Morgunblaðið - 02.11.1939, Side 3

Morgunblaðið - 02.11.1939, Side 3
Fimtudagur 2. nóv. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 150-200 verka- menn tii viðbótar í Hitaveituna NÆSTU DAGA verður fjölgað í vinnu í Hita- veitunni um 150—200 manns, en jafnframt verður hinn daglegi vinnutími styttur úr 9 stundum í 8 stundir. Nú vinna alls við Hitaveituna 300 verkamenn, auk 15 bílstjora. Þ«gar fjölgað heí'ir verið í vinnunni, verða verkamennirnir 450—500, xem hafa vinnu við fyrirtœkið. Sú vinna helst meðan tíðin leyfir. Þet.ta verður mikií hjálp fyrir verkamenn bæjarius, en þeir hafa >■ margir mjög erfiðar ástæður. Við úthlutun í vinnuna verður reynt að taka tillit til ástæðna manna. Byrjað verður að fjölga í vinnunni næstu daga og síðan fjölgað smáin saman, uns fullskipað verður í vinnunni. , Norskt skip á leið til Islands sleppur nauðu- lega frá viðureign flug- vjelar við kafbát NORSKT SKIP, sem var á leið liingað til Reykjavíkur, varð fyrir því á leiðinni, að það var stöðvað af kafbáti. En áður en kaf'- báturinn hafðist nokkuð að bar að enska sprengjuflugvjel, sem rjeðist á kafbátinn. Eru nokkrar líkur til að kafbátn- um hafi verið sökt. Skip þetta „Thöre; var A végum Eiúiskipaf jelags íslands og flutti hingað vörur. SkiþSÍtjóhi skipsius segir svö -frá atburðinmn: • — Við vortim staddir mn 75—80 sjóniílnt' vestur af OrknR.vjnm; er kafbátur kom alt í einu í ljós. Þetta var pm hádegisbilið.r- . Kafbáturinn skaut úr fallbyssu sinni til að gefa okkur til kynna að hann ætlaðist til að við stöðv- uðum skipið. Jeg Ijet þegar stöðva vjelarnar og setja út bát. Fyrsti stýrimaður og- 4 hásetar með lionum fóru í einn skipsbát- inn og reru í áttina til kafbátsins. Sprengjuflugvjel birtist. Er þeir voru komnir svo sem hálfa leið milli skips okkar og kaf- bátsins birtist bresk sprengjuflug- vjel. Skifti það engum togUm að liúii hóf þégar árás á kafbátinn óg l.jét sprengjunum rigna á hami. Kafbáturinn fór þegar í kaf á meðan sprengjunum rigndi alt í kríngum hann. Nokkrar sprengjur lentu ískyggi lega nálægt björgunarbát okkar, og þar sem þær fjellu í sjóinn gusu upp stóreflis strókar. Hentist björgunarbáturinn. til og frá bæði af ölduganginum, sem yarð er sprengjurnar komu í sjóinn, og einnig var loftþrýstingurinn geysi- legur er sprengjurnar sprungu. Litlu munaði. Ekki er jeg í nokkrum vafa um, að það varð okkar mönnum til lífs, að þeir voru ekki komnir nær kafbátnum en raun var á. Sprengjuflugvjelin hjelt síðan á brott og ekkert urðum við kaf- bátsins varir eftir þetta. Ekki er hægt að fullyrði um hvort kafbátnum hefir verið sökt eða ekki, þó það sje hins vegar mín skoðun að ekki hafi hann komist óskemdur úr þessari viður- eign.,, Þannig er saga skipstjórans á „Thore Jarl“. Fyrsti fundur Alþingis A lþingi kom saman í gær til framhaldsfunda. Klukkan 114 hófst .fundur í sam- einuðu þingi. Las þar íörsætisráð- herra upp konungsbrjéf um, að Alþingi væri stefnt saman. \"ara- forseti Sþ., Pjetur OttespÍi,.’sagSl frá þvínæSt fund settáÁli-'ó -'íjuúc Hann mintist og tveggjá fyrV. þingmanna, er látist liöfðu síðan þing hætti störfum í A'or, en þeir voru Björn Kristjánssonóg Þórður Thoroddsen. Forseti gat þess, að þrír þingmenn væi'u ókomnir til þiiigS, þeir Jóhann Jósefsson, Har- aldui’ Gúðmundsson (sotn dvelja ytra) og Gísli GuðmundssÓn (sem er veikur). Þá var veitt fundarhlje í stund- arfjórðung, meðan kjörbrjefanefnd raúnsakaði kjörbrjef Jóns ívars- sonar þm. A.