Morgunblaðið - 30.12.1939, Blaðsíða 8
8
vottgttttMaíifr
Laugardagur 30. des. 1939.
LITLI PlSLAKVOTTURINN
Ffoulkes gekk að hestinum og
leysti af honum heypokann.
Síðan spenti hann klárinn fyrir
Tagninn.
Án þess að mæla orð af vörum
stigu þeir háðir upp í vagninn.
Blakeney settist í vagninn hjá
barninu, en Ffoulkes í vagnstjóra-
sætið.
Aurinn var svo mikill á götun-
um, að ekkert skrölt heyrðist, er
vagninum var ekið áfram. Síðustu
tvo sólarhringana hafði Sir And-
rew Ffoulkes haft nóg tækifæri
til þess að athuga nágrennið;
hann vissi um leið til þess að kom-
ast framhjá La Vilette hliðinu og
varðstöðvunum þar, og eftir þeirri
leið var greiðfær vegur á St. Ger-
main þjóðbrautina.
Einu sinni sneri hann sjer að
Blakeney til þess að spyrja hann
hvað klukkan væri.
„Hún hlýtur að vera um 10“,
svaraði Sir Percy. „Láttu klár-
inn skokka, gamli minn. Tony og
Hastings bíða víst eftir okkur“.
Það var illmögulegt að sjá veg-
inn framundan, en það vildi til,
að vegurinn var beinn og hykkj-
an virtist þekkja leiðina eins vel
og ökumaðurinn. Klárinn skokk-
aði eins og honum sýndist, en
Ffoulkes fanst alt of hægt farið.
Nokkrum sinnumi varð hann að
fara af vagninum til að teyma
Jhestinn yfir slæma vegarkafla.
Þeir óku framhjá mörgum svört-
um húsaröðum,- á stöku stað var
ennþá ljós, og er þeir beygðu hjá
St. Quen-kirkjunni, sló klukkan
12 á miðnætti.
Er þeir voru komnir fram hjá
Clichy, urðu þeir að aka yfir lje-
lega trjebrú, sem gat verið stúr-
liættuleg yfirferðar í björtu, hvað
þá í öðru eins veðri og nú var. Nú
voru þeir ekki langt frá ákvörð-
tmarstaðnum, eitthvað um 10 km.
voru eftir af leiðinni til Courhe-
voie. Loks komu þeir að skógar-
kjarrinu, þar sem þeir áttu að
hitta Tony og Hastings. Ffoulkes
fór úr vagninum til þess að fuil-
vissa sig um, að þeir hefðu farið
rjetta leið. Síðasta áfangann
teymdi hann klárinn til þess að
vera viss um að hann viltist ekki.
Hesturinn var alveg dauðupp-
gefinn; hann hafði ekið vagnin-
um 15 kílómetra og klukkan var
næstum orðin 3 um nóttina.
Framhaldssaga 38
MUIU1UIUIIMIII1IIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIB
Enn leið klukkustund án þess
að þögnin væri rofin. Ffoulkes
og Blakeney skiftust á að teyma
hestinn. Loks komu þeir að kross-
götunum; vegvísirinn sást greirii-
lega í myrkrinu.
Hjer hlýtur það að vera“,
sagði Sir Andrew. Hann
sneri útaf aðalveginum inn á mjó-
an veg. Enn gengu þeir fjórðung
stundar, þar til Blakeney sagði, að
nú skyldu þeir nema staðar.
„Nú hlýtur kjarrið að vera hjer
á hægri hönd“, sagði hann og
stökk af vagninum, og gekk inn í
skógarkjarrið, en Ffoulkes beið
hjá vagninum á meðan. Rjett á
eftir heyrðist máfagarg þrisvar
sinnum og svarið kom næstum því
strax. Ffoulkes fann undir eins
á sjer, að það voru hestar ein-
hversstaðar í nánd. Hann spenti
klárinn frá vagninum og tók af.
honum aktýgin, sem: hann setti á
jörðina rjett hjá.
