Morgunblaðið - 14.07.1939, Blaðsíða 3
3
Föstudagur 14. júlí 1939.
M 0 R G U N B L A Ð I Ð
4
Litil veiði
f oær
Oíldveiðin var tregari í
^ gær, enda veður óhag-
stætt, austan bræla og kvika.
Nokkur skip komxt þó inn með
gQ.ða veiði frá Langanesi og aust-
ar. ■—
Frjettax’itari Morgunblaðsins á
Siglufirði símar síðclegis í gær:
12 skip hafa komið til ríkis-
verksmiðjanna með samtals um 4
þús. mál. Mestan afla höfðu: Ól-
afur Bjarnason 1200 mál; er þetta
þriðji túrinn hans síðan urn helgi;
Huginn RE 1100, Síldin 680. Síld-
in veiddist við Langanes.
Frjest hefir af síld á Grímseyj-
arsundi í dag og eru skip komin
þangað, en engin hafa komið inn
ennþá. VeiðiyeSar er ekki gott.,
Hjalteyri.
Þar lönduðu í gær Þórólfur og
Snorri goði, báðir með allgóða
veiði. Annars barst lítil síld til
Iljalteyrar í gær.
★
Norðfjarðarverksmiðjan hefir
alls fengið um 8 þús. mál og slag-
ar það upp í alla þá síld, sem
verksmiðjan fekk í fyrra (8600
mál).
Nýtt flugskýli
(Vatnsmýrinni
Eitt af aðaláhugamálum
Flugmálafjelags fs-
lands — nothæft flugskýli
í Vatnsmýrinni — er nú
komið í framkvæmd. Flug-
skýlið er komið upp og bú-
ið að taka það í notkun.
Flugskýlið nýja er við hliðina á
gamla skúrnum, sem notast var
við, sem flugskýli, þó í rauninni
væri það algjöi’lega. óhæft til þess.
Nýja flugskýlið hefir kostað xxm
4500 krónur. Flugmálafjelagið
fekk 1800 króna styrk frá ríkis-
sjóði, 500 frá Reykjavíkurbæ og
sjálft hafði fjelagi(5 xxnnið sjer iixn
um 2000 króixxxr. I Eix axxk þessa
unnxi fjelagsmenn xxr Flugmálafje-
laginu og Svifflugfjelaginu nxikið
að byggingu skýlisins í sjálfboða-
vinnxx.
Ifið nýja skýli er alt liið vand-
aðasta. Grindin er úr timbri, en
klætt með bárujárni. Það er 14x9
metrar að stærð, eða svo stórt, að
TF-SUX kemst hæglega inn í skýl-
ið og er einnig megi koma þar
inn annari æfingaflugvjel, ef fje-
lagið skyldi eignast aðra vjel.
Á skýlinu eru tvær hurðir, sem
opixaðar eru og lokaðar með þvx að
draga þær til, og getur einn mað-
ur hæglega opnað og lokað hurð-
unum. Hver hurð er 7 metrar á
breidd.
Á meðan notast varð við gamla
flugskýlið varð að taka vængina
af TF-SUX í hvert einasta skifti,
sem vjeliix var látin í hús, en nxx
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
ri
lOOára
i dómkirkjunni
Idag eru liðin 100 ár frá því skírnarfonturinn
í DómkiTkjúnhi vár vígður. •-. .
Thorvaldsen láuk við hina fögru smíði í Rómaborg 1827
og ákvað Islandi gjöfina. Má um þetta lesa í áletrun latneskri
á þeirri hlið fontsins, er að altarinu snýr.
Jóixas Hallgrímsson hefir þýtt
áletrunina á þessa leið:
Reist smíð þessa
í Róm suður
Albert Thoi'valdsen
fyrir árum tólf,
ættjörðu sinni,
Isalandi,
gefandi hana
af góðum hug.
Skírnarfontui’inn var vígður
7 sunnudag eftir trinitatis, 14.
júlí 1839, af þáverandi dóm-
kirkjupresti síi'a Helga Thord-
ersen.
Á þeirri vígslustund var hið
fyrsta barn borið að skírnai'-
fontinum og hlaut í skírninni
nafnið Bertel Högni. Var sveinn
þessi, er fæddur var 29. maí
1839, sonur land- og bæjarfó-
geta. Stefáns Gunnlaugssonar og
konu hans Ragnhildar Gröndal.
Guðfeðgin voru Jón Thorstein-
sen landlæknir, síra Ólafur
Hjaltested skólakennari og
Ragnheiður Ólafsdóttir ljósmóð-
ir. Bertel! Gunnlaugsson var
rnaður vel lærður og ól aldur
sinn erlendis.
Margir eru þeir, innlendir og
útlendir, er á liðinni öld hafa
með aðdáun horft á fontmn og
mörgum hefir orðið starsýnt á
sveiginn, er umlykur skírnar-
skálina.
Jónas Hallgrímsson orti
kveðju og þökk íslendinga til
...... 1 ■ ■■ —— '■ ....
Alberts Thorvaldseps. I hinu
fagra kvæðx lýsir hánn.;skírnar-
fontixium og þakkar Thorvald-
sen hina veglegu gjöf.
Jeg horfi daglega á skírnar-
fontinn og hlýt því oft að hugsa
um þakkarorð skáldsins, er
hann segir:
Albert Thorvaldsen
ættjörðu gaf;: ' ír
hve skal ættjörð hans»
Alberti þakka? '
Breiðar eru bárur
að- borgum fram,
frændinn fjarlægi
feðra láði.
Þá væri launað,
ef þú líta mættir
ásján upp lyfta
ungrar móður,
þar sem grátglaður
Guði færir
barn sitt bóndi,
að brunni sáttmála.
