Morgunblaðið - 25.08.1939, Page 2
2
MORGUNBLAÐÍÐ
Föstudagur 25. ágúst 1939.
ÖSKAPA VIGBUNAÐUR
ÍJBV ''J'
úi*í?
Breska stjórnin fer fram
á að fð einræOisvafd
um fljörvalt Bretaveidi
Frá frjettaritara vorum.
ijh'io
rrrhq
-ISV&'"■
-iií Tí
Khöfn í gær.
P
BERLÍN: Aðeins kraftaverk getur komið í
veg fyrir styrjold.
LONDON: Almenningú^-ií Englandi virðist
hafa varpað frá sjer allri von um
að friður haldist.
WASHINGTON: Ástandið vonlaust.
ANNIG er hljóðið í mönnum alls staðar. Að
allra dómi versnaði útlitið mikið í gær, þeg-
ar Hitler vísaði kurteislega frá sjer aðvörun
Neville Hendersons, sendiherra Breta.
„Times" segir í dag: Hjer eftir er ekki hægt, eins og
1914, að efast um afstöðu Breta.
Allar Evrópuþjóðir búa sig með mesta hraða undir
stríð. Frá Þýskalandi kemur sú fregn, að Pólverjar hafi
fyrirskipað allsherjar hervæðingu í nótt sem leið, og að
l herskyldir menn hafi verið rifnir upp úr rúmunum og ekið
með þá til herbúðanna.
Reuter-frjettastofa segir að umsjónarsveitir hervæð-
<5.;; irígar hafi farið um göturnar í Köln í gærkvöldi sótt her-
skylda menn fyrirvaralaust frá heimilum sínum og veit-
Ingahúsum og frá grátandi konum.
Englendingum, sém eru í Berlín, er ráðlagt að hverfa
Jjaðan á braut. Flestir enskir blaðamenn hafa þegar farið
þaðan og eru nokkrir komnir til Kaupmannahafnar.
Herkvaðningarboð voru fest upp á götum Parísar í
nótt, og eru þar sjerstakar deildir kvaddar í herinn. Her-
stjórnin hefir lagt hald á rúmlega 1000 leigubifreiðar í
París, og byrjað er á því að flytja konur og börn þaðan.
Öll hreiður fallbyssa, sem eru til varna gegn flugárás-
um á England, hafa verið mönnuð og þar haldinn stöðugur
vörður. Flugvjelar fljúga stöðugt til eftirlits meðfram
ströndunum. London verður að nokkru leyti í myrkri í
kvöld og nótt. _________
fíff;
Breska þingið
kom saman í gær
London í gær F.Ú.
Breska þingið var kvatt sam-
an í dag til þess að heyra
greinargerð Chamberlains for
sætisráðherra og Halifax lá
varðar utanríkismálaráðherra
um viðburði síðustu daga og
horfur, og til þess að taka til
meðferðar lagafrumvarp, sem
veitir bresku stjórninni hinar
víðtækustu heimildir til fram-
kvæmda, svo að kalla má, að
hún fái raunverulegt einræðis-
vald um leið og frumvarpið
verður að lögum.
Til dæmis er stjórninni heim-
ilað að fella úr gildi lög, breyta
gildandi lögum og setja hver
þau lög, sem stjórninni þykja
nauðsynleg. Chamberlain lauk
máli sínu í þingi með því að
segja, að ef Bretar neyddust nú
til þess að fara í styrjöld, væri
það ekki vegna framtíðar einn-
ar borgar í fjarlægu landi, held
ur til þess að vernda og varð-
veita grundvallarsetningar þær,
sem friður, öryggi og frelsi
þjóðanna bygðist á. Hann tók
undir með Leopold Belgíukon-i
ungi, sem útvarpaði friðarávarpi
í gærkvöldi í lok Oslóríkjafund-
arins, og kvaðst enn vona, þótt
illa horfði, að ekki þyrfti að
koma til styrjaldar.
I lögum þeim, sem liggja fyr-
ir breska þinginu, er það lagt
á vald konungs, samkvæmt til-
lögum konungsráðs og ríkis-
stjórnar, að grípa til hinna víð-
tækustu ráðstafana í landvarna-
skyni og til almenns öryggis.
Ná lög þessi einnig til nýlendn-
anna, umboðsstjórnarríkjanna
og allra umráðasvæða Breta.
Frumvarpið inniheldur ekkert
um aukna herskyldu frá því,
sem nú er.
Varalið hefir verið kallað
saman til þess að gegna störfum
í loftvarnastöðvum víðsvegar
um Bretland, og mikið af bif-
reiðum og strætisvögnum er
haft til taks í London, ef til ó-
væntra atburða skyldi draga.
