Morgunblaðið - 02.11.1939, Síða 7
Fimtudagur 2. nóv. 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
7
pniniiminimiiHiiiiiuiiiiMiiniwijj!
| Nf bók |
SiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiuiiiiiiuiiHmi
Nokkur kvæði Guð-
nundar Friðjónssonar
1 tilefni af sjötugsafmæli Guð-
-*■ mundar skálds Friðjónssonar
þan n 24. okt. síðastliðinn hefir
ísafoldarprentsmiðja gefið út
snotra^ bók með nokkurum úrvals-
kvæðum skáldsins frá ýmsum tíma.
Mun elsta kvæðið vera ort árið
1899, en hið vngsta á þessu ári.
Þetta er vel valið sýnishorn, það
sem það nær, af kvæðum Guð-
mundar og gefur því góða hug-
mynd um ljóðsnild hans. Kvæðin
eru þessi: Páskamorgunn, Úti við
sundin, Þórarinn Jónsson á Hall-
dórsstöðum, Helsingjar, Hryn-
henda um Jón í Múla, Um Rang-
árþing, Sigurður Stefánsson prest-
nr í Ögurþingum, Til Árdísar,
Björn Jónsson ritstjóri, Yorharð-
indi, Kristján Jóhannsson ferju-
maður, Sólaruppkoma við Langa-
nes, Hrærekur blindi, Leifur hepni
finnur Vínland, Litið um öxl (til
konu skáldsins) og Sendlingur. Úr
flestum minningarljóðunum í bók-
inni eru feld niður nokkur erindi.
Alt eru þetta prýðileg kvæði og
sóma sjer vel í slíku úrvali. Bn
eini gallinn á bókinni er sá, hve
hnn er stutt, aðeins 3 arkir. Mörg
af öðrum úrvalskvæðum skáldsins
hafa því orðið á hakanum og þar
á meðal frægustu kvæði hans, eins
o-g Ekkjan við ána og Brjef til
yinax míns, auk margra ágætis-
tvæða, sem síst standa að baki
þeim, sem í bókinni eru. Kverið
•©r því aðeins sýnishorn af nokkúr-
4m úrvalsljóðum skáldsins, en
engu að síður er það þó góðra
gjalda vert, því að það nægir til
þess að sýna þeim, sém ekki hafa
ljóðabækur Guðmundar Friðjóns-
Sonar undir höndum, að hann er
skáid, sem borgar sig að kynnast,
orðsnjall, þróttmikill og rammís-
lenskur. Má með rjettu heimfæra
það til hans sjálfs, sem hann seg-
ir í hinu snildarlega kvæði sínu
om Kristján ferjumann:
Málsnildin var móðurtungu
mótað gull frá Sturlungum.
Guðmundur Friðjónsson hefir
fyrir löngu unnið sjer virðulegan
aess í bókmentasögu vorri sem
einn af svipmestu og kjamyrtustu
skáldum vorum bæði í bundnu
máli og óbundnu. Og hann er að
minni hyggju meðal þeirra skálda,
sem síst munu úr gildi faila, því
að fáum hefir tekist sem honum
að túlka íslenska menningu og
hugsunarhátt í verkum sínum.
Guðni Jónsson.
Starfskrá Morgunblaðsins. Hún
birtist í blaðinu á hverjum sunnu-
degi. Er það samsafn smáauglýs-
inga frá þeim, sem atvinnu sinnar
vegna verða að ná til fjöldans, en
hafa ekki ráð á að eyða miklu fje
í auglýsingar. Þetta er þeim því
langhagkvæmasta auglýsingarað-
fei’ðin. Starfskráin kemur fyrir
augu þúsunda manna, og hún er
þeim handhægur leiðarvísir. Hún
er því besti tengiliðurinn milli
auglýsenda og almennings. Sendið
auglýsingar í næstu Starfskrá í
dag eða á morgun.
Dagbót?
I. O. O. F. 5= 121112802 =
Veðurútlit í Rvík í dag: S-gola.
Úrkomulaust að mestu.
Veðrið (miðvikudagskv. kl. 5):
Hæð er yfir Norðurlöndum, en
grunn lægð fyrir vestan land. S-
læg átt uni alt, land, víðast hæg.
Bjartviðri á N- og NA-landi, en
dálítil rigning sunnanlands. Hiti
4—10 stig.
Næturlæknir <=/ í nótt Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12. Sími
2234.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabííðinni Iðunn.
Hjónaband. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband af síra Bjarna
Jónssyni ungfrú Hanna Sandholt
og Jóhann Sigurgeirsson verk-
stjóri. Heimili þeirra er á Fálka-
götu 9.
Hjúskapur. Nýlega voru gefixi
saman í hjónaband af síra Bjarna
Jónssyni ungfrú Kristjana Einars-
dóttir og Jóhann Sigurðsson rak-
ari. Heimili þeirra er á Baldurs-
götu 11.
Bæjarstjórnarfundur verður hald
inn í dag kl. 5 e. h. í Kaupþings-
salnum. Sjö mál eru á dagskrá.
