Morgunblaðið - 07.11.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.1939, Blaðsíða 6
c - - Þrfðjudagur 7. nóv. 1939. MORGUNBLAÐIÐ Idag verður til .tnoldat; borin frú Þuríður Jónsdóttir frá Frerari-Langey á Breiðafirði, fædd 3. maí 1853 í Bíldsey á Breiðafirði, er Ijest á heimili sínu, Sólvalla- götu 5 hjer í hænum, 28. f. m. Þuríður var dóttir Jóns danne- brogsmanns Bjarnasonar, hafn- sögumanns í Bíldsey, og konu hans Þorgerðar. Árið 1877 giftist hún Eggert Th. Gíslasyni, Gunnarssonar bónda í Bjarneyjum, og reistu þau bú sama árið í Fremri-Langey og bjuggu þar allan sinn búskap, á rnilli 40 og 50 ár, að við búinu tók Kjart- an, yngsti sonur þeirra, er ávalt hafði verið hjá þeim. Þau Þuríður og Eggert eignuðust 10 börn og lifa 7 þeirra ennþá, en 3 eru látin. Þeim Þuríði og Eggert búnaðist vel og keýþtu þau jörðina Fremri- Laji gey. Yar þó oft gestkvæmt á heimili þeirra og gestrisni með besta móti. Síðar misti Eggert heilsuna og gengu efnin þá til þurðar, en nóg höfðu þau fyrir sig að leggja meðan lífið entist. Nokkru eftir að þau hættu búskap fluttust þau til Reykjavíkur og þar andaðist Eggert 18. maí 1928. Börn þeirra hjóna, sem enn eru áJífi, eru: Eggert, bóndi í Bílds- eý, nú búsettur í Reykjavík; Guð- rún, gift Birni Jóhánnssyni bónda í Árney; Ástríður, kona Jóns Berg- sVeinssonar erindreka; Helga, kona Guðmundar Guðjónssonar bónda á Melum í Melasveit, Frið- ríkka, gift Jóhanni Garðar Jó- bannssyni verkamanni í Reykja- vík; Kjartan, mi bóndi í Fremri- Lángey, og Hrefna, ógift, er búið haifir með móður sinni í Rvík, og alið hefir önn fyrir henni með sjerstakri alúð og nærgætni hin síðnstu æfiár Þuríðar. Auk barna sinna ólu þau Þuríð- ur og Eggert upp tvö fósturbörn, þaú Hjörtínu Jónsdóttur, gift 01- afi bónda á Skriðu í Ándakýl, og Hjört Níelsson, bónda í Dalbæ. Þuríður sál. var mikil fríðleiks- k«jpa á yngri árum, stjórnsöm og vifinusöm, enda þurfti fyrirhyggju til^þess að koma svo stórum barna- húp vel á legg á mjög fjölmennu svéitaheimili í þjóðbraut. Þuríður sál. átti marga vini og kunningja, er styttu henni stundir með heimsóknum, þar sem hún dValdi hjer í bænm, og var oft gegfkvæmt á heimili hennar. Var það henni mikið gleðiefni að hafa fjelmenni í kringum sig. Eftirlifandi ættingjar og vinir minnast nú hinnar látnu merkis- konu með söknuði og blessa minn- ingu hennar. Sveinn Guðmundsson. Merk stofnun sem brjeflega kennir ýmsar nytsamar greinar Hr. ritstj. Greinin s6m birtist í Morgun- blaðinu um námsflokka Reykjavíkur, gefur mjer tilefni til að minnast nokkuð á hinn stóra sænska brjefaviðskiftaskóla Her- mods Korrespondensinstitut Malm- ö, með því að margir munu þeir vera, semi í frístundum sínum vilja auka þekkingu sína á ein- hverju sviði, ellegar kynna sjer nýjar greinar til þess að verða sem best undir lífið búnir. Þessi stóri skóli, sem því miður er okkur íslendingum lítið kunn- ur, var stofnaður árið 1898 af málakennaranum. Hans S. Hermod, og er stofnun hans mjög merkileg, með því að hann hefir sýnt, að hægt er' með ágætis árangri að halda uppi brjeflegri kenslu, og veita á þann hátt mikilvæga þekk- ingu í ýmsum greinum, sem nem- andinn getur tileinkað sjer í frí- stundum samhliða öðrumi skyldu- störfum. Fyrsta árið nutu um 220 nemendur kenslu, við skólann, en síðan hefir nemendafjöldinn auk- ist upp í 50 þúsund að meðaltali á ári, og eru þessir nemendur dreifðir um flest öll Norðurlönd- in. Um 400 námsgreinar eru kend- ar við skólann, óg annast keúsl- una ýmsir mætir mentamenn og sjerfræðingar hver á sínu sviði. Má segja, að hjer sje eifthvað fvr- ir alla þá, sem áhuga og löngun hiafa til| þess að fullkomna sig í einhverri grein. Þar getur t. d. verslunar-, pg skrifstofumaðurinn numið alt, sem við kemur verslun og viðskiftum. Þarna eru