Morgunblaðið - 24.12.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1939, Blaðsíða 3
Sunnudajpir 24. des. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Huað um er að uera um Jólamessur I Dómkirkjunni: Aðfangadag kl. 11, síra Bjarni Jónsson. (Barnaguðsþjómista). Aðfangadagskvöld kl. 6, síra Friðrik Hallgrímsson. Jóladag kl. 11, síra Bjarni Jóns- son. Kl. 2, síra Bjarni Jónsson. (Dönsk messa). Kl. 5, síra Friðrik Hallgrímsson. (Barnaguðs’þjón- usta). Annan jóladag kl. 11, síra Frið- rik Hallgrímsson. Kl. 5, síra Bjarni Jónsson. I Fríkirkjunni: Aðfangadagskyöld kL 6.20, síra Árni Sigurðsson. Jóladag kl. 2, síra Árni Sigurðs- son. Annan jóladag kl. 2, barnaguðs- þjónusta, síra Árni Sigurðsson. I Laugarnesskóla; Aðfangadag kl. 6, síra Garðar Svavarsson. Jóladag kl. 2, síra Garðar Svav- arsson. Annan jóladag kl. 10 árd., barna guðsþjónusta, síra Garðar Svav- arsson. í Landakotskirkju: Aðfangadag. Lágmessur kl. 6þa og' 8 árd. Hámessa kl. 10 árd. Bngin síðdegisguðsþjónusta. Jólanótt. Biskupsmessa kl. 12 miðnættis. Jóladag. Lágmessur kl. 9 og 9J4 árd. Hámessa kl. 10 árd. Biskups- guðsþjónusta og prjedikun ,kl. 6 síðd. Annan jóladag. Lágmessul• M. &y2 og 8 árd. Hámessa kl. 10 árd. Hámessa M. 10 árd. Bænahald bg prjedikun kl. 6 síðd. Skíðaferðír um jólín K. R. Skíðamenn fara í skála sinn á jóladag kl. 3 og annan jóladag kl. 9. Þátttaka tilkynnist skíðanefndinni. í. R.-ingar fara í skiðaferð á annan í jólum kl. 9 f. h. frá Vöru- bílastöðinni „Þróttur". Farseðlar seldir við bílana. Ármenningar fara í skála sinn í Jósefsdal á jóladag kl. 2 og á ann- an í jólum kl. 9, ef veður og færi leyfir. Farið verðtir frá íþrótta- húsinu. „Merkúr' ‘ nefnist bók, sem kom- in er út. Er það ársrit Nemenda- sambands Yerslunarskóla íslands. 1 ritinu eru þessar greinar: Ávarp stjórnarinnar ,(og mynd). Stofn- un Nemendasambands V. I. Mynd af miðdeild Verslunarskólans 1907—08. Yerslunarskólinn og framtíðin, eftir Vilhjálm Þ. Gísla- son. Árnaðarorð eftir Jón Sivert- sen. Verslunarskólinn — Háskól- inn, eftir Hjálmar Blöndal. Skipa- miðlun og styrjöldin, eftir Óskar A. iGíslason. Brot úr Verslunar- sögu íslands. Úr sögu siglinganna, eftir Óskar A. Gíslason. Listin að komast áfram. (A. Ó. þýddi) og Driffjöður viðskiftalífsins — aug- lýsingar, eftir Árna Óla. Nelson Eddy og Jeanette Mae Donald í „Sweethearts". ------- Gamla Bíó ------------- „Sweethearts“ Sweethearts“ heitir jóla- myndin í Gamla Bíó og er hún öll tekin í eðlilegum lit- um. Litirnir hafa tekist óvenju- lega vel svo ekki hefir sjest betra í annarj kvikmynd, sem hingað hafa komið. Þetta er söngva- og hljóm- listarmynd, gerð af Metro- Goldwin-Mayer f jelaginu og að- alleikendur eru söngvararnir Jeanette MacDonald og Nelson Eddy. Mjög mikið hefir aug- sýnilega verið lagt í að gera kvikmyndina, sem skrautleg- asta, enda eru leiksvið.in mjög falleg. Efni myndarinnar er ekki mikið, en ýms smáatvik, sem fljettuð eru inn í myndina, gera hana skemtilega. Meðal aukaleikenda eru hinir sprenghlægilegu gamanleikarar eins og Mischa Auer, langi sláninn, sem venjulega leikur rússneska aðalsmenn eða ung- verska greifa. Frank Morgan og Þjóðverjinn Herman Bing, hinn kokmælti, sem ótal sinnum hef- ir komið kvikmyndahúsgestum í gott skap. Þá eru meðal leik- enda nokkrar „frænkur“ og „frændur“ sem vekja munu hlátur með sínum skemtilega leik. Söngurinn í myndinni er prýðilegur eins og vænta mátti af þessum tveimur ágætu söngv- urum. Aðallögin eru „Sweethearts“ og „On Parade“. Nelson Eddy hefir oft þótt nokkuð þur leikari og haft lítið tií síns ágætis nema sönginn, en nú hefir hann- augsýnifega fengið góðan skóla í Hollywood, því í þessari mynd er leikur hans með ágætum. Jeanette MacDonald hefir aldrei leikið betur en í þessari mynd, að mínum dómi. Hún hefir einnig breyst til batnaðar. Þau Jeanette MacDonald og Nelson Eddy hafa leikið í mörg- um kvikmyndum og hlotið vin-i sældir, en það- er óhætt að full- yrða, að þetta sje Jangbesta kvikmyndin þeirra. Gamla Bíó hefir tekist vel valið á jólamyndinni í ár. piiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Leikhúsið Dauðinn nýtur lifsins ÞAÐ er siður Leikfjelags Reykjavíkur að vanda sjerstaklega til jólaleikritsins svokallaða, eða þess leikrits, sem hefur frumsýningu á ann- an dag jóla. í fyrra var fyrir valinu íslenskt leikrit, en að þessu sinni er það frægt ítalskt leikrit, sem leikið verður. Hefir það hlotið nafn- ið „Dauðinn nýtur lífsins" og er eftir ítalska leikritaskáldið Alberto Casella. Leikendur í því eru 13 tals- ins. Aðalhlutverkin leika þau Alda Möller og Gestur Pálsson, en aðrir leikendur eru: Gunnar Stefánsson, Ævar Kvaran. Lár- us Ingólfsson, Indriði Waage, Þóra og Emilía Borg, Arndís Björnsdóttir, Ólafía G. Jóns- dóttir og Hildur Kalman. Þess skal getið að leikendur hafa ekki verið taldir hjer upp eftir stærð hlutverka þeirra, heldur af handahófi. Leikstjórn hefir Indriði Waage haft með höndum og hefir leikritið verið æft undan- farna tvo mánuði af miklum á- huga og kostgæfni af hendi leikstjóra og le.ikenda. Leiktjöld hefir Lárus Ingólfs- son málað. Hefir verið lagt mik-i ið í kostnað til að gera þau sem allra best úr garði og yfirleitt hefir verið reynt að undirbúa þessa sýningu eins vel og föng hafa frekast staðið til. Á undan sýningunni verður leikinn forleikur, sem dr. von Urbantschitsch hljómsveitar- stjóri hefir samið fyrir þetta sjerstaka tækifæri. Stjórnar hann sjálfur hljómsveitinni, sem leikur. „Dauðinn nýtur lífsins“ er sjerkennilegt leikr.it um frum- legt efni. Skal efni leikritsins ekki rakið hjer, en margir Reyk víkingar munu kannast við efni leikritsins, því það hefir verið kvikmyndað og sú kvikmynd sýnd hjer í Gamla Bíó. Aðal- hlutverkin í þeirri kvikmynd, sem var amerísk, ljeku þau Fredric March og Merle Ober- on. Höfundur leikiútsins, Alberto Castello, varð frægur fyrir þetta leikrit og fyrst er það kom fram ljetu bókmentagagnrýnendur svo um mælt, að nú, mætti Pir- andello gamli fara að vara sig, en hann var þá öndvegisskáld ítalskra leikritahöfunda. Jólablað Símablaðsins er komið út, og er útgáfa þess vönduð eins og undanfarið. Þessir greinaflokk ar og greinar eru í blaðinu: „I gamla daga“, „Kvennasíðan“, „Samband stjettarfjelaga opin- berra starfsmanna“, „Minningar- sjóður Gísla J. Ólafsonar“, „Morg- unhugleiðingar' ‘, „Nýr sumarbú- staður“, „Gísli Lárussön“ (minn- ingarorð), „Bátabaráttan“, „Herra ritstjóri", „Frjettir" o. m. fl. — Myndir fylgja með flestum grein unum. Alda Möller og Gestur Pálsson í jóla- leikritinu. Málverkasýning ións Þorleifssonar EITT af því, sem Reykvík- ingar geta gert sjer