Morgunblaðið - 24.12.1939, Side 5
;Sunnudagur 24. des. 1939.
5
= IjHorgmtMafóft =
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltatjörar: Jön Kjartanaaon og Valtyr Stefánaaon (ábyrgOarmaeur).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Ritstjörn, auglýsingar og afgrelOsla: Austurstrœti 8. — Slml 1800.
Áskriftargjald: kr. 3,00 & mánuOl.
f lausasölu: 1B aura elntakiO — 25 aura meO Leabök.
Háfíð lióssins
Einhverntíma aftur í grárri
forneskju hafa menn ekki
vitað hvað biði þeirra, er skamm-
■ degið skall yfir, ekki vitað fyrir
víst, að á eftir vetri kemur vor
og sumar. Það hlýtur að vera
skelfileg tilhugsun, er grípur
menn, sem sjá dagana styttast,
veður s'pillast, grös sölna og alt
færast í myrkur, klakadróma og
geta búist við þvi að slíkur verði
heimurinn alt upp frá þessu.
Úttinn þessi, sem einhverntíma
hefir leynst í hugskotum manna,
hefir geymst í sögninni gömlu
fimbulveturinn, sem mann-
kynið gæti átt von á, er sól og
sumar hætti að vimna bug á vetr-
inum.
Það er ekki að undra, þótt
vetrarsólhvarfahátíð hafi verið
norðlægum þjóðum kær. Og þeg-
ar þessi hátíð Ijóssins gagnvart
■ skammdegismyrkrinu verður um
leið Ijóssins hátíð í hinum and-
lega skilningi, þá nær hún þeim
tökum í hugum manna, að hún
verður engri annari hátíð lík.
★
Óttinn við fimbulvetur, frost
og skammdegi er löngu úr sög-
unni. En kuldar geta lýst sjer í
fleiri myndum á vegum mann-
kynsins. Hægt er að hugsa sjer
annarskonar fimbulvetur en
þann, sem goðafræðin lýsir —
og það er fimbulvetur hjartans.
Er það sú hörmung, sem heim-
urvnnn á nú í vændum? Er sól
rjettlætis og sanngirni að síga í
sæ, til þess að hækka ekki á lofti
að nýju? Er mannkyn að tortím-
■ ast í sjálfselsku, efnishyggju
hlekkingum og glæpagirni?
Það er óttinn um þenna firnb-
■vlvetur, sem liggur eins og mara
■á hjörtum margra manna nú.
Þess verður mest vart á sjálfum
Jólunum.
★
Hvað eru jól í löndum þar sem
■enginn getur verið óhultur um líf
sitt neitt augnablik sólarhrings-
ins, alt frá barni við móðurbrjóst
til örvasa gamalmennis. Hvernig
■verður haldin þar friðarhátíð?
Og hvar er mannkyn á vegi statt,
•>«/ áfram verður haldið á þeirri
hraut að stórvaldar halda upp á
tyUidaga sína, með því að senda
hertýgjaðar flugvjelar til árása
m sjúkrahús og vöggustofur?
★
Við íslendingar njótum fjar-
lægðar okkar frá vígstöðvum
stórþjóðanna, svo að við getum
motið jólahátíðarinnar sem fyrr í
þetta sinn. En enginn getur nokk-
tim dag, hvorki hjer á landi, nje
tinnars staðar, og allra síst á
hélgum jólum komust hjá því að
finna til kvíða um framtíð Ev-
rópu. Okkur hefir verið gjarnt á
<að tala um miðaldamyrkur og
hverskonar kúgun, ranglæti og
<ofstopa sem ríkti hjer áður fyrr.
En hefír ómenningin, öfgarn-
ar og blekkingarnar nokkru sinni
verið reknar með meira offorsi
en nú. Nægir í því efni að benda
á framkomu Asíuþjóðarinnar
gagnvart Finnum. Samúðin með
Finnum, sem sennilega hefir
komið í Ijós í flestöllum löndum
heims er máske helsti sólskins-
bletturinn í þvif„miðaldamyrkri“
sem nú grúfir yfir álfu vorri.
