Morgunblaðið - 14.07.1939, Blaðsíða 2
2
M 0 R,G UNBJjAÐI Ð
Föstudagur 14. júlí 1939.
Gengur nii
saman
í Moskva?
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
keyti til „The Times“
' frá Moskva hermir:
Horfur eru á að innan
skamms muni ganga sam-
an í samningum Breta
Frakka og Rússa um þrí-
veldabandalag.
í hvert skifti sem samn-
inganefndimar hafa ræðst
við hefir tilhögun og fyrir-
komulag bandalagsins
skírst.
Ágreiningsatriðin eru
stöðugt að verða færri.
Næsta samningsáhlaup
Breta og Frakka getur e. t.
v. ráðið úrslitum.
Næstu dagar
I Reuterskeyti segir, að
breska st jómin hafi sent ný
fyrirmæli til sendiherra
síns í Moskva, Sir William
Seeds. I London, er þess
vænst, að Molotoff muni á
morgun eða næstu daga
i boða sendiherra Frakk-
lands og Bretlands í
Moskva á fund sinn.
Þjóðverjar reyna
að >vera á undan
Frjettaritari franska
blaðsins ,,Figaro“ í Berlín
símar blaði sínu, að Þýska-
land muni innan skamms
senda verslunarmálanefnd
til Moskva.
Mun nefnd þessi bjóða
Rússum upp á 75 miljóna
sterlingspunda viðskiptalán
til tveggja ára.
Danzig
London í gær F.Ú.
Frá Danzig berast fregnir um
það, að smygl á vopnum
og hergögnum frá Þýskalandi
til fríríkisins færist í aukana á
ný.
i Albert Förster, leiðtogi naz-
ista í Danzig, er nú kominn í
heimsókn til Þýskalands.
ts / * * *
Lúðrasveitin kemur
!W •
annað kvöld
Lúðrasveit Reykjavíkur er nú
komin til Akureyrar á hring-
ferðalagi sínu um lanclið. I gær
spilaði hún á Kristneshæli fyrir
sjúklingána.
í gærkvöldi ljek Lúðrasveitin á
Akureyri og í dag verður hún á
Sauðárkróki og Blönduósi.
Lúðrasveitin kemur • heim með
Fagranesinu annað kvöld.
Bretar undirbúa langflug til Póllands og Italíu
Hlutleysi Dana rofið ef
farið verður yfir Danmörku
Þjóðverjar segjast
eiga öflugasta
flugflotann
Frá frjettaritara vorum.
~~ ' Khöfn í gær.
ÞAÐ er búist við að Danir kunnl að komast í
örðuga stórpólitíska aðstöðu ef ' Bretar láta
verða af þeirri fyrirætlan sinni, að senda
sprengjuflugvjelar í hópflug til Póllapds.
Þetta flug er tæplega hugsanlegt nema að flógið sje
yfir Danmörku. Þýsk blöð segja að með því myndu Bret-
ar gerast brotlegir við yfirlýst hlutleysi Dana, því að þau
gera ekki ráð fyrir að Danir léyfi flug yfir land þeirra-
Hið fyrirhugaða flug til Póllands hefir vakið mikla athygli
og gremju í Þýskalandi. Þýsk blöð segja, að tilætlun Breta með ^
þessu flugi sje að hræða Þjóðverja.
En þetta er þýðingarlaust, segja þau. Þjóðverjar vita, að
þeir eiga öflugasta flugflota í heimi. Yfirleitt gefa þýsk blöð' i
skyn, að Póllandsflugið kunni að leiða til margvíslegra vand-
ræða. v 1
ÞRIGGJA ÞIJS. KÍLÓMETRA FLUG
En það er nú að koma í ljós, að flugHbresku sprengjuflug-
vjelanna um Frakkland í fyrradag vár aðéins upphafið að rnarg-
falt stórfeldari flugæfingum. Meðal annars er verið að undirbúa
að 200 sprengjuflugvjelar búnar öllum vopnum, eins og í hern-
aði væri, fljúgi reynslu- eða „sýningar“-flug til landamseiiá
Frakklands og ítalíu og til Italíustranda. I flugflota þessum
verður 1000 manná áhöfn, þar af 300 flugstjórar.
