Morgunblaðið - 24.08.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1939, Blaðsíða 4
4 M 0 R G UNBLAÐIÐ Fimtudagur 24. ágúst 1939. 0 0 Ý <> 0 0 0 0 0 Ý vmn Laugaveg 1. Sími 3555. Útbú Fjölnisveg 2. Sími 2555. Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—6. 0[ H F D D S5 KOL'SALT KOLASALAN S.f. Ingólfshvoli, 2. hæð. Símar 4514 og 1845. vSallfusK fer á föstudagskvöld 25. ágúst til Breiðafjarðar og Vestfjarða. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. Kerrupokar frá Magna Þrjár gerðir fyrirliggjandi. Einnig hlífðardúkar. Minning Guðrúnar Bjarnadóttur ¥ DAG kveðja Reykvíkingar -*• eina af ágætustu konum þessa bæjar, frú Guðrúnu Bjarnadóttur. Frú Guðrún var fædd 1867 að Bakkakoti á Seltjarnarnesi, dótt- ir merkishjónanna Bjarna Kol- beinssonar og Margrjetar Illnga- dóttur. Ólst hún þar npp til ferm- ingaraldurs við heilbrigð en hörð kjör að þeirrar tíðar sið, en flutt- ist þá til Reykjavíkur, þar sem hún dvaldi æ síðan. Ung kyntist hún eftirlifandi manni sínum, Þorsteini Jónssyni járnsmið og giftist honum í maí 1890. Þótt veraldarauður væri enginn, litu ungu elskendurnir björtum augum á lífið og fram- tíðina, því trúin á möguleikana og traustið hvort til annars átti sjer engin takmörk, enda bygðu þau brátt upp það fyrirmyndar- heimili, sem Vesturgata 33 hefir verið rpmuð fyrir í nær hálfa öld. Þar var ekki einasta börnum og vinum búið athvarf, heldur einn- ig hinum stóra námssveinaíióp Þorsteins um mörg ár, sem hún reyndist svo, að margir mintust þeirra daga sem þeirra bestu af æfi sinni. Heimilið var jafnan mannmargt og umsvifamikið, en þv; var ávalt stjórnað með hagsýui og traustri hendi húsfreyjunnar, fór þar alt saman, sterkur vilji, umhyggja, ást og samheldni, enda þótti hverj um tnanni þar gott að vera. Og því furðulegra var þetta, er það er vitað, að um langt skeið átti hún við langvarandi heilsuleysi að stríða í sambandi við barneign- irnar, og það svo, að oft varð eigi á milli greint, hvort sigra myndi líf eða hel. En þrek hennar og ró bar hana að síðustu heila frá þeim hildarleik. Frú Guðrún var óvenjulega heilsteypt kona. Allir kvenkostir voru þar svo samtvinnaðir, að það var erfitt að segja, að nokkur einn gæfi hennj þá tign, sem yfir henni hvíldi. Húa var fríð sýnuin og svo tíguleg, að eftir henni var tekið, svipurinn hreinn og augun leiftrandi. Hún var hreinlynd með afbrigðum, en jafnframt blíðlynd og viðkvæm, og þó svo sterk. Fórnfýsi átti hún í svo ríkum mæli, að henni var það beinlínis ])örf að hlúa að öðrum, fórna þeim aðstoð sinni, vernda þá og styrkja; kom þe-tta ekki einasta fram við maka og börn, heldur við hvern sem var, yngri og eldri, sem hún hafði kynni af og þurfandi voru fyrir styrk hennar, og þeir voru mavgir á jífsleiðinni. Flest þessi verk vildi fiún vinna í kyr- þey, en hún gat ekki leynt þeim fyrir ]ieim, er pektu hana best, því að gleðiljóminn í augum henn ar kom ávalt upp um hana, er hún hafði lokið slíku verki, slíka sælu fann hún í því að fórna, enda sá jeg hana aldrei jafn glaða og tígu lega eins og að afloknu slíku starfi. Þau hjónin eignuðust 7 mann- vænleg börn, er öll hafa lagt meira til þjóðþrifamála en alment gerist. Mistu þau í des. s.l. einn son sinn, Bjarna, þar sem hann stóð í