Morgunblaðið - 02.09.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.09.1939, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. sept. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Striðsráðitöfun: Bráðabirgðareglugerð um sölu og dreifingu nokkurra nauðsynjavara Ríkisstjórnin hefir undirbúið matvælaskömtun í landinu. Gaf hún í gærkvöldi út reglugerð til bráðabirgða, sem gildir uns skömtun verður komið á, ef þörf krefur. Næsta skrefið í þessu máli verður líklega það, að sett verður upp skrifstofa, sem á að annast þessar skömtunarráðstafamr fyrir öll ráðuneytin. Skrifstofa sú heyrir umiir ríkisstjórnina í heild. En skömtun hinna ýmsu vörutegunda heyi'ir undir mismunandi ráðuneyti eftir því um hvaða vöru er að ræða. Bráðabírgðaregiugerðin er svohljóðaadí: 1. gr. Uns til fullnaðar verður gengið frá ákvæðum um sölu og úthlutun á ýmsum vörum á ó- friðartímum, eru hjermeð sett- ar eftirfarandi reglur um sölu og úthlutun á eftirfarandi vöru- tegundum: 1) rúg og rúgmjöli, 2) hveiti og hveitimjöli, 3) hafragrjónum, 4) hrísgrjónum, 5) matbaunum, 6) sykri, 7) kaffi, 8) kolum til húsa. 2. gr. Heildvöruverslunum er bann- að að afgreiða vörur beint til neytenda, og brauðgerðarhús- um að selja' efni til bökunar, óunnið. Er heildsöluverslunum eigi heimilt að afgreiða vörur þær, sem taldar eru hjer að framan, til annara en þeirra kaupmanna, kaupfjelaga eða iðnfyrirtækja, sem áður hafa keypt sömu vörur hjá þeim að staðaldri nema með sjerstöku leyfi viðskiftamálaráðuneytisins. Eigi má afgreiða meira í einu en vikubirgðir ef um innanbæj-* arsölu er að ræða, en birgðir til næstu áætlunarferðar ef um ut- anbæjarsölu er að rEÖða, alt miðað við fyrri venjuleg við- skifti. 3. gr. Smásöluverslunum (kaup- mönnum og kaupfjelögum) ér óheimilt að afgreiða meira magn af vörum þeim, sem tald- ar voru hjer að framan, til hvers einstaks kaupanda, en venjulégt er, sbr. þó 4. gr., og ennfremur varast að selja vör- ur þær, er hjer um ræðir öðrum en þeim er venjulega skifta við þá. 4. gr. Einstaklingum er bannað, að viðlagðri refsiábyrgð að kaupa meira af matvöram þeim sem taldar eru í 1. gr. á hverri viku en hann notar á vikutíma. Kol er þó hinsvegar heimilt að kaupa á sama hátt til mánaðar- tíma. Ákvæði þessarar greinar fellur úr gildi 15. sept. n.k. 5. gr. Kaupmenn og kaupfjel. skulu halda skrá um viðskiftamenn sína og sölu sína til þeírra á vörum þeim, er reglugerð þessi nær til, þannig að sjeð verði hve mikið magn hver einstak- lingur hefir fengið. 6. gr. Allir þeir, sem hafa birgðir af vörum þeim, sem taldar voru hjer að framan og ætlaðár eru til sölu eða vinslu, skulu nú þegar gera skrá um birgðir sín- ar. Skrá þessi, ásamt skýrslu um innkaup sín frá þeim tíma er hún var gerð, og söluskýrslu til viðskiftamanna samkv. 5. gr. skulu þeir senda viðskiftamála- ráðuneytinu, eða stofnun er það kynni að fela eftirlit með sölu og dreifingu nauðsýnjavara, þegar krafist verður. 7. gr. Brot á reglugerð þessari' varða sektum alt að 10,000 kr. og skal með mál út af þeim farið sem almenn lögreglumál. 8. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 37, 12. júní 1939, birtist hjer með öllum þeim er hlut eiga að máli. I ríkisstjórn Islands, 1. sept.., 1939. Eysteinn Jónsson. Ólafur Thors. Jakob Möllér. Hermann Jónásson. Nýr bæjarstjóri á Norðfirði Kortið sýnir m. a afstöðuna til Slóvakíu, en þar sækir ein her- deild Þjóðverja fram. Afundi bæjarstjórnar Norð- fjarðar í gær var Jón Sig- fússon fyrv. bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins kosinn bæjarstjóri það sem eftir er kjörtímabilsins. Svo sem kunnugt er var Karl Karlsson kosinn bæjarstjóri Norð fjarðar í nóvember s.l. Ilann sagði því starfi af sjer nú fyrir nokkr- um dögum, enda var hann ekki ráðinn nema til eins árs. Að kosningu Jóns Sigfússonar stóðu Sjálfstæðismennirnir tveir og þi’ír úr sameiningarliði sósíal- ista. Alþýðuflokksmenn skoruðu á Eyþór Þórðarson að taka að sjer starfið og fekk hann 3 atkv. Fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá. Danskt kolaskip, sem hjer hefir vefið undanfarið, fór hjeðan í fyrrakvöld. Mikil bræðslu- sfld berst til Siglufjarðar UM 50 skip höfðu komið ti! ríkisveVksmiðjanna á Sigíu- 'firði