Morgunblaðið - 21.11.1939, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. nóv. 1939,
Ur daglega lifinu
Ymsar sögur eru til um það, hvem-
ig mönnum hefir orðið við, þeg-
ar biöð hafa birt dánarminningar um
þá of snemma, hvemig þeir hafa snú-
ist gagnvart ritstjómm blaðanna og
hvernig ritstjóramir hafa tekið á móti
þeim.
Satt að segja hafa þesshóttar við-
skifti í mínum augum verið þannig, að
jeg vildi komast hjá þeim í lengstu lög
óg‘ vár farinn að vonast eftir því, eftir
15 ára blaSamensku, að jeg myndi al-
veg sleppa við það, að eiga nokkum
tíma tal við mann, sem Morgunblaðið
væri búið að afgreiða með andláts-
fregn.
En það var með þetta eins og margt
í lífinu, að vemleikinn varð allur ann-
1 ar, en menn gera sjer í hugarlund að
\ óreyndu. Jeg hafði altaf álitið, að
menn, sem lesa eftirmæli eftir sig,
bregðist reiðir við, og telji þetta hina
mestu móðgun. Því það getur óneit-
snlega komið sjer illa, að vera alt í
einu þurkaður út úr tilveranii hjerna
í megin með kurteislegri dánarminningu
í blaði.
★
Nú er best jeg segi frá hvemig mjer
reyndist þetta í því eina tilfelli, er jeg
hefi upplifað.
Jeg var staddur á gistihúsi í Höfn.
Einn góðan veðurdag kemur þjónustu-
stúlkan til mín og segir að einhver sje
kominn sem vilji fá að tala við mig.
Ákaflega hæverskur maður kemur
síðan inn til mín. Honum var mikið
rdðri fyrir. Hann segist hafa frjett það
rjett í þessum svifum, að jeg væri
síaddur á þessu gistihúsi og hann hafi
óðara þotið upp stigann til þess að
hitta mig að máli og þakka mjer fyrir
hina einkar vingjamlegu grein um sig,
er staðið hafi í blaðinu þann dag, sem
hann til tók. Hann hefði vissulega ekki
, álitið að hann ætti öll þessi fallegu
ummæli skilin.
Jeg áttaði mig ekki strax á þessu
og inti hann nánar eftir því, hver
hann væri.
★
Jeg er Monberg, sagði hann, með
hinu kurteislegasta brosi, maðurinn,
sepi þér birtuð minningargrein um í
blaði yðar — jeg er, ef jeg svo má
segja, og nú fór hann dálítið hjá sjer,
í yðar augum, sá framliðni. En jeg gat
ekki látið þetta tækifæri ganga mjer
úr greipum til þess að þakka yður
fyrir hin fallegu orð“.....
- Nn fór mjer ekki »ð4ítast.á blikuna.
V'ar þetta sá rjetti framliðni, eða ein-
hver sem var að fá sjer „billegt grín“ út
af rangri blaðafregn? r, ,
--------Þessi fallegu orð, hjelt hann
áfram, og tók nú peningaveski upp úr
\asa sínum. Hann ætlar þó ekki, datt
mjer £ hug, að fara að bjóða borgun
fyrir dánarminninguna! Nei. Upp úr
\eskinu tók hann úrklippu úr Morgun-
blaðinu, kyrfilega samanbrotna, þar
sem var minningargreinin um hann, í
tilefni þess, að fregn hafði um það
borist til Reykjavíkur, að hann hefði
druknað við Eæreyjar.
Og hann fór að stauta sig 'fram úr
greininni, kunni hana sýnilega að nokk-
uru leyti utan að. Þessi orð, sem þarna
stóðu höfðu vissulega hrært viðkvæma
strengi í hjarta hans.
En þareð atburðurinn var einstæður
f yrir mjer sem honum, þá frekar hliðr-
aði jeg mjer hjá löngum umræðum um
máfið, og fór hálft í hvom að afsaka
það að blaðið hefði fengið rangar upp-
lýsingar, en fann strax að það var
óheppilegt, rjett eins og jeg sjálfur
væri leiður á því, að þetta hefði ekki
verið rjett hermt, og maðurinn dauður,
en ekki samnefndur bróðursonur hans,
sem fórst við Færeyjar; svo jeg sneri
yfir í annan tón, þakkaði honum fyrir
„elskulegheitin“, að gera sjer það ómak
að ganga á minn fund.
★
Það var ékki nema sjálfsagður hlutur
sagði hann. Jegbýsti við, að þetta verði
einasta tækifærið £ l£finu, sem jeg
fæ, til þess að þakka nokkrum blaða-
manni fyrir svona lagaðan greiða, ein-
tí'ta tækifærið, sagði hann, um leið og
hann braut úrklippuna vendilega sam-
an £ veskið sitt aftur.
