Morgunblaðið - 02.11.1939, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 2. nóv. 1939.
Ræða Molotoífs kom eins og þruma ,úr heiðskfru lofti í Finnlandi
Finnar neita Rússum
um flotabækistöð
Kort af Finnlandi. Á kortinu sjest Hangöskagi og auk þess ey;j-
arnar Hogland, Lavanskar og Tvtarskar, Álandseyjar og Kyrjálanésið'
(landsvæðið milli Viborg og Ladoga). Letta eru belstu' laudshlutar í
Finnlandi, sem nefndir hafa verið í sambandi við finsk-rúSsne'sku
samningana. ‘ " ’
Molotoff sagði að
kröfur Rússa væru
lágmarkskröfur
Samt möguleikar til
samkomulags
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
ÞRÁTT FYRIR að fregnin um að Molotoff, for-
sætisráðherra Sovjetríkjanna, hefði skýrt frá
í ræðu sinni í gærkvöldi, hvaða kröfur Rúss-
ar hefðu gert á hendur Finnum, hafi komið eins og þruma
úr heiðskíru lofti í Helsingfors, þykir sú staðreynd, að
finska stjómin hefir ákveðið að halda samningunum á-
fram, benda til þess að hún telji ekki útilokað að sam-
komulag náist.
Tanner og Paasikivi eru væntanlegir, ásamt fylgdar-
liði sítiu, til Moskva í fyrramálið. í fylgdarliði þeirra eru
að þessu sinni menn, sem sjerfræðiþekkingu hafa í rúss-
nesku og eru sjerfræðingar í málefnum hjeraðanna við
finsk-rússnesku landamærin.
YIRÐING OG ÁLIT RIJSSA
Finska stjórnjn virðist þessvegna hafa gert ráð fyrir, er
sendinefndin lagði af stað, að gert yrði í þessari för, hinni
þriðju síðan samningar hófust, hið ítrasta til þess að samkomu-
lag næðist.
Höfuðvandinn, sem skapast hefír við ræðu Molotoffs er, að
hætt er við að virðing og álit rússneska ríkisins verði einn þátt-
urinn sem taka verður tillit til við samkomulagsumleitanirnan.
Erkko, utanríkismálaráðherra Finna gerði þetta að umtalsefni
í samtali við blaðamenn í dag og sagði, að þetta atriði um álifc
eða virðnig finsku eða rússnesku þjóðanna hefði engum örð-
ugleikum valdið á meðan ekkert var birt um samningana.
ALVARLEGASTA ÁGREININGSEFNH)
Það er enginn vafi á því, að með því að skýra frá efni
samninganna hefir Molotoff gerst sekur um að rjúfa þagnarheit,
því að samningsaðilar höfðu komið sjer saman um að halda öll-
um tillögum leyndum á meðan samningarnir stóðu yfir.
l>að atriðið í kröfum Rússa, sem efnislega er talið mumi
valda mestum örðugleikimum, er krafan um að Finnar
leyfi Rússum að hafa flotabækistöð á Hangx>eskaga við
innsiglinguna í Finnlandsflóa. Finnar neita því afdrátt-
arlaust, að verða við þessari kröfu.
„Hufudstadsbladet“ segir, að ekki sje með nokkru móti
hægt að verða við þessari kröfu, því að ef það yrði gert, þá
myndi. Rússar geta ógnað höfuðborg landsins, Helsingfors, og
öllum mikilvægustu samgönguleiðum þjóðarinnar. Finnar myndu
upp frá þeirri stundu verða háðir Rússum um landvamir sínar.
ÚRSLITAKOSTIR?
Annars staðar á Norðurlöndum er það talið jafn fráleitt að
hægt sje að verða við þessari kröfu. „Stockholmstidningen“ seg-
ir, að ekki sje hægt að fallast á flotabækistöðvar kröfuna, „því
að með því myndi þungi hinnar hernaðarlegu valdaaðstöðu Rússa
flytjast til suð-vestur odda Finnlands. Af því myndi aftur óhjá-
kvæmilega leiða að Norðurlönd sem heild gætu ekki lengur
verið óhult um sig.
Ekki er vitað hvaða gagntillögur Paasikivi og Tanner hafa
með sjer til Moskva um þetta atriði, þar sem finska stjórnin hef-
ir ákveðið að birta ekkert af tillögum sínum að svo stöddu.
Holland I
umsáturs-
ástandi
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
ilkynning um að herlög
skyldu ganga í gildi í
Hdllandi var birt í Haag í dag.
; Sú/:'skýring hef.fr opinberlega
verið'gefin á þessu að hollenska
sf|qi*nin vilji vera undir það bú-
ii/ 'undir öllum kringumstæð-
uttf áð varðveita hlutleysi sitt.
Hollendingar hafa undan-
fama daga gert ýmsar aðrar
hfernaðarráðstafanir m. a. í þeim
hjeruðum, sem gert er ráð fyr-
ir að láta flæða yfir ef Hol-
land lendir í styrjöld.
