Morgunblaðið - 24.09.1939, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.09.1939, Qupperneq 8
JPtoqgmtÚ&fód Sunnudagur 24. sept. 1939.-. ‘&Z£á*fnnin*juv Orczij barónessa: ElÐUJilTJTl VENUS SKÓGLJÁI mýkir le6rið og gljáir skóna af- burða vel. Þ|er gelið|byr)að «ð fylgjast með i dag. — 20. dagur. aiimimmiiiiiiiiiiiimiiniiiuinmiiiiminiiiiiiiiiimiiHiiiimnimiimmtmnml immunimmimnmmimiimiimimmiimimiiiimiiiiiimiimmiimimmiimii VENUS-GÓLFGUÁI afburðagóður og fljótvirkur. Ávalt í næstu búð. NQKKUR BÖRN er hafa góða söngrödd, geta komist í barnakór. Upplýsing- ar í síma 3749. BETANÍA. Almenn samkoma í kvöld kl. 8%. Ræðumaður Jóhannes Sig- urðsson. Allir hjartanlega vel- komnir. K.F.U.M. og K. Hafnarfirði. Almenn samkoma í kvöld kl. 8%. Cand. theol Ástráður Sig- ursteindórsson talar. Allir vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN Samkomur í dag: Kl. 11, 4 og Sy%. Sunnudagaskóli kl. 2. Kapt. Andresen og Solhaug o. Ti. — Velkomin! FILADELFIA, Hverfisgötu 44. Samkomur á sunnudaginn: Kl. 4 é. h. prjedikun, kl. sy% vakn- ingarsamkoma, söngur og hljóð færasláttur. Allir velkomnir. Sunnudagaskólinn byrjar kl. 1.1 fyrir hádegi. FRIGGBÓNIÐ FÍNA, er bæjarins besta bón. SLYSAVARNAJELAGIB, akrifstofa Hafnarhúsinu við (Jeirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árs- tiilögum o. fl. BESTI FISKSÍMINN er 5 2 7 5. L O. G. T. ST. FRAMTÍÐIN NR. 173. Fundur í kvöld kl. 8,30. — Kennarakvöld, 3 kennarar ann ast fundinn. MATSALA mín byrjar 1. október í Thor- V ' valdsensstræti 6 (gamla apó- tekinu). Þeir, sem vilja panta fæðí, hringi í síma 5105. - Guðrún Eiríksdóttir. FÆÐI fæst á Vatnsstíg 4. niðri. 70 krónur á mánuði. FUNDIST HEFIR hjól undan bíl í Hafnarfjarðar- hrauni. Geymt hjá hreppstjóra Garðahrepps. Sími 9320 A. MIG VANTAR lítið húsnæði. Pjetur Sigurðsson, Hlera- og rúllugerðin, sími 3820 1 HERBERGI OG ELDHÚS til leigu á Reynimel. Uppl. í síma '5407, kl. 1—3 e. h. 4 HERBERGI, ELDHÚS og bað til leigu frá 1. október. Upplýsingar Leifsgötu 18, I hæð Þaff, sem skeff hefir í sögunni: Juliette frönsk hertogadóttir, er hef- ir svarið föður sínum þess eið fyrir 10 árum að hefna sín á Deroulede, fyrir að hafa vegið bróður hennar í einvígi, verður fyrir aðsúg af skrílnum í París eftir stjómarbyltinguna og er bjargað inn í hús Derouledes þjóðþingsfull- trúa. Hann fær ást á henni, en hún heyrir á samtali hans og Rauðu akur- liljunnar (Sir Percy Blakeney) að hann ætlar að reyna að bjarga Marie Antoinette úr fangelsinu og skrifar frönsku stjórninni ákæru á hendur hon- um. Sama dag kemur Merlin sendi- maður byltingamefndarinnar og gerir húsrannsókn hjá Deroulede. Juliette, sem iðrast eftir illverkið og er farin að elska Deroulede tekst að fela skjala-| tösku Derouledes í sæti sínu. Hann dæmdi aðra eftir sjálfum sjer og bjóst því við, að hinn vin- sæli þirtgfulltrúi myndi æsa lýð- inn upp á móti sjer fyrir þá með- ferð, sem hann hafði orðið að sæta. Þó þóttist Merlin þess full- viss, að Deroulede væri sekur og einliversstaðar væri að finna sönnunargögn fyrir svikum hans. Hann sneri sjer að Juliette með spurnarsvip í litlum og lymsku- legum augunum. Hún ypti öxlum og gaf honum bendingu, eins og vildi hún segja: „Það eru fleiri herbergi í þessu húsi. Þjer verðið að leita betur“. Merlin hafði staðið á milli henn- ar og Deroulede, svo að hann sá ekki það, sem þeim fór á milli. „Þjer eruð kænn, Deroulede borgari“, sagði Merlin og sneri sjer að honum. „Og hafið án efa falið skjölin vel. En eins og þjer getið ímyndað yður, látum við okkur ekki nægja að leita ein- göngu í vinnuherbergi yðar, og jeg vona, að yður sje það ekki á móti skapi, að við lítum inn í önn ur herbergi“. „Eins og þjer viljið“, svaraði Deroulede þurlega. „Þjer komið með okkur, Derou- lede borgari“, sagði