Er gert ráð fyrir, að flugvjelarnar fárí báðar lefðir án þess
að nema staðar. Er það þriggja þúsund kílómetra flug.
Síðar er gert ráð fyrir æf-
ingaflugum í Frakklandi, til
þess að breskir flugmenn geti
kynst frönskum flugvöllum.
ÞJÓDVERJAR HRIFNIR.
London í gær F.Ú.
Grein um styrk breska loft-
flotans birtist nýlega í þýska
tímaritinu „Adler“, og ber
greinin vitni um það, að Þjóð-
verjar hafa mjög mikið álit á
hinum bresku hernaðarflugvjel-
um. Þar er sagt, að Bretar eigl
nú 2000 fyrsta flokks hernaðar*-
flugvjelar, sem sjeu reglulega
góðar.
1 greininni er rætt um nauð-
syn Breta á því, að koma heild-
arskipulagi á loftvarnir sínah,
þar sem mörg löndin innan
breska hein^eldisins hafi mjög
fáment varnarlið og sjeu al-
gerlega upp á England komin
um landvarnir.
Breski flotinn
líka við
búinn
London í gær. FU.
Mr. Chamberlain tilkynti í dag
að 12.000 varaliðsmenn
breska flotans, þar á meðal upp-
gjafaflotaforingjar, verði kallaðir
til að taka þátt í sameiginlegum
heræfingum flota og flughers, sem
fram eiga, að fara í ágúst og
september. Þessi varafloti mun
nema 50 skipum
Yaraliðsmenn þessir verða að
mæta hver á síuum aðalstöðvum
þann 31. júlí,, og y^rður Jiverjum
og einum -gepd sjerstöik -skipun
um. að koma tib þjónustu.
Mr. Chajnbeylain tilkynti sam-
tímis, að konungur myndi skoðá
flotann 9. ágúst, og myndi í flot
frá stærstu onystuskjpum.
■ An
TF-SUX fór í póstflug til Horna
fjarðar í gærmorgun og kom hing- , - „ , *
a5 aftur kl. «*. JM flugvjelinni jí“m'
fór austur farþcgi, Jón ívarsson “f « #«■» alt
alþingismaður, og í suðurleið tók
flugvjelin farþega frá Hornafirði
til Fagurhólsmýrar og frá Fagur-'
hólsmýri að Hellum í Rangárvalla-
sýslu, var það maðnr á úíræðis-
aldri. Er þetta í annað sinn,- sem
gamli maðurinn notar' flugvjel til
ferðalags og viíi haíin hélfit ékki
ferðast öðruvísi. FlugmaðUr var
Björn Eiríksson. Björn flaug síð-
an, nokkur hringflug yfir bæiiín í
gærkvöldi með farþega.
■ií f vjrrgroi ? y-
Ársskýrsla Rauða Kross fslands
1939’ er komin út. í skýrslunni er
gerð grein fyrir störfum fjelags-
ins á s.l. ári. þar er m. a. sagt
frá því að á árinu fluttu sjúkra-
bílar R. í. alls 1284 sjúklinga,
þar áf 10 ’ slasaða menn. Flestir
vóru flutningarnir innanhæjar, eða
aíls 1186.
Grandi á götu í London.
„Grandi greifi
þekkir
England“
L°úóon í gær. FÚ.
Lurdúnablaðið „Times“ ræðir í
dag um skipun Grandis
greifa í dómsmálaráðlierraembætt-
ið á ftalíu og segir, að þess sje
væiqst, að brottför hans frá Lond-
on og embættistaka hans heima á
Ítalíu muni ekki að öllu leyti
þýða skaða fyrir England.
