Morgunblaðið - 21.10.1939, Page 8
8
Laugardagur 21. okt. 193St.
BBÐBBUiumuiimmnmmni
HBUiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiMiiiiHiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiiiiiiiiiiiiiimmmummuimnmiiiiimiiiimmimimimiiiiiiiiiiiiinmniiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi
Orczij barótiessa: EtÐUHlTlTl
■—IIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIII
F R A M II A L'D SSAGA
u
ðiiiiiiiiiiiiiinnmiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiðiiiaiiiiimiiiiit
Palais de Justice var umkringt
af æpandi og grenjandi skríl, sem
hafði lokið brennivínsbirgðunum
í kránum í kring, og beið nú úti í
rigningunni, áfjáður í að svala
bræði sinni á manninum, sem nú
var hataður, eins og hann hafði
áður verið tilbeðinn. Það úði og
grúði af fólki, mönnum, konum
og jafnvel börnum fyrir utan aðal-
dyrnar á Palais de Justiee, neð-
fram ánni, alveg upp að Pont au
CJhange og alla leið að Luxem-
bourg, sem nú var orðið að fang-
elsi. Þangað átti án efa að fara
með fangana.
Meðfram ánni, beint á móti Pa-
lais de Justice, voru staurar, sem
komið var upp eins og gálgum,
með hundrað metra millibili, og á
þeim hjengu um átta fet frá jörðu
ósandi lýsislampar.
Emn þeirra hafði verið rifinn
niður og í.staðinn fyrir hann fest
þar upp kaðli með lykkju á end-
anum.
Hringinn í kringum þessa gerfi-
gálga sátu konur á hækjum sínum
í forinni. En mennirnir voru óró-
legir og þutu fram og aftur milli
brúarinnar og Rue de Palais. Þeir
óttuðust, að bráðin myndi sleppa
þeim úr greipum, svo að þeir
fengju ekki svalað hefndarþorsta
sínum;.
Lenoir gnæfði sem fyr yfir fjöld
ann og æsti fólkið upp, hvatti
mennina, kallaði til kvennanna og
Ó1 á hatrinu, þar sem það virtist
vera í rjenun.
KÍolamokarinn, sem kominn var
til Parísarborgar frá einhverjum
•fitk'jálka landsins, virtist hafa sett
sjfer það markmið að æsa hinn óða
skríl til þess að koma fram hræði-
legum hefndum á Paul Deroulede
«g Juliette Marny.
l>egar Deroulede koin út, fjell
birtan frá Ijóskerinu fyrir ofan
huijðina beint í andlit honum, og
þeir, sem fremstir stóðu, þektu
hann strax. Óðara rigndi niður yf-
ir þann formælingunum og ógn-
andi hendur voru rjettar fram á
móti honum.
Það var eins og fólkið langaði
til þess að rífa hann í sig.
Hann hörfaði svolítið aftur, þeg-
ar svalt og vott loftið alt í einu
kom í andlit hans, en síðan gekk
hann rólega upp í kerruna, og
Juliette á eftir.
Hinn sterki vörður lífvarðar
með Santerre borgarstjóra og
trumbuslagara hans tvo í broddi
fylkingar, áttu fult í fangi með að
halda skrílnum í skefjum. Ríkis-
stjórnin bannaði, að gert væri út
af við afbrotamenn á strætum úti.
Hin opinbera aftaka fanganna á
Place de la Révolution og akstur-
inn í kerrunum var talið holt for-
dæmi fyrir aðra.
Borgarstjórinn í París, Santerre
borgari, hafði gefið mönnum sín-
unii skipun um að nota byssu-
stingina miskunnarlaust og ljet
trumbuslagarana slá trumbur sín-
ar í sífellu til þess að æra lýðinn
og koma í veg fyrir það, að De-
roulede færi að ávarpa fólkið.
Sjónarvottur þessara minnis-
stæðu atburða hefir sagt svo frá,
að einu sinni hafi Deroulede rjett
sem snöggvast litið upp með eftir-
væntingarsvip, staðið upp í kerr-
unni og einblínt í gegnum myrkr-
ið, eins og byggist, hann við að
sjá eitthvað andlit eða heyra ein-
hverja röddu.
