Morgunblaðið - 21.01.1940, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
2
1 ■
lv
Sunnudagur.21. janúar 1940
Finnum bregst hjálp frá
Bandaríkjamönnum
Dauðþreyltir
hermenn
Einangrunar-
stefnunni vex
fylgi í U. S. A.
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
AMERÍSKA BLAÐIÐ „Washington Post“ ritar í
dag um hjálp Bandaríkjamanna til Finna. Tel-
ur blaðið, að litlar líkur sjeu fyrir því, að
Bandaríkjamenn geti komið því við að hjálpa Finnum svo
um muni.
Blaðið segir, að Fínnar megi gera ráð fyrir að Banda-
ríkjaménn sjeu þeim hlyntir og standi í raun og veru með
þeim í stríðinu. Bandaríkjamenn beri virðingu fyrir hetju-
skap Finna og virði þjóðina í heild fyrir skilvísi og heið-
arleik. 1
En þar með sje það búið. Meðal þingmanna á þjóðþingi
Bandaríkjamanna vex einangrunarstefnunni stöðugt meira
fylgi. Sagt er, að þingmennirnir telji, að það standi Frökkumj
og Bretum næst, að koma Finnum til hjálpar, þessi ríki tapi
hvort sem er mest á því, að Finnland líði undir lok.
Lundúnablaðið „Daily Tele.
graph“ skrifar ,í forustugrein
um Finnlandsmálin í dag að hin
hetjulega vörn Finna gegn inn-
rás harðstjórnarríkisins í austri
eje virðingarverð og muni í
minnum höfð meðan jörðin er
bygð.
Hersveitir Finna hafi gefið
heiminum meira heldur. en hægt
flje að meta eða greiða.
Afstaða áhrifamanna í Banda
ríkjum til Finnlands er talin
stafa af innanríkispólitískum á-
fltæðum.
Kosningar eiga að fara fram
í U.S.A. á þessu ári og þing-
menn og aðrir óttast að ofmikil
hjálp til handa Finnum geti
haft áhrif á kjósendur þeirra.
BENSÍNKAUP RÚSSA
I U. S. A.
Blaðið New York Times skýr-
ir frá því, að Rússar sjeu stöð-
ugt að auka bensínkaup sín í
Bandaríkjunum.
Síðan í september í haust
hafa Rússar keypt 1.300.000
tunnur af bensíni í U. S. A. og
býst blaðið við að bensínkaup
þessi standi í sambandi við stríð-
ið í Finnlandi.
Bensínkaupin jukust úr 60
þús. tunnur í september, upp
í 400 þús. tunnur í nóvember.
RÁÐSTEFNA UM
FINNLANDSHJÁLP
I PORTÚGAL.
Forseti Al-evrópiska sam-
bandsins hefir skýrt frá því í
Genf, að hann hafi falið forsæt-
isráðherra Portúgal að kalla
gaman ráðstefnu í Lissabon, til
þess að ræða hvernig skuli sam-
ræma þá aðstoð, sem Finnlandi
verður ve.itt. Forseti sambands-
ins tók þ.að fram, að best skiL
yrði væri til þess að halda slíka
ráðstefnu í Portúgal m. a. vegna
landifræðilegrar legu Portúgal
og vegna þess, að sambúð Portú-
gals væri góð bæði við lýðræðis-
og einræðisríkin.
Af þessum orsökum o. fl. væri
heppilegra að Portúgal hafði
mgönguna en Þjóðabandalagið
eða hin hlutlausu nágrannaríki
Finnlands.
HLUTLEYSI
NORÐURLANDA.
Koht, norski utanríkismálaráð-
herrann, hefir 'kojbaist svo að orði,
varðandi orðsendingu Rússa út af
aðstoð N'orðmanna og Svía við
Finna, að engin þjóð gæti komið
í veg fyrir, að Norðmenn ljetu
samúð sína í ljós. En, bætti hann
við, Noregur verður að vera hlut-
laus áfram, eins og Danmörk og
Svíþjóð, og norræn samvinna verð
ur að hvíla áfram á þeim grund-
velli. Það var aldrei til þess ætl-
ast, sagði hann, að samvinna
þeirrá væri á sviði hernaðarmála.
r '
Oðinn bjargar
vjelbáti
Varðbátrurinn „Óðinn“ kom í
gær til Hafnarfjarðar með
vjelbátinn „Vonina“ í eftir-
dragi. Vonin hafði bilað í róðri.
Vonin er frá Akureyri, en
gerð út frá Hafnarfirði í vetur.
1 fyrrakvöld rjeri báturinn, en
í fyrrinótt, þegar verið var að
draga línuna, hrökk stýrisásinn
í sundur við sveifina.
Bátnum var nú siglt upp í
vindinn og stýrðu bátverjar með
því að halda úti lóðastömpum,
ýmist á stjórn- eða bakborða.
Þannig var haldið áfram til
kl. 2 í gær, er „Óðinn“ kom til
hjálpar.
Óttast er að „Vohin“ hafi
tapað öllum sínum veiðarfærum.
Sökum þess hve Rússar hafa miklúm mannafla á að skipa, hafa þeir stöðugt. getað teflt fram óþrevtt
um hersveitutn. Finnar haf« aftur á móti orðið að leggja á sig miklar og langar vökur til að biða
ertii- að þeir yrðu levstir af hólrni. — Iljer á myndinni sjást finskir hermenn á Sallavígstöðvunum,
sem hafa verið leystir af v.erði. og þeir hafa fleygt sjer- á gólfið í húsi einu og sofnað.