hinn. Hermennirnir stiltu sjer upp fyrir utan dyrnar og Merlin gaf U N GLIN GSSTÚÍLKÁ sem getur sofið heima, óskast til ljettis á fáment heimili. Upp- lýsingar í síma 1697. UNG OG ÁBYGGILEG stúlka óskar eftir góðri at- vinnu. Tilboð merkt: „Ábyggi- leg“, leggist inn á afgreiðsluna fyrir 1. okt. Jtiwfisáajtue VIL KAUPA lítið notaða saumavjel (hand- snúna). Upplýsingar í síma 1788 milli kl. 6—7 í kvöld. ÍSLENSK FRÍMERKI kaupir hæsta verði Gísli Sig- urbjörnsson, Austurstræti 12 (1. hæð). KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Simi 3594. STÚLKA frá góðu heimili óskar eftir ráðskonustöðu 1. október. Uppl. í síma 4954. SAUMASTOFAN DYNGJA Suðurgötu 2, saumar allan ís- lenskan búning og fleira. — Sími 2461. VETRARSTULKA óskast á búið í Viðey. Gæti haft með sjer stálpað barn. — Upplýsingar í síma 1949. SAUMUM allskonar undirfatnað. — Líf- stykkjagerðin, Aðalstræti 9. DUGLEGUR MAÐUR óskar eftir atvinnu. Kaup eft- ir samkomulagi. Tilboð merkt: „Reglusamur", sendist af- greiðslu blaðsins. Tek að mjer HREINGERNINGAR. Vönduð vinna. Sími 5133. GERI VIÐ saumavjelar, skrár og allskonar heimilisvjelar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635. JWEÐALAGLÖS, FLÖSKUR, Fersólglös, Soyuglös og Tómat- flöskur keypt daglega. Sparið milliliðina og komið beint til okkar ef þið viljið fá hæsta verð fyrir glösin. Við sækjum heim. Hrlngið í síma 1616. — Laugavegs Apótek. ÞORSKALÝSI Laugavegs Apóteks viðurkenda meðalalýsi fyrir börn og full- orðna, kostar aðeins 90 aura heilflaskan. Lýsið er svo gott, að það ínniheldur meira af A- og D-fjörefnum en lyfjaskráin ákveður. Aðeins notaðar ster- ilar (dauðhreinsaðar) flöskur. Hringið í síma 1616. Við send- um ura allan bæinn. SOKKAVIÐGERÐIN, Hafnarstræti 19, gerir við kven- sokka. Fljót afgreiðsla. — Sími 2799. Sækjum, sendum. OTTO B. ARNAR, löggíltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. HÚSMÆÐUR. Látið Jón og Guðna annast hausthreingerningarnar. Það reynist best. Sími 4967. HREINGERNINGAR leysum best af hendi. Guðni og Þráinn, sími 2131. BARNAFATNAÐUR prjónaður, heklaður, saumaður. Sokkaprjónastofan, Bræðraborg arstíg 15. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð- mundsson, klæðskeri, Kirkju- hvöli. REYKHÚS Harðfisksölunnar við Þvergötu, tekur kjöt, fisk og aðrar vörur til reykingar. Fyrsta flokks vinna. Sími 2978. Deroulede merki um að ganga á milli þeirra. En áður en hann gekk sjálfur á eftir, staðnæmdist hann á þrepskildinum, sneri sjer að Juliette og sagði: „Hvað yður viðvíkur, skuluð þjer liafa það í liuga, að illa fer fyrir yður, ef þjer hafið gabbað okkur. Farið ekki út úr húsinu, fyr en við komum aftur. Jeg þarf ef til vill að leggja nokkrar spurn ingar fyrir yður“. XIII. kapítuli. Flækja. T uliette beið, þangað til hún j heyrði ekki fótatak þeirra lengur. Hún hafði aðeins fáeinar mín- útur til þess að komast úr þeirri flækju, sem hún hafði flækt sig og manninn, sem hún elskaði, í. Hún vissi, að Merlin og menn hans myndu brátt koma aftur, og þá gat hún ekki haldið áfram að leika þetta hlutverk. En á meðan hin óheillavænlega taska var í vinnuherbergi Derouledes, var hann í yfirvofandi hættu. • Fyrst datt henni í hug að fela töskuna á sjer, en hætti við það sem þýðingarlaust, og ákvað að komast burt úr herberginu með hana. Af henni mátti ekkert verða eftir, ef hreinsa átti Deroulede af öllum grun. Hún stóð á fætur og gægðist fram í ganginn. Þar var engin manneskja. En uppi á efri hæð- inni heyrði hún greinilega þungt fótatak hermannanna og hæðnis- hlátur Merlins. Hún lagði við hlustirnar og reyndi að heyra hvað fram fór. Hún heyrði, að þeir voru inni í svefnherbergi Derouledes, sem var inst vinstra megin við stig- ann. Ef til vill gat hún komið því í framkvæmd, sem hún ætlaði sjer. Hún faldi töskuna