Morgunblaðið - 18.06.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.06.1939, Blaðsíða 4
4 MORÖUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. júní 1939. Hulda Á. Sfefánsdótlir: Pjóðhátíðarárið 1874 mark- ar straumhvörf í íslensku þjóðlífi. Þá er sungið „Ó, guð vors lands“ í fyrsta sinni, menn rumskast, hrista af sjer mókið og opna skjáina upp á gátt. — Ómurinn berst inn í baðstofurn- ar og með honum angan vors og gróanda. -— Menn vakna til meðvitundar um það, að nú þurfi að hefjast handa fyrir alvöru, verkefnin blasa við hvaðanæfa og bíða úrlausnar. Eitt stórmál framtíðarinnar var mentun þjóðarinnar. Margir menn og konur höfðu neytt krafta bæði í ræðu og riti til að vekja menn til umhugs- unar um það, að aukin mentun væri nauðsynleg gróandi þjóð- lífi. Og raddir höfðu borist um það, hversu mikil óhæfa það væri, að húsmæðraefnunum væri varnað þeirrar mentunar, er skólarnir, sem þá störfuðu, ljetu af mörkum. Það var ekki verið að hugsa #m að þroska andlega hæfi- leika ungu stúlknanna. Þeirra framtíðarstörf voru ekki alment metin svo mikils, að skólaganga væri talin nauðsynleg. En þetta merkisár í sögu Islands var þó Kvennaskólinn í Reykjavík stofnaður og hefir sá skóli starf- að síðan. Yar hann fyrsti skóli á Islandi, er stóð opinn fyrir angum stúlkum, er þráðu lær- dóm og þekkingu. Það var aug- Ijóst mál, að sá skóli gat ekki veitt móttöku nema fáum stúlk- um í senn, miðað við þann fjölda, er óskaði skólavistar. Nú var fyrsta sporið stigið. Undirbúningur Húnvetninga. Á Norðurlandi höfðu ýmsir mætir menn vakið máls á því innan hjeraða sinna, að æskilegt væri og nauðsynlegt, að koma á fót kvennaskóla á Norður- landi, þó eigi hefði það mál fengið nægilegan byr. í Húna- vatnssýslu barðist Bjöm Sigfús- son síðar alþm. og hreppstjóri á Kornsá mest og best fyrir Jjessu skólamáli. Fjeleysi, van- trú, deyfð og skilningsleysi voru örðugleikar, sem erfitt var að sigra. En með dugnaði og aðstoð góðra manna og kvenna tókst Birni að leiða það mál fram til sigurs. Á sumardaginn fyrsta árið 1875 var haldin hlutavelta að Ási í Vatnsdal. Þá var leysing •og „söngur í lofti, ilmur í blæ“. Unga fólkið úr sveitinni fjöl- menti að Ási. Þetta var nýstár- leg samkoma. Það var verið að ■safna í sjóð, er -átti að verja til að styrkja fátækar stúlkur til náms. Æskan skemti sjer hið besta, og þegar hlutavelt- unni lauk, var dansað á hlaðinu í Ási. Fyrir hlutaveltuna komu inn kr. 170.00. Með þeirri upp- hæð var stofnaður Kvennasjóð- ur Undirfells- og Grímstungu- :sókna, og átti að verja vöxt- unum til styrktar efnilegum stúlkum til náms í nefndum sóknum. Voru 200 krónur gefn- sir úr sjóði þessum til kvenna- skólans, þá hann var stofnaður, og margar stúlkur hafa notið fityrks úr honum síðan. Kvennaskólinn á Blöndu- ósi sextíu ára Hugmynd Björns Sigfússonar var sú, að slíkar sjóðsstofnanir kæmust á í öðrum sveitum sýsl- unnar, en því miður fórst það fyrir. Víða söfnuðust þó nokkr- ar upphæðir til kvennaskóla- stofnunar, og kom það sjer vel, þegar skólinn tók til starfa. — Mest hafði safnast í Þverár- hreppi, eða kr. 170,00. Þar voru irfelli, Margrjet Eiríksdóttir, húsfreyja, Lækjamóti, Eiríkur Briem prófastur, Steinnesi, sr. Hjörleifur Einarsson, Undirfelli og Björn Sigfússon. Hafði alt þetta fólk stutt mjög að stofn- un skólans.Á sama fundi skýrðu sýslunefndarmenn frá samskot- um til kvennaskólans innan sýslunnar, hafði verið lofað Á sýslufundi í Hnausum árið 1882 voru lesnir upp og sam- þyktir samningar, er forstöðu- nefnd kvennaskólans hafði gert við Björn Jósefsson Skaftasonar í Hnausum, um byggingu og fasta stöðu skólans þar. Komst það bygginarmál svo langt, að viður var keyptur í húsgrind og fluttur inn í Húnavatn, og iiiiiiiimiiiiiiiitiiiiiiiiuiiiimimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiiumiiiuimiimiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiuamiiiiuiiiiiiuiiiiuimiimmuiiiuiiiuiiiiiii Tildrög, stofnun