Morgunblaðið - 13.09.1939, Qupperneq 3
Miðvikudagur 13. sept. 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Skömtun matvæla
hefsf á öllu landinu
um næstu lielgi
Skömtunarseðlum verður útbýtt ýtflutnings-
á laugardag og sunnudag nefnd skipuð
Þá verða menn og krafðir
um birgðaskýrslu
SKÖMTUN nokkurra matvæla hefst um alt land
nú um næstu helgi. Skömtunarseðlum verður
útbýtt á laugardag og sunnudag, en á mánu-
dag, 18. þ. m. hefst sala eftir skömtunarseðlunum.
Vörur þær, sem skamta'ðar verða eru: Rúgbrauð og hveitibrauð,
rúgur, rúgmjöl, hveiti, hveitimjöl, hafragrjón, haframjöl, hrísgrjón,
matbaunir, bankabygg og aðrar kornvörur, nema fóðurbygg, hafrar
og fóðurmaís, ennfremur kaffi og sykur.
Bæjarstjórnir og hreppsnefndir fá skömtunarseðla til úthlutun-
ar meðal fólks og skal þeim útbýtt 16. og 17. þ. m. á þann hátt, að
móttakendur skulu kvaddir saman eða heimilisfeður í þeirra stað.
Þegar úthlutun seðla fer fram skulu viðtakendur þeirra undir-
rita drengskaparvottorð um, hve mikinn forða þeir hafa af þeim
YÖrutegundum, sem seðlarnir hljóða, um.
Forðinn.
Skal forðinn dreginn frá við
fyrstu úthlutanir, uns honum er
lokið. Liggja við þungar refsing-
ar ef rangt vottorð er gefið. Allir
heimilisfeður eru skyldir, að við-
lögðum sektum, að mæta eða láta
mæta til skýrslugjafar, jafnt þeir
sem nægar birgðir eiga og þ. a. 1.
enga seðla þurfa fyrst um sinn.
Ríkisstjórnin setnr á stofn sjer-
staka skrifstofu, sem hefir yfir-
umsjón með skömtuninni.
Skamturinn.
Hver skömtunarseðill gildir fyr-
ir einn mann í einn mánuð (nema
þenna mánuð) og er hann stofn
og 30 reitir.
Eru 12 reitir fyrir hveiti eða
hveitibrauð, hver fvrir 200 gr. af
hveiti eða 250 gr. af hveitibrauði.
Sex reitir eru fvrir rúgmjöl eða
rúgbrauð, hver fyrir 500 gr. af
rúgmjöli eða 750 gr. af rúgbrauði.
Fjórir reitir eru fyrir hafra-
grjón, hver fyrir 250 gr.
Tveir reitir eru fyrir hrísgrjón,
baunir og alt annað kornmeti,
hvor fyrir 250 gr.
Tveir reitir eru fyrir kaffi, hvov ,
fyrir 125 gr. af brendu og möl- j
uðu kaffi eða 150 gr. af óbrendu
kaffi.
Fjórir reitir eru fyrir sykur,
hver fyrir 500 gr.
Heimilt er að kaupa bygggrjón
út á haframjölsseðla. Með lækn-
isráði má og skifta á rúgmjöls eða
rúgbrauðsseðlum fyrir hveitiseðla.
Aukaskömtun er leyfð á rúg- j
mjöli í slátur, 2 kg. í hvert slát-!
ur. Skal þá sýnt skilríki fyrir slát-
Portugals-
sölurnar
S. I. F. leftglr
skftp
Sölusambandi ísl. fiskfram
leiðenda hefir nú tekist
að leigja tvö skip, til þess að
flytja fisk tii Portugal.
Þar með verður sjeð fvrir flutn-
ingi á þeim fiski. sém seldur var
til Portugals með eldri samningn-
um.
Leigan á skipunum er eftir at-
vikum sæmileg og ekki verri en
við mátti biíast.
Bæði skipin leggja nú.,þegar af
stað frá Noregi og verður hæg’,
að byrja að ferma þau hjer í
næstu viku.
Flutningaskipið „Edda“ kom
til landsins í gær og er það fyrsta
íslenska skipið, se'ni kemur frá út-
löndum eftir að stríðið braust út.
Gert er ráð fyrir að Edda verði
nú leigð til Ítalíuferðar, með fisk-
f arm.