Á meðan hafði Blakeney tekið
sofandi barnið í fang sjer úr,
vagninum. Því næst kallaði hann
á Sir Andrew og gekk á undan.
honum yfir veginn og inn í skóg-
arþyknið.
Fimm mínútum síðar hjelt Hast-
ings á hinum ókrýnda konungi
Frakklands í fangi sjer.
Gagnstætt Ffoulkes vildi Tony,
fá að heyra, hvað fyrir þá hafði
komið.
„Segðu okkur í stuttu máli,
hvað fyrir hefir komið, Blaken-
ey“, sagði hann ákafur. „Hvern-
ig fórstu að því að ná í dreng-
innf'
Sir Percy gat ekki stilt sig um
að hlægja að ákafa hins unga
manns, þó ekki væri honum hlát-
ur í hug.
„Næst þegar við hittumst,
Tony!“ sagði hann. „Jeg er svo
skrambi þreyttur, og svo er þessi
bansetta rigning alveg að gera fit
af við mann----------“.
„Nei, nei, núna — á meðan
Hastings er að eiga við hestana.
Jeg get ekki beðið lengur eftir
að fá eitthvað að vita, og lijer er
gott skjól undir trjenu“.
„Nú, jæja, ef þú endilega vilt“,
hóf Blakeney mál sitt brosandi,
þrátt fyrir tveggja sólarhringa
vökur, hættur og erfiði Ijek hros
um varir hans. „Síðustu vikurna,r
hefi jeg verið vinnumaður í
Temple-fangelsinu, skal jeg segja
ykkur-----------“.
„Nei!“ sagði Tony glaðlega.
„Hafið þið nokkru sinni heyrt
annað eins!“
„Já, sælkerinn þinn, á meðan
þú skemtir þjer við að hera kol,
hefi jeg þvegið gólf, kveikt upp
í ofnum og unnið hin ótrúleg-
ustu verk fyrir fjölda bansettra
þrjóta, og“, hætti hann við í
hálfum hljóðum — „og við og við
hefi jeg unnið fyrir fjelagsskap
okkar. Því þegar jeg átti frí, var
jeg heima hjá mjer og talaði við
ykkur* ‘.
„Ja, hver fjárinn, Blakeney! í
fyrrakvöld, þegar við hittumst
allir--------“.
„Þá var jeg nýkominn úr haði
-j- og jeg fullvissa ykkur um, að
það var orðin þörf fyrir mig að
fara í hað. Jeg hafði verið að
bursta skó hálfan daginn, en jeg
vissi þó, að Símons-hjónin myndu
flytja næsta sunnudag, og mjer
hafði verið skipað að hjálpa þeim
við flutninginn".
T T ópur óróaseggja frá Arkin
* * í Noregi hefir undanfam-
ar vikur látið til sín taka á sam-
komum og komið af stað slags-
málum. Nýlega komu þessir óróa-
seggir á dansleik í Larfollen og
ekki leið á löngu ’þar til einn
þeirra tók sig úr hópnum, rjeðist
að sakleysislegum pilti með gler-
augu og bauð honum út í „eina
bröndótta".
— Andartak, sagði maðurinn,
sem ráðist hafði verið á. Má jeg
taka af mjer gleraugun fyrst?
Óróaseggurinn hrosti háðslega
og hjelt, að það væri nú ekki
nema sjálfsagt. Nokkrum sekúnd-
Jun síðar var hann borinn út úr
danssalnum meðvitundarlaus.
IJngi maðurinn með gleraugun
var Aage Mörk, einn af landsliðs-
hnefaleikamönnum Norðmanna.
★
Maður nokkur með konu og
fjölda harna kom á dögunum í
matsal í Haparanda, þar sem
finskar „Lottur" gáfu flóttamönn-
nm mat. Er maðurinn og fjöl-
skylda hans hafði fengið nægju
sína að horða, spurði hann hvað
bann ætti að greiða fyrir máltíð-
ina. Honum var sagt, að matur-
inn var ókeypis, en að ef hann
vildi mætti hann gefa eitthvað
til líknarstarfsemi flóttamanna, ef
hann hefði ráð á því. Maðurinn
svaraði:
„Já, satt er það, að vísu, að
maður hefir ekki mikið fje und-
ir höndum, en jeg er á leið til
Stokkhólms til að sækja Nóbels-
verðlaunin jnín. . . . Þetta var F.
