Morgunblaðið - 17.11.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLA ÐIÐ Föstudagur 17. nóv. 1933. | Síðarl grefn | Vilmundur Jónsson og tjárhagsástandið í landinu Eftir jón Pálmason alþingismann Af því að Vilmundur Jóns- son býður mjer til hólm- göngu á viðskiftaleiðum op- inberrar starfsemi, þá býst jeg við að honum og öðrum, sem trúaðír eru á hans fórn- arlund, mannkærleika og drengskap, finnist það ekki fjarri eðlilegum vopnaburði, þó jeg dragi fram fáeinar smámyndir úr sögu liðinna ára. Fyrir nirmun 20 árum hófst saga sósíalismans hjer á landi sem ■opinberrar baráttustefnu í fjár- málum þjóðarinnar. Fylgið var Iítið í upphafi, en fór vaxandi, •einkurn vegna þess, að foringjarn- ir voru ótrauðir á að útmála það, bve mikil dýrðaröld yrði hjer á landi í fjármálum og atvinnulífi, ef þessi stefna næði viðgangi og fengi að taka við völdum á þjóð- arbiiinu. Isafjarðarbær varð fyrst- ur til að falla fyrir freistinganna rödd. Haim var þá vel stætt og vaxandi bæjarfjelag. Yilmundur .Jónsson hafði komið þar sem. ung- ur læknir. Hann reyndist ötull og heppinn í starfi sínu og f jekk vin- ■sældir fólksins eins og títt er um nýta menn í þeirri stöðu. Þessar vinsældir notaði hann út í ystu æsar til þess að ginna lýðinn inn á brautir sósíalismans. Þetta tókst. Hinu rangsnúna íhaldi!!! var hrint af stóli, og fyrsta sósíalistaríkið var stofnsett á Islamli með öllum þeim bægslagangi og slcrumi, sem slíku fylgir. Afleiðingarnar komu brátt í Ijós. Helstu atvinnurekend- ur voru flæmdir burtu með of- sóknum, fjárhagur allur fór hrak- andi og allskonar óheillavænlegt brask, sem ýmsir áttu hlut að, var rekið af bæjarfjelagnu. Er öll sú saga ein hin mesta raunasaga, en svipbrigðin voru að ýmsu leyti þau sömu eins og á Vífilsstöðum og Kleppi. Að nokkrum árum liðn- um flúði sjálfur foringinn Vil- mundur Jónsson frá öllíu saman og gerðist landlæknir. Var hann þá nýkominn á þing sem fulltrúi Isfirðinga. Síðan hafa lærisveinar meistar- ans| stýrt málefnum kaupstaðarins við mikil óhægindi, en þeir hafa reynst það miklir drengskapar- menn að flýja ekki af hólminum. Þó undarlegt megi virðast) hefir þessi sama saga í alls konar mis- munandi myndum orðið hlutskifti margra annara bæjarfjelaga og kauptúna hjer* á landi og vfirleitt með svipuðum afleiðingum, þó á mismunandi stigi sje. Iljá ríkis- valdinu hefir að ýmsu leyti stefnt í sömu átt. Jafnvel arðsömustu at- vinnnfyrirtæki þjóðarinnar eins og síldarbræðslur ríkisins Iiafa orðið að stórfeldum hallarekstri, þeg- ar síldveiðin varð mest. — Þar og víða annars staðar var og «r sama sagan eins og speglast í samningagerð og ráðsmensku fctjórnarnefndar ríkisspítalanna. Þau bæjar- og sveitarfjelög á land inu, sem ekki hafa hlýtt kallinu, hafa fram til þessa staðið helst upp úr svaðinu, en vegna þess hve að þeiin hefir verið hert með kröfu frek.ju í ýmsum myndum, eru þau smátt og smátt að færast fram á brúnir fjárhagslegra þrota. Að svo er komið vorum hag er margra manna verk, en ef til vill hafa ekki aðrir menn verið sterk- ari til áhrifa