nams- greinar fyrir vjelsmiðinn, raf- virkjann, býggingameistarann, garðyrkjumanninn, búfræðinginn, auglýsingateiknarann, listmálar- ann og tónlistámanninn, svo eiu- ungis eitthvað sje nefnt, og skal þess jafnframt getið, að skólinn gefur hverjum nemanda prófskír- teini að náminu loknu. Veturinn 1938—-39 útskrifaði Hermods-skólinn 102 stúdenta og gagnfræðinga, og fór það nám alt brjeflega fram, og vert er að geta þess í sambandi við þetta, að nær- felt allir þessir 50 þúsund nemend ur, sem við Hermods-skólann nema, stunda námið í frístundum sínum, og er nemendunum það að miklu leyti í sjálfsvald sett, á hve löng-. W|«|r um eða skömmum tíma þeir ljúka vilja námi. Kenslubrjefin, sem skólinn send ir nemendum sínum, eru prentuð í smáheftum, sem síðan fást inn- bundin. Eru þau mjög skýr og skemtileg aflestrar og eru hvoru- tveggja í senn kennari og kenslu- bók, og má því með sanni segja, að skólinn komi heim til nemand- ans. Ytrustu nákvæmni og umhyggju semi er gætt við sjerhvern nem- anda, og vekur þetta vinarþel nemandans til skólans og áhuga fyrir náminu, því ávalt veit hann af góðum vin sjer við hlið, enda er kjörorð skólans ; alt fyrir nem- andann. Hið lága kenslugjald gerir sjer- hverjum: kleyft að nema við þenna stóra og nytsama skóla, og einu gildir á hvaða aldri nemandinn er, því þar nema menn og konur á öllum aldri, alt frá 15 ára til 70 ára aldurs, og sjerhver sá, sem snýr sjer til Ilermods Korrespon- dansinstitut, Malmö, getur verið viss um góðan árangur af námi sínu. Að lokum skal þess getið, að skólinn gefur fit mjög skemtilegt og fræðandi mánaðarrit (í 130.000 eintökum), sem sent er öllum nem- endum ókeypis. Ingólfur Einarss-on. Svar Þjóðverja við af- námi vopnasölubanns- ins í U. S. A. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Þýsk blöð láta í ljósi að Þjóðverjar hafi í hyggju að svara á mjög áhrifamikinn hátt ráðstöfunum Bandaríkja- manna að afnema vopnasölu- bannið. I Frakklandi er alment búist við því, að Þjóðverjar muni efla mjög kafbátahernað sinn með það fyrir augum, að hindra vopnaútflutning Bandaríkja- manna. Esja var á Húsavík kl. 6 síð- degis í gær. Þjðfafjelagið FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. SKAÐABÓTA- KRÖFUR Skaðabótakröfur á hendur þjófafjelögunum nema alls kr. 7,113,30. Kveður dómurinn svo á um hvað hver þeirra skuli greiða: Akærður, Sigmundur Eyvindsson, greiði Tryggva Pjeturssyni og Co. kr. 276,00 og Smjörlíkisgerðinni „Srnárih' kr. 98.75. Ákærðir, Sigmundur Eyvindsson og Sigurjón Sigurðsson, greiði in solidum R.agnhildi Seindórsdóttur kr. 305,00, versluninni „Yísir“ og rammaverslun Gr.Smundar Ásbjömssonar alls 250 kr., Harald Faaberg kr. 60,00, G. Bjamason & Fjeldsted e. m. kr. 90,00 og Kex- verksmiðjunni „Esja“ kr. 88,00. Akærðir, Sigmundur Eyvindsson og Guðmundur Einarsson greiði in solid- um Alþýðubrauðgerðinni 90 kr. Sölu- Sí.mbandi íslenskra fiskframleiðenda kr. 531,00 og Veiðarfæragerð fslands kr. 284,05. Akærðir; Sigmundur Eyvindsson, Skarphjeðinn Jónsson og Sigurjón Sigurðsson greiði in solidum Bergenska gvfuskipafjelaginu kr. 225,00 og Al- þýðubrauðgerðinni kr. 45.00. Ákærðir, Sigmundur Eyvindsson, Skarphjeðinn Jónsson og Guðmundur Einarsson, greiði in solidum Smjörlík- gerðinni „Smári“ kr. 280,00, Vinnu- fatagerð íslands h.f. kr. 1000,00 og Alþýðubrauðgerðinni kr. 480,00. Ákærðir, Sigmundur Eyvindsson, Skarphjeðinn Jónsson og Guðmundur Einarsson, greiði in solidum Smjörlík- isgerðinni „Smári“ kr. 146.00. Ákærðir( Sigmundur Eyvindsson, Skarphjeðinn Jónsson, Sigurjón Sig- urðsson og Jóhannes Hannesson, greiði in solidum Kexverksmiðjunni „Esja“ kr. 120,00. Ákærðir, Skarðhjeðinn Jónsson, Sigurjón Sigurðsson og Jóhannes Ilannesson greiði in solidum Bergenska gufuskipafjelaginu kr. 