Morgunblaðið - 05.12.1939, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 05.12.1939, Qupperneq 5
I>riðjudagur 5. des. 1939. Ctgef.: H.f. Árvakur, Heykjavlk. Rltstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgtJarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Rltstjórn, auglýsingar og afgreiTSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuttl. í lausasölu: 15 aura eintakitS, 25 aura rnetS Lesbók. Ávarp Pjeturs Ottesen 1. desember: í sveitunum bíða verk- efnin handa fólkinu Ráðningin KOMMÚNISTAR fengu mak- lega ráðningu á Alþingi í gær. A fundi í sameinuðu þingi var lesin upp yfirlýsing, er 42 þingmenn höfðu undirritað, þar sem þingm.ennirnij* töldu virðingu Alþingis misboðið með þingsetu kommúnista. Höfðu allir þingmenrx sem mætt hafa á þessu þingi, að undanskildum kommúnistum, undirritað yfirlýsinguna, en þrír hafa, sem kunnugi er, ekki mætt- á þingi ennþá. Á fundi í íslandsdeild norræna þingmannasambandsins, sem hald- inn var í gær, var einnig samþykt að víkja kommúnistunum fjórum úr Islandsdeild Þingmannasam- bands Norðurlanda. Báðar þessar aðgerðir á komm- únistum voru rökstuddar á sama hátt, þar sem vitnað var í athæfi þeii'ra gagnvart frelsissvifting smáþjóðanna undanfarið og þá sjerstaklega framkoma þeirra, eft- ir að ráðist var með ofbeldi á Pinnland. Aldrei hefir það komið skýrara í ljós en í ræðum þeim, er komm- únistar fluttu á þingmannafund- inum í gær, að það er ekki aðeins vanvirða að hafa kommúnista í sölum Alþingis, heldur er stór- háskalegt að; þeir sjeu nokkurs ráð andi í oþinberu lífi. Aðalforingi kommúnista, Brynj- ólfur Bjarnason, sá maðurinn, sem mun taka á móti „línunni" frá Moskva, lýsti því hátíðlega yfir, að innrás rauða hersins í Finn- lands væri sjálfsögð. Með henni ætti að ,,frelsa“(!) finsku þjóð- ína (!!) Ekki nóg með það, að kommún- istar legðu blessun sína yfir of- beldisverk rauða hersins í Finn- landi. Þeir fögnuðu uppreisnar- stjórninni þar í landi, böðlunum, sem svíkja sitt föðurland þegar verst gegnir. Og þeir voru með hótanir í garð íslendinga, að upp- reisnarstjórn kommúnista í Finn- landi myndi minnast Islands, þeg- ar búið væri að svifta Finnland frelsi sínu! Ehginn efast lengur um það, að til eru þeir mann hjer á landi og það innan sala Alþingis, sem eru þess albúnir, að svíkja sitt land í trygðum, nákvæmlega á sama. hátt og finsku kommúnistarnir hafa gert. Við vitum vel, að íslensku komm únistarnir hafa verið að undirbúa „frelsis“-komuna hjer. Þeir hafa logið því í erlendum blöðum og tímaritum, að fslendingar veittu erlendum stórveldum mikilsverð hernaðai'leg rjettindi í landinu. Á grundvelli þessara eða svip- aðra Ivga á að kalla hingað rauða herinn, til þess að „frelsa“ ís- lensku þjóðina! Er forsvaranlegt, að fela slík- um mönnum nokkra trunaðar- stöðu í þjóðfjelaginuf jC' yrsti desember er merk- isdagur í sögu íslensku þjóðarinnar. Þennan dag fyrir 21. ári fjekk þjóðin viðurkenningu á fullveldi landsins eftir langa og harð- sótta baráttu. Dagurinn er því þjóðinni fagnaðar- og gleðidagur. En þessi dagur minnir okkur ekki eingöngu á liðinn tíma og hvað unnist hefir, heldur á dag- urinn að bregða birtu yfir veginn, sem vjer gönguim; og leiðina, sem< framundan er. Á þeirri leið eru margar torfærur, sem