Morgunblaðið - 09.01.1940, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. janúar 194QL
Sjötugsafmæli
Hjófiin Guðborg Eggerlsdólfir
og Snorri Jóhann«§ou
Sjötugur ep í dag Snorri Jó-
hannsson bankamaður og
stefnuvottur hjer í bæ, og kona
hans, frú Guðborg Eggertsdóttir,
verður 70 ára 28. þ. m.
Snorri er fæddur 9. janúar 1870
að Merkigili í Skagafirði, og kom-
inn af bestu bændaættum Skaga-
fjarðar í báðar ættir. Bjuggu for-
feður hans um langt skeið mesta
blómabúi á Merkigili. Hann misti
kornungur föður sinn, og ólst upp
hjá móður sinni og stjúpa sínum,
Agli Steingrímssyni, hinum mesta
ágætismanni ,sem í öllu reyndist
hinum unga sveini sem besti faðir.
Merkigilsheimilið var á þeim ár-
um, og um langt skeið, eitt hið
mesta fyrirmyndarheimili í sveit
á þessu landi, og fjekk Snorri hið
besta uppeldi, enda sjálfur prýði-
lega vel gefinn. Mentunar naut
hann fyrst í heimahúsum, og síðar
á búnaðarskólanum á Hólum og á
Möðruvallaskólanum, og svo á
verslunarskóla í Kaupmannahöfn,
og eftir veru sína þar stundaði
hann verslunarstörf, fyrst norðan-
lands, bæði á Sauðárkróki og Ak-
ureyri, og nú rúmlega 30 síðustu
árin skrifstofustörf og kaupmaður
hjer í Reykjavík, þar af nú mörg
ár við Útvegsbankann,- ennfremur
hefir hann um fjölda ára verið 1.
stefnuvottur þessa bæjar. Snorri
hefir alla tíð rækt öll sín störf
þannig, að allir hlutaðeigendur
hafa verið vel ánægðir, enda er
rmaðurinn trúr og tryggur í öllu
sínu eðli, og drengur hinn besti
í þess orðs eiginlegasta og besta
skilningi. Það skyldi enginn ætla
sem sjer Snorra Jóhannsson að
þar færi sjötugur maður, svo ung-
legur er hann í sjón, beinn og
teinrjettur á velli og Ijettur í
spori, og enn sem komið er hefir
hann lítt gefið sig að Elli kerl-
ingu. Síglaður og ungur í anda,
og hrókur alls fagnaðar á vina-
fundum. Snorri er afar vinsæll
maður og vel metinn af öllum góð-
um mönnum. Það streymir altaf
birta og gleði frá honum hvar sem
hann er og hvar sem hann fer.
Frú Guðborg Eggertsdóttir,
kona Snorra, er hin mesta ágætis-
kona. Hún er dóttir hinna merku
hjóna, Eggerts Stefánssonar og
konu hans, frú Kristrúnar Þor-
steinsdóttur prófasts Hjálmarsson-
ar í Hítardal, er um langt skeið
bjuggu að Staðarhóli í Saurbæ.
Frú Guðborg er ágætlega vel gef-
jn kona til munns og handa, og
hefir um langt skeið verið styrk
stoð manns síns í öllu.
Hjónaband þeirra Snorra og Guð
borgar hefir verið með afbrigðum
gott, og heimili þeirra annálað
Guðborg Eggertsdóttir.
Snorri Jóhannsson.
fyrir allan myndarskap í hvívetna,
rausn og aila híbýiaprýði. Þeir eru
ótal margir, sem það þekkja og
það hafa reynt bæði hjer í bæ og
eins utan af landi, og óteljandi
eru þær ánægjustundir, er hinir
fjölmörgu vinir þeirra hafa átt á
hinu ágæta heimili þeirra. Þeim
hjónum Snorra og Guðborgu hefir
ekki orðið barna auðið, en þau
hafa alið upp mörg skyld og vanda
iaus börn, þar á meðal 2 dóttur-
dætur Snorra, er mistu foreldra
sína ungar, er nú önnur þeirra
dáin, og svo Snorra Jónasson loft-
skeytamann og frú Maríu Thorla-
lius, konu Kristjáiis angnlæknis
Sveinssonar, og hafa þau reynst
þessum fósturbörnum sínum sem
sannir foreldrar.