miðju athafnalífi æfi sinn- ar. Hún, sem hafði stáðið af sjer Guðrún Bjarnadóttir. öll hretviðri lífsins eins og sterk eik og ekki bognað, hún sem hafði veitt svo mörgum öðrum styrk og skjóJ, gat nii ekki staðist þenna storm. Þrekið var að þverra, þessi sterki stofn gat ekki bognað, en hann brotnaði undan ofurþunga sorgarinnar, og hún bar þess aldrei bætur. Svo heilsteypt var hún, einnig í sorg-inni. Nú hefir hún endað skeið sitt og lokið löngu og góðu starfi. í dag er hún kvödd af vinum og vandamönnum, og best af börnum og maka, sem þakka alla þá hamingju, er hún bjó þeim, þakka alt liennar óeigin- gjarna starf, alla ást hennar, gleði og umhyggju. í dag stígur margt andvarp til hæða frá brjóstum, sem hún hafði yljað og snortið, því nú er Yest- urbærinn einni nierkiskonunni fá- tækari. Megi þjóð vor eignast marga þína líka. Gísli Jónsson. Barði ætlar að skrifa nýa Landnámu T Berl. Tidende hinn 12. ágá *■ segir að Barði Guðmunds- son hafi ekki setið fundi nor- rænu sagnfræðinganna undan- farna daga, og daginn áður til- kynt að hann kæmi ekki framar á fundina. Þá var veisla í Haandværkerforeningen og átti hann að tala þar fyrir hönd Is- lendinga, en í hans stað talaðU Halldór Hermannsson. Þetta tiltæki Barða mæltist svo fyrir, að hann væri óánægð- ur með þær undirtektir, sem er- indi hans um landnám Svía og Dana á Islandi hefði fengið. Blaðið spurði hann því að, hvort það væri satt, en hann kvað á- stæðuna til fjarveru sinnar vera þá, að hann væri lasinn, og hefði verið það að undanförnu. Blaðið mintist á það, að hann væri kosinn í þá nefnd, sem á að ur.dirbúa næsta sagnfræðinga- fund í Osló, og spurði hvort hann ætlaði ekki að taka það að sjer, og kvað Barði það vel hugsanlegt. Að lokum skýrði hann blað- inu frá því, að hann ætlaði að halda áfram með þetta þrætu- efni og skrifa sjerstaka bók um það' á dönsku. Minning Hlnriks Theodórs Hinrik E. Theodórs hankahók- ari frá ísafirði verður jarð- sunginn hjer í Reykjavík í dag. Banalegan var ekki löng, því að fyrir liðugum þrem vikum eða til 30. fyri'a mánaðar vann hann með alúð og samviskusemi störf sín við útibú Landsbankans á ísa- firði. Sumarfrí hans átti að byrja um mánaðamótin, þá ætlaði hann til Norðurlandsins til þess að heimsækja vini og skyldfólk, en kendi þá veikinnar, sem leiddi hann til bana, en það var heila- sjúkdómur. Var því haldið til Reykjavíkur þegar fríið átti að byrja. Lagðist hann inn á Lands- spítalann þann 1. þessa mánaðar og var liðinn þann 17. mánaðarins. Um 7 ára skeið kyntist jeg Hin- rik mjög vel sem starfsmanni við Landsbankaútibúið á ísafirði. Er mjer nú ánægjulegt að minnast þess, að engan minsta skugga ber á endurminningu mína um hann sem starfsmann við þá stofnun. Hinrik var einn þeirra ágætn manna, sepi ekki eingöngu vinna prýðilega öll þau störf, er hein- línis fylgja starfi hans, heldur einnig ^jerhvert það verk, er þeir telja til hagsbóta þeirri stofnun, sem þeir eru starfsmenn hjá. Starf hans var honum engin „akta- skrift“, því að auk þess sem það ætíð var prýðilega af hendi leyst, þá hvarf hann aldrei svo frá dags verki sínu í útibúinu, að hann ekki vildi leysa af hendi og oft og einatt leysti af hendi það verk, er hann taldi rjettara, að þegar væri unnið. Hann