Morgunblaðið - 02.09.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNRLAÐIÐ Laugardagur 2. sept. 1939. Ákvörðun Frakklands og Bretlands í dag Breski sendiherrann var hjá von Ribbentrop í gærkvöldi Igærkvöldi kl. 9 eftir íslenskum tíma gekk Mr. Neville Henderson sendiherra Rreta í Berlín á fund von Ribbentrops utanríkismálaráðherra Þjóðverja. Hann hafði með sjer orðsendingu frá bresku stjórninni, sem er á þessa leið: Svo virðist sem líta beri á ávarp Hitlérs til þýska hersins í gærmorgun, sem stríðsyfirlýsingu á hendur Pólverjum. Síðar í gær bárust fregnir um innrás þýsks hers í Pólland, og ef rjett er frá hermt, þá eru þær þannig vaxnar, að loforð Bretá og Frakka um stuðning við Pólverja hljóta að koma til framkvæmda. ’ Breska stjórnin vill því taka það skýrt fram, að ef þýska stjórnin gefur ekki fullnægjandi yfirlýsingu um að hún stöðvi orustu í Póllandi og kalli heim þýsku hersveitirnar, sem komnar eru til Póllands, muni hún ekki hika við að standa við allar skuldbindingár sínar til hins ítrasta. STJÓRNMÁLASAMBANDI VERÐUR SLITIÐ. Mr. Chamberlain tilkynti í breska þinginu í gær, að ef svarið yrði óhagstætt, þá hafi Sir Neville verið falið að biðja um vegabrjef sitt: þ. e. stjórnmálasambandinu milli Bretlands og Þýskalands myndi verða slitið. von Ribbentrop sagði Sir Neville, er hann afhenti yfirlýsingu sína í kvöld, að hann yrði að tala við Hitler áður en hann svaraði. Samkvæmt fregnum frá París í kvöld, hefir franska sendiherranum í París verið falið að afhenda von Ribbentrop svipaða yfirlýsingu frá frönsku stjórninni, með sömu kostum. ALLSHERJAR HERVÆÐING. I London var í morgun haldinn fundur í leyndarráði konungs og þar gengið frá lögum um allsherjarhervæðingu landhers, flota og flughers í Stóra-Bretlandi. Breska þingið samþykti í kvöld Iög, sem mæla svo fyrir, að allir karlar á aldrinum 18— 41 árs skuli gegna herskyldu (Áður voru aðeins menn á aldrinum 20-21 árs herskyldir) Breska þingið hefir í kvöld samþykt ýms önnur lög, þ. á. m. 500 miljón sterlingspunda aukafjárveitingu til hernaðarþarfa, lög til verndunar á gengi sterlingspundsins, um verðlagseft- irlit, o. fl. o. fl. Búist er við að þingfundir standi yfir fram eftir nóttu. Fregnir komust á loft um það í London í dag, að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að gera breytingar á breska ráðuneytinu, svo að í stað núverandi ráðuneytis komi stríðsráðuneyti. Hefir heyrst að Mr. Winston Churchill og Mr. Anthony Eden eigi að fá sæti í hinu nýja ráðuneyti, auk foringja stjórnarandstæðinga. í allan dag hefir verið unnið að því að flytja börn, gamalmenni, þungaðar konur og ör-i kumla menn burtu úr stórborgum í Englandi upp í sveit. Frá því í kvöld hefir verið fyrirskipað að öll ljós skuli byrgð í London, París, Berlín og Róm. Franska þingið kemur saman f dag T Frakklandi var í gærmorgun fyrirskipuð allsherjar hervæð- ing og alt landið ásamt Algier lýst í hernaðarástand. Franska þingið kemur saman í dag kl. 3 e. h. Radio National í París sendi í gær út ávarp á þýsku til þýsku þjóðariimar. Avarpið var á þessa leið: Yjer hö'fum ekkert á móti þýsku þjóðinni og vildum ekki stríð. Vegna hins blóðiflekkaða á- rásarmanns, hins svokallaða ríkis- leiðtoga, verðum vjer að fara í styrjöld. Þjer berjist ekki fyrir Þýska- land, heldur fyrir hroka eins manms, Hitlers ríliiskanslara, sem vildi styrjöldina. Pólverjar eru rólegir París í gær. FÚ. Varsjá er síðdegis í dag, alt með venjulegum hætti og engin æðra eða ótti í almenn- ingi. Moscicki, Póllandsforseti, á- varpaði pólsku þjóðina í út- varpi í morgun. Þjóðverjar hafa byrjað árás á pólska ríkið, sagði hann. Á þessu sögulega augnabliki, bið jeg alla góða borgara að fylkja sjer undir merki herforingja