120.00. Akærður, Guðmundur Einarsson, greiði Benedikt Jónssyni kr. 60,00. Ákærður, Þórður Hennann Erlends-i son, greiði h.f. Kol & Salt kr. 267.50. Ákærðir, Þórður Hermann Erlends- son og Jóhannes Hannesson greiði in solidum h.f. Kol & Salt kr. 308,00. Ákærðir, Þórður Hermann Erlends- son og Skarphjeðinn Jónsson, greiði in solidum h.f. Kol & Salt kr. 847,00 o g Mjójkurfjelagi Reykjajvíkur kr. 98.00. Greiðslur þessar fari fram innan 15’ sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Hinir ákærðu greiði hver kostnað við gæsluvarðhald sitt, en að öðru leyti greiði hin ákærðu in solidum all- m, sakarkostnað. „CITY OF FLINT". FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Þjóðverjar dylja ekki, að þeir eru mjög reiðir Norðmönnum út af því, að þeir skyldu taka „City of Flint“. Bresk blöð eru aftur á móti full af lofsyrðum í garð Norð- manna og telja þá hafa sýnt hina mestu festu við að verja hlutleysi sitt. Sjálfstæðisfjelögin í Reykjavík, Vörðnr, Heimdallur og Hvöt halda eitt af sínum vinsælu skemtikvöld um að Hótel Borg n.k. fimtudag. Til skemtunar verða ræðuhöld, söngur og dans. MIKILL MISMUNUR. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. um.fram útgerðina, þ. e. meira en ferföld fúlga alls. Er þetta óhlutdrægt og sann- gjarnt? Er þetta hyggilegt? ★ Nú spyrja menn kannske, hvort jeg hafi gleymþ alveg 11. gr. frv., með % milj. kr. til landhelgis- gæslu, en svo er ekki. Landhelgis- vörnin ep að tegundinni til lög- gæsla, en hvorki styrkur til út- gerðar nje endurbót hennar. Og ef taka ætti þessar 500.000 kr. al- veg á reikning útgerðar, þá mætti eigi síður taka á móti 1% miljón (1.586.862) kr. til vega, brúa o. s. frv. á landi. Og þá með þeim vanda, að skifta meira en milj. (1.189.300) kr. til strandferða og siglinga, vita, hafna og lendinga- bóta, svo að sanngjarnt væri, milli útgerðar, búnaðar, verslunar og iðnaðar. Að öllu þessu athuguðu er síður en svo, að hjer sje hallað á land- búnaðinn. Yonandi sjer nú nýja ríkisstjórn- in, sesta Alþingi og þjóðin í heild, að óhjákvæmileg er nú gagnger breyting á ráðlagi og fjársukki fyrri ára, og hlífist ekki við nið- urskurð munaðar, styrkja og bitl- inga. V. G. VERKLEGT NÁM í ÖLL- UM SKÓLUM. FRAMH. AF FIMTU SfÐU. o. þ. h. fyrir pilta, en hagnýt handavinna, matreiðsla, þjónustu- brögð, hirðing íbúðarherbergja o. þ. h. fyrir stúlkurnar. Notadrýgst og best, —'bæði kenslufræðilega og úppeldislega —, mundi sennilega reynast að hafa eingöngu annað kynið í einu við nám, annaðhvort þannig, að sumir heimavistarskól- anna haldi eingöngu uppi kenslu fyrir pilta, aðrir fyrir stúlkur, eða að sami skóli hafi kenslu fyrir pilta annan veturinn, en fyrir stúlkur næsta vetur og þannig til skiftis. Æðsta skylda hjeraðsskólanna. Fyrsta og æðsta skylda hjeraðs- skóla sveitanna á að vera sú, að húa nemendur sína undir starf og líf í sveit, íslenskri sveit, og gera nemendur sína færari og fúsari til aðl dvelja áfram í sveitinni. Hag- nýtt verknám með nokkurri bú- fræðslu og vekjandi, hvetjandi fræðslu, að allmiklu leyti í fyrir- lestrum og með starfsemi les- hringa, mundi að öllum líkindum: vera það fræðslu- og starfsform, er þeim best hentar. Til þess að þessi tilhögun komi að haldi og skólinn nái sem best tilgangi sín- um, er nauðsynlegt, að nemendur sje orðnir allþroskaðir og eigi yngH en 17—18 ára. — Þótt eigi sje hjer rúm til að rekja náöár hvern einstakan flokk skóla vorra, tek jeg það fram al- ment, að jeg tel þörf á að efla og auka verklegt nám í öllum al- mennum undirbúningsskólum landsins, jafnt í bæjum sem sveit- nm, svo og í flestum sjerskólum. ■ucsspunuignf) SiAgn'p Bazar Sálarrannsóknafjelags ís- lands, sem átti að vera 3. des., verður ekki fyr en 26. des. n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.