Fínnar stöðva
aðflutnlnga
Rússa hjá Salla
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
ikill kuldi ríkir enn í Finn-
landi og enn ber mest á
hemaðaraðgerðum úr lofti. Finnar
segjast hafa skotið niður 7 rúss-
neskar sprengjuflugvjelar í gær.
Rússneski flugherinn gerði loft-
árásir á 27 staði í gær í Finnlandi
og talið er að þeir hafi í þessum
loftárásum varpað niður 1000
sprengjum.
I tilkynniugu finsku herstjórn-
arinnar er getið um fjögur áhlaup
Rússa á Kirjálaeiði. Öllum áhlaup
unum var hrundið og mikið mann-
tjón varð í liði Rússa.
Fjórum sinnum í dag voru gef-
in viðvörunarmerki í Helsingfors
um að loftárás væri í aðsigi, en
rússneskar flugvjelar vörpuðu
ekki niður sprengjum á sjálfa
höfuðborgina, heldur á bæi og
þorp utan við hana. Ókunnugt er
um manntjón og eignatjón.
Á Sallavígstöðvunum eru Rúss-
ar á undanhaldi og hlutlausir
frjettaritarar segja, að Finnum
hafi tekist að stöðva aðflutninga
til rússneska hersins á þessum
vígstöðvum.
Finska herstjórnin gat í fyrsta
skifti í dag sænsku sjálfboðalið-
anna í hernaðartilkynningu sinni.
Er farið lofsamlegum orðum um
frammistöðu þeirra.
Tveir sænskir flugmenn hafa
fallið. Þeir hÖfðu síðan 12. þ. m.,
er þeir komu til Sallavígstöðv-
anna. skotið niður 6 rússheskar
flugvjelar.
—Nýtt „Emdem“—
I Suður-Atiants-
haíi?
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
regnir frá Suður-Am-
eríku herma, aS
vart hafi orðið við þýskt
skip, sem eigi að elta
uppi í Suður-Atlants-
hafi. Skip þetta er talið
vel búið vopnum, bæði
stórum fallbyssum og loft
varnabyssum. Það er hrað
skreitt og Hefir þegar gert
enskum og frönskum kaup
skipum erfitt um siglingar
á hafinu fyrir utan Suður-
Ameríku.
Skip þetta skiftir oft
um nafn og siglir undir
fánum ýmissa þjóða í það
og það skiftið.
Sumir telja, að Hjer sje .
á ferðinni þýska birgðaskipið
„UItmark“, sem birgði
„Graf von Spee“ upp að
vistum og olíu.
I skipinu eru sagðir
vera sjerstakir klefar fyr-
ir áhafnir af Herteknum
skipum. Ekki hafa enn
verið birtar fregnir um að
skip þetta hafi sökt kaup-
förum bandamanna.
Á fyrsta sundmóti ársins, 16.
febr. n.k., verður kept í þessum
sundum: 500 m. bringusundi karla,
4x100 m. boðsundi karla, 200 m.
bringusundi kvenria, 50 rii. bringu
sundi stúlkna innan 14 ára, 100 m.
bringús. og 100 m. frjáls aðferð
fyrir drengi innan 16 ára.
Fundur í Hús-
mæórafjelaginu
TTúsmæðrafjelagið hjelt fyrsta
" fund sinn á árinu 17. þ. m.
í (Iddfellowhúsinu.
Forniaður skýrði fjelagsmálin er
lágu fyrir fundinum og liófust
umræður úm þau. Frú Sigríður Sig
urðardóttir hafði framsögu í mjólk
urmálinu og tóku fleiri þar til
mál. Þá var þjónustustúllmamálið
t.ekið fyrir, og hafði orð þar fyrir
frú Jónína Guðm.undsdóttir og
rakti einnig húsmæðrastörfin. Til-
laga frá frú Soffíu Ólafsdóttur
þeim viðvíkjandi var samþykt og
hljóðar svo :
,,Fundur Húsmæðrafjel. Reykja-
víkur, haldinn 17. þ. m. 1940, styð-
ur eindregið áskorun Bandalags
kvenua tii þingmanna Reykjavík-
ur um að beita sjer fyrir ])ví, ftð
frumvarp um hússtjórnarskóla
verði lagt fyrir næsta Al])ingi
1940 og fjárveiting til skólans
samþykt“.
Gunnar Thoroddsen bæjarfull-
trúi flutti fróðlega og einkar
skemtilega ræðu um rjettarafstöðu
kvenna fyr og síðar. Mintist hann
margra merkra fornkvenna í því
sambandi, er vildu láta til sín
taka. fór hann einnig miirgúm orð-
um um hvað rjettarbætur kvenna
á síðari tímum, er þó hefðu átt
örðugt uppdráttar, hefðu aukið
mannúðartilfinningarnar og því
bætt kjör einstaklinganna stór-
kostlega. Húsmæðrafjelagið hefði
verið vakið upp með einu slíku
velferðarmáli. Gskaði hann fjelag-
inu góðs gengis í framtíðinni.
Konur þökkuðu honum ræðuna
og klöppuðu óspart.
í 'fundarlok var kosin afmælis-
nefnd; síðan sungið og dansað.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.