gjalda þarf varhuga við. Jeg ætla að nota þessi ávarpsorð til þess að benda á einn ískyggilegan farartálma, sem þarf að ryðja úr vegi með sameiginlegu átaki, til þess að ekki sje stefnt í ófæru. ★ íslendingar hafa frá öndverðu verið framleiðsluþjóð. Framleiðsla þeirra hefir ávalt verið næsta ein- hæf, eingöngu sjávarafurðir og landbúnaðarvörur. Framleiðslan hefir jöfnum höndum verið notuð til fæðis og klæðis landsmanna sjálfra og sÖlu á erlendum tmarkaði. Með þeim eina hætti höfum við tök á að afla g-jaldeyris til kaupa á ýms um nauðsynjum, er við eigi get- um án verið, og þeim vörum öðr- um, serni þjóðin lætur eftir sjer að kaupa og vill ekki neita sjer um, og loks er með þessum hætti aflað gjaldeyris til greiðslu á erlend- um lánum, sem tekin hafa verið til ýmsra meiri háttar fram- kvæmda og eigi varð í verk komið með öðrumi hætti. Utanríkisverslun okkar er því eingöngu reist á framleiðslu þess- ara vara. Þar sem, þessu er nú þalniig háttað, þá leiðir af sjálfu sjer, að ef hag þjóðarinnar á að vera borgið og vel sjeð fyrir al- menningsheill í landinu, þá verð- ur mikill meiri hluti allra verk- færra manna að taka beinan þátt í framleiðslu þessara vara, sem öll afkoma þjóðarinnar veltur á. Lengst af hefir þessu líka verið þannig háttað, þó að nxx liafi okk- ur hrakið af leið. Á síðari: árum hefir orðið mikil fólksfækkun í sveitum landsins. Fólkið, sem flutt hefir úr sveitunum, hefir sest að við' sjóinn, í kaupstöðum og lcaup- túnum. Það er Ijóst dæmi þess hverng straumurinn hefir legið, að manntalið, sem fram fór 1930, sýn- ir, að af 74.436 mönnum, sem fæddir voru í sveitum landsins, dvöldu þar ]>á ekki nema 49.228, en í kauptúnum og kaupstöðum höfðu fæðst 32.721, en þar áttu þá heima 59.932 menn. Árið 1938 voru alls búsettir í sveitnm, 47.500 manns, en í kaupstöðum og kaup- túnum 71.300 manns. Afleiðingar þess, hversu sveitirnar liafa tæmst af fólki, koma meðal annars fram í því, að síðan árið 1920 hafa um 500 jarðir lagst. í eyði, hinsvegar ekki verið reist nema nokkuð á annað hundrað nýbýli, og ein- yrkjabúskapur mjög færst í vöxt. Meðan útgerðin gekk vel og gaf: góða raun, var nóg verkefni fyrir : þetta fólk, sem flutti í kaupstað- j ina, bæði með beinni þátttöku í' framleiðslustörfunum og við önnur störf, sem leiddu einnig á öðrum sviðum af hinni öru þróun þar, sem velgengni útgerðarinnar skap- aði. Framleiðslan í heild óx en minkaði ekki, enda eru það viður- kend sannindi, að ágóði sá, sem varð af útgerðinni meðan vel ljet í ári með aflabrögð og' verð á af- urðunum var hagstætt á erlendum markaði og við bjuggum þar við rúmt sölusvið, hefir orðið aflvaki hinna stórfeldustu framfara bjer á landi. i En þetta glæsilega tímabil í sögu útgerðarinnar er nú liðið hjá. Nú um alllangt árabil hefir hallað undan fæti hjá útgerðinni. Afla- brögðin hafa rýrnað, afurðaverðið á erlendxxm markaði hefir verið óhagstætt í hlutfalli við tilkostn- að og sölutregða hefir valdið erf- iðleikum. Af öllu þessu hefir leitt, að sam,- * dráttur liefir orðið í útgerðinni. Fjölda fólks, sem bygt hefir at- vinnu sína á útgerðinni, vantar verkefni, hefir ekkert að gera, er atvinnulaust. En þrátt fvrir þetta erfðleika- ástand í kaupstöðunum hefir fólk- ið haldið áfram að streyma þang- að úr