Spegillinn kemur út á morgun.
Kvöldskemtun heldur Samband
íslenskra berklasjúklinga í Odd-
fello’vvhöllinni í kvöld kl. 8Ú>.
Verður þar margt til skemtunar
og dans á eftir.
Aðalfundur Knattspyrnufjelags-
ins Vals var haldinn í fyrrakvöld.
í stjórn fjelagsins voni kosnir:
Sveinn Zoega formaður, og með-
stjórnendur: Grímar Jónsson, Sig-
urður Olafsson, Hólmgeir Jónsson,
Hrólfur Benediktssoix og Þorkéll
Ingvai'sson. Endurskoðendur voru
kosnir Andrjes Bergmann og Torfi
Guðbjörnsson.
Á morgun kl. 4 e. h. verður hald-
inh basar í Betháníu, Laufásveg
13, til ágóða fyrir starfsemi Kristni
boðsfjelags kvenna. Um kvöldið
kl. 8V2 flvtuir Ólafur Ólafsson
kristniboði erindi í húsinu.
Frjáls verslun, októberheftið, er
komin út. Á forsíðu er að þessu
sinni mynd af Sauðárkróki. Efni
ritsins er að öðru leyti þetta:
„Fjárlög ársins 1940“, eftir Sig-
urð Kristjánsson alþm. ■ „Fyrsta
hafnbannið", ,, Hö fð atöl ure gl an‘ ‘,
„Myndir frá Finnlandi“, „Viku-
legar launagreiðslur", „Innflytj-
endasambandið“, „Saga Sir Thom-'
as Lipton’s“, „Nýjung varðandi
lánsverslun", eftir Pjetur Ó. John-
son; „Gluggaauglýsingar' ‘, eftir
Sveinbjörn Árnason“, og „Erlend-
ar viðskiftafrjettir“.
Skólanefnd Miðbæjai'skólans á-
kvað á síðasta fundi sínum að
ráða þessa stunda- og forfallakenn-
ara fyrir veturinn; Björn Kristj-
ánsson í smíðum, Ólöfu Jónsdóti-'
ur í matreiðslu, Pálínu J. Karls-
dóttur í söng og leikfimi, Þor-
björgu Jónsdóttur í leikfimi,
Herselíu Sveinsdóttur, Kristínu
Þorláksdóttur, Tryggva Tryggva-
son og Vilborgu Auðunsdóttur.
Háskólafyiirlestur á þýskn. Dr.
G. Will flytur næsta fyrirlestur
sinn um. „Deutsche Dome“ í kvöld
kl. 8, og er öllum heimill aðgang-
ixr. Skuggamyndir verða sýndar til
skýringar.
Bára Sigurjónsdóttir, dans- og
leikfimikennari, byrjar nýtt nám-
skeið í dag. Kennir hún bæði dans
og leikfimi og þar á meðal kven-
leikfimikerfið þýska „Medau“,
sem einkanlega er ætlað ungum
stúlkum. Leikfimikerfi þetta var
jsýnt í Olympíukvikmyndinni, er
j sýnd var hjer á dögunum.
Samtíðin. Nóvemberhefti þessa
tímarits er nýkomíð út. Lárus Sig-
urbjörnsson skrifar þar um leik-
starfsemi hjer á landi nú á dög-
um. Þá er snjöll smásaga, er nefn-
ist Síðasti kjósandinn, eftir Hans
klaufa. Grein er þar um norska
skáldið Knut Hamsun áttræðan,
eftir Albert Engström. Framhalds-
grein um uppeldi og fræðslu, eftir
Aðalstein Eiríksson skólastjóra.
Ljóð til ástarinnar, eftir Evu Jans-
son. En aúk þess er fjöldi smá-
greina og bókafregna.
Klúkkan 1—6 í dag getið þjer
keypt aðgöngumiða á kvöldvöku
Blaðamannafjelags Islands annað
kvöld. Miðarnir eru seldir á afgr.
Morgunblaðsins og afgr. Fálkans.
í gær var dregið hjá bæjarfó-
getanum í Hafnarfirði í liapp-
drætti K. F. U. M. og K. 1 Hafn-
arf irði og komu upp þessi númer:
702 reiðhjól, 2837 standlampi, 67
fatasaum og tillegg, 2053 skíði,
stafir óg bindingar, 237 kaffidúk-
ur, 2820 5 kr., 4936 5 kr., 3468 5
kr., 4347 5 kr. og 1981 5 kr. Vinn-
inganna sje vitjað til Jóels Ingvars
sonar, Strandgötu 21, Hafnarfirði.
Póstferðir á morgun. Frá Rvík:
Mosfellssveitar, Kjalarness, Revkja
ness, Ölfuss og Flóapóstar, Hafn-
arfjörður, Austanpóstur, Borgar-
ness og Snæfellsnesspóstur, Stykk-
ishólmspóstur, Norðanpóstur, Dala
sýslupóstur. Til Rvíkur: Mosfells-
sveitar, Kjalarness, Reykjaness,
Öífuss og Flóapóstar, Laugarvatn,
Hafnarfjörður, Borgarness og
Norðanpóstar.