Um leið og við hinir fjölda-
mörgu vinir þessara sæmdarhjóna,
bæði nærstaddir og fjarstaddir,
þökkum þeim á þessu afmæli
þeirra fyrir vel unnin störf og alla
vináttu og vinartrygð um árin
mörg, óskum við að enn megi þau
lifa meðal vor um mörg ár, og að
altaf verði bjart og hlýtt vfir
þeim og kringum þau, og við meg-
um enn um skeið njóta sömu vin-
áttu þeirra og trygðar sem hingað
til. Guð blessi æfinlega þessi góðu
sæmdarhjón. S. G.
Iðnfyrirlæki (il sölu.
Af sjerstökum ástæðum er til sölu fyrirtæki í iðn-
grein, sem hefir verið í örum vexti síðustu ár.
Sala og afhending gæti farið fram með stuttum fyrir-
vara og gegn mjög vægri útborgun og greiðsluskilmálum.
Fyrirspurn, merkt „Iðnaður“, leggist inn til afgreiðslu
blaðsins fyrir 15. þ. m.
Agætir dðmar
um tvær fslensk-
ar listakonur
I Hðfn
Khöfn í gær F.Ú.
ANNA BORG.
Hvert Kaupmannahafnarblað
ið á fætur öðru birta nú
leikdóma um frammistöðu frú
Önnu Borg Reumert í leikritinu
„Et Drömmespil“ eftir Strind-
berg sem um þessar mundir
gengur á Konúnglega leikhús-
inu. Allir eru dómarnir mjög
lofsamlegir. Berlingske Tidende
segir til dæmis að í þessu hlut-
verki hafi Anna Borg Reumert
leikið af næmari skilningi og
næmari shild en nokkru sinni
áður síðan hún vann úrslita sig-’
ur sinn í leikritinu Faust.
MARÍA MARKAN.
önnur listakona íslensk get-
ur sjer og hinn glæsilegasta
orðstír í Kaupmannahöfn um
þessar mundir, en það er ung-
frú María Markan söngkona.
Söng hún nýlega einsöng á
stórum almenningshljómleikum
í Kaupmannahöfn. Berlingske
Tidende ritar um söng hennar
að þessu sinni og segir, að rödd
hennar hafi verið frábær og að
hún hafi einnig gert hinum leik-i
ræna hluta viðfangsefnisins hin
prýðilegustu skil. Kaupmanna-
hafnarblaðið Politiken skrifar
einnig um söngMaríuMarkan og
segir, að röddin hafi verið mjög
hljómfögur og hlutverkið leyst
af hendi af þjálfun og leikni.
Áheyrendur tóku söng hennar
með afbrigðum vel.
oooooooooooooooooo
a GLÆNÝ l
l E G G . I
o STÓRLÆKKAÐ VERÐ. o
i visin Í
0 Laugavegi 1. 0
0 Útbú: Fjölnisveg 2. 0
ooooo-ooooooooooooo
KOLASALAN §.f.
Ingólfshvoli, 2. hæð.
Símar 4514 og 1845.
5 Nýtt steinhús
með 7 íbúðum, sem gefur af sjer
í leigu, sem samþykt er af húsa-
leigunefnd, kr. 7560.00, er til sölu.
Söluverð kr. 65.000.00 miðað við
peningagreiðslu.
Upplýsingar gefur
Lárus Jóhannesson,
hæstar j ettarmálaf lutningsmaður,
Suðurgötu 4. Símar 3294 og 4314.
Jónas Jónsson og Þuríður Jónsdóttir.
Minningarorð um tijónin Jónas Jónsson
og Þuríði Jónsdóttur írá Leikskálum
í Dölum vestur eru nýlátin hjón-
in að Leikskálum í Hanka-
dal, Jónas Jónsson og Þuríður
Jónsdóttir. Jónas heit. var fæddur
3. des. 1859 á Þorsteinsstöðum
fremri í Haukadal. Þar bjuggu
þá foreldrar hans, Jón Benedikts-
son frá Kam.bsnesi og Kristín Ól-
afsdóttir Guðmundssonar frá Þor-
bergsstöðum, Jónssonar. Guðmund-
ur á Þorbergsstöðum var einn af
helstu bændum í Dalasýslu á sinni
tíð. Var Kristín kona hans dóttir
síra Magnúsar Einarssonar á
Kvennabrekku.
Móður sína misti Jónas heitinn
þegar hann var tveggja ára og
ólst hann upp með föður sínum og
stjúpu, en fór frá þeim er hann
sjálfur reisti bú.
Þuríður heitin var fædd á Jörfa
25. mars 1859, var hún dóttir Jóns
Árnasonar óðalsbónda þar og konu
hans.
