Morgunblaðið - 13.06.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.06.1939, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 13. júní 1939. MORGUNBLAÐIÐ Tónas Halldórsson sund- J kappi hefir nú sett 50 sundmet. Fimtugasta sund- met sitt setti hann í Sund- höllinni í gærmorgun. Sjálf- sagt verða öll hans met eða flest endurnýjuð. af honum sjálfum eða öðrum sund- jycipum, í framtíðinni, en 51. met hans mun þó standa lengi óhaggað. Þetta 51. met setur sundkappinn í dag. Síðasta met -Jónasar er fólgið í eftirfarandi: í dag er hann '25 ára. Hefir kept í sundi í 10 ár og á þessum 10 árum hefir hann sett 50 ný íslensk sundinet. » 'MiiuuHnmmnth. í þ r ó 11 i r '•nniunmHiuiRh. 50 islen§k sundmet á ÍO árum mig. Jeg vár tregur til, taldi að jeg hefði litla raöguleika til að ná neinum árangri. Jón sagði að jeg myndi ekki sjá eftir því að táka þátt í kepninni og jeg ljet ti’- leiðast. Þátttakendur voru 9, og þar á meðal þáverandi sundkóng- ur Islands, Jón Ingi Guðmunds- son. Giæsilegur íþróttaferill Jónasar Halldórssonar sundkappa Jeg veit að li.jer á landi á eng- inn íþróttamaður glæsilegri í- þróttaferil og jeg efast um, að víða megi finna slíka fþróttá- kappa, ]>ó leitað sje meðal stór- þjóðanna, þar sem íþróttamenn hafa haft mörgum sinnum betri að stöðu og aðbrinað en íslenskir íþróttamenn. Jeg átti nýlega tal við Jónas Halldórsson og spurði hann urn ýmislegt viðvíkjandi íþróttamanns ferli hans. Jónas er vfirlætislaus maður og vildi sem minst um þetta tala. Er jeg spurði hann hvernig á því hefði staðið að hann lrefði byrjað að keppi í sundi og fá á- huga fyrir þessari íþrótt, sagði liann injer eftirfarandi sögu: — Jeg átti í þrettán ár heima rjett við Sundlaugarnar, eða frá því jeg yar 10 ára og þar til jeg varð 23. Strax og jeg flutti þarna inneftir byrjaði jeg að busla í Laugunum án þess þó að læra nokkuð hjá öðrum. Það mjin hafa verið árið 1929 að jeg fór að veita því gaum að Jón sundkennari Pálsson var að kenna skriðsund (crawl). Mjer þótti gaman að fyigjast með kensl- Unni hjá Jóni og faldi mig undir brónni meðan Jón var að kenna og horfði á. Síðan fór jeg að synda þessa sundaðferð sjálfur, en gætti þess þó að láta sem fæsta sjá til mín, jþví ekki vildi jeg verða mjer til athiægis. Jeg var venjulega í Laugunum á morgn- ana og notaði tækifærið er Jón Pálsson fór heim til sín í kaffi til að æfa mig í skriðsundinu. Einu sinni, sem oftar, er Jón var farinn í kaffi, var jeg farinn að busla, í skriðsundi úti í „stóru Iaug“. Veit jeg.þá ekki fvr, en kallað er á mig. Þar var þá Jón Pálsson kominn. Hann hafði lagt af stað heiin til sín til að drekka morgunkaffi, eins og vant var, en gleymt einhverju í Laugunum og snúið aftur. Jón tók mig þarna strax tali og frá þeirri stundu til þessa dags hefir Jón haft auga ineð mjer og sundiðkun minni. — Fyrsta kappsundiðf — Það var 1929. Þá tók jeg þátt í drengja sundi, en satt að segja dreymdi mig ekki um nein íþróttaafrek þá. — Þú varst sundkóngur í mörg ár, var ekki svo. Hvernig varð það? 1 — Fjórum sinnum. Fyrst 1930 og svo næstu þrjú ár á eftir. Það var eins og með skriðsundið, að það var Jón Pálsson, sem „dreif inig út í það“. Islandssundið fór fram í ágústmánuði 1930 úti í Orfirisey. Jón Pálsson spurði mig sama daginn sem sundið fór fram hvort jeg ætlaði ekki að láta skrá Synt var 500 m. vegalengd og jeg varð fyrslur í þetta skifti á 9 mínútum 2.1 sek. Metið átti Jón Ingi á 9 mín. 1.2 