Nú ók kerran út á opna götu
og þá varð öllu erfiðara fyrir
hermennina að halda uppi reglu,
er ekki naut lengur skjóls af múr-
veggjum hallargarðsins. Og með
hverri mínútunni sem leið varð að-
staða hermannanna erfiðari. Lýð-
urinn, sem hafði látið telja sjer
trú um, að hann hefði völdin, fylt-
ist ofsalegri reiði yfir því, að her-
mennirnir skyldu taka fram fyrir
hendurnar á honum.
Hin æðisgengnu óp hans yfir-
gnæfðu trumbusláttinn og þegar
kerran ók af stað var eins og alt
ætlaði um koll að keyra. Fólkið,
sat um kerruna og ógnaði her-
mönnunum, sem vörnuðu því að
komast að bráðinni.
Það heimtaði dauða yfir föng-
unum, og nú virtist ekkert geta
bjargað Juliette og Deroulede frá
hræðilegum dauðdaga.
„A mort! A mort! A la lanterne
les trautres!“ hrópaði skríllinn í
sífellu.
Santerre, sem var orðinn hás af
hrópum, vissi ekki sitt rjúkandi
ráð. Hann hafði sent mann til
næstu liermannabúða eftir liðs-
styrk, en það gat orðið bið á því,
að hann kæmi. Og á meðan urðu
menn hans örmagna.
Lýðurinn varð æ æstari með
hverri mínútunni sem leið og gat
á hverri stundu ruðst í gegnum
fylkingarnar.
Dá var það, að einhver tók alt
í einu virðulega í handlegg
hans.
Að baki honum stóð lífvarðar-
foringi — þó ekki einn af hans
mönnum — og rjetti honum lítinn,
samanbrotinn pappírsmiða.
„Dómsmálaráðherrann sendi mig
með þetta“, hvíslaði hermaðurinn.
„Þingmennirnir hafa fylgst með
óeirðunum úr rjettarsalnum, og
segja, að nú megi ekki mínúta
fara til spillis“.
Santerre tók við miðanum af
hermanninum. Hann flýtti sjer að
brjóta hann upp og las hann í birt-
unni, sem lagði frá litlu ljóskeri
í kerrunni.
Þegar hann hafði lesið miðann
færðist ánægjusvipur yfir andlit
hans.
„Þú hefir tvo menn með þjer?“
sagði hann og bar ört á.
„Já, borgari“, svaraði hermað-
urinn og benti til hægri. „Og ráð-
herrann sagði, að þjer mynduð láta
mig fá tvo í viðbót“.
„Þú veist, að þú átt að fara með
fangana í fangelsið í Temple —1“
„Já, borgari! Merlin borgari
hefir gefið mjer nákvæmar fyrir-
skipanir. Þjer látið aka kerrunni
til baka í skugga við hallargarð-
inn. Þar stíga fangarnir úr og
jeg tek við þeim. En þjer verðið
kyr lijer með menn yðar í kring-
um tóma kerruna eins lengi og
unt er. Liðsauki mun koma yður
| til hjálpar innan skamms. Og þeg-
ar hann kemur, leggið þjer af
stað með kerruna í áttina til Lux-
| embourg-fangelsisins. En á meðan
fáum við tækifæri til þess að koma
föngunum x fangelsið í Temple“.
Maðurinn talaði í lágum og á-
kveðnum róm og Santerre var fús
til þess að hlýða honum. Hann
var feginn að eiga von á liðsstyrk
og ennþá fegnari að losna við þá
ábyrgð, sem fylgdi þessum erfiðxi
föngum.
Þokan, sem varð stöðugt; æ þjett
ari, gex*ði mögulegt að hægt var
að framkvæma þetta og trumbix-
slátturinn yfirgnæfði skipunar-
orðin.