Síid í Hrútafirði
C^Taltaðar voru 1100 tunnur á
Hólmavík í fyrrakvöld og í
fyrrinótt.
Síld þessa veiddu: Jón Þorláks-
Hefir eftirlit meö öll-
um útflutningi
Með bráðabirgðalögum,
sem út voru gefin í
gær og reglugerð, sem þeim
fylgdi, er allur útflutningur
landsins settur undir eftir-
lit ríkisstjórnarinnar. Bráða
birgðalögin eru gefin út af
atvinnumálaráðherra, Ólafi
Thors, en öll ríkisstjórnin
skrifar undir reglugerðina.
Segir svo í fyrstu grein reglu-
gerðarinnar:
,,Engar íslenskar afurðir er
heimilt að bjóða til sölu, selja
-til útlanda eða flytja úr landi,
nema að fengnu leyfi útflutn-
ingsnefndar“.
Ríkisstjórnin skipar útflutn-
ingsnefnd þá, sem á að hafa
þetta eftirlit með útflutningn-
um. Sje um að ræða útflutning
á öðrum vörum en íslenskum
afurðum, þarf Ieyfi ríkisstjórn-
arinnar til útflutnings þeirra.
Til þess að standast kostnað
við störf útflutningsnefndar og
aðrar framkvæmdir í sambandi
við hana, verður tekið sjerstakt
gjald, y^/co —- hálfan af þús-
undi — af útflutningsverðmæt-
inu, þó eigi minna en 2 krón-
ur fyrir hvert einstakt leyfi,
Brot á lögunum og reglu-
gerðinni varða alt að 100 þús-
und króna sektum, eða fang-
þlsi, ef miklar sakir eru.
í útflutningsnefnd hafa þess-
ir verið skipaðir:
Richard Thors framkvæmda-
^stjóri, Jón Árnason framkv,-
stjóri og Finnur Jónsson alþm.
í ráði var að fjölga í nefnd-
inni upp í 5 menn og verður
ákvörðun tekin um það 1 dag.
<\ ^ ^ ^
Ægir bjargar
skipi
\i arðskipið JEgir kom til Akur-
® eyrár á mánudagskvöld með
síldveiðiskipið Lappen frá Berg-
en. en það strandaði á Melrakka
sljettu fyrir hálfum mánuði.
Hefir skipið legið mannlaust á
strandstaðnum síðan.
JEgir dró skipið á flot, dældi
nr því sjó og flutti til Akurevrar.
I skipinu er nokkuð af tunnum
og salti. Sltipið er um 700 smá-
lestir að stærð. (FTJ)
urskaupunum frá þeim, er þeir.son 380 tn., Fjölnir 440 tn. og
kaupa hjá. \ Síldin 280 tn. Síldin veiddist í
I lok hvers mánaðar fá menn mynni Hrútafjarðar.
aflienta nýja seðla fyrir næsta' Þá voru einnig saltaðar í
mánuð, en skila um leið stofnum Djúpuvík í fyrrinótt 414 tunnur,
eldri seðla. sem m.b. Gulltoppur veiddi á svip
----- ; nðum slóðum.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU . ^ „
Hðmarksverð enn óðkveðið
ð fsfiskinum
Samningar um tryggingar og stríðs-
hættuþókoun sjómanna
OVÍST er það með öllu enn, hvort fært verður
að senda íslensku togarana á ísfiskveiðar.
Ber margt til þess, að ekkert verður með
vissu um það sagt.
Hreindýrin hans
Matthíasar Ein-
arssonar
1 jl rá því var skýrt hjer í vor,
* a'Ö öm flugmaður sótti 4
hreindýrakálfa austur á Hjerað
fyrir Matthías Einarsson lækni
og flaug með þá vestur á Þing
vallavatn.
Matthías á sumarbústað ná-
lægt Arnarfelli. Hefir hann sett
girðingu um fellið til þess að
hreindýrin sjeu þar geymd.
Vorið 1938 Ijet Matthías gera
tilraun til þess að ná í hrein-
dýr austur á öræfum. En sú til-
raun mistókst þá. í vor hand-
sömuðu veiðimenn 5 hreindýra-
kálfa á öræfunum. En einn
þeirra drapst, þrátt fyrir var-
færna meðferð. Höfðu veiði-
menn mjólk með sjer, og blönd-
uðu mjólkina að sögn þannig,
að hún yrði sem iíkust hrein-
dýramjólk að efnasamsetningu.
