Morgunblaðið - 21.01.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.01.1940, Blaðsíða 3
Stmnudagur 21. janúar 1940 MORGUNBLAÐIÍ) Komiiiúiiistar láta af stjórn fjelagsins ■ dag Fjölmennið i aðalfundinn lýOræðisveikamenn! Hefst kl. 1 í Gamla Bíó LÝÐRÆÐISVERKAMENN gengu með sigur af hólmi í stjórnarkosningu Dagsbrúnar, og er veldi Hjeðins og kommúnista þar með brotið á bak aftur í fjölmennasta og öflugasta verklýðsfjelagi landsins. Þessi sigur lýðræðisverkamanna markar straum- hvörf í verklýðsmálunum. Talning atkvæða fór fram í gær. Hófst talningin kl. 2 og var lokið um kl. 5 síðdegis. Niðurstöðutölurnar verða ekki birtar fyr en á aðalfundi Dagsbrúnar, sem haldinn verður í Gamla Bíó í dag og hefst kl. 1 e. h. En þótt engar tölur hafi enn verið birtar, fjekk Morg- unblaðið í gær áreiðanlega vitneskju um, að lýðræðisverka- menn hafa sigrað í kosningunni, með um 90 atkvæða meiri- hluta. imi'iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiinuL ] Selvogsbændur) I bera lík Einars ( ] Benediktssonar | | 10 km, leið ] iiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiur iimiiiiiiiimiiiiiiiíir Utför Einars Benedilttssonar skálds, fer að líkindum fram seint í þessari viku; hefir heyrst talað um föstudaginn. Ákvörðun um daginn og eins um jþað, hvort jarðað verður á Þingvöllum eða hjer í Reykja. vík, verður tekin á mánudag- inn. Líkið var flutt frá Herdísar- vík síðastliðinn miðvikudag og stendur nú uppi í Rannsóknar- stofu Háskólans. Það voru bændur úr Selvogn- um, sem báru líkið úr Herdís- arvík að Vo'gsósum, en þaðan var það flutt í bifreið til Reykja- víkur. Jón Jónsson frá Laug fór! hjeðan austur og annaðist kistu lagningu með heimafólki í Her- dísarvík. Jón frá Laug las bæn og síð- an sungu Selvogsbændur sálm. Frá Herdísarvík til .Vogsósa eru tæpir 10 km. Bændurnir lögðu af stað með kistuna frá Herdísarvík á þriðjudagskvöld j kl. 8 og voru komnir til Vogs-j ósa kl. 11 um kvöldið. Nokkurn' hlúta leiðarinnar var yfir hraun að fara. Ffá Vogsósum var bifreiðin 8 klst. áður en hún kom á < upphleypta veginn í Ölvesi. Selvogsbændurnir sem báru lík Einars Benediktssonar fyrsta spölinn úr heimahúsum, 10 km leið, voru: Guðni Gestsson, Þor- kelsgerði, Ólafur Bjarnason, Þorkelsgerði, Árni Bjarnason, Þorkelsgerði, Sveinn Halldórs- son, Bjargi, Helgi Guðnason, Þorkelsgerði, Bjarni Jónsson, Guðnabæ, Óskar Þórarinsson, Bjarnastöðum, Jón Þórarinsson, Sólheimum og Guðmundur Hall- dórsson, Þórðarkoti. Auk þess voru tveir menn úr Herdísarvík, annar þeirra, Jón, sonur Hlífar Johnson. tJr Reykjavík voru tveir menn, Jón Jónsson frá Laug og Ásvaldur Þorgilsson. „Valsakóngurinn“ heitir hljóm- listarkvikmynd, sem Gamla Bíó sýnir í fyrsta skifti í kvöld, og fjallar myndin uin Jóhann Strauss, hin vinsælu valsalög hans og hina rómantísku Vínarborg. Aðalleik- endur eru Luise Rainer, Fernand Gravey og Miliza Korjus. — Góð kvikmynd og skemtileg. Eins og getið var í blaðinu í gær, tóku alls 1397 þátt í kosn- ingunni að