bak við tjöldin en Vilmundur Jónsson. En hann er einn þeirra manna, sem sjaldan draga segl við hún á opnu hafi. Undirdjúpin eru honum geðfeld- ari siglingaleið. Hann er ekki i neinu verkalýðsfjelagi til þess að geta verið löglegur samningsaðili þegar hann er fyrir ríkisins hönd að semja við fjelögin. Hann segist ekki vera í Alþýðuflokknum og hafa ekki verið það, svo engar syndir flokksins verði honum kend ar. Hann reynir að koma ábyrgð- inni á meðnefndarmenn sína og yfirlækna spítalanna, þegar fund- ið er að verkum þeirrar stjórnar- nefndar, sem hann hefir ráðið mestu ef ekki öllu í. Viðskiftin við Iljeðinn Valdi- marsson voru svipaðrar tegundar. Báðir voru með í því, að gera bandalag A'ið kommúnista við bæj- arstjórnarkosningarnar síðustu. Arangurinn fór ekki að óskum, og þá greip hinn hreinlyndi maður til þess happaráðs að kenna Il.jeðni um alt saman, fá því til leiðar komið, að hann væri rekinn úr flokknum til þess að geta þvegið af sjálfum sjer allar grunsamdir um samneyti við hina bersynd- ugu kommúnista. Viðskifti Hjeð- ins og Vilmundar á Alþingi voru ein hin eftirtektarverðustu, sem þar hafa lengi gerst. Við Sjálf- stæðismenn, sem hlutlausir áheyr- endur sáum bardagaaðferðir svo ólíkar sem mest rná vera, enda ó- neitanlega mikill mannamunur. Þegar svo maður eins og Vil- mundur Jónsson býður m.jer sam- anburð við sig um viðskifti við það opinbera, þá gerast undarleg- ir hlutir, en jeg tek áskoruninni með gleði, jafnvel þó jeg geti ekki raupað eins af minni fórnarlund og drengilegu framkomu eins og læknirinn gerir. Mín fjármálaviðskifti eru í stuttu máli þessi: Jeg var 5 ár á þingi og fjekk þingkaúpið og ekkert annað. Sjötta árið eru mjer falin tvö auka störf af mínum flokksm., en ekki ríkisstjórninni. Þetta er endurskoð un ríkisreikninganna og nefndar- starf í tilraunamálum landbiinað- arins. Fyrir þessi störf fjekk jeg árið 1938 töluvert lægri upphæð en Vilmundur fyrir að vera í stjórn- arnefnd ríkisspítalanna, og jeg hefi engin áhrif á það haft, hvað er borgað fyrir þessi verk. Það hefir verið ákveðið af öðrum eftir viðteknum regluin. Eigi að síður liafa nokkrir fleiri en Vilmund- ur úr liði fyrvarandi stjórnar gert nokkurn úlfaþyt út af því, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi fela mjer þessi verk. Ekki af því að borgunin væri hærri til mín en annara, lieldur af því, að jeg var ekki á föstum launum fyrir, og mátti því ekki fá aukastarf, en einkum þó af hinu, að nokkur ótti leyndist í brjósti sumra manna um það, að jeg mundi gagnrýna falífðarlaust fjármálaspillingu und anfarinna ára. Hver munu svo vera viðskifti Vilmundar Jónssonar við hið op- inbera? Ef jeg man rjett, mun það hafa verið á hans fyrsta þing ári, sem hann komst í eitt virðu- legasta embætti landsins. En laun- in þótti honum lítil og fjekk því brátt launuð aukastörf hvert' á fætur öðru, eklri eitt eða tvö í senn, heldur mörg. Öll árin munu því greiðslurnar fyrir aukastörfin hafa verið talsvert hærri en land- læknislaunin, sem eru 6600 krón- ur. Stjórnarnefnd spítalanna