Blaðið minnist á þá aðferð, sem
notuð sje í sumum löndum, að
varna þjóðinni að vita hið sanna
um aðrar þjóðir, og heldur á-
fram :
„Grandi þekkir oss að minsta
kosti. Hann veit, að við notum
ekki helgar vorar til þess að æða
I fram og aftur og í hring, rífa
hár vort og klæðí eða fremja aðr-
ar slíkar móðursýkisathafnir, eins
og sagt er, að framdar sjeu í sum-
um löndum". *
„Hann mun skilja hina stilli-
legu ákvörðun bresku þjóðarinnar
um það, að koma sjer upp stefk-
um her, hversu ógjarnan sem hún
annars tekst það verk á hendur“.
Engin tilkynning.
Það var tilkynt í Rómaborg í
gærkvoldi, að eitt af fýrstu verk-
um Grandi greifa, sem dómsinála-
ráðherra Italíu, yrði að stjórna
bróttflutningi allra útlendra
manna frá Súður-Tyrol.
Grandi, sein áður hefir verið
sendiherra í London, fór þaðan
fyrir hálfum mánuði í sumarleyfi,
Ög hefir breska stjórnin ekki enn-
þá fengið aðra vitneskju um það,
að hann væri látinn af sendiherra-
störfum sínum í London, en blaða-
fregnir.
Horfur versna
I Austur-Asfu
Londön í gær F.LT
Horfur í Austur-Asíu hafa
skyndilega versnað við
það, að japanska stjórnin hefir
fallist á öfgakröfur japönsku
herforingjanna. Felst stjórnin
í dag í heild sinni á stefnu þá,
cem hermálaráðuneytið og utan-
ríkismálaráðuneytið höfðu tek-
ið í samningunum við Breta.
Þetta er að. skilja á þá leið,
að Japatiar muni krefjast þess
af Bretum, að þeir hætti að
styðja stjórn Chang Kai Sheks
og sýni einlægni sína með því
að vinna með Japönum*, bæði
á stjórnmálalegum og fjárhags-
iegum sviðum, jafnframt því
sem þeir taki ábyrgð á, að ekk-
ert það gerist innan breska for-
rj ettindasvæðisins í Tientsin,
sem Japönum geti verið fjand-
samlegt.
„GEFUM BRETUM
Á HANN“.
Miklar hópgöngur og.fundir
fóru fram í Japan í dag, og
einkum í Tokio, til þess að láta
í ljósi fjandskap við Englend-
inga. Báru kröfugöngumenn
spjöld, er á voru rituð ýms víg-
orð á þessa leið: „Gefðu Eng-
landi á hann“, „Niður með
Bretland; erkif jandann, sem
stendur á bak við Chang Kai
Shek“.
B.v. Karlsefni kom af veíðúm í
gær með 1850 körfur. Skipið fór
í gær álðiðis til Englands með
aflann.
Bindindismála-
fundur í Gaul-
verjabæ
Asunnudaginn kemur fer
fram minningarguðsþjón-
usta í Gaulverjabæjarkirkju í
tilefni af 100 ára afmæli síra
Páls Sigurðssonar. Prjedikar
þar herra biskupinn Sigurgeir
Sigurðsson.
Á eftir gengst stúkan Fram-
tíðin í Reykjavík fyrir bindind-
ismálafundi þar á staðnum í
sambandi við stúkuna Samtíð-
in og talar biskup þar líka. Er
þar öllum heimill aðgangur,
hvort sem þeir eru í Reglunni
eða eigi. Söngkór Templara í
Reykjavík skemtir með söng, og
ýmsir ræðumenn verða þar.
Þess er vænst, að fjelagar úr
stúkunum í Árnessýslu fjöl-
menni á fundinn, og eflaust
verður þar margt annara gesta.
Reykvíkingar, sem fara á
fundinn, leggja á stað frá Góð-
templarahúsinu kl. 11, en far-
miðar eru afhentir þar í dag
kl. 3—9 síðd.