vorra, til varnar sjálfstæði lands ins, heiðri vorum og frelsi. Vjer munum gefa Þjóðverjum hið rjetta svar, eins og oft fyrrum. í ávarpslok lýsti forsetinn þeirri trú sinni, að Pólverjar myndi sigri hrósa að lokum. Hitler vill ekki hjálp Mussolinis ¥ talska stjórnin kom saman í *■ gær á aukafund, og hafði Mussolini þar forsæti. Að fundinum iokniim var til- kynt, að ítalir myiidu ekki gera neinar hernaðaraðgerðir að fyrra hragði. Italska Ötefani-írjettastofán birtir í dag símskeyti, ‘sem Hitlér Iiefir sent Mussoliiii. Iíljóðar það á þessa leið: Jeg þakka yður vður innilega fyrir það, sem þjer hafið að uildanfÖFiiu ■ véitt Þýska- landi. Jeg er þess fullviss, að mjer mun takast með hjálp Þýskalands að' 'ræfe-jar hlutverk það, sem vjer höfum verið kall- aðir til að levsa af heudi. Jeg tel því ekki, að jeg þurfi á hjálp Ítalíu að halda. Jeg þakka yfir einnig fyrir það, seín' þjer eigið eftir að vinna fyrir öxul fascismans og nazismans. ----------------Fy rstu-------------------------- hernaðartilkynn- ingar Þjóðverja og Pólverja Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. í opinberri tilkynningu, sem þýska herstjómin birti í kvöld segir, að hún hafi náð öllu því, sem hún ætlaði að taka fyrsta daginn. I tilkynningunni segir, að þýski herinn sje kominn að Brahe-ánni í miðjum pólsku göngunum. Herinn sem sækir að sunnan inn í Schlesíu er sagður hafa tekið Königshútte. Um norðurherinn, sem sækir frá Austur-Prússlandi segir ekkert annað en að hann berjist á pólskri grund. I tilkynningu pólsku herstjórnarinnar í kvöld segir aftur á mótti, að sókn Þjóðverja hafi allsstaðar verið hrundið. I tilkynningunni segir, að herinn, sem sækir frá Austur- Prússlandi hafi þrisvar sinnum verið hrakinn til baka. ★ í báðum hernaðartilkynningunum er getið um loftárásir. Þjóðverjar segjast hafa gert loftárásir á hernaðarlega mikiL vægar stöðvar, aðallega olíugeyma. Pólverjar halda því aftur á móti fram, að þeir hafi sumstaðar gert árásir á opnar borgir. Pólverjar segjast hafa skotið niður allmargar flugvjelar fyrir Þjóðverjuum, þrjár hjá Krakau og fjórar hjá Gdynia. Þeir segjast hafa hrakið burtu með loftvarnabyssum flugvjel- ar, sem ætluðu að gera loftárás á Varsjá. ★ Þýsk herskip halda vörð í Eystrasalti fyrir utan Danzig og hafa lokað höfninni í Gdynia. Pólsku göngin. Þýski herinn er Pólsku göngin. Þýski herinn er sagður vera kominn mitt í görtg- in, ofarlega, þar sem þau eru 70 km. breið. Danzig pólskum fregnum segir, að A nazistar í Danzig hafi gert árás á eina víggirta staðinn, sem Pólverjar hafa í borginni, en verið hraktir til baka. Förster fór á fund Burk- hardts, þj óðabandalagsf ulltrú- ans í Danzig, í dag. Að viðræðu þeirra lokinni, ákvað Burk- hardt að fara frá Danzig ásamt starfsmannaliði sínu. Þegar Burkhardt var farinn, var hakakrossfáninn dreginn að hún á húsinu. Bandaríkin utan við styrjöldina London í gær. FÚ. oosevelt sagði á fundi með blaðamönnum í dag, að hann gerði sjer vonir um að hægt yrði að halda Bandaríkjunum ut- an við styrjöldina í Evrópu. Hann sagði, að alt myndi verða gert til þess að halda, þeim utan við styrj öldina og að hann hefði ákveðna von um, að þetta yrði hægt. Roosevelt forseti hefir sent á- skorun til Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Póllands, eða þeirra ríkja, sem líklegust eru til að lenda í ófriði, að lofa því, að engar loftárásir skuli gerðar á óvíggirtar borgir og varnar- lausa borgara. Pólverjar hafa svarað Roosevelt og segja, að þeir muní gefa lof- orðið, sem hann biður um, en bætir því við, að ef Þjóðverjar lialda áfram að gera lóftárásir á óvígg-irtar borgir í Póllandi, verði ]ieir að svara í sömn mynt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.