E. Sillanpáá rithöfundur.
★
Bandaríkjamenn eru níi að
hugsa um að byggja risa farþega-
skip, sem á að vera stærra heldur
en „Queen Mary“ og „Norman-
die“. Það á að hafa rúm fyrir
3000 farþega, en á líka að kosta
50 miljónir dolíara.
★
egar Hinrik Cavling varð að-
alritstjóri „Politiken“ 1905
Ijet hann setja nafnaskilti á dyr
allra starfsmanna hlaðsins. Á
nafnaskiltunum stóð nafn viðkom-
enda og titillinn „ritstjóri".
Maður nokkur kom inn á rit-
stjórnarskrifstofur blaðsins til að
hitta mann, sem hann þekti.
— Hvað er þetta, sagði hann.
Eru engir blaðamenn hjer?
— Jú, svaraði einn starfsmað-
ur blaðsins, sem varð fyrir svör-
um, og henti á dyrnar á hornher-
berginu, þar sem Cavling hafði
skrifstofu.
— Góðir áheyrendur! Nú rjetti
jeg honum eitt af mínum þektu
hökuhöggum.
— Þetta getur kannske vanið
þá af að setja mig á hak við súl-
una.
„Burstað skó!“ sagði Tony lá-
varður, hálf hlægjandi. „Nú, og
hvað svo?“
„Jæja, þetta gekk alt ágæt-
lega; því sjáið þð til. Jeg var þá
þegar orðinn þektur maður í
Temple. Heron þekti mig vel. Jeg
var vanur að bera Jjóskerið fyrir
hann, þegar hann var að heim-
sækja aumingja litla barnið í
fangelsinu. Það var altaf sama
viðkvæðið: Dupon, legðu, í ofninn
minn! Dupon, burstaðu frakkann
minn! Dupon, náðu í ljós! Du-
pon---------! Þegar Símon-hjón-
in þurftu að flytja búslóð sína,
kölluðu þau hástöfum á Dupon.
Jeg náði í lokaðan vagn, af þeirri
tegund, sem þvottahúsin nota til
að flytja í þvott, og útvegaði
mjer brúðu, sem átti að vera í
stað barnsins. Símon vissi ekkert
um þetta, en kona hans var með í
ráðum. Brúðan var ágæt og með
mannshár á höfðinu. Kona Sím-
ons hjálpaði mjer til að koma
henni inn í herbergið. Við lögð-
um brúðuna á legubekkinn og
breiddum yfir hana teppi; meira
að segja á meðan þrjótarnir Her-
on og Cochefer stóðu úti á gang-
inum. Síðan settum við hans há-
tign Frakklandskonung ofan í
þvottakörfu. Það var lítið ljós í
herberginu og því ómögulegt að
sjá svikin í fljótu bragði. Engum
datt í hug önnur eins ósvífni og
þessvegna gekk alt eins og í sögu.
Jeg flutti búslóð Símonshjónanna
úr turninum. Hans hátign Lúðvík
konungur XVII. lá allan tímann
í körfunni. Jeg ók Símon-hjónun-
um heim í nýju íbúðina þeirra. —
Símon veit ekkert ennþá. — Þar
hjálpaði jeg þeim að bera hús-
gögnin inn — en skildi vitanlega
körfuna eftir í vagninum. Síðan
ók jeg að húsi einu, sem jeg
þekti og þar sem jeg geymdi f jöld-
ann allan af þvottakörfum, sem
jeg hafði útvegað með þetta fyrir
augum. Með körfurnar í vagnin-
um komst jeg út úr Parísarborg
gegnum Vincenne-hliðið og ók síð-
an hægt til Bagnolet. Dálítinn
spöl varð jeg að ganga með litla
snáðann við hlið mjer, en hann
var mjög duglegur, í rauninni
meiri Capet en Bourboni. Nú, og
hjer er jeg, eins og þið sjáið“.