-Skaftfellinga. Nefnd- in fann ekkert að athuga við kjör- brjefið og var kosning Jóns samþ. í einu hljóði. Yar því næst fundi slitið. Þjóðhöfðingjar Norðurlanda í Stokkhólmi * Þetta er fyrsta myndin, sem hingað hefir borist frá þjóðhöfðingjafundinum í Stokkhólmi. Myndin er tekin í konungshöllinni í Stokkhólmi, þar sem fundirnir fóru fram. Talið frá vinstri: Erkko, utanríkismálaráðherra Finna, F. Munch, utanríkismálaráðherra Dana, Kallio Finnlandsforseti, Hákon Noregskonungur, Gústaf Svíakonungur, Krjstján Danakonungur, , Koht, utanríkismálaráðherra Norðmanna og Sandler, utanríkismálaráðherra Svía. > Sjóorusta fyrir Vestfjörðum? Vegavinnumenn og fólk á bæjum utarlega í Patreksfirði hefír heyrt skotdvnki og sjeð eldbjarma af hafi, sem bendir til þess að sjóorusta hafi átt sjer stað á hafinu fyrir útan Vestfirði. Þetta var s. I. föstudag kl. 8 að morgni. Dimt var til hafs og sáu menn ekkert til skipaferða. Vegavinnmuenn, sem sáu þetta voru að vinna í Kollsvík, en hún er miUi Breiðavíkur og Patreksf jarðar. Einnig varð fólk á bæjum í Breiðuvík og utanvert í Patreksfirði vart við skotdynkina. Skotdynkirnir, sem heyrðust og eldglamparnir komu í norðvesturátt frá Blakksnesi, en það er ysta annes sunnan Patreksf jarðar. Talið er að alls hafi verið skotið 8—10 skotum og hafi verið 2—4 mínútna millibil á milli skotanna. Sjónarvottar segja, að glamparnir hafi færst suður á bóginn. Ekki geta menn vestra gefið neinar nánari upplýsingar viðvíkjandi þessum skotum. Er næst að halda, að þarna hafi átt sjer stað yiðureign rnUli herskipa. Hugsast gæti, að kaf- bátur hafi verið þarna og að skotin hafi verið aðvörunarskot J frá, honum er hann var að stöðva skip, þó hinsvegar sjeu skotin helst til of mörg til þess. Engar frjettir hafa borist annars staðar frá um orustu á Hafa 9 manns farist af bðtnum sem Lyra fann? M , ; : t argt bendir til þess að björg'- unarþáturinn, sém Lyra utúay :ru fann í síðustu ferð sinni w.5„v, 0g var frá sænska skipinu Vistula, eigi sína, sorgarsögu. 1 síðustu sænskum blöðum, ,sem hingað hafa borist og komu, með, „Lyru“, er mikið skrifað um þa& er „Yistula“ var skotin í kaf. fxtq. þessum slóðum. w m ■■ .' ii m Tvo björgunarbáta af erlendu skipi rekur við Eyjafjörð Síðastliðinn sunnudag sáu sjó-j menn úr Hrísey að tveir bát- ar voru reknir í land í Hvalvatns- dal í Þingeyjarsýslu. Dag'inn eftir fór Júlíus Stefáns- son smiður, ásamt 8 öðrum möiín- uín, á vjelbát út á fjörðinn til þéss- að athuga reka þenna. Höfðu þeir nieð sjer lieim til Hríseyjar báða bátana — annán brótinn en hinn heillegan að ofan en brotinn á botninum. Bátarnir erú sýnilega lífbátar af sama skipi, tölusettir, annar 1 og hinn 2. Á stýrið, sem er ómálað á öðr- um bátnum, er brennimerkt nafnið Poseidon. Einnig má sjá, að á aft- urstefni beggja þátanna hefir stað- ið Poseidon. Hamburg er vel málað yfir þessi nöfn, en sýnilega einmálað yfir töl- urnar á framstefni bátanna. . ..J. .bátnuni sem. lieillegur var fanst. einu notaður sjóhattur með fangamarkinu H. ;G., einn járn- kassi með kexi, árabrot og siglu- brot og. krókstjaki. Bátarnir eru áttæringar um 20 fet á leiígd livor, ineð flothylkjum í báðum síðum. Bátarnir virðast hafa leg-ið stutt í sjó. (FÚ.). Vistula var sökt. af þýskum l^af-. báti undan Orkneyjum. Veður ,var afar slærnt, er skipinu var sökt. Skipshöfnin, sem var 18 nianns, fór í tvo björgunarbáta. Var skrp- stjóri í öðrum bátnum með 8 menri,’ en 1. stýrimaður var fyrir hinum, einnig með 8 meun. Vegna þess live Areður var slsémt urðu bátarnir viðskila. Komst bát- ur stýrimannsins A’ið illan I eik.-i til ■ MC'ý Orlmeyja eftir 19 klukkustnnda hrakninga, en bátnr skipstjóra köm ekki fram og fanst ekki, bái hans væri leitað bæði af flngvjéf- uni og breskum herskipum. öigoib Aðeins tveir björgunarbátáir voru á Vistula og virðist því ekki vera um annað að ræða, eh' að’ björgunarbátur sá, sem Lyra fátíi# frá Vistula, sje bátnr skipstjör-' ans.' Ekki er þó útilokað, að eitthvéft' skip hafi hitt bát skipstjóraivs ái Vistula og bjargað honum og' skipverjum hans, en ekki getað, einhverra orsaka vegna, tekið björgunarbátinn með sjer. Vaka, fjelag lýðræðissinnaðra stúdenta, heldur aðalfund á Garði í kvöld kl. 8þ2- Fundarefni er | venjuleg aðalfundarstörf og enn- fremur er fyrirhuguð ttikrnörkun á inngöngu í Háskólann til um- ræðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.