sek. Það munaði því aðeins 9/10 úr sek. að jeg næði Islandsmetinu. Þetta sund — Islandssundið — var lagt niður 1934 og hefir ekki verið kept í því síðan, enda er ekkert rjettlæti í því að kalla þann mann Sundkóng Islands, sem fyrstur varð í þessu 500 metra sundi. Það gat hver sem var æft sig á þessari vegalengd og náð góðmn árangri, þó hann gæti ekk- ert annað. Nú er besti maður í sinni grein sundmeistari. T. d. meistari í 100 m. bringusundi, 100 m. frjáls aðferð o. s. frv. — En livenær settir þú fyrsta metið Jiitt ? — Það var 5. júlí 1930 á 100 metra baksundi. Synti þá vega- lengdina á 1 mín. 40.3 sek. Nú er það met komið niður í 1 mín. 16.2 sek. — Voru ekki mun erfiðari að- stæður fyrir 10 árum til sundiðk- ana, heldur en nú, þegar Sund- höllin er komin. — Það er alls ekki sambæri- legt, segir Jónas, eins og sjá má á þeim bætta árangri í sundmet- um, sem náðst hefir síðan Sund- höllin var opnuð fyrir tveimur ár- um. Jeg't. d. liefi sett 26 af mín- um 50 metum eftir að Sundhöilin var opnuð, en hin 25 á 7 árum. Þessa mynd tók Vigfús Sigurgeirs- son ljósmyndari í Sundhöllinni um hádegisbilið í gær, er Jónas hafði lokið við að setja 50. met sitt. Kennari hans, Jón Fálsson, er að óska honum til hamingju með metið. Jónas synti 300 metra á 3 mín. 51.9 sek. Gairla metið átti hann sjálfur á 4 mín. 4.8 sek. Við þetta tækifæri afhenti Eiríkur Magnússon, formaður Ægis, Jón- asi útskorna lágmynd að gjöf frá Sundfjel. Ægi. Jónas Halldórsson með verðlaunagripi sína. Það var oft erfitt fyrir súndfólk þegar það þurfti kannske að taka þátt í 2—3 sundgreinum á dag í ísköldum sjó. Sundlaugarnar voru svo litlar að met fengust ekki staðfest þar. Nokkuð bætti úr er Sigurjón Pjetursson kom upp 50 metra iaug á Alafossi, en sá galli var á, að dýrt var að komast á milli til að æfa sig í Alafosslauginni. — Þarf ekki mikla sjálfsafneit- un til að ná svona góðum árangri, eins og þú hefir náð? — Það er alveg eftir því hvern- ig á það er litið. Það er með sund eins og allar pðrar íþróttir, að maður nær ekki verulegum ár- angri nema með reglusemi og góðri ástundun og þjálfun. Venju- lega æfir maður í 1—2 klukku- stundir á dag. — Hverju þakkar þú mest að þú hefir komist eins langt og raun hefir orðið á í sundinu? — Fyrst og fremst míiium ágæta kennara, Jóni Pálssyni. Án hans hefði jeg ekki komist langt. Hann hefir með mikilli þolinmæði rekið mig áfram í letiköstunum, sem ekki voru fá, að minsta kosti fyrstu árin. Og hann hefir aldrei þreytst á að telja í mig kjarlt og leiðbeina mjer á alla lund. — Jeg stend og í þakkarskuld við marga aðra menn, t. d. Ólaf Þorvarðarson Sundhallarforstjóra, próf. Bjarna Benediktsson hæjar- ráðsmann o. m. fl. Er jeg þessum mönnum þakklátur fyrir það traust, sem þeir hafa sýnt mjer. — Er nú takmarkinu náð með þéssum 50 metum?, spyr jeg Jónas að iokum. — Nei, ekki vil jeg segja það. Á meðan mjer fer fram og jeg bæti fyrri met mín finst mjer sjálfsagt að halda áfram, en þeg- ar ekki er lengur um framför að ræða, er eins gott að leggja árar í bát. — Hvaða áætlanir hefirðu fyr- ir framtíðina? — Mig langar mest til að fá tækifæri til að sigia til að frama mig og nema sundlistina svo vei að jeg geti orðið góður kennari. Það er mín heitasta ósk. Eins og getið var um í upphafi þessarar greinar hefir Jónas Hall- dórsson sett 50 met á 10 árum, eða að jafnaði tvö met á ári þau 25 ár, sem iiann hefir lifað! Hann á niet á öllum vegalengdum í