Morgunblaðið - 25.08.1939, Side 6

Morgunblaðið - 25.08.1939, Side 6
 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. ágúst 1939.. Minning Friðþórs Steinholt, stórkaupm. "Ej'l riðþór Steinholt stórkaup- maður, verður til moldar borinn í dag. Ljest hann eftir langvarandi þjáningar, 22. þ. m. að heimili sínu, Laufásveg 2. Hann var fæddur á Seyðis- firði 4. september 1886. Voru foreldrar hans Stefán Steinholc kaupmaður og kona hans Jó- hanna Einarsdóttir. Stefán and- aðist þegar Friðþór sonur hans var innan við tvítugt, en þá tók hann við búsforráðum með móð- ur sinni og rak í nokkur ár mjög myndarlegt gistihús á Seyðis- firði, ásamt verslun og útgerð. Árið 1912 flutti hann ásamt móður sinni og fóstursystur til Noregs og hafði þar með hönd- um ýms verslunarstörf til árs- ins 1919. Síðustu árin er han.i vár erlendis fÁun hann, ásamt „Germeten stórkaupmanni, hafa átt meiri þátt í útbreiðslu og sölu íslensks saltkjöts í Noregi en flestir aðrir fyr og síðar. Eftir heimkomu sína settist Steinholt fyrst að á Akureyri, sem einkaumboðsmaður hjer á iandi fyrir „Norsk-islandsk Handelskompani", en viðskifti þessa firma, sala á norskum * vörum en' einkum kaup á ís- lenskum afurðum, var mjög mikil um þessar mundir, og eink um bundin við Norður- og Aust- urland. Árið 1926 gjörðist Stein- holt framkvæmdarstjóri í firm- anu Fr. Steinholt & Co. hjer í Reykjavík. Sama ár giftist hann í Noregi eftirlifandi konu sinni, Lovise Skaug, hinni mestu ágæt- iskonu. Jeg, sem þetta rita, hef þekt •Stbinholt sáluga í 30 ár. Frá Sfeyðisfirði man jeg vel hinn glaðlega og röska unga mann, sem ekki mátti vamm sitt vita hvorki í einkalífi sínu eða í við- Friðþór Steinholt. skiftum. Þessir eiginleikar hafa fylgt honum jafnan síðan. Hann vann sjer brátt hylli yfirmanna einna og viðskiftavina í Noregi, og jeg hygg að hjer sje það al- ment álit þeirra er þektu hann, að áreiðanlegri og samvisku- samari mann í viðskiftum sje erfitt að finna. Fram á síðustu stund hefir hann haldið þessum viðskiftum áfram með stakri elju og árvekni. Hann var ekki íhlutunarsam- ur um opinber mál, en hafði þó mikinn áhuga á landsmálum og ákveðnar skoðanir í þeim efn- um, Hann var góðviljaður maður og hjálpsamur og hið mesta trygðatröll vinum sínum forn um og nýjum. Þrek hans og elja kom aldrei betur fram en í hin um langvarandi veikindum hans. Hann var að mestu rúm- fastur í hálft annað ár, dauð vona og oftast sárþjáður. Þrátt fyrir það annaðist hann um fangsmikil viðskiffi og bar stöð- uga umhyggju fyrir ástvinum sínum sem nú er sár harmur kveðinn að við frftfáSl hans. Sv. Á. Hraðfeiðir Sleindórs Til Akureyrar um Akranes eru: FRÁ REYKJAVÍK alla sunnud., mánud:, miðvikud., föstud. FRÁ AKUREYRI alla sunnud., mánud., fimtud., laugard. M.s. Fagranes annast sjóleiðina. Nýar upphitaðar hifreiðar með útvarpi. iífreiðaslöð Sleindérs. Erlendar simfregnir Framhald af 2. siðu Roosevelt enn ÞAÐ ER EINS MEÐ Hraðferðir B. S. A. OG MORGUNBLAÐIÐ. Alla daga nrma mánnda^a Afgreiðsla í Reykjavík á BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS. — SÍMI 1510. Bifreiðaslöð Ahureyrar. Viðbúnaður Norðurlanda Kalundborg í gær F.tJ. Stauning forsætisráðherra Dana flutti í dag ávarp í útvarpið og komst meðal ann- ars svo að orði, að það væri eðlilegt, þó að hin gífurlega ó- ró í utanríkismálum verkaði mjög á almenning og setti svip sinn á alt daglegt líf. En hann vildi benda á það, að ennþá væri ekki vitað, hvað úr þessu myndi verða, og meðah styrj- öld væri ekki skollin á, væri skynsamlegast að vera rólegur. Hann kvaðst gefa fullvissað þjóðina um það, að stjórnin væri nú að gera allar þær ráð- stafanir, sem í hennar valdi stæði, til þess að tryggja þjóð- ina gegn hörmungum yfirvof- andi styrjaldar. Hins vegar gæti hann ekki sagt, í hverju þær ráðstafanir væru fólgnar, sem meðal annars skapaðist af því, að það væru aðrar og voldugri þjóðir, sem stigu fyrstu sporin, og Danir yrðu að haga sjer eftir því. Útflutningur á fóð- urvörum og ýmsum nauðsynj- um hefði þegar verið bannaður og ráðstafanir gerðar til þess að geta kallað þingið saman svo að segja fyrirvaralaust. Utanríkismálaráðherrar Norð urlandanna fjögra, Danmerkur,- Svíþjóðar, Noregs og Finnlands, koma til Kaupmannahafnar í kvöld. 