Og ef jeg kynni einhvemtima að
geta gert yður greiða á móti, þá væri
það mjer hin mesta ánægja., þvi mjer
finst, að eftir þessa hlýlegu grein, sje
jeg i þakklætisskuld við yður, sagði
herra Monberg um leið og hann fór út
úr dyrunum — með sitt hlýlega upp-
Ijómaða andlit og greinina í vasanum,
dán arminninguna, sem virtist hafa orðið
einn af sólskinsblettunum í lífi hans.
Svona var það. V. St.
Skákkepni
Asunnudaginn fór fram
kepni á milli Taflfjelags
alþýðu og I., II. og III. flokks
Taflfjelags Reykjavíkur. Teflt
var á 14 borðum. Kepninni lauk
þannig, að T. R. vann með 9:5.
Úrslit úr einstökum skákum
urðu essi. Meðlimir T. R. taldir
á undan:
Guðmundur Jónsson Egill Sig-
urðsson %, Óli Valdimarsson 1, Ingi-
mundur Guðmundsson 0, Hannes Arn-
órsson 1, Einar Einarsson 0, Víglundur
Möller 0, Þorvaldur Jóhanns3on 1, Jón
B. Helgason 1, Karl Gíslason 0, Aðal-
steinn 7 Halldórsson Yí> Sæmundur
Jíristjánsson Y2, Þórður Jörundsson YY
óskar Lárusson Yz- Sigurður Jafetsson,
Jón Thorlaeius 0, Marís Guðmundsson
Yí, Ingi Guðmundsson y2) Jóhann Bern-
hard, Sigurbjöm Einarsson 0, Ólafur
Einarsson 1, Kristinn Stefánsson 0,
Giðjón Tómasson 0, Gunnar Krist-
mminsson 1, Þorleifnr Þorgrímsson 0,
Klemens Bjömsson 1, Lárus Johnsen
1, Leopold Jóhannesson 0
HIÐ BRENNANDI
SKIP.
PRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
kvöldi var lokað til Hornafjarð-
ar átti blaðið tal við Höfn.
Þá var sagt að hið brennandi
skip myndi vera strandað. —
Það rak fram hjá Hornafjarð-
arós mjög skamt undan landi,
og stóð á gryningum, að því er
heimildarmaður blaðsins skýrði
frá, um tvo kílómetra, fyrir aust-
an ósinn. En nánari deili á skip-
inu var ekki hægt að fá í gær-
kvöldi, sakir myrkurs, enda
grynningar fyrir landi, þar sem
skipið stó(5.
Mikill eldur var í skipinu þá
klukkan 8 í gærkvöldi, þó eld-
blossinn frá Höfn að sjá væri
ýninni orðinn en hann var fyr
um daginn. En þá hafði skipið
staðið í báli í rúmlega fjórar
klukkustundir.
Silfurbrúðkaup eiga í dag
María Þ. Bjarnadóttir og Eiríkur
Jónsson járnsmiður, Eiríksgötu 9.
Breytingar á fram-
færslulögunum
. Stálkonungur
gerist liðhlaupi
frá nazistum
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
þá er ljóst, að einhverskonar
.jöfnunarsjóður lilýtur að vera
einkenni þess, að í raun og
veru^ sje landið eitt framfærslu-
hjerað. En ef ríkið sjálft á að taka
þessi mál í sínar hendur og fram-
færslustyrkir eiga beint að greið-
ast úr ríkissjóði fyrir milligöngu
stjórnskipaðra manna um land alt,
er tvímælalaust, að þessu mundi
fylgja slík röskun á allri vald- og
tekjuskiftingu ríkis- og sveitar-
stjórna, að slíku verður ekki á
komið fyr en eftir miklu rækilegri
íhugun en nú hefir vérið kostur á.
Enda er það ljóst, að þótt landið
alt væri gert eitt framfærsluhjer-
að, þá er þar með engan veginn
leystur sá vandi, hvernig eigi að
sporna gegn þeirri hættu, sem
þjóðfjelaginu öllu stafar af hinum:
óeðlilegu flutningum fólks til ein-
stakra staða í landinu.
Annað úrræði, sem til athugun-
ar hefir komið, er að taka af nýju
upp sveitfestina. A.m.k. einn nefnd
armanna, Bjarni Benediktsson,
telur æskilegt, að svo væri gert.
Slíkt hefir sarnt ekki þótt fært,
enda sveitfestitíminn afnuminn
1935 vegna þess, að hann þótti
ekki framar eiga við. Mundi sveit-
festitími heldur ekki geta sporn-
að gegn því atvinnuleysisböli, sem
stafar af hinum óeðlilegu fólks-
flutningum bygðarlaga á milli“.