og sögukaflar aiiiimfiiiiiiiimimuimiiuiiimiiiiiiuiiuiiuiiiiuiiiiuuiiimimimiiummiimmuimmiimmiuuiiiiiiiiuuuiuiiuiHiuiumniuui uimimuummuuuir þrjár ungar heimasætur er lögðu skólamálinu lið, þær Mar- grjet M. Ólsen frá Þingeyrum, þá að Stóru-Borg, og prests- dæturnar Ingibjörg Jónsdóttir, Breiðabólsstað í Vesturhópi og frændkona hennar Kristín Bene- diktsdóttir frá Múla. Eyfirðingar og Skagfirðingar urðu fyrri til að koma sínum kvennaskólum á fót. Haustið 1877 var stofnaður kvennaskóli á Laugalandi í Eyjafirði, und- ir forustu frú Valgerðar Þor- steinsdóttur. Og sama haust tók til starfa kvennaskóli að Ási í Hegranesi. Húsfreyjan í Ási, Sigurlaug Gunnarsdóttir veitti honum forstöðu. Hafði hún og maður hennar, Ólafur Sigurðs- son, átt mestan þátt í þeirri skólastofnun. Skólinn að Undirfelli. Húnvetningar undu því illa að verða eftirbátar nágranna sinna með stofnun kvennaskóla og hertu nú sóknina. Vorið 1879 var svo ákveðið, að kvennaskóli skyldi taka til starfa þ. 1. okt. sama ár að Undirfelli í Vatns- dal og standa til 14. maí. Var þá sjera Hjörleifur Einarsson fluttur að Undirfelli og voru þau hjónin einlægir stuðnings- menn skólans. Þessu fyrsta skólaári var skift í tvö námstímabil. Fyrra tímabilið var frá 1. okt. til jan- úarloka. Síðara tímabilið frá 1. febrúar til 14. maí. Kensla fór fram í lestri, skrift, reikningi, landafræði, dönsku, sögu, rjett- ritun, útsaum og fatasaum. Mat- reiðsla var kend um helgar. — Söngur var og iðkaður. Náms- meyjar borguðu fæði sitt og lögðu sjer til rúmfatnað, annar kostnaður var greiddur af sam- skotafje því, er áður um getur. Ungfrú Björg Schou, ættuð af Austurlandi, var þar kenslu- kona. Kendi sr. Hjörleifur ejnn- ig við skólann. Á sýslufundi Húnvetninga ár- ið 1880 var samþykt skipulags- skrá og reglugerð fyrir kvenna- skólann og kosin forstöðunefnd. Iílutu kosningu: Frú Guðrún Gísladóttir Briem, Steinnesi, Guðlaug Eyjólfsdóttir frú, Und- rúmum 900 krónum. Þá veitti sýslunefndin 100 kr. til skólans. Frú Elín Briem. Eigi var skólinn nema þetta eina ár að Undirfelli. Árin 1880 —1882 var hann að Lækjamóti og 1882—83 að Hofi í Vatns- dal. Árið sem skólinn fluttist að Lækjamóti rjeðist Elín Briem sem kenslukona að skólanum, varð það skólanum giftudrjúgt. Elín Briem var gáfuð kona og mentuð vel, með brennandi á- huga fyrir starfinu, enda tókst henni brátt að gera skólann svo úr garði, að hann varð mjög vinsæll. Frú Elín Briem gaf síð- ar sjóð til skólans, er ber nafn „Gjafasjóður Elínar Briem“. — Hafa nokkur undanfarin ár ver- ið veittar úr honum kr. 150.00 til styrktar efnilegum náms- meyjum í skólanum. Umræður um skólasetur. Forráðamönnum skólans var það ljóst strax frá byrjun, að nauðsyn bæri til að útvega skól- anum fast aðsetur, það væri með öllu óhæft að hafa hann á hrakningi. Húsakynni voru víð- ast hvar af skornum skamti og því erfiðleikum bundið að koma skólanum fyrir, svo að til framJ búðar yrði. Mönnum stóð held- ur ekki á sama um hver staður yrði valinn. Vildi forstöðu- nefnd skólans fyrir hvern mun láta reisa skólann á góðri búj jörð, er væri vel í sveit settr taldi það mjög mikilsvert að búskapur yrði rekinn í sambandi við skólann, svo námsmeyjar fengi tilsögn í meðferð mjólkur o. fl. þeirra starfi viðkomandi, þá þær tækju við búsforráðum. Árið 1881 þ. 15. febrúar voru á sýslufundi Húnvetninga kosn- ir þrír menn úr sýslunendinni til að semja við Ásgeir Einarsson Dbrm. um að byggja mætti hús handa kvennaskólanum að Þingeyrum, yrði það hús einnig haft til fundahalda fyrir sýslu- nefndina. Voru til þess kosnir Árni Sigurðsson, Benedikt Blön- dal og Erlendur Pálmason, og að auki einn úr forstöðunefnd kvennaskólans, Björn Sigfússon. En samningar náðust eigi við Ásgeir. settur þar á land. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Mönnum auðnaðist eigi í það sinn að sjá skólahús reist að Hnausum. Lauk þessu byggingamáli þanng, að íbúðarhúsið á Ytri- Ey var keypt fyrir skólasetur. Arnór Árnason sýslumaður hafði bygt það, og fylgdi í kaup unum landspilda sunnan við Eyjará. Var þetta ódýrara í bráðina en að byggja nýtt skóla hús, og rjeði það úrslitum. — Birni Sigfússyni og fleiri mæt- um mönnum þótti hjer hafa skipast illa. Þótti þeim Þingeyr- ar og Hnausar mun álitlegri skólasetur, en við það var ekki ráðið. Að Ytri Ey. Kvennaskólinn fluttist að Ytri Ey haustið 1883 og var þangað til árið 1901, að hann var flutt- ur inn að Blönduósi. Hafði þar verið bygt stórt timburhús fyrir skólann. Skólahúsið á Ytri-Ey var orðið skólanum ónóg sök- um vaxandi aðsóknar. En Ytri- Eyjar skólinn var í miklu áliti, sem sjá má meðal annars af því, að frú Herdís Benediktsen, tek- ur það fram í erfðaskrá sinni, að skóli sá, er hún ætlast til að sje stofnaður af erfðafje henn- ar, skuli vera með sama fyrir- komulagi og kvennaskólinn á Ytri-Ey. Þegar loks að skólinn hafði fengið fast aðsetur á Ytri-Ey var hann tveggja til þriggja vetra skóli, og hjelst það fyrir- komulag eftir að hann fluttist að Blönduósi. Kensla fór fram í almennum gagnfræðafögum, átsaum, karl- og kvenfatasaum, auk þess tóku nemendur þátt í matreiðslu- og ræstingu. Eftir nýár 1911 brann skóla- húsið á Blönduósi, en var bygt upp á sama stað árið eftir, og þá úr steini. Veturinn eftir að brann 1911—12 var skólinn í Möllershúsinu á Blönduósi. Um og eftir aldamót urðu miklar breytingar í okkar þjóð- fjelagi; skólunum fjölgaði og jafnrjetti varð meira. Konur og karlar áttu jafnan aðgang að æðri almennri mentun. Stúlkur fóru að sækja gagnfræðaskól ana og höfðu frjálsari hendur en áður var. Húsmæðr askóli. Svo skall á heimsstyrjöldin 1914 og eftir að henni lauk varð dýrtíð mikil og erfitt með skólahald. Veturinn 1919—20 starfaði skólinn eigi, og næstu ár á eftir var aðsókn minni, e» áður hafði verið. Ákvað því forstöðunefnd skólans að breyta skólanum, gera hann að húsmæðraskóla, taldi það heppilegra fyrir ungu stúlkurnar að fá verklegan skóla, eins og þá stóðu sakir. Bóklegt nám var víða hægt að í.funda, en vöntun á húsmæðra- skólum. Haustið 1923 var fyrsta til- raunin gerð. Skólinn var gerður að eins vetrar skóla, dregið úr bóklega náininu, en það verk- lega aukið. Þann vetur var fyrst kendur vefnaður við skólann, og var hann þá ekki sem skyldu fag. Ári síðar var enn dregið úr bóknáminu og bætt við það verklega. Hefir skólinn starfað síðan sem húsmæðraskóli. Nýtur hann styrks úr ríkissjóði. Sýslu- sjóðir Vestur- og Austur-Húna- vatnssýslu greiða árlega til skól- ans kr. 1000.00. Vestursýslan kr. 400,00. Austursýslan kr. 600,00. Skólaárið er nú frá 1. okt. til 30. maí. og tala reglulegra námsmeyja bundin við 32 nem- endur. Mest stund er lögð á verk- legt nám, matreiðslu, sauma- skap allskonar, vefnað, prjón, þvotta og ræstingu. Bóklegar námsgreinar eru íslenska danska og reikningur. Matefna- og heilsufræði, uppeldis og þjóð félagsfræði er kend í fyrirlestr- um. Einnig æfður söngur og leikfimi. Þetta breytta fyrir- komulag skólans hefir reynst vel; hefir skólinn jafnan verið vel sóttur, síðan breytingin var gerð. Mörgum hefir þótt þaÖ ókostur, hve námstíminn er stuttur, aðeins einn vetur. Hefir því verið ráðin nokkur bót á því, með því að gefa nemendum kost á framhaldskenslu í verk- legu námsgreinunum. Þó er það takmörkum bundið, hve mörg- um nemendum skólinn getur veitt viðtöku aftur. Tólf stúlkur á ári geta komist að í fram- haldsnámi. Skólavist hefir á síðari árum verið fremur ódýr, nemendur hafa haft matarfje- lag og unnið að allri matreiðslu sjálfir, enda lögð áhersla á það að sýna sem mesta hagsýni í hví- vetna. 1 Fjöldi ungra kvenna víðsveg- ar að af landinu hafa notið mentunar í þessum skóla. Það er því engum vafa bundið, að margar hlýjar kveðjur og ám- aðaróskir berast skólanum á þessum tímamótum. Mjer kem- ur í hug erindið hans Páls Ár- dals, er hann sendi Gagnfræða- ÍRAMH. Á SJÖTTlí SÍÐU,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.