorg VI. Bretakonungur gaf Roosevelt Bandaríkja- forseta blekbyttu úr gulli, með skjaldarmerki Bretakonungs ;etruðu á, og auk þess skiptust forsetahjónin og konungshjónin á myndum áður en konungs- hjónin fóru frá Bandaríkjunum til Kanada. Þau búast nú til heimferðar til Englands. (FÚ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.