Morgunblaðið - 23.09.1939, Síða 4

Morgunblaðið - 23.09.1939, Síða 4
4 Laugardagur 23. sept. 1939. Ellilaun og ©rorkustyrkur. Unnsækjendur eru ámintir um að hafa skilað umsókn- um sínum fyrir lok þessa mánaðar hingað á skrifstofuna, eða í Goodtemplarahúsið, þar sem aðstoð við útfyllingu er veitt kl. 2—5 hvern dag. Borgarstjórinn í Reykjavík, 22. sept. 1939. Pfetur Halldórsson. X-RAD 4B/1-50-50 LEVER BROTHERS, PORT SUNLIGHT, LIMITED, ENGLAND. 1 jeg helt að sloppurmn hans Páls væri hvítur, þar til jeg bar hann saman við vasaklútinn þinn, sem þveginn var úr Radion. Það þarf ekki annað en bera þvott þveginn úr Radion sam- an við það, sem þvegið er úr venjulegum sápum og duftum til þess að sjá, að Radion þvegið veröur hvítast af öll- um þvotti. Ástæðan að Radion hreinsar best er sú, að efna- blöndunin í því er gerð á sjer- stakan hátt, þannig að það hreinsar betur óhreinindi og bietti en nokkurt annað þvottaefni. Sími 1380. LULA BILSTÖÐINEr °°kin,is stór UPPHITAÐIR BÍLAR. MORGUNBLAÐIÐ Notalegt að eíga Vílhjálm Stefánsson að Hörður Bjarnason arkitekt segir frá Ameríkuför Hörður Bjarnason arki- tekt og frú hans komu heim með Esju. Fór Hörður til Bandaríkjanna, að af- loknu skipulagsþinginu í Stokkhólmi í sumar. Hann var mánuð í Ameríku, fór til Chicago, Washington og Detroit, en var lengst í New York, leitaði sjer fróðleiks um byggingarmál, bæði á sýningunni miklu, og eins um borgina. Það er notalegt fyrir Islend- inga, sem til New York koma sagði Hörður við blaðið í gær, að hitta þar Vilhjálm Stefáns- son. Hann er altaf boðinn og búinn að greiða götu landa, sem til hans leita. Og hann á auð- velt með það, því hann þekkir áhrifamenn allra stjetta og al- staðar þar vestra, og alltr vilja þeir fara að tilmælum hans. Fyrir hans tilmæli komst jeg í kynni við marga menn, sem á skömmum tíma ljetu mjer í tje hinar glegstu upplýsingar um byggingamál. Er mikið að læra í skipulags- málum þar vestra? New York búar eru ekki komnir langt í þeim efnum. Borgin er að vísu eins og allir vita skipulega bygð. En hún er of þéttbýl, margir borgarhlut- ar orðnir altof óheilnæmir verustaðir fyrir vikið. Á sýningunni er mjög margt að sjá og læra um bygg- ingarmál. Þó maður sje var vik- um saman er altaf nóg að skoða nýtt og nýtt, og mun jeg víkja að því frekar síðar, þegar tími vinst til. En af skipulagi bæja lærði jeg mest á smáborgum er bygst hafa utan um stór iðnfyrirtæki, þar sem öllu er vel fyrir komið og fyrir öllu sjeð. Eins var mjög fróðlegt að sjá verka- mannahverfin nýju í útjöðrum stórborganna, hin svonefndu grænu belti, þar sem bygðar eru smá íbúðir í strjálbygðum hús- um, 8 íbúðir mest í hverju húsi. Hvernig leist yður á íslensku sýninguna? Prýðilega. Þar er öllu svo vel fyrir komið að ekkert, sem þar er sýnt fer framhjá gestunum. Jeg varð var við það, að sýn- ingin hefir praktiska þýðingu fyrir okkur. Eitt sinn er jeg kom inn á skrifstofu Vilhjálms Þór, var þar t. d. amerískur kaupsýslumaður. Hann sagði: Áður en jeg sá sýningu ykkar, vissi jeg ekkert um Island. Nú veit jeg að þar býr menningar- þjóð. Jeg veit- hvað hún fram- 75 ára afmæli Vigdís Vigdís Jónsdóttir Magnúsdóttir T dag, 23. sept.; verður ekkjan -*■ Vigdís Jónsdóttir frá ísafirði, nú til heimilis á Grettisgötu 53 hjer í bænum, 75 ára. Vigdís er fædd í Arnardal í Norður-ísafjarðarsýslu 23. sept. 1864. Foreldrar hennar voru Jón Sæmundsson bóndi þar og kona hans Þóra Magnúsdóttir, frá Meirihlíð í Bolungarvík. Árið 1887 giftist hún Jóni Þórð- arsyni, syni Þórðar Jónssonar bónda á Kistufelli í Borgarfirði Jónssonar bónda á Gullberustöð • um í Lundareykjadal, og fyrstu konu (Þórður var