sveitunum. Það er órækur vottur þess hvílíkt vandræðaástand atvinnuleysið leiðir af sjer, að á síðastliðnum 5 árum, frá 1933— 1938, hefir fátækraframfærið í kaupstöðum og kauptúnum hækk- að úr 1.363.639 upp í 2.843.495 eða um 108.6%. Á árinu 1938 nemur fátækraframfærið fullum 77 kr. á hvern mann á aldrinum 18—60 ára í kaupstöðum og kauptúnum. Á sama tíma hefir verið veitt at- vinnubótafje úr ríkissjóði, sem nemur um 3 milj. króna, en það hefir nær eingöngu gengið til kaupstaða og kauptúna. Það skil- yrði er sett í fjárlögum fyrir veit- ing-u atvinnubótafjár, að lagt sje frarn á móti %, en það eru 6 milj. sem kaupstaðir og kauptún hafa lagt frarn með þessum hætti til viðbótur fátækraframfærinu. Ástæðan til þess, að jeg nefni þessar tölur hjer er eingöngu sú, að sýna, hve þetta ástand er orðið alvarlegt, en í því felst síður en svo nokkur broddur eða ámæli til þeirra manna, sem hafa með hönd- um það erfiða og vandasama hlut- vérk að stjórna fjármálum, þeirra bygðarlaga, sem liafa oi'ðið fyrir því óláni, er atvinnan hefir brugð- ist. ★ Það getur engmm dulist, að hjer blasir við okkur það þjóðfjelags- vandamál, sem stefnir allri af- kornu þjóðarinnar í hreinan voða, ef á því fæst ekki einhver bót ráðin. En ekkert anixað felur í sjer lausn á þessu vandamáli en það, að þeir menn, sem nú skortir verk- efni og eru atvinnulausir í kaup- stöðum, taki þátt 2 framleiðslu- störfunum. Því miður eru litlar eða engar líkur til, að útgerðin geti nú tekið þeim stakkaskiftum, að aflamagn hennar og afrakstur geti veitt þá atvinnu, sem einhlít réynist til xirbótar. Til þess þyrfti að koma upp nýrri xitgerð á sum- um, stöðum þar sem alt er komið í kalda kol að heita má, annarsstað- ar þyrfti xitgerðin að aukast um alt að helmingi og alstaðar nolrkuð. En þessa er enginn kostur, eins og nú er ástatt. Hátt verð á afurðum nxeðan stríðið stendur getur að vísu dá- lítið bætt úr, ef siglingaleiðir lok- ast þá ekki. En á slíkan óeðli- legan gróða er hæpið að treysta til frambúðar, því við megum vera við því búnir, að stríðsþjóðirnar að ófriðnum loknum muni láta okkur borga briisann með sjer, svo mjög sem við erum þeim háðir um, vöx'ukaup og þó einkum sölu afurðanna. Nei, hjer þurfa önnur ráð að koma til. Fólksstraumurinn, sem legið hefir xir sveitunum til kaup- staða og kauptúna, verður að stöðvast. En það er hvergi nærri einhlítt. Fólkið verður að fara að flytja úr kaupstöðunum aftur og upp í sveitirnar. Það er enginn einstaklingur svo hraustbygður, hvorki á sál nje lík- ama, að hin dauða hönd atvinnu- og athafnaleysisins lami hann ekki og sljófgi svo hann verði miður sín og bíði þess ef til Vill aldrei bætur síðan. Sama máli gegnir umi þjóðfje- lagið í lxeild. Það fær ekki staðist nema allir, sem vinnufærir eru, hafi nóg verkefni og leggi hönd á plóginn, og það sje ávalt trygt, að mikill meiri hluti þjóðarinnar vinni að framleiðslu þeirra verð- mæta, sem geta jöfnum höndum gengið kavxpum og sölum á erlend- xxm, og innlendum markaði. Þess vegna verður fólkið, sem engin verkefni hefir í kaupstöð- unum, að flýja atvinnuleysið og þann dauða, sem það felur í sjer, og flytja í sveitirnar. Þar eru verkefnin nóg, þau eru ótæmandi; það er margra kynslóða verk að rækta og byggja upp í sveitun- um. Þrátt fyrir