frjálsu sundi. Er fróðlegt að bera saman hve hann hefir bætt met sín. í 50 métra sundi, frjáls aðferð, setti Jónas fyrst íslenskt met 1934, þá á 31 sek. Síðan hefir hann bætt metið fjórum sinnum og síð- asta met hans á þessari vegalengd, 1938, ér 27.8 sek. í 100 metrum hefir Jónas sett 11 sinnum met. Fyrst 1931 á 1 mín. 14.3 sek. (í sjó). Nú er metið 1 mín. 03.8 sek. (sefct 1938). Þrisvar hefir hann sett met á 200 m. Fyrst 1932 á 2 mín. 36.2 sek. og síðast 1938 á 2 miin. 26.7. sek. Á 400 metrum hefir hann sett 9 sinnum met. Fyrst 1931 á 6 mín. 39.4 sek. og síðast 1938 á 5 mín. 10.7 sek. Á 500 metrum hefir Jónas sett fjórum sinnum met. 1931 á 8 mín. 44.8 sek. (í sjó) og 1938 á 6 mín. 58.8 sek. Þá á Jónas met á 800 og 1000 metra sundi. Fyrsta met hans á 1500 metrum (1934) var 23 mín. 10.0 sek., en er nú 21 mín. 30.2 sek. I baksumli á Jónas met í fjór- um vegalengdum, 50, 100, 200 og 400 metrum. Fyrsta met sitt á 100 metra baksundi setti hann í sjó 1930. Var það 1 mín. 40.3 sek. Nýjasta met hans á þessari vega- lengd, sett 2. júní s.l., er 1 mín. 16.2 sek. 13. maí s.I. setti hann nýtt met á 400 metra baksundi á 6 mín. 21.2 sek. Gamla metið átti Jón D. Jónsson á 6 mín. 45.5 sek. Jón Pálsson um Jónas Halldórsson. Eins og Jónas Ilalldórsson segir sjálfur á hann Jóni Pálssyni manna mest að þakka hve vel hon- um hefir gengið í sundinu. Jeg hitti Jón að máli sem snöggvast uppi í Sudnhöll í gær og bað hann að segja mjer eitthvað um Jónas. Hann sagði m. a.: — Það hefir verið sjerstaklega gott að keuna og æfa Jónas. Hann hefir altaf gert eins og fyrir hann hefir verið lagt., og t. d. hefir hann aldrei svo mikið sem hugsað tii þess að skorast undan að taka þátt í kepni þó tvísýnt hafi verið um úrslitin. En þó okkur hafi verið mikill fengur að Jónasi, sem sundmanni, hefir hann ekki síður verið okkur kærkominu sem fyrirmynd. Met eru góð og nauðsynleg fyr- ir íþróttamenn, en þau eru einsk- is virði ef methafinn hefir ekki unnið þau sem sannur íþrótta- maður. « Jónas gæti hafa náð betri ár- angri, segði Jón Pálsson, ef að- stæður hans hefðn ekki verið jafn erfiðar og þær voru lengst af. 1 mörg ár hafði hann enga keppi- nauta. Sundmótin voru háð tvisv- ar eða þrisvar á ári í sjó. Eitt af metum sínum setti Jónas milli horna í Sundlaugunum. Það var 400 m., frjáls aðferð. Þetta met hans var 6.5 sek. betra en danska metið var þá. Danski met- hafinn varð síðar Norðurlanda- meistari í þessu sundi. Það hefði Jónas líka getað orðið ef æfinga- skilyrðin hefðu verið nokkurnveg- inn viðunandi og Jónás ekki þurft að þræla sjer út í erfiðisvinnu. — Að lokum þetta, segir Jón Pálsson: Við skulum ekki skrifa nein eftirmæii um Jónas að þessu sinni. Hann á sjálfsagt eftir að taka miklum framförum ennþá. Hann er ekki nema 25 ára. Til sönnun- ar því að sundmenn duga lengur en til þess aldurs er eftirfarandí smásaga: Þegar hinn frægi Suðurhafs- eyjabúi, Khanamouko, synti fyrir Svíakonung, 18 ára gamalí, synti hann 100 metrana á 1 mínútu .rjettri. Menn sögðu þá að þetta væri svo einstakt að enginn mað- ur gæti farið fram úr þessu meti. Það var rjett að það drógst og Khanamouko var sjálfur orðinn 42 ára er hann náði aftur sínu gamla meti og synti 100 metrana á 59.5 sek. Vívax. Sftrónur. visin Laugaveg 1. Otbú Fjölnisvegi 2. Svefnpokar frá Magna eru ómissandi í ferðalðpr. Þrjár gerðir fyrirligfgjandL Einnig: hlífðardúkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.