þrígiftur) Þórð ar, Guðríðar Þorvaldsdóttur frá Stóra-Kroppi, Jónssonar frá Deild- artungu. Eignuðust þau hjónin, Jón og Vigdís, 9 börn, 5 syni og fjórar dætur, og eru 6 af börnum þeirra enn á lífi, 2 synir og dæt- urnar allar fjórar. En þau eru: Þórður, múrari á ísafirði, giftur Elínu Jónsdóttur, ljósmóður þar, Finnur, fluttist til Canada 1911, Þóra G. Jónsdóttir, gift Carl Löve, fyrrum skipstjóra, nú til heimilis á Bergþórugötu 23, Petrína, gift Filippus Bjarnasyni úrsmið, til heimilis á Grettisgötu 53, Guðrún, gift Boga Jóhannessyni, Hring- braut 63, og Jóna, gift Jóni Norð- fjörð, leikara á Akureyri, en þrír synir þeirra eru látnir, þeir Jak- ob og Ólafur, sem Ijetust upp- komnir (hinir efnilegustu menn) og Björn, sem Ijest í æsku. Þau hjónin, Jón og Vigdís bjuggu fyrstu 6 hjúskaparár sín á ísafirði, en vorið 1893 fluttust þau að Horni í Arnarfirði og bjuggu þar í 6 ár, en þaðan fluttu þau vorið 1899 að Laugabóli í Arnarfirði og bjuggu þar í 10 ár, en brugðu þá búi og fluttu til Bíldudals og áttu þar heima hálft, annað ár, en fluttu þá til ísa- fjarðar aftur og bjuggu þar, þar til Jón andaðist þar 9. júní í sum- ar, í hárri elli, nær 95 ára gam- all, en þá fluttist Vigdís hingað til Eeykjavíkur til Filippusar Bjarnasonar úrsmiðs og dóttur sinnar Petrínu, á Grettisgötu 53, eins og áður er sagt. Þrátt fyrir háan aldur er Vig- dís hin ernasta, og frá á fæti, ut- an liúss og innan, og heldur enn góðri sjón og heyrn, — hefir ekki notað gleraugu til lesturs, fyr en nú eftir að hún fluttist hingað til Reykjavíkur, að hún þá fyrst fjekk sjer gleraugu. ( Nú á 75 ára afmæli gömlu kon- unnar vilja því bæði börn hennar, tengdabörn og barnabörn — á- samt hinum mörgu vinum hennar og kunningjuin — nota þetta sjerstaka tækifæri, 75 ára afmæl- ið, til að óska henni allra heilla og hamingju á ólifuðum æfistund- um, um leið og þau þakka henni ástúð hennar og umhyggju á liðn- um æfidögum. Reykjavík, 23. sept. 1939. L. CC ara er r frú Vigdís / sJ Magnúsdóttir, Vesturgötu 36. Hún er fædd í þessum bæ og hjer hefir hún átti heimili sitt alla tíð. Foreldrar hennar voru hin stór- merku hjón, Magnús Vigfússon útvegsbóndi á Miðseli og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, Þórðar- sonar borgara frá Hlíðarhúsum hjer í bæ. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum þar' til hún giftist, rúmlega tvítug, Jóni sál. Þórðarsyni skip- stjóra, hinum ötula dugnaðar- og aflamanni. Þau eignuðust 5 börn, sem ölt eru uppkomin og gift, og eru barnabörn hennar orðin yfir 20,. mörg af þeim eru uppkomin, og lifir hún ánægjulegu lífi meðal barna, tengdabarna og bama- barna. Hún misti mann sinn eftir 12 ára farsæla sambúð, frá börnum þeirra 5 í ómegð, og var það þung raun. Þá reyndi mjög á þrek hennar og dugnað, eins og að líkum læt- ur, en hin sterka trú á æðri xnátt studdi hana þá sem oftar. Svo vil jeg fyrir hönd vina hennar óska lienni og ástvinunum allrar blessunar guðs og að æfi- kvöld hennar megi verða henni sæluríkt og bjart. Gamall vinur. Grand Hotel Kobenhavn t t t t t ❖ % stöðinni gegnt Frelsis- X f f f f f t f f f f f f v f V Margar íslenskar fjölskyldur dveljast þar. rjett hjá aðal jáimbrautar- styttúnni. öll herbergi með síma og baði. Sanngjarnt yerð. Húseignir. Þeim, sem ætla að kaupa húseign- ir, skal bent á það, að nú eru síð- ustu forvöð að kaupa hús með lausum íbúðum 1. október. Venga ófriðarástandsins eru ó- venjulega fá hús á boðstólum, og ættu þeir, sem vilja kaupa hús, ekki að draga það. Lárus Jóhannesson, hæstarj ettarmálaf lutningsmaður, Suðurgötu 4. Símar 4314 og 3294. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.