Yagninum var nú ekið inn í
skuggann og meðan skríllinn æpti
sem hæst og heimtaði svikarann
framseldar, var Deroulede og
Juliette skipað að stíga út úr kerr-
unni. Enginn sá það, því að svarta
þoka var úti.
Framh.
stOdent kennir
tungumál |og les með nemend-
um. Uppl. í síma 5072 kl. 5—7
Englendingur einn, Mr. Seymour
Halpem á stærsta eiginhanda-
aafnasafn í heimi. Sagt er, að ein-
ustu undirskriftir stórmerkra
manna, sem hann vantar í safn-
ið, sjeu nöfn hertogans af Wind-
sor og Stalins.
★
F| egar George heitinn V. Breta-
konungur var ungur og enn
var prins af Wales, þjónaði hann
nm tíma í enska flotanum.
Einu sinni er hann var nýlega
orðinn liðsforingi, átti hann til
reynslu að stjórna sjóliðasveit.
Gamall sjóliðsforingi var einskon-
ar þrófdómari við þetta tækifæri.
Afturþilfar herskipsins var rutt,
þannig að girðingin meðfram skips
hliðxnni var tekin burt eins og
venja er við slík tækifæri.
Prinsinn byrjaði að skipa fyrir,
en það gekk ekki sem best. Gamli
liðsforinginn byrjaði að þrútna og
roðna í framan af ilsku. Að lokum
tékst prinsinum að fá sjóliðasveit-
ina í eina röð, en þegar sveitin
var keminj að annari skipshliðinni,
misti prinsinn minnið og gat ekki
komið upp einu einasta skipunar-
orði. Sjóliðarnir hjeldu áfram
göngu sinni samkvæmt síðustu
skipun, sem: prinsinn hafði gefið
og það var ekki annað að sjá en
að þeir myndu ganga beint í sjó-
inn. Þá gat gamli sjóliðsforinginn
ekki lengur á sjer setið og hróp-
aði: ;
— Þjer getið þó í það minsta
kvatt mennina, fjandinn hafi það.
★
Ameríkumaður, sem nýlega var
kominn til Afríku, bað einu sinni
negra, sem hann hitti, að vísa sjer
á baðströnd, þar ísem ekki væri
hætta á að krókódílar væru. Negr-
inn fór með manninn niður að sjó
og fullvisasði hann um, að þar
kæm-u aldrei krókódílar. Þegar
Ameríkumaðurinn var búinn að
synda, hitti hann negrann aftur
og spurði hann hvernig á því stæði,
að aldrei kæmu þarna krókódílar.
— Það er vegna þess, herra,
svaraði negrinn, að þeir eru
hræddir við hákarlana.
★
Frú Petersen var „húsbóndinn“
á heimilinu og Petersen fjekk ekki
einu sinni að opna launaumslagið
sitt sjálfur um helgar.
Einu sinni þegar frú Petersen
var að telja peningana upp úr um-
slaginu sagði hún:
— Þxx hefir kanske gaman af að
vita að þúfjekst launahækkun fyr-
ir tveimur mánuðum.
★
I dönsku blaði stendur eftirfar-
andi klausa:
— Á Islandi hefir sumarið í ár
verið óvenjulega heitt. Hitamælir-
inn hefir vogað sjer alt upp í 30
gráður á Celcius í skugga. Er það
mesti hiti í manna minnum þar í
landi.
★
— I gær sá jeg með mínum
eigin augum að þú hafðir boðið
stúlku með þjer á veitingahús.
— Jæja, þú trúir þá betur þín-
um eigin augum en mjer?
k
— Jæja, Kristófer, hefir þú
Iært nokkuð í þessum tíma?
— Nei, kennari. Jeg hefi setið
allan tímann og hlustað á yður.
NÁMSFLOKKAR
REYKJAVÍKUR
verða settir í kvöld kl. 20,15 í
Baðstofu iðnaðarmanna, Vonar-
stræti 1. Allir þátttakendur
þurfa að mæta. Ágúst Sigurðs-
son.