Allir lögreglumenn í London,
sem eru í sumarleyfí, hafa
fengið skipun um að koma þeg-
ar í stað til borgarinnar.
Förster
rikisstjóri
í Danzig
ti(fí; I
- .i'i' iiAíi. i
'"l' > '■ . ’
Vináttusamningur
Þjóðverja og Rússa
undirskrifaður
í fyrrinótt
Förster.
Senatið í Danzig helt fund
í fyrrakvöld, og skip-
aði þar Förster ríkisstjóra í
fríríkinu.
Með þessari tilskipun er
kollvarpað fyrverandi stjórn-
skipulagi fríríkisins og kom-
ið á persónulegu stjórnarsam-
bandi við Þýskaland.
I’að er enn fremur sagt, að
samkomulagsumleitanirnar út
af málinu um pólsku tolleft-
irlitsmennina, sje farnar út
um þúfur.
Sagt er, að Pólverjar hafi
stöðvað allar járnbrautasam-
göngur við landamæri frírík-
isins.
Þýska beitiskipið „Schles-
wig“ er væntanlegt til Dan-
zig í dag, en þetta þarf ekki
að hafa neina hernaðarlega
þýðingu, því að koma þess
hafði verið boðuð áður.
Itallr rólegir
London í gær. FÚ.
Mussolini ræddi í morgun við
æðstu menu landhers, flug-
hers og- flota. Annars ber ekkert
verulega á hernaðarlegum undir-
búningi á Ítalíu, nema hvað stór-
ar fallbyssur hafa'verið settar upp
sums staðar á ströndum landsins
og kafbátar sendir til nokkurra
liafna.
Itölsku blöðin lialda áfram að
ræða um Danzigmálið og telja það
lítils vert mál og ómerkilegt, sem
ekkj komi til mála, að gengið
verði til styrjaldar um. Öll ítölsk
blöð ganga þegjandi fram hjá því,
að Þýskaland hefir tekið upp kröf-
ur um breytingar á landamærum
Þýskalands og Póllands.
AMNINGURINN milli Rússa og Þjóðverja var
undirskrifaður í Kreml kl. 2 í fyrrinótt, af
þeim von Ribbentrop, utanríkismálaráðherra
Þjóðverja, og Molotoff, forsætisráðherra Rússa.
Ribbentrop.
Molotoff
2)
3)
4)
5)
6)
7)
Samningurinn var undirskrifaður í viðurvist Stalins
og þýska sendiherrans í Moskva. Hann er í aðalatriðum
þannig:
1) Samningsaðilarnir skuldbinda sig til þess að gera ekki
árás hvor á annan.
Ef um árás á þriðja ríki verður að ræða, skuldbinda
samningsaðilar sig til þess að hjálpa ekki þriðja aðila.
Samningsaðilar skulu stöðugt ráðfæra sig hvor við
annan.
Samningsaðilar skuldbinda sig til þess að taka ekki
þátt í ríkjasamsteypu, sem er beint á móti hinurn
samningsaðilanum.
Ef um ágreining verður að ræða, verður hann útkljáð-
ur með vinsamlegum viðræðum eða gerðardómum.
Samningur þessi gildir í 10 ár og framlengist sjálf-
krafa í 5 ár, ef honum hefir ekki verið sagt upp.
Samningurinn á að fullgildast sem allra fyrst, en hann
gengur strax í gildi eftir undirskrift.
Það sem mönnum kemur mest á óvart um samning
þenna er það, að ekki eru í honum nein ákvæði um það,
að hægt sje að segja honum upp ef annað hvort ríkið gerir
árásarstríð á þriðja ríki. Enn fremur að í 4. grein er svo
ákveðið að hvorugur aðili megi taka höndum saman við
ríkjasamband, sem sje hinum aðilanum óvinveitt.
Þetta telja menn útiloka samninga við Breta og að
með þessu sje auðsætt að úr gildi sje numinn andkomm-
únistiski samningurinn og hernaðarbandalagssamningur
Frakka, og Rússa.
Þýsku blöðin eru stórorð þegar þau tala um samn-
inginn og segja að nú sje liðnir hjá stórveldisdagar Eng-
lands.
Ribbentrop flaug frá Moskva í gær til Königsberg og
þaðan á fund Hitlers til þess að gefa honum skýrslu.
Hermálasjerfræðingar Breta og Frakka ætluðu að
fara frá Moskva annaðhvort í gærkvöldi eða í morgun.
Ætluðu bresku samningamennirnir að fara yfir Finnland.
FRH. FRJETTA Á 6. SÍÐU.