Var Þuríður heitin í föðurætt
komin af Vatnshyrningum. Jón
Egilsson fræðimaður á Vatnshorni
var^ngafi hennar. Var hún í for-
eldrahúsum að Jörfa þangað til
vorið 1880, að hún giftist Jónasi
heitnum, en hann hafði alist upp
á Hömrum, næsta bæ við Jörfa.
Vom þau hjón leiksystkin og
æskuvinir. Iljónaband þeirra var
langt, — nær sextíu ár, — og far-
sælt. Af 13 börnum þeirra eru 10
á lífi, öll hin gerfilegustn, og 9
þeirra húsett í Ifaukadal, Sigur-
jón hóndi á Stóra-Vatnshorni,
Benedikt bóndi á Hömrum, Sig-
urfljóð húsfreyja á Skarði, Guð-
mundur og Kristvin bændur á
Leikskálum, Jakob, Kristjón,
Björg og Guðfinna voru heima
hjá foreldrum sínum. Hið 10. er
Árni ullarmatsmaður í Reykjavík.
Þrjú börn mistu þau hjón, tvö í
æskn og son nær tvítugan. Auk
þess sem þau ólu upp hinn mikla
barnahóp sinn, tóku þau tvö fóst-
urbörn, sem nú eru orðin fulltíða.
Þau hjón ólu allan sinn langa
aldur í sömu sveitinni. Lengst
hjuggu þau á Stóra-Vatnshorni, —•
40 ár,. — og svo á Leikskálum.
Bjuggu þau jafnan góðu þúi, en
nú síðustu árin höfðu þau minna
nm sig, bjuggu aðeins á nokkrum
hluta Leikskála, móti tveimur son-
um sínum. Voru þau afar hjálpfús
og ósink á fje, gengu því efni
þeirra heldur saman, þótt allinikil
væru um skeið, enda börnin mörg
og gestrisni mikil. Mjög var af
þeim látið sem góðum húsbændum
og voru þau einkar hjúasæl, er
þar enn kona á heimilinu, Kristín
Sigurðardóttir, sem verið hefir þar
um 50 ár og saknar þeirra hjóna
sem góðra foreldra.
Jónas heitinn var hljedrægur
um opinber störf. Var þó hrepps-
nefndarmaður nær 20 ár og odd-
viti hreppsnefndar og gegndi ýms-
nm fleiri trúnaðarstörfum. Hann
var ákveðinn í skoðunum og kapp-
samur um hvert það mál er hann
tók npp, en sáttgjarn og hinn
besti drengur í hvívetna.
Jónas sál. hefir staðið í fylk-
ingu hændanna íslensku nær sex-
tíu ár. Búskap sinn byrjaði hann
á einhverjum mestu harðinda ár-
unum. Þegar búpeningur bænda
kolfjell. Hann var dalabóndi í
harðindasveit. Hann hafði þá þær
ástæðnr, að honum var ljett nm
vik að leita til hetri hjeraða; en
hann var borinn og barnfæddur í
„Dalnum sínum“, og mátti ekki
hngsa til þess að fara þaðan, og
honum var í hlóð horin sú þraut-
seigja bænda, að láta ekki óðul
sín, þótt að steðjuðu ýmsar þraut-
ir. Heldur falla í miðri orustn en
flýja. Hann og stjettarbræður
hans hörðust gegn erfiðleikunum,
og batnandi tímar komu. Aldrei
datt honum í hug að leita á „möl-
ina“. I sveitinni var hans bar-
áttuvöllur. Þar vann hann sína
sigra og heið líka ósigra, en glað-
ur og reifur gekk hann móti því
er að höndum har. Nú er hann
fjell að lokum sneri hann fangi
að erfiðleikunum og hafði aldrei
á flótta farið í þeim. viðskiftum.
Hann andaðist 26. okt. síðastlið-
inn.
Þuríður sál. var hin mesta kjark
kona og stóð við hlið hónda síns
í blíðu og stríðu með hinum mesta
skörungsskap. Hún var einnrð og
hispurslaus um hvert mál, greind
kona og afar trygglynd. Voru þan
hjón mjög farin að heilsu nú
seinni árin, en ávalt glöð og reif
heim að sækja. Þótt Þuríður heit-
in væri komin yfir áttrætt og væri
mjög lasin, vildi hún samt, þótt
vetur væri, fylgja bónda sínum
hans síðasta áfanga. Fór því til
Vatnshornskirkjn og stóð þar yfir
moldum hans. Við þá áreynslu
þyngdi henni veikin og andaðist
hún 2. þ. m. og var jörðuð við
hlið bónda síns.
Nú er þeim hjónum hvíldin góð
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.