Morgunblaðið - 16.01.1940, Blaðsíða 8
8
awiUaiiÍ
Þriðjudagur 16. janúar 19401
iimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiti
Sið. h uíí Liil.i píslarvottsiná
iiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiii
áiii 4
%
i v
fiw »li tik liiiunnar
Sir Percy þrýsti einu brjefinu
í hönd hennar og horfði í
augu hennar með brennandi augna
ráCi.
„Þetta brjef er til Pfoulkes",
sagði hann. „Það er viðvíkjandi
hinum síðustu varúðarráðstöfun-i
um, sem verður að gera til örygg-
is prinsinum. I því eru líka fyrir-
skipanir til fjelaga minna, sem
eru nú í nágrenni Parísarborgar.
Guð blessi Ffoulkes fyrir trygg-
iyndi hans. Jeg vissi, að hann
myndi ekki lát'a þig fara eina
hingað. Páðu honum það strax í
kvöld og segðu honuón, að það
sje minn einlægi vilji, að hann
og aðrir fjelagar mínir fari í öllu
eftir þessum fyrirskipunum mín-
um“.
„En prinsinum er vonandi ó-
hætt núna“, sagði hún. „Ffoulkes
og fjelagar hans eru hingað komn
ir til þess að hjálpa þjer“.
„Til þess að hjálpa mjer, ynd-
iÖ mitt?“ tók hann alvarlega fram
í fyrir henni. „Það getur nú eng-
inn gert úr þessu, nema guð al-
máttugur og sú heilbrigða skyn-
aemi, sem mjer tekst að varðveita
fyrir þessum föntum næstu tíu
daga“.
„Tíu daga?“
„Jeg hefi beðið þessarar stund-
ar í eina viku. Eftir tíu daga
verður prinsinn kominn úr Prakk-
landi, og þá sjáum við til“.
„Percy!‘ ‘ hrópaði hún skelfd.
„Þú þolir ekki þetta líf í tíu
daga enn !“
„Jú“, svaraði hann ákveðnum
róm, sem var næstum stærilátur
og stoltur. „Það er fátt, sem mað-
ur ekki getur gert, ef maður á
annað borð er búinn að ákveða
það. Annars legg jeg þetta alt í
guðs hönd“, bætti hann við í blíð-
legri róm. „En lofaðu mjer því,
vina mín kær, að vera hughraust. i
Etui O czy bajoíiGssu
Prinsinn er enn í Frakklandi, en
hann er ekki ömggnr, meðan hann
dvelur hjer. Vinir hans vildu láta'
hann vera hjer, en jeg hefði ekki
leyft það, hefði jeg verið frjáls
maður. En þetta ágæta fólk í
Nantes mun nú láta að fyrirmæl-
um mínum og bænum Pfoulkes og
leyfa fjelögum okkar að fara með
barnið af landi burt. En jeg bíð
hjer, þangað til jeg veit að barnið
er komið í örugga höfn. Ef jeg
reyndi að strjúka núna, og tækist
það — þá má hamingjan vita,
hvað þeir tækju til bragðs. Þeir
myndu kannske finna barnið, áð-
ur en jeg kæmist því til hjálpar!
Þú skilur það, kæra vina mín!
Heiður minn er undir því kominn,
að barninu sje b.orgið. En jeg lofa
þjer því, að hugsa um sjálfan
mig, eða það sem eftir verður af
mjer, þegar jeg veit, að barnið er
úr allri hættu“.
„Perey!“, sagði hún alt í einu
örvæntingarfull. „Þú svíkur sjálf-
an þig. Hver dagur, sem þú dvel-
ur innan þessara fjögurra veggja,
kvalinn af svefnleysi og pynting-
um, sem þessir djöflar leggja þjer
á herðar, hver dagur, já, hver
stund, mun draga úr þjer afl, svo
að þú verður ófær til þess að
bjarga þjer. Hvers virði er líf
þessa afkomanda úrkynjaðrar kon-
ungsættar, í samanburði við, þitt
líf? Hvers vegna skyldir þú fórna
lífinu, til þess að frelsa dreng,
sem er einskis virði fyrir heiminn,
fyrir land sitt eða þjóð!?“
n augu hans svöruðu ekki bón
hennar. Hann sá fyrir sjer
eyðilega þjóðbraut fyrir utan Par-
ís, úðarigningu, sem smaug inn að
holdi, meðan stormurinn feykti til
óveðursskýjunum.