kem- ur mest, til greina í þessu sam- bandi, þar eru greiddar 2550 krón- ur á ári. Eftirlit með lyfjabúðum er annað, og þar er veiðin 3750 kr. Auk þess hefir skrifari Vil- mundar fengið árum saman 120 kr. á mánuði frá Afengisverslun ríkisins fyrir eftirlit með lyfseðl- um. Fyrir heilbrigðiseftirlit í Mentaskólanum fær landlæknir 400 kr. á ári. Auk þess er þing- kaupið, sem var árið sem leið kr. 1305, og ýmsar smágreiðslur og hlunnindi, sem of langt yrði upp að telja. Fyrir utan þær upphæð- jr, sem .ríkið, greiðir, er svo ýmis- legt annað, eins og 1200 kr. á ári fyrir að vera í stjórn „Kron“- ,fjelagsins o. fl. Ilvernig störfin eru svo rækt hefir að nokkru ver- ið rekið, en til viðbótar má rninn- ast þess, að eklti er vitað, að eft- irlit með lyfjabúðum hafi verið neitt, enda þekkingin ekki fyrir hendi. En þegar lærður lyfjafræð- ingur kom til landsins og átti að taka við starfinu eins og vera bar, þá neitaði hinn fórnfúsi maður að sleppa beininu, maðurinn sem út- málar andstygð sína á bitlingum í FKAMH. Á SJÖTTU SÍÐU „Á helmleið" Jafnskjótt og þessi skáldsaga eftir Guðrúnu Lárusdóttur kom út árið 1913, vakti hún mikla athygli. Flestir virtust sammála Halldóri Jónssyni bankafjehirði, er fyrstur skrifaði langan og góð- an ritdóm um bókina, að hún hæri þess lítil merki, að þetta væri fyrsta skáldsaga höfundarins. Um efnið sjálft, eða stefnu sögunnar, voru hins vegar dómar skiftir. Deilur stóðu um það leyti milli aldamótaguðfræði og liinnar eldri stefnu, og sáu leiðtogar beggja að nokkuð munaði um ]>essa bók í þeirri deilu. En það varð aftur aðalorsök þess, að sagan var þýdd á dönsku árið 1916. Er bæði ís- lenska og danska útgðfan ófáan- leg fyrir löngu, enda varð bókin brátt mjög vinsæl 'meðal allrar al- þýðu. Samt hit.ti jeg konu vestur í Dalasýslu, sem var beinlínis ang- urvær yfir því, „að önnur eins kona og Guðrún Lárusdóttir skvldi geta fengið af sjer að vera að búa til sögur“. — „Þessar svo kölluðu skáldsögur eru ekkert ann að en • lygasögur, og jeg vil ekki að vel kristið fólk komi nálægt slíku og öðru eins“. — Svo mælti hún gamla og gestrisna Dalakon- an fyrrum, og svipað hugsar sumt yngra fólk enn um öll leikrit, þótt það brosi að skammsýni gömlu konunnar. Alt þetta rifjast upp hjá kunn- ugum nú þegar verið er að leika leikritið „Á heimleið“. Þar eru sýndir, og sýndir vel, nokkrir þeir kaflar sögunnar, sem fjalla um; á- greiningsmál, málefni, sem alt af eru ný, þótt nöfn á stefnum og leiðtogum þeirra breytist. Guð- fræðin, sem ný var talin fyrir 40 árum, er t. d. úrelt orðin í sinni gömlu mynd við flesta háskóla, en sumi aðalatriði hennar eru þó runnin saman við þjóðernisstefn- una þýsku, og „nýguðfræði“ vors tíma er að sumu leyti íhaldssam- ari en „eldri stefnan“ íslenska var um aldamótin síðustu. Presturinn í leikritinu ver sína stefnu jafnvel og bestu menn alda mótaguðfræðinnar gerðu fyrrum, — °g „þýsk-kristnu“ prestarnir nú, en mætir háði hjá vantrú barnakennarans og vantrausti hjá trú hjúkrunarkonunnar, svipað og þeir þýsk-kristnu mæta annars- vegar