Morgunblaðið - 05.12.1939, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.12.1939, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Þriðjudagur 5. des. 1939. Alþingi er misboð- ið með þingsetu Reikningur Reykj avíkurbæ j ar. kommúnista Yfirlýsing 42 þingmanna lesin úr forsetastól FXJNDUR var boðaður í Sameinuðu Alþingi kl. 2 e. h. í gær. Á dagskrá var: Forseti les upp yfirlýsingu. Er forseti, Pjetur Ottesen hafði sett fundinn, las hann upp yfirlýsingu, er 42 þingmenn höfðu undirritað. (Þrír þingm., Jó- ! hann Jósefsson, Haraldur Guðmundsson og Gísli Guðmundsson eru fjarverandi). Yfirlýsing sú, er forseti las, er svohljóðandi: „Vegna þeirrar afstöSu er kommúnistaflokkurinn, sem hjer starfar undir nafninu Sameiningarflokkur alþýðu — sósíalista- flokkurinn, þingmenn þess flokks og málgögn hafa markað sjer til frelsis, rjettinda og lýðræðis smáþjóðanna síðustu vikurnar, og alveg sjerstaklega viðvíkjaridi málefnum Fjnnlands, lýsa undir- ritaðir alþingismenn yfir því, að þeir telja virðingu Alþingis mis- boðið með þingsettt'fulltrua slíks flokks. Alþingi, 4. desember 1939. Árni Jónsson. Ásgeir Ásgeirsson. Bergur Jónsson. Bernharð Ste- fánsson. Bjarni Ásgeirsson. Bjarni Bjarnason. Bjarni Snæbjörns- son. Einar Árnason. Eiríkur Einarsson. Emil Jónsson. Erlendur Þorsteinsson. Eysteinn Jónsson. Finnur Jónsson. Garðar Þorsteins- son. Gísli Sveinsson. Helgi Jónasson. Hermann Jónasson. Ingvar Pálmason. Jakob Möller. Jón Ivarsson. Jón Pálmason. Jónas Jóns- son. Jörundur Brynjólfsson. Magnús Gíslason. Magnús Jónsson. Ólafur Thors. Páll Hermannsson. Páll Zophoníasson. Pálmi Hannesson, Pjetur Halldórsson. Pjetur Ottesen. Sigurður E. Hlíð- 'ar. Sigurður Kristjánsson. Sigurjón Á .Ólafsson. Skúli Guðmunds- son. Stefán SfefánSson. Steingrímur Steinþórsson. Sveinbjörn Högnason. Thor Thors. Vilmundur Jónsson. Þorsteinn Briem. Þorsteinn Þorsteinsson". Fðtækrafram- færið lang- stærstl gjalda- liðnrinn Rvikningur Reykjavíkurkaup- staðar fyrir árið 1938 er kominn út. Eru heildargjöldin á rekstrarreikningi 7.087 þús. kr., eða rúmlega 600 þús. kr. hærri en árið 1937. Hjer skulu nefndir nokkrir stærstu gjaldaliðirnir: F ramfærslukostnaður bæ j ar- ins nam á árinu alls 1.737 þús. kr., en þar af var endurgreitt 105 þús., svo að bein útgjöld bæjarins vegna fátækrafram- Tærisins voru 1,631 þúsund kr.; er það um 70 þús. kr. meira en 1937. Útgjöld bæjarins samkv. alþýðutryggingarlögunum námu alls 811 þús. kr., en þar af frá Tryggingarstofnuninni 146 þús. kr.; útgjöld bæjarins því 665 þús. kr. Þessir útgjaldaliðir bæj- arjns til samans (fátækrafram- færið og til trygginga) nema því um 2,3 milj. kr. og er það um 300 þús. kr. hækkun frá 1937. Þessir tveir gjaldaliðir eru ná- ,lega þriðjungur allra útgjalda bæjarins. Aðrir stórir útgjaldaliðir eru hinir sömu og áður: Barnaskól- arnir 639 þús., almenn styrktar- starfsemi 456 þús., ýms starf- ræksla 426 þús., vextir af lánum I 436 þús., löggæsla 365 þús.,| stjórn kaupstaðarins 365 þús., heilbrigðisráðstafanir 330 þús. kr. Reykjavíkurbær átti í árs- byrjun 1938 útistandandi hjá öðrum sveitarfjelögum um 115 þús. kr., en í árslok um 125 þús. krónur. Til atvinnubóta var varið á ár-i inu úr bæjarsjóði alls 525 þús. kr. ; af þessu greiddi ríkissjóður aðeins um 10 þús., til vinnu og námskeiða fyrir æskumenn. — Fyrir alt það fje, sem ríkið lagði til atvinnubóta fyrir reykvíska verkamenn var unnið í þágu rík- iöstjórnarinnar sjálfrar, undir umsjón vegamálastjóra. Eignir bæjarsjóðs Reykjavík- ur, án fyrirtækja, voru í árslok 1938 taldar 16.174.175.88 (þar af 9,8 milj. kr. arðberandi og seljanlegar eignir); í árslok 1937 voru eignirnar 15,232,287,- 78. Aukning því um 842 þús. kr. Skuldir bæjarsjóðs voru í árs- lok 1938 7,132,098,45, en voru 6,138,331,11 í árslok 1937. — FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Ágætt skauta- svell á Tjörninni Gott skautasvell hefir verið á Tjöminni undanfama daga og f jöldi manns notað tækifærið tá,l að iðka þessa skemtilegu og góðu íþrótt. Skautafjel Reykjavíkur hef- ir sjeð um að halda svellinu í eins góðu lagi og hægt er vegna veðurs, og