Framh.
SAUMA
dömu- og barnafatnað. Júlíana
V. Mýrdal, Þórsgötu 8.
UNGUR, DUGLEGUR MAÐUR
óskar eftir atvinnu í Reykjavík
eða nágrenni. Helst við búgarð.
Tilboð auðkent G. J. sendist
Morgunblaðinu, sem fyrst.
VENUS SKÓGLJÁI
mýkir leðrið og gljáir skóna af
burða vel.
VENUS-GÓLFGLJÁI
afburðagóður og fljótvirkur. —
Ávalt í næstu búð.
K.F.U.M. og K.
Kl. 4 á morgun verður almenn
æskulýðssamkoma og kl. ll1/^
áramótasamkoma. Allir vel-
komnir.
L O. G. T.
UNGL.ST. UNNUR NR. 38
heldur jólatrjesfagnað sinn í
G.T.-húsinu laugardaginn 30.
des. Kl. 51/2 e. hád. er húsið
opnað, en skemtunin hefst kl. 6
stundvíslega. Skuldlausir fjelag-
ar fá ókeypis aðgang. Aðgöngu-
miðar afhentir frá kl. 10—12 f»
hád. og 1—3 síðd. í G.T.-hús-
inu í dag. Ath. Foreldrar eða
aðstandendur barnanna eru á-
mint um að sækja börnin fyr-
ir kl. 12. Nefndin.
ÁRAMÓTAFUNDUR
Stúkunnar ,,SóIey“ nr. 242,
verður haldinn á gamlársdag í
Bindindishöllinni á Fríkirkjuveg
11, og hefst kl. 5 eftir miðdag.
Guðsþjónusta. Síra Sigurður Ein
arsson, docent, flytur ræðu. —-
Hafið sálmabækur með. Æ.t.
Jámps&apue
FRIGGBÓNIÐ FÍNA,
er bæjarins besta bón.
STJÖRNULJÓS
og Kínverjar. Græn 0g rau<$
ljós. — Hjörtur Hjartarson*
Bræðraborgarstíg 1.
KÁPUEFNI
falleg blúsuefni. íslenskir mun-
ir, póleraðir, til tækifærisgjafa.
Leikfangaverslunin. Elfar^
Laugaveg 18.
KALDHREINS AÐ
þorskalýsi sent um allan bæ. —
Björn Jónsson, Vesturgötu 28.
Simi 3694.
DÖMUFRAKKAR
ávalt fyrirliggjandi. Guðnu
Guðmundsson, klæðskeri. —
Kirkjuhvoli.
ÞORSKALÝSI
Laugavegs Apóteks viðurkenda
meðalalýsi, fyrir börn og full-
orðna. Lýsið er svo gott, að þa&
inniheldur meira af A- og D-
fjörefnum en lyfjaskráin ákveð-
ur. Aðeins notaðar sterilar
(dauðhreinsaðar) flöskur. —
Hringið í síma 1616. Við send-
um um allan bæinn.
MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR
Fersólglös, Soyuglös og Tómafc-
flöskur keypt daglega. Sparið
milliliðina og komið beint tll
ökkar ef þið viljið fá hæsta
verð fyrir glösin. Við sækjum
heim. Hringið í síma 1616. —
Laugavegs Apótek.
SPARTA- DRENGJAFÖT
Laugaveg 10 — við allra hæfl.
FORNSALAN, Hverfisgötu 49
selur húsgögn 0. fl. með tækl-
færisverði. Kaupir lítið notað*
muni og fatnað. Sími 3309.
HARÐFISKSALAN,
Þvergötu, selur saltfisk nr. lr
2 og 3. Verð frá 0,40 au. pr»
kg. Sími 3448.
SMURT BRAUÐ
fyrir stærri og minni veislur.
Matstofan Brytinn, Hafnar-
stræti 17.