Til Strandarkirkju, afh. Mbl.:
G. G. 2 kr., G. G. 5 kr„ N. N. 5
kr., ónefndur (gamalt áheit) 10
kr., VII. 2 kr., N. N. 2 kr., Marie
Westergaard 10 kr.
Tónhendur, nýtt safn eftir Björg
vin Guðmundsson, er nýkomið út.
I því eru 12 lög fyrir einsöng,
karlakór og blandaðar raddir. Út-
gefandi er Bókaútgáfan Edda á
Akureyri.
,, Starfsmannablað Eeykjavíkur“,
4. tbl., er komið út. Þessar greinar
eru í blaðinu: „Launamálið enn“,
eftii’ Jóhann Möller; „Starfs-
mannafjelagið og framtíð þess“,
eftir Lárus SigurbjÖrnsson; „Hvað
nú“, „Byggingamálið“, eftir Árna
J. I. Árnason; „Nóg er sofið —“,
„Ráðhús eða þjóðleikhús“, eftir L.
5. ; Sumarbústaðir“ (með mynd-
um). Þá eru afmælisgreinar um
þessa starfsmenn . bæjarins: Ágúst
Jósefsson, Kristófer Sigurðsson,
Maríu Maack, Þórdísi J. Carlquist,
Hans Hoffmann, Sigurð Gíslason
og Kristján Þorsteinsson. Þá er
greinabálkur um bækur, og einnig
eru birt í blaðinu lög Starfsmanna
fjelagsins.
Gengið í gær:
Sterlingspund 26.02
100 Dollarar 651.65
— Ríkismörk 260.76
— Fr. frankar 14.97
— Belg. 108.80
— Sv. frankar 146.53
— Finsk mörk 13.08
Gyllini 246.65
— Sænskar krónur 155.40
— Norskar krónur 148.29
— Danskar krónur 125.78
Útvarpið í dag:
18.15 Dönskukensla, 2. fl.
18.45 Enskukensla, 1. fl.
19.20 Lesin dagskrá næstu viku.
19.30 Þingfrjettir.
19.50 Fi-jettir.
20.15 Frá útlöndum.
20.40 Útvarpshljómsveitin: Laga-
svrpa eftir Schubert. — Einleik-
ur á píanó (Fritz Weisshappel):
Konsei't-etude eftir Godard.
21.15 Hljómplötur: a) íslenskir
söngvarar. b) Dægurlö?. ■
KUQtDUnKR
AÐ HÓTEL BORG
ANNAÐ KVÖLD.
M.A. kvartettinn,
^UU^Ui. pjetur A Jóns.
son og ungfrú Sigrún Magn-
úsdóttir úr „Brosandi land“.
Dans:
Lárus Ingólfsson ogr
Brynj. Jóhannesson.
með daufum Ijósunrt:
^^*-****^*®”*®^*® Þorbergur Þórðarson
UpplCStUr, Guðmundssoru
Nýjar
gaman-
TÍsur:
Másík:
Jack Quinet, nokk-
ur nýtísku lög, ung
stúlka syngur
viðlagið. 1
Alfreð Adrjesson. 1
Og Friðfinnnr Guðjónsson
verður KYNNIR (konferencier).
Að lokuili: Dans «il kl. 3.
Skemfunin hefsf klukkan 9.
Aðgöngumiðar á kr. 4.00 í dag kl. 1—6 e. h. á afgreiðslu
Morgunblaðsins og afgreiðslu Fálkans.
=iimiiiiiiiiiiiiminiiiiiiiiiiuiiininiiiiiiniiiHiiiiiiiumiiiinimniiiimiiiiiiiimiiiiuimiiiiiinmmHiiiiniiiiinmimHmmnni
1 Ritsafn Jðns Traiista - I
SS s
er lang besta, skemtileg- I
asta og kærkomnasta |
Fermingargjðfin.
1" 3S
liilliliiiiniiJiiiiillliuiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiMiiiiyiiniiiHiinMiiiuiiiMiiiiiiiMiiiiiíiiiiiinBiTiiiniiiiiiiiiBiUBimB
Aðalfunður
■'A
Skipstjórafjelagsins Kári, Hafnarfirði, verður haldinn
fimtudaginn 16. þ. m. kl 8..30 e. h. á Hótel Björninn.
Dagskrá samkvæmt fjelagslögum.
STJÓRNIN.
Konan Tnín,
GUDRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
yerður jarðsungTn frá Fríkirkjtmiii föstudaginn 3. þ. m.
Athöfnin hefst á heimili okkar kL 1 e. h.
Runólfur Magnússon.
Jarðarför móður minnar,
STFJNUNNAR HELGADÓTTUR,
fer fram frá heimili irínu, Þórustöðum, laugardaginn 4. þ. m.
Athöfnin byrjar kl. 12.i/2.
Samúel Eyjólfsson.
NB. Bifreiðarferð verðnr frá Steindóri kl. 11.