Morgunblaðið - 26.07.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUIsí BLAÐIÐ Miðvikudagur 26. júlí 1939. i— Samningarnir — i Tokio; ÞjóOverjar tala um veik- leika Breta Frd frjettaribara vorum. Khöfn í gær. T þýskum og ítölskum blöðum *- er samkomulag Breta og Japana túlkað á þá leið að það sýni veikleika Breta og því hald ið fram, að það hafi leitt í ljós hve lítið mark sje takandi á „áróðurs-gorgeir Breta um her-< veldi sitt* eins og blöðin orða l>að. Sum blöðin segja, að þetta samkomuyiag marki endalok bresks áhrifavalds í Austur- Asíu — og í heiminum yf irleitt. 1 frönskum blöðum er sam- komulagið aftur á móti talið bera vott um gætni Breta. Þau láta í ljós ánægju yfir því að útlit sje nú fyrir að deilur Breta og Japana verði leystar i kyrþey. ÁLITSHNEKKI. Blöðin í Bandaríkjunum dyljast þess ekki, að samkomu- lagið muni hafa í för með sjer stjórnmálalegan álitshnekki Breta í Austur-Asíu, en segja að Bretar hafi látið undan Jap-) önum, vegna þess að þeir vilji beina öllum kröftum sínum að Jausn vandamálanna í Evrópu. 'Chiang- Kai Shek ljet í dag í Ijós nokkrar áhyggjur um það, hver veröa mýndi niðurstaðan af viðræðunum í Japan. Hann kvaðst þó vera sannfærður um, að ekki yrði gert neitt samkomu- lag varðandi Austur-Asíu svipað því, sem gert var í Miinchen í fyrra, og myndu Bretar hvergi hvika frá ním veldasáttmálanum um Kína. HAFNBANN Á HONG-KONG? I Japan líta blöðin á samkomulagið sem mikinn sigur fyrir Japana. Jap- önsku blöðin gera ráð fyrir að Bretar muni í samningunum sem nú standa yfir um sjálfa Tientsindeiluna sýna á- framhaldandi tilhliðrunarsemi. En jafnframt því, sem blöðin fagna sigri, kemur í ljós í þeim nokkur kvíði við það, hvemig her- foringjamir í Japan túlka sam- komulagið. Blöðin segja, að herforingjamir kunni e. t. v. að leggja þann skilning í það, að Jaipönum sje nú heimilt að. setja hafnbann á allar hafnir í Kína. í „The Times“ kemur fram sami kvíði, því að blaðið virðist óttast áð Japanar reyni að setja hafnbann á Hong-Kong. ÁRÁSIR Á BRETA London í gær. FÚ. I engu verður þess vart, að Japanar hafi gert ráðstafanir til þess að draga úr áróðrinum gegn Bretum í Kína. í dag var 30 breskum verslunarfyr- irtækjum í höfuðborg Shantungfylkis fyfirskipað að hverfa þaðan á brott. Var þeim veittur hálfs mánaðar frest- ur til þess að flytja burtu. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Sjö sundkonur í kapp- sundi frá Danmörku til Þýskalands, 50 km. leið Frd frjettaritara vorum. Khöfn í gær. SJÖ SUNDKONUR LÖGÐU í GÆR AF STAÐ í KAPP- SUND FRÁ DANMÖRKU TIL ÞÝSKALANDS — FRÁ GEDSER TIL WARNEMuNDE. Á MEÐAL ÞÁTTTAK- ENDANNA VORU SUNDKONURNAR JENNY KAMMERS- GAARD OG SALLY BAUER, SEM BÁÐAR ERU NAFN- FRÆGAR í DANMÖRKU OG VÍÐAR FYRIR SUNDAF- REK SÍN. Sundkonurnar lögðu af stað frá Gedser kl. 11 í gærkvöldi. Fjórum kulkkustundum síðar gafst sú fyrsta upp, kl. þrjú í nótt. Síðan gafst hver af annari upp og kl. 2 í dag var sú fimta flutt í land hálf-meðvitundarlaus. Þá eru aðeins eftir tvær. 2 KM. Á KLUKKUSTUND Þessar tvær eru Jenny Kammersgaard og Sally. — Sally er langt á undan keppinaut sínum. Hún hefir synt að meðaltali tvo kílómetra á klukkustund, en Jenny ekki nem,a einn. Þetta er í annað skifti sem Jenny syndir þessa leið. í lok júlí í fyrra var hún 46 klst. í sjónum áður en hún kom að landi í Wame- míinde. Báðar eru Jenny og Sally um tvítugt. Sally hefir oft getið sjer frægðarorð fyrir þolsund, þótt ekki hafi hún drýgt jafn- mikla dáð og Jenny — fyr en þá nú. GEDSER Fundurinn á Arnarhól í gærkvöldi I. fl, kepnin: ísfirðingar „Fram“ jafntefli -(1:1) Rosroch Sundleiðin Jenny Kammersgaard (Myndin tekin eftir Gedser-Wrne- múnde sundið í fyrra. 