þá miklu blóð- töku, sem sveitirnar hafa orðið fyrir við fólksflutningana í kaup- staðina, hefir undramiklu verið á- orkað í ræktun og húsabótum í sveitum. En það sem veldur því, þi-átt fyrir fólksfæðina og það, hve mikið hefir lagst í eyði af jörðum, að framleiðsla sveitanna hefir ekki mjög gengið saman, er hægðaraukinn við heyöflun, sem leiðir af ræktuninni og hagnýt- ingu hagkvæmra vinnuvjela og bættu fyrirkomulagi á peningshús- húsum, sem ljettir gegningarnar. En þrátt fyrir þetta er fólkseklan í sveitum mikið mein fyrir búnað- inn. Það er því hægt að taka á móti miklu af fólki úr kaupstöð- unuffl á sveitaheimilin, bæði ein- hleypum mönnum og fjölskyldu- fólki í vinnumensku og hixs- mensku. Á landinu munu nxi vera um 6000 sveitabýli, og ætla jeg að það sje ekki of mikið í lagt, þó gert væri ráð fyrir alt að 2 mönnum á býli til viðbótar, eða um 12000 manns. Jeg hefi orðið þess var, að sumir telja, að fólk xir kaupstöðum, geti eltki flutt í sveit upp á önnum býti en þau, að reist sjeu handa því samstundis nýbýli. Það er mjög á misskilningi bygt, að þetta sje heppilegt eða æski- legt. Margt af þessu fólki kann lítil skil á búskaparháttum í sveit- um og sumt alls engin. Þetta fólk þarf að kynnast sveitalífinu og öllum háttum þar, læra vinnubrögS á sveitaheimilum við ræktun, hey- skap, skepnuhirðingu o. s. frv. áð- ur en það reisir sjálfstæðan bú- rekstxxr. Þetta fólk á þó engan veginn að vera dæmt til þess um alla framtíð að vera í vinnumensku eða húsmensku, markið sem því er holt og nauðsynlegt að keppa að er það að verða sjálfstæðir at- vinnurekendur, stofna eigin bú- rekstur í sveit. En sú ætlan að byrja sjálfstæð- an búskap í sveit, án þess að kunna nokkuð til verka þar, er því líkust sem, bóndi, er aldrei hefði á sjó komið, tæki að sjer stjórn á skipi á vandrataðri sigl- ingaleið. Það fólk, sem verið liefir áður í sveit og þekkir til bxiskapar- hátta, getur vitanlega aftur á móti þeirra hluta vegna hafið sjálfstæð- an búrekstur strax, ef önnur nauð- synleg skilyrði til þess eru fyrir hendi. ★ Þungamiðja þjóðlífsins var um laixgan aldur í sveitum þessa lands. Á þessu hefir mikil breyting orðið á síðari árum. En eins og nú er komið, er þjóðfjelaginu það áreiðanlega holt og til aukins öryggis stefnt, ef nokkuð þokaðist á næstu árum, til þess, er áður var í þessu efni. Það getur varla leikið á tveim tungum um það, að æskilegt væri, að miklu stærri hópur af æskulýð þessa lands en raun ber vitni um nú ætti þess kost á þroska- og- vaxtarárum sínum að ganga í skóla sveitanáttúrunnar íslensku og nema þann lærdóm, sem þar er að fá. íslenska sveitanáttúraa er fjölskrúðug, þar skiftist á blítt og strítt. En hvernig sem vetur- inn liamast,, hversu sem klaka- dróxninn kreistir hold að beini og' hveimig sem hann þeytir hreggi og snjó, þá bregst það ekki, að vorið brýst fram og hristir af sjer alla hlekki vetrarins. Það er sannar- lega lærdómsríkt fyrir hinn upp- vaxandi æskumann að beina at- hyglinni að starfsemi náttúrunnar á þessari árstíð, sjá hvernig lífið brýst fram, jafnóðum og moldin slaknar og geislar hins hækkandi sólargangs íxá til jurtarótanna, þá teygir nýgræðingurinn sig óðara upp í sólarljósið. FBAMH. Á SJÖTTU 8ÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.