Morgunblaðið - 21.01.1940, Page 7

Morgunblaðið - 21.01.1940, Page 7
 ,Suniwidagur 21. janúár 1940 M OR Ö U M B t Á^Ðl Ð h;:mr 7* Minning Haraldar frá Hrafnkelsstöðum Hinn 12. þ. m. andaðist hjer í Reyltjavík Haraldur Sigurðs- ison, fyrv. bóndi á Hrafnkelsstöð- nm í Hrunamannahreppi. Lík hans Terður flutt austur í dag og jarð- »ett 1 Hruna á morgun. Haraldur var fæddur að Kóps- Tatni í Hrunamannahreppi 20. ág. 1860. Poreldrar hans voru merkis- íijónin Sigurður Magnússon hrepp- »tjóri á Kópsvatni og Kristrún Jónsdóttir, sem bæði voru komin af merkumi ættum í Arnessýslu. Árið 1888 giftist Haraldur Guðrúmi Helgad. frá Birtingaholti, hinni ágætustu konu. Yoru þau íbræðrabörn. Reistu þau hú að Hrafnkelsstöðum sama árið. Var sú jörð þá smábýli, húsalaus að kalla. En Haraldur var hinn mesti athafnamaður í hvívetna og rak Jbúskapinn með dugnaði og. fyrir- hyggju. Reisti hvert, hús úr rúst á jörð sinni og vann að allskonar jarðabótum: Stækkaði og sljettaði túnið, veitti vatni á engjar, girti tún og engj-ar o. fl. o. fl. Eftir tæplega 40 ára húskap þeirra lijóna voru Hrafnkelsstaðir orðnir stórbýli og heimilið alla tíð orð- lagt fyrir myndarskap, gestrisni, Ælúð og lijálpsemi við alla sem þar dvöldu, eða bar að garði. Hrafkelsstaðahjónin eignuðust 12 börn. Þrjú þeirra dóu í bernsku og 3 uppkomin-. Þorgeir, efnispilt- uf um tvítugt, Kristrún, kenslú- kona í Reykjavík, og Magnús bíl- stjóri er giftur var Höllu Guð- mundsdóttur frá Eyði-Sandvík. Sex lifa: Guðrún, ráðskona við heimavistarskólann að Flúðum, Helgi, bóíidi á Hrafnkelsstöðum, Sigurður, efnisvörður við vjel- smiðjuna „Hjeðinn“, giftur Helgu Hannesdóttur frá Stokkseyri, Sig- ríður, húsfreyja á Iírafkelsstöð- Bm, gift Sveini bónda Sveinssyni frá Efra-Langholti, Helga, gift Éinari Kristjánssyni, verkamanni í Reykjavík, og Elísabet, nú í Reykjavík. Þegar þau Haraldur og Guðrún brugðu búi, vorið 1927, tóku tvö börn þeirra og t.engdasonur við jörðinni, en gömlu hjónin dvöldu þar til æfiloka, nema hvað Har- aldur dvaldi tvo síðustu veturna á heimili Sigurðar sonar síns, hjer í Reykjavík. Var lieilsa hans þá mjÖg að þrotum komin. Naut hann hiönar ágætustu aðbúðar og hjúkr unar á heimili sonar síns og þar andaðist hann. Guðrún andaðist 21. des. 1935, eftir 47 ára farsælt hjónaband. Haraldur gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir sveit sína, svo sem títt er um afburða bændur. Hann var mörg ár í hreppsnefnd, sóknarnefnd, sparisjóðsstjórn og rjómabússtjórn. Hann stofnaði fyrsta rjómabú hjer á landi, á- samt fimm nágrönnum sínum. Tvívegis fjekk Haraldur verðlaun úr Ræktunarsjóði fyrir búnaðar- framkvæmdir. Sjálfsagt hefði Ilaraldur, sök- nm ágætra liæfileika sinna, get- að orðið fulltrúi sveitar sinnar út á við, en hann var maður hlje- drægur að eðlisfari og fórnaði heimili sínu fyrst og fremst öllum hröftum sínum. Þar var hann Éóngur í ríki sínu og stjórnaði Haraldur Sigmrðsson. vel og viturlega, enda mjög hag- sýnn fjármálamaður. Hann byrj- aði búskapinn við lítil efni, komst í skuldir um tíma, vegna marg- víslegra framkvæmda