var ætíð reiðu- búinn að hlaupa í störf samstarfs- mánna sinna, ef honum annars var það mögulegt og þess af einhverj- Um ástæðum var þörf, en honum var sjálfsmeðvitundin um vel unn- ið dagsverk lífsnauðsyn, jafnvel meiri nauðsyn en fæði og svefn. Heita mátti, að alt væri látið víkja fyrir starfinu. Hann vantaði hók- staflega aldrei á sinn stað. Hann vildi heldur vinna sárlasinn, en vera heima, meðan starfstími var. Þessar eru endurminningar mínar um Hinrik sem starfsmann við útibúið, en þá væri vel, að sem flest störf væru nnnin í okkar þjóðfjelagi með slíkri alúð. Hinrik var greindur maður og drengur góður. Fylgdist hann vel með í opinberum þjóðmálum og myndaði sjer þar ákveðnar skoð- anir. Hann var fæddur á Borðeyri þ. 8. ágúst 1889 og stóð því rjett á fimtugu, er hann lá nú banaleg- una. Foreldrar hans voru: versl- unarstjóri Friðrik Theodór Ólafs- son dómkirkjuprests Pálssonar og Arndís Guðmundsdóttir, prests Vigfússonar. Á Borðeyri ólst Hin- rik upp og var þar alla tíð til árs- ins 1930, nema meðan hann stund aði nám við VeL'slunarskólann í Reykjavík. Vann hann fyrst við Riisverslun á Borðeyri frá ferm- ingaraldri til 1920, en þá dó eig- andi þeirrar verslunar, Richard Riis. Þessi verslun var þá seld og var Hinrilc með í kaupum á henni og varð verslunarstjóri við hana til ársins 1930, að hann fór til ísafjarðar og varð starfsmaður við Landsbankaútibúið. Hinrik Theodórs. Þanu 21. maí 1919 kvæntist Hinrik eftirlifaridi konu sinni, Ásn Guðmundsdóttur, Pálssonar beykis á ísafirði. Hefir heimili þeirra lijóna ávalt verið rómað fyrir gestrisni og myndarbrag. Einn son eiga þau hjón uppkom- inn, Richard, sein nú vinnur hjá tollstjóranum í Reykjavík, og eina fósturdóttur, Þórunni Björnsdótt- ur, sem enn er til heimilis hjá fósturmóður sinni á ísafirði. Það er að vonnm sár söknuðnr hjá þessum ástvinum, þar sem. eiginmaður og faðir er svo skyndi lega horfinn, en næg eru samt efní til huggunar, þegar að er hugað. Góð er sú jgöf, að fá að halda starfsgleði og starfskröftum, að heita má alveg fram í andlátið og fá svo að fara þjáningalítið síð- ustu skrefin, sem framundan era hjá okkur öllum. Alveg sjerstak- lega veit jeg, að lífið gat ekbi orðið ILinrik sáluga ánægjulegt eftir að starfsþrekið var bilað, svo mikil var hans starfsgleði. Svo er gott að sefa harm sinn við góðar, bjartar og hlýjar endurminning- ar, sem ekki eingöngu lifa hjá nánustu ástvinunum, heldur einn- ig mörgum öðrum ættingjum og fjölda mörgum vinum. Allur vina- fjöldinn sendir nú þessum nánustu ástvinum Hinriks sáluga ástsam- legar samúðarkveðjur um leið og honum sjálfum og minningu hans eru færðar þakkir fyrir vinseind hans og viðkynningu meðan henn- ar naut. Alveg sjerstaklega færi jeg honum þakkir frá okkur sam- starfsfólki hans við útibúið á ísa- firði, en við þá stofnun mun hans ávalt minst sem mjög umhyggju- sams og ágæts starfsmanns. Sigurjón Jónsson. ! SKriftarkensla. • J Námskeið byrjar bráðlega. 2 Tækifæri fyrir skólafólk, að * fá kenslu áður en skólar * byrja. Guðrún Geirsdóttir. Sími 3680. ( érðbréfabankii M < Avstcrrstr. 5 sími 3652. Opið KI.11-12o^1, annast allskonar verðbrjefaviðskifti. nr\ 23F Best að auglýsa í Mörgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.