til dægrastyttingar um jólin, er að heimsækja málverkasýningu Jóns Þorleifssonar Sýningin á nýjustu myndum hans, í vinnu- stofu hans í Blátúni við Kapla- skjólsveg. verður opin framyfir hátíðar. Á sýningunni eru um 30 mál- verk. Þessi sýning Jóns er mjög fjölbreytt bæði að því er snertir efnisval og meðferð • viðfangs- efna. Landslagsmyndir hans eru að heitá má frá öllum lands- hlutum, og hann bindur sig ekki við landið eitt, heldur málar hann margar sjávarmyndir. En auk þess vefur hann inn í mynd- ir sínar ýmislegt frá mannanna verkum í landinu. Af myndum sem mesta eftirtekt vekja á sýn- ingunni má m. a. nefna stóra mynd hjeðan frá ReyJq'avíkur- höfn, mynd frá Stapa í Horna- firði, með jöklum í baksýn, frá Þingvöllum, með Súlum, alt glæsilegar myndir. Þá hefir hann líka mannamayndir, blómamyndir o. fl. Jón Þorleifsson er tvímælsf- laust einn af mætustu lista- mönnum þjóðarinnar, er vinnur að list sinni með ströngum sjálfsaga. Þeir sem ekki hafa áður kynst verkum hans, ættu að nota tæki- færið nú. Hinir, sem þekkja hann, eru vissir gestir á sýning- um hans. Hjúkrunarkvennablaðið (desem- ber) er komið út. ------ Nýja Bíó ------------ Sigur hugvits* mannsins 3ólamynd Nýja Bíó að þessu sinni er söguleg kvikmynd og segir frá ameríska hugvits- manninum Graham Bell, sem fann upp talsímann. Aðalhlutverkin leika Don Ameche, Loretta Young og Henry Fonda. Hvert barn, sem lokið hefir barnaskólalærdómi ve.it, eða á að vita, að 1876 tókst í fyrsta skifti að senda mannsrödd gegn- um þráð og að það var ungur Ameríkumaður, Graham Bell, sem fann upp tæki til þess að þetta væri hægt. Fyrstu orðin, sem fóru í gegnum síma í þessum heimi voru: „Mr. Watson come here! I want you“. (Komið hingað herra Watson, jeg þarf á aðstoð yðar að halda). Það var Bell, sem kallaði á aðstoðarmann sinn úr öðru her- bergi, vegna þess að hann hafði helt saltsýru á buxurnar sínar. Graham Bell var ekki verk-i fræðingur, en snemma fjekk hann áhuga fyrir því, að í'inna, upp áhöld til þess, að hægt væri að kenna mállausu fólki að tala. Hann var ástfanginn af mállausri stúlku, dóttur auðugs kaupsýslumanns. Hann kvæntist stúlkunni og tengdafaðir hans,. Gardiner G. Hubbard hjálpáði honum fjárhagslega við rann- sóknir hans. Árið 1877 reyndi Bell að selja hinum auðúgu Western Union símafjelagi uppgötvurt sína fyrir 100.000 dollara, en fjelagið vildi ekki kaupa. Tveimur árum síðar bauð Western Union 25 miljónir doJJ- ara fyrir uppfinninguna, en þá var hún ekki fáanleg. Fyrsta símamiðstöð heimsins var opnuð 1878 og hafði 8 lín- ur og 21 talsímaáhald. Nú eru Bandaríkjunum einum 19.900.- 000 símar og tekjur Bell-síma- fjelagsins voru 1938 1.052.658. 000 dollarar. Þegar Bell ljest, var hann auðugur maður og dóttir hans, Mrs. Elise May Gilbert Roland ei á lífi og býr í Washington. Það lætur að líkum áð marg- an fýsi að sjá þessa kvikmynd, sem fjallar um sögu þeirrar upp; götvunar, sem nútímamaðurinn gæti einna síst án verið. Starfsmannablað Reykjavíkur, des.-hefti, er komið út. Efni rits- ins er þetta: „Samstarf starfs- mannafjelaga í bænum“, „Ein- kennisbúningar11, „I sumarleyf- inu“, ferðasaga með mörgum myndum, „Bæjarbókasafnið". Þá er og í ritinu grein um Sundhöll- ina og loks ýmislegt úr fjelags- lífinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.