og erfið- leika, en þegar hann hætti bú- skap hafði hann greitt allar skuld- ir sínar, og átti'þó nokkurn af- gang. Skilvísi hans og reglusemi var viðbrugðið. Hann var snill- ings verkmaður og hagur með af- brigðum. Yar sem alt Ijeki í hönd- um hans. í æsku lærði hann bæði skó- smíði og söðlasmíði, en stundaði jafnframt trje- og járnsmíði. Þá yar hann ög ágætur hleðsluínaður, hvort sem byggja skyldi út torfi eða grjóti. Þjóðkunnur maður, sem eitt sinn kom að Hrafnkelsstöð- um sagði: „Að jafnvel skánar- hraukarnir á Hrafnkelsstöðum væru listaverk". Þá var og reglusemi Ilaraldar með afbrigðum og snyrtirnenska í allri umgengni, utan húss og inn- an. Er það hjeraðsfleygt fyrir löngu, hve snyrtilegt er umhorfs á Hrafnkelsstöðum. Húsbóndinn gekk svo ríkt eftir að hver hlutur væri á sínum stað, að sumum þótti nóg um, því að slík reglu- semi er fágæt. En þótt Haraldur væri maður örlyndur og vildi láta vinna vel og hafa reglu á öllum hlutum, þá þótti gott að vera á Hrafnkelsstöðum, og voru þau hjón hjúasaú með afbrigðum, enda drógu þau ekki af sjer við vinn- una. Haraldur sagði eitt sinn, að enginn húsbóndi þyrfti að hugsa sjer að komast áfram, nema að vinna mest sjálfur, enda breytti hann samkvæmt því til síðustu stundar, þótt heilsa hans væri oft á völtum fæti. Haraldur sagðist hafa verið gæfu maður. En sína mestu gæfu taldi hann, að hafa átt þá konu, sem stóð við hlið hans í nær liálfrar ald ar starfi og stríði. Jeg veit að þess vildi hann láta getið, um leið og hans er minst. Það er öllum kunn- ugum minnistætt, hve fagurlega hann mintist konu sinnar látinn- ar og hve innilega hann þráði dauðann eftir andlát hennar. Nú hefir hann fengið ósk sína uppfylta. Hinni löngu og starf- sömu æfi er lokið. Eftirlifandi ættingjar og vinir þakka vináttu og vel unnin störf. Þess væri óskandi, að ísland ætti jafnan marga jafnoka Har- aldar á Hrafnkelsstöðum í bænda- stjett. Ingimar Jóhannessön. Dagbók □ Édda 59401237 — Fyrl. I.O.O.F.3= 1211228 = 8Vt. O. Veðurútlit í Reykjavík í dag: NA-gola. Bjartyiðri. Helgidagslæknir er í dag Kjart- an Ólafsson, Lækjargötu 6 B. Sími 2614. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46. Sími 3272. Bifreiðastöð íslands, áími 1540 annast næturakstur ! næstu nótt. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Jakobína Björns- dóttir og Páll Guðbjartsson. Heim- ili ungu hjónanna er á Vestur- vallagötu 5. Hjúskapur. Gefin voru saman í hjónaband í gær í Hafnarfirðí af síra Garðari Þorsteinssyni, ungfrú Gertrud Abelmann frá Weser- múnde og Gunnar H. Sigurjóns- son loftskeytamaður, Hafn^rfirði. „Prentarinn“, blað Ilins íslenska prentarafjelags, 5.