í fellingun- um á pilsinu sínu. Nú var að hrökkva eða stökkva. Að vísu var henni voðinn vís, ef hermennirnir mættu henni í stiganum. En hins- vegar var ekki betra að þeir kæmu að henni aftur í vinnuher- bergi Derouledes. Hún ákvað því að hætta á að komast út. Hún læddist hljóðlega út úr erberginu og upp stigann. .Hún komst ósjeð upp á stigapall- inn, beygði til hægri og hljóp inu í herbergi sitt. En hún hafði varla lokað á eftir sjer hurðinni, þegar hún heyrði að Merlin skipaði mönnunum að halda vörð við stig- ann. Petronelle hafði verið önnum kafin við að láta niður í ferða- töskurnar. Nú sat hún sofandi í hægindastól og hraut hin róleg- asta, án þess að hafa hugmynd um hvað á gekk í húsinu. Juliette gaf henni engan gaum. Hún flýtti sjer eins og hún gat að ná sjer í flugbeitt skæri og risti töskuna upp eftir endilöngu. Áður en leið á löngu lágu öll skjölin á borðinu fyrir framan hana, og hún þurfti ekki annað en líta á þau, til þess að sjá, að þau gátu verið fellandi fyrir De- roulede, ef þau fyndust. Hún hafði að vísu ekki tíma til þess að lesa þau, en hún var þess fullviss, að lífi hans var hætta búin, ef hún gæti ekki komið þeim fyrir katt- arnef. Hún tók öll brjefin saman, reifT sum þeirra í tætlur og setti þaua í öskuskúffuna fyrir framan ofn- inn, sem var úti í einu horninm. Til allrar ógæfu var heitur ágúst- dag^ir og því ekki kveikt upp, enr.. Juliette var ákveðin í því að brenna brjefin og frelsa Derou— lede hvað sem það kostaði. A þilinu fj’rir ofan rúmið henn— ar hjekk lítil mynd af Maríu mey með Jesúbarnið, og fyrir framan> hana var lampi, sem stöðugt var ljós á. Juliette tók hann varlegæ niður, helti olíunni yfir brjefin og- bar síðan logandi kveikinn að þeim. Þau fuðruðu fljótt upp og sviðalyktin vakti Petronelle- gömlu, sem hrökk upp með and- fælum. „Þetta er ekkert alvarlegt„ Petronelle“, sagði Juliette rólega. „Jeg er að brenna göniul brjef, en vil gjarna vera ein dálitlai stund. Yiltu fara fram í eldhús. og vera þar, þangað til jeg kalla^ á þig?“ Gamla konan var vön að gera, það, sem hin unga húsmóðir hcnn- ar bauð og stóð strax á fætur. „Jeg hefi lokið við að setja nið- ur í ferðatöskurnar, væna mín. En hversvegna ljestu mig ekki brenna brjefunuin1? Nú óhreinkar þú litlu fallegu hendumar þín— ar“. „Þei, þei, Petronelle“, sagði’ Juliette óþolinmóðlega og ýttl! Petronelle mjúklega út að dýrun- um. „Flýttu þjer nú, Petronelle.. En heyrðu! Þú mætir kannske her~ mönnum —“. „Hamingjan góða! Hermönn— um!“ hrópaði gamla konan. „Já, þú þarft ekkert að óttast, En þeir leggja kannske einhverj- ar spurningar fyrir þig“. „Spurningar!“ „Já, um mig!“ „Hafa þessir djöflar gert þjer ilt — —“, byrjaði gamla konan óttaslegin. „Nei, nei, en þú veist, að á þess- um tímum er altaf hætta á ferð- um“. „Guð komi til!‘ ‘ „Ef þú verður róleg og gerir eins og jeg segi þjer, er öllu ó- hætt. Farðu nú niður í eldhús og ■ vertu þar, þangað til jeg kalla á þig“- Meðan hún talaði við Petron- elle hafði hún ekki augun af brjef- unum, sem smátt og smátt breytt- ust í ösku. En sum brjefin voru úr þykk- um pappír og brunnu seint. Petronelle staðnæmdist við hurð ina og horfði á Juliette. Henni varð starsýnt á hana. Hún var ó- venju föl, en undur fögur í sorg sinni og þjáningu og augun ljóm- uðu, eins og sæi hún æðri sýn. Þegar Petronelle opnaði hurð- ina, kom vindsúgur og slökti síð- asta neistann í öskuskúffunni, en kveikurinn var brendur upp tií agna, þar sem olían var þrotin. Juliette athugaði pappírssneplana, sem enn voru óbrunnir. Til allrar hamingju var skriftin orðin ólæsi- leg og ekkert að sjá, sem orðið gæti Deroulede að sök. Enda gat Juliette nú ekki kveikt eld aftur. Og vonlaust var að hún gæti eyði- lagt töskuna. Framh..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.