Að öllu þessu athuguðu taldi
nefndin ekki annað fært en að láta
meginatriði framfærslulaganna
haldast, en reyna að sníða af
helstu vankantana. Skal hjer get-
ið helstu nýmæla nefndarinnar.
Flutningur milli
sveita.
Eitt nýmæli frumvarpsins er
það, að ef maður flyst milli sveita,
sem þegið hefir framfærslus'tyrk á
síðustu 2 árum áður en hann
flutti, þá skuli hann halda ó-
breyttri sveitfesti, þar til hann
hefir komist af styrklaust í 2 ár
óslitið í hinni nýju heimilisvist.
Eftir gildandi framfærslulögum
vinna menn sjer framfærslusveit
um leið og þeir taka sjer lögheim-
ili. Með þessu er beinlínis ýtt und
ir sveitarstjórnir að koma þurfa-
mönnum af sjer á aðrar sveitir,
enda mun þetta hafa tíðkast all-
injög í seinni tíð.
Samskonar ákvæði er í frum-
varpinu í sambandi við dvöl í
skóla, sjúkrahúsi, heilsuhæli eða
annari slíkri stofnun, vinnuhæli
eða fangelsi.
Vinnuskylda.
Um hana segir svo í 21. gr. frv.:
„Sá, sem þiggur framfærslu-
styrk og er þó vinnufær, er skyld
ur að fara, hvert sem er innan-
lands, í viðunandi vist, eða til at-
vinnurekstrar við viðunanleg skil-
yrði, eða vinna hverja þá vinnu,
sem sveitarstjórn ákveður og hon-
um er ekki um megn, meðan hann
er ekki fær um, án sveitarstyrks,
að framfleyta sjer og þeim, er
hann á fram að færa að lögum“.
Er styrkþegi skyldur að hlýða
ákvörðun sveitarstjórnar um
þetta, en getur kært til lögreglu-
stjóra, er þá úrskurðar í málinu.
Þeim úrskurði má skjóta til ráð-
herra.
Sama vinniskyldu-kvöð hvílir á
barnsföður, sem sveitarstjórn hef-
ir orðið að greiða meðlag fyrir.
Endurgreiðsla
útlagðs styrks.
Nýmæli er það í frumvarpinu,
að ríkissjóður skuli ábyrgjast þá
2/3 hluta útlagðs sveitarstyrks,
sem sveitarf jelag á kröfu á hendur
öðru sveitarfjelagi. Það hefir oft
gengið erfiðlega fyrir sveitarfje-
lag, að fá endurgreiddan útlagðan
Stýtk/ sém veittur hefir verið ut-
ansveitarmanni. Til þess að ráða
bót á þessu er lagt til, að ríkis-
sjóður ábyrgist þessar endur-
greiðslur.
Greiðslur úr
Jöfnunarsjóði.
Loks er það nýmæli í frumvarp
inu, að Reykjavúk, sem samkvæmt
gildandi lögum fær miklu síðar
greiðslur úr Jöfnunarsjóði en önn-
,ur sveitarfjelög, komist undir
sömu jöfnunarákvæði og önnur
sveitarfjelög landsins.
Enski flugmaðurinn fór til Bessa
staða í gær, þar sem hann á að
dvelja á meðan hann er hjer. Erá
því var sagt hjer í blaðinu, að
hann hefði mótorhjól meðferðis,
en það var misskilningur. Hann
hefir aðeins venjulegan hjólhest.
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
ritz Thiessen, þýski stálkon-
ungurinn og einn nafntog-
aðasti iðjuhöldur Þjóðverja, sem
sagður var á sínum tíma hafa
lagt fram stórfje til stuðnings
1 nasistum, á meðan þeir voru að-
brjótast til valda, enda þing-
maður síðan Hitler tók við,
skýrði frá því í Sviss í dag, en
þangað kom hann í síðastliðinni
viku, að hann hefði flúið frá
Þýskalandi.
Um orsökina til þess að hann
hefði flúið, sagði hann, að hann
hefði sem þingmaður látið í ljós
að hann væri andvígur styrjöld-
inni og stjórnmálastefnu þeirri,.
sem nasistar hefðu tekið upp.
Honum hefir því ekki ver,i&
lengur vært í Þýskalandi.
Gengið í gær:
Sterlingspund 25.38
100 Dollarar 651.65
— Ríkismörk 260.76
— Fr. frankar 14.65
— Belg. 107.16
— Sv. frankar 146.72
— Finsk mörk 13.21
— Gyllini 346.65
— Sænskai krónur 155.40
— Norskar krónur 148.29
— Danskar krónur 125.78
Það eykur vellíðan ykkar.
H. Benediktsson & Co.
Sími 1228.