KENNI ÓDÝRT:
Islensku, dönsku, ensku, þýsku,
stærðfræði. Les með skólafólki.
Viðtalstími kl. 8—10. Páll
Jénsson, Leifsgötu 23, II.
_
PLÆGI GARÐA
Þeir, sem óska eftir góðri
uppskeru ,láta plægja garða
sína á haustin. Christensen,
Klömbrum, sími 1439.
HREINGERNINGAR
leysum best af hendi. Guðni og
Þráinn, sími 2131.
S%fyfnn*tujav
VENUS SKÓGLJÁI
mýkir leðrið og gljáir skóna af-
burða vel.
VENUS-GÓLFGLJÁI
afburðagóður og fljótvirkur. —
Ávalt í næstu búð.
K. F. U. M.
Almenn samkoma annað kvöld
kl. 8,30. Allir velkomnir.
FRIGGBÓNIÐ FlNA,
er bæjarins besta bón.
Jámps&ajuir
SALTVlKUR-RÓFUR
seldar í heilum og hálfum pok—
um. Góðar og óskemdar af
flugu og maðki. Nú er rjettr
tíminn að birgja sig upp, áður-
en verðið hækkar. Sendar heim.
Sími 1619.
HÆNSAFÓÐUR
blandað og varpmjöl. Heili.
Mais. Þorsteinsbúð, Grundar-
stíg 12. Sími 3247. Hringbraut.
61. Sími 2803.
KARTÖFLUR
og gulrófur frá Hornafirði og
Eyrarbakka, í heilum pokum og
smásölu. Þorsteinsbúð, Grund-
arstíg 12, sími 3247. Hringbraut
61, sími 2803.
Kaupum — seljum — Ieigjumi
ORGEL og PIANO.
Hljóðfærahúsið.
FORNSALAN, Hverfisgötu 49‘
selur húsgögn o. fl. með tæki-
færisverði. Kaupir lítið notaða^
muni og fatnað. Sími 3309.
SPARTA DRENGJAFÖT
Laugaveg 10 — við allra hæfi.
HARÐFISKSALAN,
Þvergötu, selur saltfisk nr. 1,,.
2 og 3. Verð frá 0,40 au. pr..
kg. Sími 3448.
DÖMUFRAKKAR
ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð--
mundsson, klæðskeri, Kirkju-!-
hvöli.
BLÓMLAUKAR
og rabarbarhnausar. -
Schröder. Sími 4881..
Jók.
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, whiskypela,.
gliis og bóndósir. Flöskubúðin„
Bergstaðastræti 10. Sími 5395.
Sækjum. Opið allan daginn.
ÞORSKALÝSI
Laugavegs Apóteks viðurkenda
meðalalýsi fyrir börn og full-
orðna, kostar aðeins 9Þ aur&
heilflaskan. Lýsið er svo gott,,
að það Inniheldur meira af
og D-fjörefnum en lyfjaskráim
ákveður. Aðeins notaðar ster^
ilar (dauðhreinsaðar) flöskurí.
Hringið í síma 1616. Við send~
um ura allan bæinn.
UPPLÝSINGASKRIFSTOFA
STÚDENTARÁÐSINS,
Garði, útvegar kennara í ýms-
um greinum. Opin: mánud.,
miðv.d., föstud. kl. 6—7 e. h. 1
KALDHREINSAJEÞ *,)
þorskalýsi sent um allan Bæ.-
Björn Jónsson, Vesturgötu 28-
Sími 3594.
MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR;.
Fersólglös, Soyuglös og Tómat—
flöskur keypt daglega. Spari®-
milliliðina og komið beint til
okkar ef þið viljið fá hæsta.
verð fyrir glösin. Við sækjum.
heim. Hringið í sína 1616.---
I.augavegs Apótek.
SMURT BRAUÐ
fyrir stærri og minni veislúrv
Matstofan Brytinn, Hafnar-
stræti 17.
ctCiL&nϗL
1 HERBERGI
óskast til leigu (má vera í kjálÍ4-
ara). Uppl. í síma 3703.