hjá „germanskri heiðni“ og hinsvegar hjá Játningarkirkjunni. Alt það, sem presturinn segir sinni stefnu til ágætis, les jeg iðulega hjá þýsk-kristnum rithöfundum, þótt þeir segi: „Vjer ÞjóðAmrjar“, þar sem sr. B.jörn segir: „Vjer ís- lendingar“. „Nýguðfræðin" í dag, hjá Barthsstefnu og Játningar- kirkju endurtekur hinsvegar flest, sem Margrjet segir í leikritinu. Því er ofur skiljanlegt, að marg- ur beri nú kala til leihritsins al- veg eins og fyrrum til sögunnar sjálfrar, — og að í þeim hóp sjeu ekki trúleysingjar einir. Aðalmál sögunnar — og leik- ritsins, er þó ekki neinar trúmála- rökræður, heldur annarsvegar að sýna hvað efasemdamenn sjeu ó- færir sálgætendur. — Sbr. and- svar Guðmundar: „Þvættingur; fullgóður í stól, en ónýtur handa deyjandi drykkjumanni!“ — Og hinsvegar, að hjónaefni þurfi að eiga samleið í trúmálum, ef vel eigi að fara. Sje trúaráhuginn eng inn, kemur það ekki til greina, og því mun ýmsum leikhúsgestum virðast Margr.jet vera í meira lagi „einStrengingsleg“. Hitt hafa þ» margir sjeð, að komist ólíkur stjórnmálaáhugi á sama heimili, fer alloft þaðan sátt og samlyndi, og er þá auðskilið 'mál, að ólíkur trúaráhugi getur valdið svipuðu ósamlyndi. Margar erlendar skáld- sögur eru um árekstur út af trú- málum í tilhugalífi unga fólksins, og í kristilegum æskulýðsfjelögunt ytra er mjög oft rætt um þetta at riði sem eitt af vandamálum trú- aðra, æskumanna. Hins vegar er fremur sjaldgæft vor á meðal, að u'm þessi mál sje rætt jafn greini- lega og leikritið gerir. Eru þess þó dæmin mörg, að trúaráhugi dvínar í sambúð við misskilning og trúleysi; enda tók G. L. ekki þetta mál upp eftir neinni erlendri fyrirmynd. ÞaSj er mjer kunnugra en öllum öðrum! Þegar Guðrún Lárusdóttir fór að starfa að fátækramálum, kynt- ist faún bæði fjölmörgum ófarsæl- um hjónaböndum, og friðvana mannssálum, er leitað höfðu sjer hugsvölunar við ýmsa lekabrunna. Og þar sem henni var ljóst, að „lifandi myndir“ á leiksviði ná til margra, sem ekki hlusta á prje- dikanir, var henni hugleikið að kaflar úr fyrstu sögunni hennar kæmust þangað, ef það kynni að verða einhverjum til gæfu. Hennl var bæði ljúft og ljett að skrifa, en hún vildi aldrei birta neitt öðr- um til dægrastyttingar einnar, þótt henni væri full ljóst, að leið- inlegar málalengingar eru enginn stuðningur góðu málefni. Leikritið þræðir þenna meðal- veg og sýnir vel bæði alvarleg- ustu og kátlegustu persónur sög- unnar. Hitt er ekki um að kvarta, þótt leikritið geti ekki flutt þá kafla, sem ýmsir töldu best skrif- aða í sögúnni. En það voru brjef- in, sem Jóhann skrifaði Margrjeti í banalegu sinni, og lýsingar af ferðalögum á hestbaki. S. Á. Gíslason. AUGAÐ hvilist TIIICI C mcC gleraugum frá I IIILLL Yður grunar ekki hvað það eru til margir menn hjer í bænum sem gæti átt viðskifti við yð- ur. Hjer eiga nú heima 37 þúsundir manna. — Með því að auglýsa í Starfskrá Morgunblaðs- ins komið þjer beðum til þeirra aHra. Hafið þjer athugað hvað þjer getið grætt á því?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.