Alþýðublaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 4
 Þriðjudaginn 17, júní 1953 t/E TT VAAf6tíR 9A6SWS Meiða o& Péturu í Stiörmihío ÁGÆTIR GESTIR eru nú í /Keykjavík. Þeir verða hjá okknr á l>jóðhátíðardaginn. Ég veit að /jþeim þykir jþað gott. Þeim þylsir forvitnilegt að búa með okkur og kynnast ckkur á þjóðlegasta íiegi íslendinga. — Þessir gestir eru nær fimmtíu norrænir blaða imenn og meðal þeirra sumir fremstu blaðamenn frændþjóð- anna, forustumenn í stjórnmál- um og félagsmálum. Hinir gest- irnir eru norskir söngvarai-, sem ætla að syngja á ArnarhóJi á- vamt íslenzkum söngvurum í feyöld. í»ESSIR GESTIR settu syip á borgina I gær. Fánar Norður- tandaþjóðanna blöktu í golunni við Garð, þar sem gestirnir búa meðan þeir dvelja hér. Aldrei íyrr, nema ef vera skyidi 1930, Jiafa eins margir erlendir blaða- 'rr.enn dvalið meðal okkar. Við vonum að þeim líki dvöliií vel. 'Eitt sinn sagði danskur stjórn- ’málamaður við mig: „Mig lang- a.r að koma til íslands. En mér er 'sagt, að hver sá Dani, sem til Is- lands fer, og hversu ákveðiinl aem hann er á móti ykkur til ■dæmis í handritamálinu, þá verði hann jafn ákveðinn með ykkur eftir að hafa kynnzt ykk- ,ut heima fyrir.“ GóSir gestir í Reykjavík. Um fimmtíu erlendir blaðamenn. Norskir söngvarar syngja á Arnarhóli í kvöld. Gleðilega hátíð. ÉG HAFÐI HEYRT þetta áð- ur og ég hef heyrt þetta síðan. En ekki er þetta algild regla. Westergaard Nielsen hefur brot- ið regluna, því að þrátt fyrir það að hann hafi dvalið hér lengi og oftar en einu sinni, varð hann fyrst ákveðinn and- stæðingur okkar eftir að hann var kominn heim. En hvað sem því líður, þá mun töluvert vera til í því, að við erum góðir heim að sækja, og við vinnum við nán NAUÐUNGARUPPBOD, sem auglýst var í 31... 32. og 33, tbl, Lögbirtinga- blaðsins 1958 á liúseigninni Urðarbraut 1. hér í bænum, þinglesin eign Ásgeirs Benediktssonar, fer fram eftir kröfu Guðlaugs Einarssonar hdb á eigninni sjálfri föstudaginn 20. júní 1958, kl. j 3 sdðdegis. Húsið er einbýlishús með 3ja herbergja íbúð. j BORGARFÓGETINN í REYKJAVÍK. ari kynningu, þó að við kunnUm kannski að vera nokkuð lirjúíir við fyrstu kynni. ÞAÐ ER MIKILS VIRÐI að fá hingað norrænu blaðamennma. Þeir eru túlkendur orðsins fyrir fjöldanum. Öll þekkjum við það hversu gott er að þekkja ein- hvern blaðamann við blað, ekki sízt erlendis. Þeir geta tengt saman þegar kynni eru armars af skornum skammti. Fyrir nokkrum árum kom hingað danskur blaðamaður og dvaldi hér um mánaðar tíma. Síðan má segja, að hann hafi verið óþreyt andi að skrifa um ísland og ís- lenzk málefni, ekki aðeins í dönsk blöð, heldur og í blöð víða um heim. Þetta er aðeins eitt dæmið, sem ég þekki, af mörgum. BLAÐAMANNAFÉLAG ÍS- LANDS hefur unnið þrekvirki með því áð skipuleggja þingliald blaðamannanna hér. En það hef ur líka notið aðstoðar margra aðila, sem hafa með höndum kynningu á landinu og ýmissa framleiðslufyrirtækja. Þanníg er þetta lí-ka erléndis þegar urn blaðamannamót er að ræða. — Eftir þinghaldið hér munu blaða mennirnir- ferðast um Borgar- fjörð og skoða merka staði og fyrirtæki á leiðinni. GLEÐILEGA IIÁTÍÐ. Minn- umst þess, að það veltur á okk- ur sjáifum hvort hún verðLír þjóðinni til sóma. Hátíðahöldin hafa alltaf farið vel fram. Við skulum vona að svo verði enn. Þennan dag sameinumst við í einni fylkingu. Stundurr, heíur sú tilfinning dvínað þegar frá líður, en nú ættum við að láta hana marka spor okkar í íram- tíðinni. Hannes á horninu. Guðrún Hinriksdóttir, _______________________Hallsíeinn Hinriksson. Eiginmaður minn KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, skipsíjóri andaðist 16. júní. Guðrún Hafliðadóttir. Stjörnubíó hóf í gær sýningar á þýzku litmyndinni „Heiða og Pétur“. Myndin er framhald af kvikmyndinnj „Heiða“, byggð á sögu Jóhönnu Spyri. Efni myndarinnar skal ekki rakið hér, en þess aðeins getið, að þeir, sem sáu „Heiðu“ hafa beðið í o£ væni eftir framhaldinu.. Á myndinni hér að ofan sjást þau Pétur og Heiða, svo og geitin. Útför móður okkar, GUNNÞÓRUNNAR GÍSLADÓTTUR, sem andaðist 12. b. m. fer fram frá Fossvogskapellu miðviku- dag’nn 18. þessa mánaðar klukkan 1,30.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.