þessu sinni, af 1730, er voru á kjörskrá. Var kosn- ingaþátttaka því um 81%. Við síðustu stjórnarkosningu í Dagsbrún, í janúarmánuði í fyrra, voru 3 listar í kjöri. Úr- slitin voru þá þessi: Listi Hjeðins og kommúnista hlaut 659 atkv., listi Sjálfstæð ismanna hlaut 426 atkv. og listi Alþýðuflokksmanna hlaut 408 atkvæði. í fyrra voru alls á kjörskrá 1783 menn, en 1730 nú, eða rúmlega 50 færra. Þetta stafar af því, að kommúnistar, sem öllu hafa ráðið í Dagsbrún, hafa undanfarið ár verið að „hreinsa til“ innan Dagsbrúnar, strikað menn út og svift þá þar með öllum rjettindum í fjelaginu. Þessi ,,hreinsun“ fór fram að hætti þeirra í Moskva, yfirboð- ara kommúnistanna hjer. Þess vegna var það, að nú þegar var gengið kosninga í stjórn Dagsbrúnar, þóttust kommúnist ar öryggir um sigurinn. Þeir þóttust hafa ,,hreinsað“ svo rækilega til í fjelaginu, að ekk ert þyrfti framar að óttast. En þetta fór alt á annan veg. Það er ekki viðhöfð hlut- fallskosning í Dagsbrún og af því leiðir, að sá listinn, sem flest fær atkvæðin, fær alla mennina kosna. Aðrir listar fá engan. ★ í dag verður Hjeðinn að af-> henda stjórnina á Dagsbrún í hendur lýðræðisverkamanna. Þetta verður honum sár von- brigði, því að í Dagsbrún þótt- ist hann hafa svo örugt og traust fylgi, að sigurinn væri honum vís, hvdr sem á móti sækti. Ósigur Hjeðins og kommún- ista í fjölmennasta og sterkasta vérklýðsfjelagi landsins markar tímamót í sögu verklýðsfjelág- anna hjer á landi. Lýðræðis- verkamenn geta nú farið' að byggja verklýðsfjelagsskapinn upp á nýjum grundvelli, þar sem Týðræði, frelsi og jafn- rjetti verða þeir hornstéinar, seni fjelagsskapurinn verður reistur á í framtíðinni. ★ ASalfundur Dagsbrúnar hefst kl. 1 e. h. í Gamla Bíó í dag. Er áríðandi að lýðræðisverka- menn fjölmenni á fundinn, því að kommúnistar munu, ef að vanda lætur, gera alt sem þeir fá áorkað, til þess að spilla fundinum og gera hann óstarf- hæfann. Nemendasamband Verslunar skóla íslands hjelt aðal- fund sinni í fyrrakvöld. Fund- urinn var f jölmennur og talsvert harðar umræður á köflum. Á árinu sem leið hefir nem- endasambandið m. a. látið gera spjaldskrá yfir alla nemendur, sem útskrifast hafa úr skólanum frá stofnun hans. Einnig var á árinu gefið út ársrit og á þessu ári yerður gefið út annað árs- rit, sem helgað verður 35 ára afmæli Verslunarskólans nú á þessu ári. Stjórnar noiðurher Finna Vallenius herforingi, sem stjórnar finska hernum á norðurvígstöðv- unum. Flnnar hafa fengið frð Islandi 350 þús. mörk Finnlandssöfnunin var í gær orðin tæpar 126 þús. kr. Þar af hafa þegar verið sendar til Finnlands 47 þús. krónur, eða í finnskum gjaldeyri um 350 þús. mörk. Söfnunin ér nu orðin meiri en króna á hvert mannsbarn í landinu. En í sumum kaupstöð- um og hjeruðum hefir söfnunin orðið talsvert' meiri en króna ú hvert mannsbarn. Á Siglufirði hafa t. d. sgfnast 9 þús. krónur. Prjónles hefir borist víða ut- an af landi. Ýmsir hafa líka boðist til að taka finsk börn t.ill fósturs. Spurst