I Sviss hafa líka verið gerðar
ýmsar hemaðarráðstafanir síð-
ustu dagana. M. a. hefir verið
hafinn undirbúningur undir að
flytja öll mikilvæg iðjuver úr
landamærahjeruðunum inn í
Rindið.
Á VESTURVÍG-
STÖÐVUJNUM.
| iÍ Tarísarfregn segir, að Frakk
áf ! hafi hrundið áhlaupi, sem
pm 1000 Þjóðverjar tóku þátt í
á vesturvígstöðvunum í dag.
Tilgangurinn með áhlaupinu
var að hertaka þorp nokkurt
norðarlega á vígstöðvunum.
T fregninni segir, að Þjóð-
verjum hafi tekist að umkringja
þorþið. En þegar þeir rjeðust
inn' í íþað — var fuglinn flog-
inn.
Skömmu síðar hóf stórskota-
lið Frakka skothríð á hið þýska
lið og í kjölfar stórskotanna
kom franskt fótgöngulið. Hrakti
þaÁ Þjóðverja undan sjer og
lauk viðskiftum þeirra þannig,
að Þjóðverjar urðu að láta af
hendi alt svæðið sem þeir höfðu
tekið.
Frjettir frá
Þýskalandi
Samkvæmt fregn, sem barst til
London í gær, mun verða,
dregið úr frjettaskeytasendingum
frá Þýskalandi. Verða, frjetta-
skeytasendingarnar til hlutlausra
landa háðar strangara eftirliti en
áður og frjettirnar takmarkaðar
meira en verið hefir.
Er því borið við, að njósnarar
óvinaþjóðanna noti sjer það, að
þýsk yfirvöld hafi leyft ótakmark-
aðar skeytasendingar um stríðið
fram að þessu.
Erlendum frjettariturum hefir
að undanförnu aðeins verið leyft
að hringja á nokkur ákveðin síma-
númer í frjettaöflnnarskyni. (FÚ.)
Leikfjelag Reykjavfkur hefir í
kvöld frumsýningu á sjónleiknum
„Á heimleið“.
Ræða Molotoffs
Ummælí Breta
og Frakka
ýsk bloð fagna mjög ræðu
Molotoffs. Þau segja, aö
hjeðan af þurfi Bretar og Frakk-
ar ekki að vera I vafa um vinattu
Rússa og Þjóðverja.
I Bretlandi eru blöðin .aftur á
móti þeirrar skoðunar, að von
Ribbentrop hafi orðið fyrir von-
hrigðum, og sum blöðin lít.a á hana
sem áfall > fyrir blekkingastefnu
iÞjóðverja, því að í Þýskalandi
hefði tmenn búist við, að ræðan
leiddi til breytinga, sem vrði Þjóð-
verjum í hag, en svo hefði í raun-
inni ekki verið um neitt annað að
ræða en hlutleysisyfirlýsingu af
Rússlands hálfu.
„Rússland hugsar um sjálft sig“,
segir Daily Telegraph, og „Rússar
vilja ekki bei’jast fvrir Hitler“,
segir Daily Herald.
Önnur blöð segja, að eðlilega
hafi Rússar áhuga fyrir því, að
friður verði saminn, því að þeir
hafi reynt að ná í sinn hlut éíhs
miklu og þeir gátu. Framhald
styrjaidarinnar kynni að spilla
þeim árangri, sem þeir hafa náð.
Kröfur
Kröfur Rússa á hendur Finn-
um eru í aðalatriðum:
Að Rússar fái ýfirráð yfir nokký
um eyjum í Finnlandsflóa og að
landamærin á Kyrjálanesi, fýrir
norðan Leningracl, færist nokkrá
tugi km. norður. í staðinn var
Finnum boðið landsvæði helmingi
stærra í Sovjet-Kareléh/fýfír nórð
an Ladogavatn.
Að Finnar leigi Rússum dúlítið
landsvæði við innsiglinguna í Finn
landsflóa (í Hangö?), til þess að
Rússar geti komið sjer þar npp
flotastöð.
í staðinn vilja Rússar hætta að
leggja á móti því, að Finnar víg-
girði Álandseyjar, en þriðja veldi
má þó engin afskifti af 'því hafa
(heldnr ekki Svíar!)
Rússar stinga upp á að lögð
verði niður varnarvirki við finsk-
rússneskn landamærin. Þeir bjóða
Finnum einnig upp á hagstæða
verslunarsamninga.
Rússar bjóðast til að framlengja
griðasáttmálann, sem gerður var
1920, nmeð viðhót um gagnkvæma
aðstoð- :
En hættan er sú, að rÚ3s-
neska stjórnin tel ji sjer j
ekki fært að gefa eftir í
jafn mikilvægu atriði eft-
ir ræðu M.olotoffs.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.