„Veslings snáðinn", tautaði
hann í blíðlegum róm. „Hann
þrammaði hughraustur áfram við
hlið mjer, meðan fæturnir gátu
borið hann. Þá lijúfraði hann sig
í faðmi mínum og sofnaði, uns
Pfoulkes kom til móts við okkur
með vagninn. Þá var hann ekki
konungur Prakklands, heldur lít-
ill vesalingur, sem mjer hafði með
guðs hjálp tekist að bjarga“.
„En nú er prinsinn öruggur“,
sagði hún, eftir að henni hafði í
þögulli fórnfýsi einnig tekist að
sigra hjarta sitt og horfast í augu
við þá miklu sorg, er virtist myndi
eyðileggja líf hennar.
„Já“, svaraði hann rólega. „Hon-
um er óhætt sem stendur. En hann
er öruggari, þegar hann er kom-
inn frá Frakklandi. Jeg hafði gert
mjer vonir u® að geta tekið hann
með mjer til Englands, en þær
vonir hafa brugðist. Fylgismenn
hans hafa óskað þess, að hann
komi til Vínarborgar, og það er
best áð láta að ósk þeirra. Jeg
hefi því í brjefi mínu til Ffoulkes
hripað niður, með hvaða móti auð-
veldast sje að haga ferðínni. Tony
er best fallinn til þess að stjórna
og jeg vil því, að hann fari þeg-
ar í stað til Hollands. Norður-
landamærin eru ekki eins hættu-
leg og landainærin við Austurríki.
í Delft á heima dyggur fylgis-
maður Borbonanna. Og nafn hans
og heimili mun vernda hinn land-
flótta konung, uns hægt verður að
flytja hann til Vínarborgar. Hann
heitir Naundorff. Viti jeg barnið
í hans vörslu, er þjer óhætt að
treysta því, að jeg fer að hugsa
um sjálfan mig úr því“.
'TruSr ^úiut
Eftirfarandi saga er sögð um
Poul Reumert leikara.
Hann var einu sinni í fyrravet-
ur staddur í dapska smábænum
Tönder við þýsku landamærin, þar
sem Pramarar keptu í Danmerk-
urför sinni. Hann fór í þýskan
banka, sem heitir „Tönder Bank“,
tökufjelagi eða leikhúsi. Ungfrú
Pipers er gædd þeirri einkenni-
legu gáfu, að hún getur grátið
þegar hún vill, og hún getur einn-
ig skift um skap á augnabliki og
skellihlegið, ef henni býður svo
við að horfa.
A hverju kvöldi situr hún í
með ávísun, er hljóðaði upp á kvikmyndahúsi einu í New York
nafn hans sjálfs. | og grætur hátt og af tilfinningu
Bankamaðurinn, sem afgreiddi; þegar eitthvað sorglegt kemur
Reumert, bað hann um að sanna j fyrir í myndinni, sem verið er að
með vegabrjefi eða einhverju, að sýna, eða hlær innilega, þegar
sá, er hann sagðist
hann væri
vera.
Reumert leitaði í vösum sínum,
en fann ekkert, hvorki brjef eða
annað, til þess
sína.
eitthvað broslegt er á ferðinni.
Þessi útrás tilfinninga hennar hef-
ir alveg ótrúlega mikil áhrif á
aðra áhorfendur. Kvikmyndahús-
að sanna tilveru I ið hefir fengið orð á sig fyrir, hve
það sýni framúrskarandi góðar
Þekkið þjer mig ekki ? spurði myndir og þar er jafnan húsfyllir.
hann loks bankaþjóninn.
Bíóeigandinn þakkar þetta einna
Er bankaþjónninn svaraði spurn mest ungfrú Pipers, enda fær hún
ingunni neitandi, sagði Poul Reu-
mert:
— Jeg er mesti glæpamaður
Þýskalands!
konungleg laun.