240 hernaðar- flugvj elar sýna styrkleik Breta Frd frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Alþýðuflokkurinn hafði útifund á Amarhóli í gærkvöldi og töluðu þar m. a. fulltrúar frá alþýðuflokkum Danmerkur, Nor- egs og Svíþjóðar, Mikill mannfjöldi var þarna samankominn, enda var veðrið dásamlegt. Ekki er fyllilega ljóst, hvað það er sem vakir fyrir Alþýðuflokkn- um, að vera að fá erlenda menn til að tala hjer á opinberum flokks fundi. Yfirleitt fellur það ekki í geð fslendinga, að erlendir stjórn- málamenn sjeu að blanda sjer í íslensk stjórnmál, Norðurlöndin hafa mörg sameiginleg áhuga- og hagsmunamál,^ sem rædd eru án flokksaðstöðu og það hefir verið venja, að láta hin innri stjórn- mál landanna afskiftalaus. Þann- ig á það líka að vera. Sá sem þetta ritar heyrði ekki ræður hinna erl. stjórnmálamanna á Arnarhóli í gær. En í lokaræð- unni, sem Ilaraldur, Guðmundsson flutti, sagði hann, að einn hinna erl. stjórnmálamanna hefði sagt, að náið samband yrði að vera milli verklýðssamtakanna og hinnar pólitísku flokksstarfsemi alþýðuflokkanna. Lagði Haraldur talsverða áherslu á þetta og vildi sýnilega með því undirstrika, að þar með væri fallinn úrskurður í deilunni, sem hjer hefir staðið og stendur enn um þessi mál. En Haraldur má vita það, að íslend- ingar munu ekki nú, fremur en áður leggja úrskurð sinna deilu mála í hendur erlendra manna. Magnús Gíslason alþm. er nú fluttur hingað til bæjarins og tekinn við skrífstofustjóraembætt- inu í fjármálaráðuneytinu. Hann býr á Bergstaðastræti 65. Landsmót I. fl. hóst í gær- kvöldi og keptu Fram og ísfirðingar, sem eru einu utan- bæjármennirnir er taka þátt í mótinu. Áhorfendur munu hafa verið um 2000. Veður var hið besta. Sól og hiti mun þó nokkuð hafa háð keppendum. Úrslitin (1:1) svará ekki til leiksins, því ísfirðingarnir áttu meira’ í leiknum, sjerstaklegá í fyrri hálfleik. Framurum virðist ekki hafa far- ið mikið fram sfðan í vor, en mörg ágæt knattspyrnumahnsefni eru í liði þeirra. Isfirðingarnir eru snöggir og eldfljótir, en þá vantar illa knatt- armeðferð og þeir þurfa að æfa sig í að „dribla". Yið og við sást góð samleiks viðleitni, en er upp að markinu kom, gátu þeir ekk- ert, mistókst hvert einasta tæki- færi, sém þeir, fengu á markið. Það má búast við að þeir verði hinum fjelögunum skeinuhættir þegar þeir fara að venjast vell- inum. Markmaðnr þeirra virðist vera góður og einnig hægri bak- vörður. Vívax. SKÁKMÓTIÐ í OSIÓ Khöfn í gær F.Ú. Askákmótinu í Osló urðu sigurvegarar í landsflokki þeir Stahlberg og Lundin frá Svíþjóð, og hafði hvor um, sig 8 vinninga. .Næstur varð Kaila frá Finnlandi með 6 vinninga.. I meistaraflokki, A-deild, sigraði Vestoel frá Noregi með 71/2 vinning. í B-deild meistara- flokks varð Mathiesen frá Nor- egi sigurvegari með 8 vinninga. Hartvig Nielsen frá Danmörku hafði 6 vinninga. breskar flugvjelar fóru í dag í hópflug til Frakklands og heim aftur án lend- ingar, í tilefni af að 30 ár eru liðin frá því að Bleriot, franski flugmaðurinn, flaug fyrstur manna yfir Ermasund. Þetta er stærsta og mikilvægasta hópflug breskra flugvjela, miklu stórfeldara en hópflugin sem farin voru fyrir nokkrum vikum. Flogið var í mörgum deildum, og lögðu fyrstu tvær deild-< irnar, samtals 110 stórar og þungar sprengjuflugvjelar af stað snemma í morgun. Aðrar flugvjeladeildir, sem Ijettari voru, lögðu nokkru síðar af stað. Samtalið við Christmas Möller samtali sínu við „Berlingske Á Tidende" og „National- tidende", sem- Morgunblaðið skýrði frá í gær, sagði Christ- mas Möller m. a. að Island væri undursamlegt land. Hann kvað Island eiga við mikla viðskiptalega örðugleika að etja, og þó hafi íslendingar unnið þrekvirki, meðal annars að því er snertir lagningu vega og hafnabóta, á sviði fiski- veiða og landbúnaðar. Hann sagði, að íslendingar væru óefað konunghollir menn. Hann kvaðst vona, að finna mætti eitthvert form, sem komið gæti í veg fyrir það, að tvær náskyldar þjóðir skildu al- gerlega að skiptum. (Skv. F.Ú.) Ókeypis kvikmyndasýning um svifflug verður lialdin í kvik- myndasal Austurbæjarbarnaskól- ans í kvöld ld. 8. Ollum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. HÁTÍÐAHÖLD I LONDON London í gær F.Ú. Fóru þær vegalengdir, sem námu frá 1200 og upp í rúm- lega 2500 kílómetra. Flogið var meðal annars til nokkurra helstu borga <>Frakklands, svo sem Parísarborgar, Bordeaux og Lyon. Franski flugmálaráðherrann flaug í dag til Lundúnaborgar, til þess að ræða við Sir Kingsley Wood, flugmálaráðherra Breta, og jafnframt til þess að taka þátt í hátíðahöldum, sem þar fara fram til minningar um flug Bleriots yfir Ermarsund. Kafbátar ÞjóOvarja að æfingum 1 Eystrasalti London í gær F.Ú. að hefir komið í ljós í dag, að lausafregnir um æf- ingar þýskra kafbáta í Eystra- salti hafa við rök að styðjast. Von Raeder aðmíráll var við- staddur slíkar æfingar í dag og sá fimm flotadeildir kafbáta kafa í einu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.