Ferðin með kálfana í flug-
vjelinni gekk vel, eins og fyr
hefir verið frá skýrt. Og síðan
þeir komu í Þingvallasveitina
hafa þeir dafnað ágætlega. —
Þetta eru 3 tarfar og ein kvíga.
Eru dýrin eins gæf eins og
heimagangar, þau fá altaf
mjólk. Þarf ekki annað en kalla
á þá í matinn til þess að þau
komi hlaupandi. Halda þau sjer
yfirleitt nálægt mannabústöðum
enn sem komið er.
Einkennileg
ráðsmenska
Finnur Jónsson formaður
Síldarútvegsnefndar skýrir
frá því í Alþýðublaðinu í gær,
að fyrirframsamningurinn um
söiu matjessíldar til Ameríku
hafi, verið með styrjaldarfyrir-
vara, en aðrir ekki.
Virðist það einkennileg ráð-
stöfun, að hafa slíkan fyrir-
vara aðeins á Ameríkusíldinni,
en ekki á þeirri síld, sem seld
var t. d. til Póllands og Þýska-
lands. Rjett eins og nefndin hafi
óttast, að Ameríka lenti í stríði,
en hin löndin ekki.
★
Nefndin, sem eigendur mat-
jessíldar kusu í fyrrakvöld,
höfðu fund með síldarútvegs-
nefnd í gær. Síldarútvegsnefnd
svaraði því, að nú rjeði útflutn
ingsnefnd öllu þessu viðvíkj-
andi.
Fyrst er það, að reynsla er
harla lítil um það enn, hve mikil
hætta vrði í slíkum ferðum. Um
vátryggingu á skipum og mönn-
um er líka óvíst. Og ekkert held-
ur vitað um það, hvað togarar
gætu fengið til heimferðarinnar,
kol og þessháttar.
En ekkert af þessu er hægt að
taka til alvarlegrar athugunar
fyr en fengin er vitneskja um
það, hvaða söluhorfur éru í Eng-
landi um þessar mundir. Ráðgert
er að setja þar hámarksverð á
fiskinn. En hvernig það verðm’,
veit enginn enn. Vera má, að fisk-
verðið verði ákveðið þar svo lágt,
að ekkert vit sje í því að hugsa
til slíkrar veiði og söluferða. Því
kostnaður við siglingar til Eng-
lands verður svo miklum mun
meiri en venjuléga, að fiskverðið
þarf að vera langtum hærra en á
friðartímum til þess að slíkar ferð
ir komi til mála.
Oákveðið er am kaupkjör sjó-
manna í slíkum ferðum.
Hefir blaðið spurt Kjartan
Thors formann togaraeigendafje-
lagsins hvernig þáð mál stæðh
Hann skýrði svo frá:
Kaupsamningur togaraeigenda
og sjómanna er óbreyttur sem
kunnugt er frá gerðardómsúr-
skurðinum, er kveðinn var upp f
mars 1938. Sá samningur gilti til
áramóta þá, og var hann fram-
lengdur með gengislögúnum í vor.
I þeim samningi eru ákvæði um,
það, að sjómenn skuli trygðir
gegn stríðshættu, og er trýgging-
arupphæðin jöfn á hvern mann,
án tillits til þess, hvaða kaup
hann hefir eða hvaða verk hann
vinnur.
Ennfremur er svo ákveðið í
samningnum, að kaupuppbót skuli
greidd til allra, sem samningur-
inn nær til, á meðan siglt er um
stríðshættusvæðið og sje uppbót
þessi greidd með dagpeningum.
En vegna þess hve óvíst er um
þetta alt, hafa engar umræður
farið fram um það, hve dagpen-
ingar þessir verði háir.
Andreas Oldenburg, ráðherra í
París, er nýlega látinn. Fjekk
hann lungnabólgu á ferðalagi |til
Fontainebleau, en þar ætlaði
hann að dvelja sjer til hressing-
ar, þar sem hann var veikur af
alvarlegri taugabólgu. Oldenburg
var 62ja ára að aldri. — Sendi-
lierrafrjett.
Atvinnu- og viðskiftamálaráð
Dana boðar hámarksálagningu og
skömtun á brauði og eldsneyti.
Þá verður framkvæmd birgðataln-
ing í landinu, einkum á liverskon-
<ar olíum, stéinolíu, bensíni, kol-
urn og koksi. — Sendiherrafrjett.