★ .
Ameríkumenn hæla sjer af eft-
irfarandi heimsmetum:
Þar með gekk hann út úr bank-1 Á hverju ára farast um % milj-
anum, eftir að hafa stungið ávís-' ón manna af völdum hvirfilvinda,
uninni í vasann. flóða og annara náttúruhamfara, j
★ og tjón af völdum þess sama nem- .
Ungfrú Pipers í New York ur 2.5 miljörðum dollara í U. S. A.
hefir ofan af fyrir sjer með í Ameríku eru framleidd 60%
því að gráta, og er þó ekki bein- af allri olíu heimsins, 45% af ó-
línis starfandi hjá kvikmynda- unnu járni, helmingur stálfram-
leiðslunnar, 58% af kornframr-
leiðslu heimsins og 56% af bóm-
ullarframleiðslunni.
í New York eru um 100.000
manns heimilislausir og í sömu
j borg eru stærstu almennings-
svefnherbergi í heimi, með 1700
rúmum.
í lyftusveinafjelagi New York
borgar eru 102.000 meðlimir, sem
allir hafa fasta atvinnu.
38 miljónir útvarpshlustenda eru
í Bandaríkjunum og þeir eiga
46% af öllum útvarpstækjum í
veröldinni.
2—3000 amerískir borgarar far-
ast árlega í hita- eða kuldabylgj-
um.
★
Skóframleiðandi einn í París
tók nýlega upp á því að framleiða
skó, sem voru þannig gerðir, að
framan á tánni voru rafmagns-
perur, en rafhlaða í hælnum. Gat
sá, er í skónum var, lýst upp per-
una er honum sýndist. Skór þess-
ir voru bannaðir af yfirvöldun-
um vegna þess að þeir komu í bága
við algert myrkur, sem á að vera
á götunum vegna loftárásahætt-
unnar. Það hefir líka sjálfsagt
ekki verið þægilegt að vera á þess
um skóm í miklum þrengslum, því
hætta er á að peran vildi brotna.
Hann þagnaði, því kraftar hans
voru að þrotum komnir.
Hann hafði talað mjög lágt, en
þó var hann orðinn hás, og á-
reynslan við að tala var honum
um megn.
„Ef fantarnir hefðu aðeins neit-
að mjer uim mat en ekki um
svefn“, tautaði hann, „þá hefði
jeg getað þolað það, uns--------“
Vu ins og hans var vandi breytti
hann fljótt skapi og faðmaði
Marguerite innilega að sjer.
„Guð fyrirgefi mjer eigingirn-
ina“, sagði hann og dauft broS
lýsti upp andlit hans. „Það er eins
og jeg hafi gleymt yndislegri nær-
veru þinni, er jeg byrja að tala
um mínar eigin áhyggjur, þegar
jeg veit, að þú hefir þyngri byrði
að bera en hjarta þitt getur af-
borið. Hlustaðu nú á mig, Mar-
guerite. Jeg á eftir að tala við
þig um Armand---------“
„Armand!‘ ‘, hrópaði hún og
fjekk samviskubit yfir því að hafa
gersamlega gleymt bróður sínum.
„Yið höfum ekkert heyrt af
Armand“, sagði hún. „Sir And-
rew hefir athugað alla fangelsis-
listana, en árangursla.ust. Ef jeg
væri ekki svona sorgbitin af við-
burðum síðustu viku, væri jeg
mjög kvíðafull út af Armand“.
Einkennilegum skugga, sem ekki
einu sinni hún skildi, brá fyrir
á andliti hans. En skugginn hvarf
fljótt, og hann brosti uppörfandi,
er hann sagði:
„Blessuð vertu! Armand er
nokkurnveginn öruggur. Segðu
Ffoulkes, að hann skuli ekki leita
hans í fangelsunum, heldur reyna
finna ungfrú Lange. Hún veit
efa, hvar Armand er“.
„Jeanne Lange!“, sagði hún
beiskjulega. „Það er stúlkan, sem
Armand elskaði, að því er virðist
með meiri ástríðu en heiður sinn
og hollustu!‘
„Jeg kom Jeanne Lange á nokk-
urnveginn öruggan stað“, sagði
hann eftir nokkra þögn. „Síðar
fjekk hún fult frelsi aftur?“
„Prelsi f ‘
Pramh.