síðan á fimtudag og fram á miðjan dag í gær, með sam- táís urn 35 þúsund mál. Stanslaus losun hefir verið á Siglufirði, nótt og dag, á öllum plássum, en þrátt fyrir það biðu í gærkvöldi um 20 skip eftir löndun, öll með fullfermi. Síðasta sólarhringinn voru saltaðar í Siglufirði 3907 tn., þar af 1556 úr reknetum. HJALT-EYRI Þar lönduðu í gær Skallagrím- ur 1600 málum, Þórólfur 2100,. Skutull um 1400 og Þorfinnur um 1400. DJÚPAVÍK Þar lönduðu í gær Surpris^ 1700 málum, Jón Ólafsson 2200, og þessi skip voru að landa: Rán með ca. 1500 mál, Baldur ca. 1300, Hafstein 1500, Sindri var að koma inn í gærkvöldi. HVAST Á VEIÐISVÆÐINU í gærkvöldi var farið að hvessa á veiðisvæðinu, sem er djúpt austur af Langanesi. Var orðið það hvast, að skip gátu ekki verið að veiðum. Talsíma- sambönd rofin Talsambandinu milli íslands og Bretlands hefir verið slitið og er það bresk ráðstöf- un. Sambandið við Norðurlönd helst hinsvegar áfram. Talsambandinu milli Dan- merkur og Bretlands hefir einn- ig vei'ið slitið frá breskri hlið, fyrir öll venjuleg samtöl og við- skiftasamtöl. Eru aðeins leyfð opinber samtöl. Sama ráðstöfun hefir verið gerð af hálfu Frakk- lands, að því er snertir Dan- mörku. Talsambandið milli Dan- roerkur og Þýskalands er aftur á móti ennþá opið, með venju- legum hætti. Um miðjan gærdag sást dökk- ur reykjarstrókur stíga upp úr reykháfnum á byggingu þýsku sendisveitarinnar í London. Var sú ályktun dregin að verið væri að brenna mikilvægum leyni- skjölum, sem þar hafa verið geymd. Þjóðstjórn í Danmörk? Khöfn í gær. FÚ. Sterkur orðrómur gengur nú um það í Danmörku, að stjórnin sje að athuga möguleika á því, að taka fulltrúa úr stjórn- arandstöðunni inn í ríkisstjórnina. Danska ríkisþingið hefir verið kallaS saman til fundar í kvöld og er þá húist við tilkynningu frá stjórninni um ástandið. Ráðstefna hófst í dag í Kanp- manuahöfn nm það, hversu hag- kvæmast yrði að haga verndar- starfi fyrir almenning, eí til styrjaldar kæmi. Stefán Jóhann Stefánsson fjelagsmálaráðherra situr ráðstefnuna. K. F. U. M. Almenn samkon annað kvöld kl. 8%. Allir ve komnir. islendingar tðku 3‘/2 vinn- ing af Irum á skðkmótinu Samkvæmt einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Buenos Aires í gær, hafa íslendingar nú í 6. umferð lokið við allar fjór ar skákirnar við íra, með þeim úrslitum, að íslendingarnir unnu með 3% gegn %. Baldur Möller vann O’Hanlov á fyrsta borði. Ásmundur Ásgeirsson gerði jafn tefli við O’Donovan á öðru borðk Jón Guðmundsson vann Mimus- á þriðja borði, og Einar Þorvaldsson vann Nash á' fjórða borði. íslendingar hafa aldrei áður kept við íra á alþjóða skákmót- um. írar hafa áðuv kept tvisvar á alþjóða skákþingum: 1 París 1924 urðu þeir nr. 15, og fengu 8Vz punkt. í Varsjá 1935 urðu þeir nr. 20 og fengu 12 punkta í 76 skákum (15.75%). fslendingar hafa nú teflt á mót inu 24 skákir, og hafa vinningar þeirra orðið sem hjer segir: Baldur Möller á fyrsta borði 3 vinninga og eitt jafntefli og. työ töp (í 6 skákum) (58.33%). Ásmundur Ásgeirsson á öðru borði 3 vinninga, 2 jafntefli og 1 tap (í 6 skákum) (66.67%). ;; Jón Guðmundsson á þriðja borði 1 vinning og 2 töp (í 3 skák um) (33.33%). Einar Þorvaldsson á þriðja og fjórða borði I vinning, 3 jafn- tefli og tvö töp (í 6 skákum) (41.67%). Guðmundur Arnlaugsson á 4. borði 1 vinning og 2 jafntefli, ekkert tap (í 3 skákum) (66.67%) í þessum 24 skákum hafa fs- lendingar því feixgið 9 vinninga og 8 jafntefli og 7 töp, eða 13 punkta, en það jafngildir 54.17%. Sundmeistaramót hefst f Sunúhöllinni ettirviku Alaugardaginn kemur hefst sundmeistaraanót í. S. í. í Sundhöllinni í Reykjavík og verð ur kept þrjá daga, laugardag, mánudag og miðvikudag. Þeir, sem ætla sjer að taka þátt í sundinu, eiga að senda Sund- ráði Reykjavíkur skriflega til- kynningu um það nú þegar. í kepninni taka þátt karlar og kon- ur og eru sundin þessi: Karlmenn: 100 metra, 400 og 1500 m. frjáls aðferð, 200 metra og 400 m. bringusund, 100 metra baksund og 4x50 m. boðsund. Konui’: 100 m. frjáls aðferð, 200 m. bringusund og 100 metra baksund. Ennfremur fer fram kepni milli unglinga, drengja og stúlkna, innan 12 ára og 12—14 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.