Mig langar til að vekja at-í
hygli manna á hinum dýru
minningumrsem við gjöf Thor-
valdsens eru tengdar. Finst
mjer sjálfsagt að telja þenna
dag í röð kirkjulegra minninga-
daga. Bj. J.
Hjónaefni. Trúlofun síixa hafa
opinberað xingfrxx Þóra llafstein
frá Húsavík og Bárður Jakobssoh
stxxd. jur.
og Víkings
Buchloh æfir liðið
á grasvelli
UNDIRBÚNINGUR undir för Vals og Víkings
til Þýskalands í sumar er nú að ná hámarki
sínu, og í dag er nákvæmlega mánuður þar
til knattspyrnuflokkurinn leggur af stað með Goðafossi
til Hamborgar.
Fjelögin hafa nú þegar að mestu ákveðið hverjir fara? en
það eru 12 knattspyrnumenn fi'á Val og 6 frá Víking, auk far-
arstjórans, Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra og Ólafs Sigurðs-
sohar form. Vals. Ennfremur verður með í förinni ívar Guð-
nfuhdsson blaðam,aður við Morgupblaðið.
Þýski þjálfarinn, Herr Fritz Buchloh er þegar byrjaður að
ræfa knattspyrnumennina, sem fara utan og æfa þeir, sig á Ein-
ársstaðatúni, sem er vestan Iþróttavallarins. Bochloh yeyður
leiðsögumaður flokksins í Þýskalandi og verður fyrst kept í
Essen, en þar á Buchloh heima.
1 ' ' 1 r
Byggingarmál
verkamanna
„ÓðiniT vítir
sundrungina og
pótitisku átðkin
Málfundafjelagið Óðinn, sem
skipað er verkamönnum í
Sjálfstæðisflokknum, helt fund í
gærkvöldi, til þess að ræða um
byggingamál verkamanna o. fl.
Fundurinn var nxjög fjölmenn-
ur. Sanxþykt var í eiixu hljóði svo-
hljóðandi tillaga:
„Málfuixdafjelagið Óðinn vítir
aðferðiixa við stofnun og stjórnar-
kosningu í Byggingarf jelagi verka
manna. Sjerstaklega vítir það af-
skifti fjelagsmálaráðherra- af mál-
inu og telur tilraun hans til að
gera byggingasamtök verkamanna
hð pólitískum lðikvelli æfintýra-
mauna óafsakanlega, enda stór-
skaðlega byggingasamtökuixxxm.
Enxifrenxxxr lítur Óðinn svo á, að
eftir að fjelagsmálaráðherra hafði
gert Bjrggingafjelag alþýðu óstarf-
hæft, hefði hann átt að snúa sjer
til Byggingafjelags sjálfstæðra
verkamanna til þess að bjarga
bygginganxálum alþýðxx, í stað þess
að stofna nýtt fjelag“.
Á fundinunx voru eiixnig rædd
atvinnumál og hvað unt væri að
gérá, til þess að anka atvinnuna í
bænum. Kosin var þriggja manna
nefnd til þess að fara á fund borg-
arstjóra og atvinnumálaráðherra
og reyna að fá aukna atvinnu, þar
til framkvæmdir í Hitaveitunni
byrja.
Fundurinn fór vel og skipulega
fram.
Undirbúningsnefnd fjelag-
anna kallaði í gær blaðamenn á.
fund sinn og gaf þeim upplýs-
ingar um förina. Verður henni
í aðalatriðum hagað þannig:
★
Komið verður til Hamborgar
20. ágúst. Verður þá farið strax
af stað til Essen í Vestur-Þýska-
landi en þar verður fyrsti kapp-
leikurinn háður líklega" fimtu-
daginn 24. ágúst. — Síðar verð-
ur kept í Krefeld og tveimur
öðrum borgum! í Vestur-Þýfeka-
landi og ef til vill að lokum í
Hamburg eða Lúbeck. •* ;
Kept verður á móti fyrsta
flokks úrvalsliðum — en þá
verður ekki kept á móti lands-
hlut^ (Gau) liðum eins og gert
var 1935.
Farið verður víða um og
mönnum gefinn kostur á að sjá
margt merkilegt t. d. verksmiðj-
ur, iðjuver, námur o. fl. o. fl.
Knattspyrnumennirnir verða
gestir þýska knattspyrnusann-
bandsins á meðan þeir dvelja
í Þýskalandi eða þangað til 8.
september að þeir fara heim-
leiðis með Dettifossi frá Ham-
borg.
★
Dr. Erbach í Krefeld hefir
manna mest átt þátt í að úr för
þessari getur orðið. — Hefir
hann tvívegis komið til Islands
sem fararstjóri þýskra knátt-
spyrnumanna 1935 og 1938.
Mun hann hafa yfirumsjón með
þessari heimsókn enda er hann
yfirmaður knattspyrnufj elaga í
Vestur-Þýskalandi.
★
Nefnd manna skipuð úr Val
og Víking sjer um undirbúning
fararinnar en í henni eru: Ól-
xfur Sigurðsson, Jóhannes Berg-
steinsson úr Val og Friðrik Sig-
urbjörnsson og Brandur Brynj-
ólfsson úr Víking og Gísli Sig-
urbjörnsson.
f Mýyatns-, Dettifoss- og Ás-
byrgisför Ferðafjelags íslands á
laxxgardagsmorgxxn eru nokkur sæti
laus. Upplýsingar í dag á skrif-
stofu Kr. Ó. Skagfjöi’ðs.
Sjómánnasýningin stendur enn
yfir og hafa nxx sjeð hana nálægt
9 þús. manns. En nxx fara að vei’ða
síðustxx forvöð að sjá þessa merki-
legu sýningu.