SAUMA I HOSUM
Uppl. í síma 4183 milli kl,
6—8.
SNlÐ OG MÁTA
Dömukápur, dragtir, dag-
kjóla, samkvæmiskjóla og alls
tonar barnaföt. Saumastofan
augaveg 12, uppi (inng. frá
Bergstaðastræti). Símar 2264
og 5464.
OTTO B. ARNAR,
löggíltur útvarpsvirki, Hafnar
stræti 19. Sími 2799. Uppsetn
ing og viðgerðir á útvarpstækj
um og loftnetum.
FERÐAFJEL. ÍSLANDS
heldur skemtifund að Hótel
Borg í kvöld. Aðalsteinn Sig-
mundsson kennari flytur fyrir-
lestur um Færeyjar og sýnir
skuggamyndir. Dansað til kl. 1.
Aðgöngumiðar fást í dag í
bókaverslunum Sigf. Eymunds-
sonar og Isafoldar til kl. 6.
i. o. G. T.
ST. VERÐANDI NR. 9.
Fundur í kvöld kl. 8.
1. Inntaka nýrra fjelaga.
2. Skýrsla árshátíðarnefndar.
3. Erindi: Hr. Pjetur Zophon-
íasson, ættfræðingur.
4. Gamansögur og söngur. Hr.
Alfred Andrjesson JeikarL
Þeir, sem hugsa sjer að ger-
ast meðlimir stúkunnar, fá all-
ar upplýsingar þar um, kl. 1—-
8 e. h. í Góðtemplarahúsjnu.,
Æ.t.
J£aups/Uipuc
MANNBRODDAR
af ýmsum stærðum til sölu &
Bergþórugötu 29.
DÖMUFRAKKAR
ávalt fyrirliggjandi. Guðm.
Guðmundsson, klæðskeri.----
Kirk-juhvoli.
MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR
Fersólglös, Soyuglös og Tómat-
flöskur keypt daglega. Sparilf'
milliliðina, og komið beint til
okkar, ef þið viljið fá hæsta
verð fyrir glösin. Við sækjum
heim. Hringið í síma 1616. —
Laugavegs Apótek.
GULRÓFUR
seljum við í heilum og hálfum
pokum á kr. 5.50 og kr. 3*0(L
Sendum. Sími 1619.
ÞORSKALÝSI
Laugaveg Apoteks viðurkend*.-
meðalalalýsi fyrir börn og full-
orðna, kostar aðeins kr. 1,35«
heilflaskan. Selt í sterflum
(dauðhreinsuðum) flöskum. —
Sími 1616. Við sendum um allan
bæinn.
KALDHREINSAÐ
þorskalýsi sent um allan bæ.-
Björn Jónsson, Vesturgötu 28,
Sími 3594.
HARÐFISKSALAN,
Þvergötu, selur saltfisk nr. 1,
2 og 3. Verð frá 0,40 au. pr.
kg. Sími 3448.
VERÐLISTI YFIR ÍSLENSK
FRlMERKI FYRIR ÁRIÐ 194%
16 síður með fjölda mynda.1
kostar kr. 0.50. íslensk frí-
merki ávalt keypt hæsta verði.
Gísli Sigurbjörnsson, Austurstr..
12, 1. hæð.
SPARTA DRENGJAFÖT
Laugaveg 10 — við allra hæfl
EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR
og blúsur í úrvali. SaumastofaHi
Uppsölum, Aðalstræti 18. —
3ími 2744.
Kaupum allskonar
FLÖSKUR
hæsta verði. Sækjum að kostn—
aðarlausu. Flöskubúðin, Hafnar—
stræti 21, sími 5333.
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, whiskypela,
glös og bóndósir. Flöskubúðiiv
Bergstaðastræti 10. Sími 5395.
Sækjum. 0pið allan daginn.
KENNI SMÁBÖRNUM
og les með skólabörnum. Við-
talstími kl. 2—7. Kristjana<
Benedikts, Bergþórugötu 23. —
círv,; Kfini