1 Kastrupflughöfninni við Kaupmannahöfn bíður flug vjel tilbúin eftir finska utanrík- ismálaráðherranum, til þess að flytja hann samstundis til Finnlands. í Ósló er verið að gera neðan- jarðarjárnbrautarstöð að hæli fyrir almenning, ef til loftárás- ar kæmi, og er þar rúm fyrir mörg þúsund manns. Landvarnamálaráðherra Svía tilkynnir í dag, að ' stjórnin geri víðtækar ráðstafanir méð tilliti til yfirvofandi styrjaldar- hættu. Fjármálaráðherra Finnlands lýsir yfir því í ræðu í dag,'að Finnar muni grípa til vopija, ef nokkur tilraun verði gerð til þess að níðast á hiutleysi lands-i ins. Stauning forsætisráðherra Dana helt ráðuneytisfund í dag, og ræddi stjórnin um á- standið. Fólksstraumur um Kaupmannahðfn í Kaupmannahöfn eru nú ó- grynni útlendra ferðamanna og yfirfult á öllum gistihúsum. Drífur þá að hvaðanæva, fjclda frá Þýskalandi á leið til Bretlands og annarra Vestur- Evrópulanda og sömuleiðis er fjöldi manria frá Vestur-Evröpu- löndunum á leið til Þýskalands og Austur-Evrópu. Er búist við því, að ferðamannastraumur þessi fari vaxandi næstu daga. London í gær. FÚ. Roosevelt Bandaríkjaforseti hefir símað Vietor Emanuel Ítalíukonungi og beðið hann að beita áhrifum sínum til þess að koma í veg fyrir, að styrjöld brjótist út. Bandaríkjamönnum hefir verið ráðlagt að ferðast ekki til Evrópu, eins og stendur, og ameríski sendi- herrann í London liefir ráðlagt Bandaríkjaþegnum í Bretlandi að halda heimleiðis þegar í stað. Rúmenar vilja sitja hjá Orðsending frá rúmnesku stjórn- inni er sögð vera á leiðinni til London, og orðrómur gengur nm, að rúmenska stjórnin óski að iýsa yfir hlutleysi landsins, ef horf- urnar versna enn frá því, sem nú er. (FÚ.). í Búlgaríu hafa verið gefnar út tilskipanir, sem hanna útflutning á 10 tegundum hráefna, er mikils- verð eru í hernaði. (FÚ.). Forvaxtahækkun Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Englandsbanki hefir hækltað forvexti sína úr 2% í 4%. Þýsk verðbrjef hafa fallið mjög á Kauphöllinni í London. Amatörar. FRAMKÖLLUN Kopiering — Stækkun. Fljótt og vel af hendi leyst. Notum aðeins Agfa-pappír. Lj ósmynda verkstæðið Laugaveg 16. Afgreiðsla í Laugavegs Apó- teki. Vinur deyr ! Hann vinur deyjandi dapur lá, en drengurinn hvergi ömmu sá, hún læknis að leita honum var. I Tungan var bundin, ei mæla hannt má. Mjer fanst jeg spurning í augum i hans sjá. •Jeg átti þó örðugt um svar. I , Hvar ert þú, elskaða amma mínf Ijeg óðum finn að minn kraftur dvín, [ og fjörið það f jarar svo ótt. (Ef fæ jeg að deyja í faðmi þjer, i þá friðinn jeg öðlast —- þú hjúkr- ar mjer, og yljar uns alt verðnr hljótt. Hún amma kom heim áður en drengurinn dó, þó dregið væri’ af honum hjartaS sló, .hans uppfyltist alhinsta hæn. Og yfir andlitið ljósbros leið. Það leið um það birta svo skær og heið, þá inn kom hún amma hans væn. Ó, elsku amma, jeg á Svo bágt„ en ekki mikið þú gráta mátt, því þá verður drengnum svo þungt. Jeg umvef þig örmum og þakka þjer, hvað þit hefir annast og hjálpað mjer. Þú elskaðir barnið þitt ungt. Nú verð jeg að fara, ei vægð er nein.. Ó viltu ekki dvelja helst hjá mjer ein, jeg sofna eftir svolitla stund. Ó, halt þú mjer fast í faðmi þjerr og farðn svo helst ekki neitt frá. mjer uns bana jeg fest hefi bluud. Og svo komu umskiftin afar fljótf> því orkuna hafði hann og kraftinn sótt í bæn sem ei bugaði hann þó. Höndin fjell máttlaus og hjartað brast, hann horfði þó stöðugt og jafnt og fast á ömmu — uns drengurinn dó- Á. H. P. H. Simi 1380. LITLA BILSTÖÐIN Er nokkuð itór Upphltaðir bílar. Hið íslenska Fornritafjelag. Opin allan sólarhrinjrinn. Nýtt bindi er komið út: Vatnsdælasaga Hallfreðar saga, Kormáks saga, Hrómundar þáttr halta, Hrafns þáttr Guðrúnarsonar. EINAR ÓL. SVEINSSON gaf út. Verð kr. 9,00 heft og kr. 16,00 í skinnbandi. Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.