★
Hvar er björgunar að leita út
úr þeim ógöngum styrjaldanna?
Hvergi annars staðar en í
breyttu hugarfari. Valdaþjóðir
heimsins, hverju nafni, sem nefn-
ast, verða að setja rjettlætið of-
ar sjerhagsmunum, og leggja
rækt við meginkjarna þess boð-
skapar sem höfðingi jólanna
færði mönnunum.
Þessvegna. Þar sem hægt er að
halda jól í ár, fyrir vítisvjelum
hernaðarins, þar er meiri ástæða
en nokkru sinni áður til þess að
leggja áherslu á, að biðja þess af
alhug að sannkristnir menn, boð-
berar rjettlætis og friðar, fái
völd í heiminum til þess að forða
mannkyninu frá fimbulvetri of-
stopa, haturs og kúgunar.
★
| Við íslendingar, vopnlausa
1 þjóðin hér úti í hafinu, getum
ekkert það aðhafst, sem áhrif
hefir á viðureign þjóða í milli.
En við gætum,~ ef eigi vantaði
viljann, eflt hjer á meðal vor,
[hófsemi og friðarhug, sem í því
' smáa gæti orðið fordæmi fyrir
j þá, sem stærri eru og meiri
máttar.
Jólin eru rjetti tíminn til að
hugleiða þau mál.
Með þeirri ósk, að þjóð vorri
mætti auðnast, að leiðast inn á
þessa braut, óskum vjer öllum
lesendum vorum gleðilegra jóla.
Gleðileg jól!
•.
Alexandrine drotn-
ing sextug í dag
A lexandrine drotning ís-
lands og Danmerkur á
sextugsafmæli í dag. Hún er
fyrsta drotning íslands, sem
stigið hefir fæti sínum á
frónska grund, sú fyrsta,
sem hefir látið sig skifta ís-
lands mál sjerstaklega og
lært íslensku, en málið skil-
ur hún svo vel að hún les
íslensk blöð viðstöðulaust.
Alexandrine drotning er fædd
í Neustadt í Mecklenborg 24.
des. 1879. Hún er dóttir Frið-
riks Franz III. hertoga af
Mecklenborg-Schwerin. —Faðir
hennar var frjálslyndur maður
og ól upp börn sín að enskum
sið, vandi þau við ferðalög og úti
vist, er mjög var að skapi hinn-
ar ungu prinsessu Hún var að
upplagi alþýðleg í viðmóti,
hneigð fyrir hljómlist og hljóð-
færaslátt og átti mjög auðvelt
með að læra mál.
Foreldrar hennar voru á
hverjum vetri í Suður-Frakk-
landi, í Cannes. Þar kyntust þau
Krfstján Danaprins og hún árið
1897, og feldu hugi saman. Og
þar syðra hjeldu þau brúðkaup
sitt vorið 1898. Þann 16. maí
komu þau til Danmerkur og var
þeim tekið þar með mikilli við-
höfn og fögnuði. Þau settust að
í „Sorgenfri“-höll í Lyngby. Þar
var heimili þeirra næstu árin.
Þar fæddust synir þeirra tveir, »
þeim árum var Kristján IX.
lifandi, Friðrik konungur VIII.
krónprins, og gátu þau prins-
hjónin því notið heimjlisánægj-
unnar án þess að þurfa að
gegna miklum opinberum
skyldustörfum.
Alexandrjne prinsessa notaði
þessi ár til þess að fá hinn nán-
asta kunnleik á sögu þjóðar
sinnar og tungu og á högum al-
mennings og hugsunarhætti.
En þegar Kristján Níundi dó
1906 og núverandi konungur og
drotning urðu að taka á sig
skyldur og kvaðir ríkiserfingja,
breyttist þetta mjög.