hefir verið fyrir um það í Finnlandi, hvort ósk að væri eftir að íslendingar tækju börn. Hefir nú borist svar og þakka Finnlendingar fyrir, en óttast flutningaörðug- leika. Ætlar nemendasambandið einnig að gangast fyrir móti fyr- ir eldri og yngri nemendur skól ans, í tilefni af afmælinu. í stjórn voru kosnir: Konráð Gíslason, formaður, og með- stjórnendur: Guðmundur Ófeigs son, Adolf Björnsson, Guðjón Einarsson og Haraldur Leon- ardsson. Ritnefndin var endurkosin. Hana skipa: Árni Óla, Hjálmar Blöndal og Óskar Gíslason. Verslunarskólinn 35 ára Erindl um Island I breska útvarpinu Annað kvöld, kl. 21.15 eftir íslenskum tíma verður útvarpað frá breskum stöðv- um (North Regional, öldul. 449 m.) efni varðandi Is- land. Nánari tildrög þessa útvarps eru rakin í grein þeirri, sem hjer fer á eftir. Svokallað „Repbrtáge“, sem mjer skilst að á íslensku niegi vel kalla landkynning, er orðinn rík- ur og vinsæll þ.áttur í útvarps- starfsemi víða í nágrannalöndun- urn. Þessi landkynning verður til með þeim hætti, að þar til valdih starfsmenn útvarpsins taba sjer ferð á hendur til nágrannaland- anna, kynna sjer landið, lands- háttu alla, þjóðina og meun- ingu hennar. Ur efni því, er þeir á þann hátt safna, semja þeir síðan þætti í ÚU varpsdagskrá síns heimalands. Er þar ekki eingöngu um frjetta- frásagnir að ræða, heldur lýsing- ar, þar sem náttúmfegurð ]ands- ins, náttúruviðburðum, þjóðinrii og sögu hennar eru gerð skil. Er þá alloft inn í frásagnirnar fljettað* þjóðkvæðum og þjóðsöngvum. 1 . Síðastliðið sumar kom liingað til lands, frá breska útvarpinn, maður að nafni D. G. Bridaon,; * þeim erindum, sem að framan hef- ir verið lýst. Hafði Ríkisútvarpið ’ undirbúið för hans að nokkru, og greiddi fyrir henni á ýmsan hátt. Til- gangur Mr. Bridson var, auk þess- að hljóta almenna kynningu af landi og þjóð, einkum sá, að rekja sögulegt samband milli Bfeta og Isléndingá alt frá landnámsöld. Af þessum ástæðuni' sneri Ríbisút- varpið sjer til Guðna Jónásonar magistérs, og samdi hanri ágæta yfirlitsgrein um þetta efnii er síð- an var sriúið á ensku ög látin Mr. Bridson í tje. Meðal þéirra atriða, sem Guðni Jónsson rekur Sögnlága í vfirliti sínu, óg sein til gamans má nefna, var það, að breska konnngsættin verður rakiii beirit til Auðunns skökuls, ér la'ndnáriis-’ maður var í Víðidal og bjó á Auðumiárstöðum. Þötti Mr. Brid- son þetta all-merkileg uppgötvun, Mr. Bridson hafði að vísri hraða ferð, en ferðaðist þó og heixnsótti alla merka sögustaði 4 svæðinu frá Fljótshlíð vestur og norður nm land alt að Jökulsá á Fjöllum. Var hann að piestu heppinn með veður og mjög ánægðnr yfir för- inni. Til viðbótar þessu má geta þess, að frændþjóðir okkar á Norður- löndum hafa ráðgert að senda hingað næsta sumar menn með nauðsynleg tæki í þessnm sama til- gangi, en vegna hins ömurlega á- stands, sem nú ríkir í heiminum, er það enn í nokkurri óvissu, hvort af þeirr för getur orðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.