hefir nú músík á hverju kvöldi, Hefir fjelagið komið sjer upp sínum eigin tækjum til að senda út músík á kvöldin, þegar fólk er að skemta sjer við skauta- hlaup. Það eru tilmæli Skautafjelags stjórnarinnar og þeirra, sem yndi hafa af skautahlaupi, að krakkar sjeu ekki með sleða á svellinu, því það getur hæglega stafað slys af sleðaferðum á þessum stöðum. Hhitaveltu heldur Stúkan Yerð- andi í G- T. húsinu í kvöld. Þar eru margir eigulegir munir, en alt á að dragast upp á stuttum tíma. Þess vegna kostar aðgangurinn ekki neitt, og gestum er skemt með músik. St. Verðandi á svo marga vini í bænuím, að ekki er að efa að þeir fylla húsið sam- stundis og það verður opnað. Kveðja til ísleifs Hðgna- sonar Almennur fundur var haldinn í Nýja Bíó í Vestmannaeyj- um í gærkvöldi, og voru Finn- landsmálin og kommúnistar um- ræðuefnið. Þessi fundur var sá fjölmenn- asti, sem haldinn hefir verið i Eyjum um langt skeið. Samþyktar voru nokkrar á- lyktanir, þar sem lýst var dýpstu samúð með Finnlandi og and- stygð á framferði Rússa og kom- múnistanna hjer. Skorað var á þingmenn kom- múnista þ. á. m. alveg sjerstak- Iega á ísleif Högnason (upp- bótarþingmann úr Eyjum), að leggja niður þingmensku. Þegar kommúnistar ætluðu að láta til sín heyra á fundinum, voru þeir umsvifalaust píptir niður. Var hótað að kasta þehp út, ef þeir ljetu nokkuð á sjer bera. U. M. F. Velvakandi heldur fund í Kaupþingssalnum kl. 8.30 í kvöld Tunúurduflalagnir úr flugvjelum Þess hefir verið getið í skeytum, að Þjóðverjar notuðu flug- vjelar til þess að dreifa út tnndurduflum við strendur Englands; ljetu þau síga niður í fallhlífum. Myndin (teikning) á að sýna að- ferðina. Þaðr var kl. 12 aðfaranótt mánudags, 4. þ. sem til fram- kvæmda kom sú ákvörðun Breta og Frakka, að svara tundurdufla- hernaði Þjóðverja með því að gera upptækar allar vörur af þýskum uppruna, er þeir kæmust yfir. 1lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllillllllllilll!llllliHlllllllllllllllltllllll!llllllllllll!l!lllllllll!llll||||||||||||||||||||tir | Þingmenn kommúnista ) I reknir úr Þingmannasam- | 1 banúi Norðurlanda I iiiiiiiiimiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiniiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniit AÐ afloknum fundi í Sameinuðu Alþingi í gær var haldinn fundur í íslandsdeild norræna þingmannasambandsins. Formaður, Hermann Jónasson, setti fundinn og las upp tillögu þá til fundar- ályktunar, sem fer hjer á eftir: „Vegna þeirrar afstöðu, er kommúnistaflokkurinn, sem hjer starfar undir nafninu Sameiningarflokkur alþýðu — sósíalista- flokkurinn, þingmenn þess flokks og málgögn hafa markað sjer til frelsis, rjettinda og lýðræðis smáþjóðanna síðustu vikurnar, og alveg sjerstaklega viðvíkjandi málefnum Finnlands, er ekki við það hlítandi, að þingmenn kommúnistaflokksins sjeu meðlimir Þingmannasambands Norðurlanda, þar sem hyrningarsteinn þess f jelagsskapar er lýðræði og markmið hans meðal annars að styðja að alþjóðlegri friðarhreyfingu og samvinnu þjóða í milli. — Þess vegna ályktar fundurinn að víkja alþingismönnunum Brynjólfi Bjarnasyni, Einari Olgeirssyni, Hjeðni Valdimarssyni og Isleifi Högnasyni úr fslandsdeild Þingmannasambands Norðurlanda". Fyrstur tók til máls Hjeðinn Valdimarsson. Talaði hann ó- venju rólega, en aðalefni ræðu hans var það, að hjer væri eng- inn kommúnistaflokkurin til (hlátur), heldur bara samein- ingarflokkur alþýðu — sósíal- istaflokkurinn (meiri hlátur), sem hefði mjög hóflega stefnu- skrá (nú nenti enninn lengur að brosa). Hann sagði að Alþingi hefði ekki mótmælt „innrásinni á Spáni“, en enginn kannaðist við, hvað H. V. átti við með þessu, því að það er alkunnugt, að þar áttust Spánverjar við innbyrðis, en ekkert stórveldi skarst þar í leikinn, þó að ýmsir sjálfboðaliðar væru með báðum. Þá stóð Brynjólfur Bjarnason upp og var heldur lakari. Hann sagði að allur þingheimur aðrir en kommar væru „klíka“, sem hann skammaðist sín fyrir að vera með. Innrásin í Finnland væri alveg sjálfsögð ráðstöfun ti. þess að velta úr völdum kúg- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.