Þá varð hin tilvonandi drotn-
ing að taka í sínar hendur ýms
störf, er áður hvíldu á herðum
tengdamóður hennar, Lovísu
drotningar. En alt frá þeim
tíma hefir álit hennar og vin-
sældir farið mjög vaxandi. —
Síðan hefir hún verið fremst
allra kvenna Danmerkur í því
að örfa hjálpar- og styrktar-
starfsemi, barnavernd, hjúkrun
og hjálp til fátækra. Hefir hún
í þessum margháttuðu störfum
sínum haft samstarf við og
kynni af miklum fjölda fólks í
landinu. En svo mikla rækt
leggur hún við þessi störf sín, og
það fólk, sem hún umgengst, að
hún gleymir aldrei neinum karli
eða konu, sem einhverntíma
hafa verið á vegi hennar og
stutt áhugamál hennar á sviði
líknarstarfsemi.
Alþýðleg framkoma henn-
ar var naumast eftir smekk
þeim sem ríkjandi var í Dan-
Alexandrine drotning í skautbúningi þeirn er íslenslcar leonur fcer'ðu henni a<S
gjöf árið 1921.
mörku á fyrstu þarvistarárum
hennar. Hún var að því leyti á
undan sínum tíma. En nú er það
af öllum skilið og metið rjett,
þegar Alexandrine drotning sýn-
ir að hún er eigi yfir það hafin
að rjetta bágstöddum hjálpar-
hönd í baráttu og erfiðleikum
lífsins.
I mörg undanfarin ár hafa
konungshjórfin haft það að
fastri reglu að vera um tíma á
sumrin á „Skagen“ í sumarbú-
stað sínum þar. í þessum út-
kjálkabæ Danmerkur skifta
þau við allasem kunningja sína.
En umhyggja drotningar fyrir
því, að setja engan hjá lýsi^ sjer
m. a. í því atviki, er hún eitt
sinn bauð til sín allmörgum kon-
um úr kaupstaðnum, en gömul
kona ein treysti sjer ekki til að
koma í konungsgarðinn. Er
leið á kvöldið kom drotning í
vagni sínum með veislumat og
annað og bjó upp borð heima
hjá gömlu konunni og settist
þar sjálf um stund, svo þessi
gestur hennar, sem átti að
verða, yrði ekki fyrir vonbrigð-
um.
Alexandrjne drotning hefir
ávalt fylgt konungi á ferðum
hans bæði utan lands og innan.
Hingað hefir hún komið fjórum
sinnum með honum, sumarið
1921, ’26, ’30 og síðast sumarið
1937. Hvar sem hún hefir farið
um landið hefir hún lagt mikla
áherslu á að fá sem mestan
kunnleik og vitneskju um alt
sem fyrir augu hennar hefir
borið. Eitt sinn, er þau kon-
ungshjónin höfðu í besta veðri.
farið í bíl um Suðurlandssveitir
og hún var spurð að því> að
kvöldi, hvernig henni hefði
geðjast að því, sem fyrir augun
bar, komst hún að orði á þá
leið, að hún hefði „notið hvers
kílómeters“ af leiðinni.
Viðkynning íslendinga af Al-
exandrine drotningu hefir
reynst vera í góðu samræmi
við þær hugmyndir, sem lifað
hafa í endurminning þjóðarinn-
ar um drotningar og þjóðhöfð-
ingja, þar sem hið tiginborna
fólk fjarlægir sig ekki fjöld-
anum, en finnur til ábyrgðar af
skyldustörfunum og vex af
henni. Því, eins og Hörup rit-
stjóri róttækra Vinstrimanna
sagði, er Kristján prins kom
heim með brúði sína. „Þetta er
merkisdagur þjóðarinnar, því
margt er það í hverju konungs-
ríki, sem háð er konungi og
drotningu. Þau eiga sinn þátt í
örlögum landsins, hlutdeild í
heiðrinum, bera hluta af á-
byrgðinni“.
Frá Islendingum berast hinni
íslensku drotningu í dag, hinar
bestu afmælis og jólaóskir um
hamingju og farsæla framtíð.