—6. tbl., er kom ið út. Þar er grein um Hallgrím Benediktsson prentara sextugan, kvæði eftir Theodóru Thoroddsen, frásögn af prentaranámslieiði, sem tveir Islendingar sóttu í Höfn s.l. sumar, eftir Yilhelm Stefánsson, o. fl. Sundhöllin verður lokuð dagana 22. til 28. þ. in„ vegna hreingern- ingar og hins árlega eftirlits með vjelum og tækjum. En í dag verð ur opið til kl. 3%, og munu vafa- laust margir baðgestir hagnýta sjer það sem best. Bæjarráð hefir samþykt að leggja rafmagnsleiðslu að flug- vjelaskýli Flugfjelags Akureyrar við Skerjafjörð með því skilyrði, að fjelagið greiði nú þegar helm- ing kostnaðar. Kvikmyndin Stanley og Living- stone verður sýnd í Nýja Bíó á þriðjudagskvöld. Gefur Nýja Bíó allan ágóða til starfsemi mæðra- styrksnefndarinnar, Þakkir. í dag fjekk jeg heim- sókn af vingjarnlegum eldri sveitabónda, sem færði mjer kr. 150.00 — eitt hundrað og fimtíu krónur — til reksturs björgunar- skútunnar frá II. Ó„ bónda vestur á Skógarströnd. Kveðst liann hafa grætt dálítið í Happdrætti Háskól- ans og vilja láta Slysavarnafje- lagið njóta þess með sjer, — Um leið og jeg kvitta fyrir þessa góðu gjöf með miklu þakklæti, vil jeg einnig nota þetta tækifæri til þess að þakka kærlega hinar mörgu góðu og stóru gjafir til reksturs „Sæbjargar“, sem fjelaginu hafa borist í yfirstandandi mánuði, og gera okkur kleift að halda skip- inu úti á vertíðinni. Rvík 20. jan. 1940. Þ. Þorsteinsson. Ctvarpið í dag: 9.45 Morguntónleikar (plötur): a) Píanókonsert, eftir Ravel. b) Úr „Eldfuglinum“, eftir Stravinsky. c) Fiðlukonsert í D- dúr, eftir Prokoffieff. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson). 18.30 Barnatími: a) Barnasögur (Stefán Júlíusson kennari). b) Hljómplötur: Ýms lög. 20.15 Upplestur og söngur: Ætt- jarðarkvæði (Vilhj. Þ. Gíslason. -— Útvarpskórinn). 21.30 Tónleikar Tónlistarskólans: dr. von Urbantschitsch leikur á píanó: Tilbrigði eftir Paul Du- kas við lag eftir Rameau. Vegna lasleika get jeg ekki komið að tala fyrir henni, en treysti bænheyrslu. Virðingarfylst Kr. Daníelsson. Iðnráðið í Reykjavík. Nýkosið iðnráð er hjer með kvatt saman til fyrsta fundar sunjru- daginn 28. þ. m. Fundurinn verður á Fríkirkjuveg 11 (Bindindishöll- in) og hefst kl. 2 e. h. Fulltrúar hafi með sjer kjörbrjef. Á fundinum verður kosin framkvæmdarstjórn, flutt skýrsla nm starfsemi fráfarandi iðnráðs og önnur mál rædd eftir þyí sem tilefni gefast til. Reykjavík, 20. jan. 1940. PJETUR G. GUÐMUNDSSON. Einar Gíslasos. Samkvæmt reglum um „Gjöf Jóns Sigurðssonar“, skal hjer með skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun úr tjeðum sjóði, fyrir vel samin vísindaleg rit, viðvíkjándi sögu landsins og bókmentum, lögum þess, stjórn eða framförum, að senda slík rit fyrir lok desembermánaðar 1940 til undirritaðrar nefndar, sem kosin var á Alþingi 1939 til þess að gera að álitum, hvort höfundar ritanna sjeu verðlauna verðir fyrir þau, eftir tilgangi gjafarinn- ar. — Ritgerðir þær, sem sendar verða í því skyni að vinna verðlaun, eiga að vera nafnlausar, en auðkendar með ein- hverri einkunn. Þær skulu vera vjelritaðar, eða ritaðar með vel skýrri hendi. Nafn höfundarins á að fylgja í lok- uðu brjefi með sömu einkunn, sem ritgerðin hefir. Reykjavík, 20. jan. 1940. Þorkell Jóhannesson. Matthías Þórðarson. Þórður Eyólfsson. 27298 Tölur á 5 aura stykkið, seljum við meðan birgðir endast. Um 100 tegund- um úr að velja. Einnig nokkur þúsund skelplötu- og tau- tölur á 2 aura stykkið. K. Einarsson & Björnsson Bankastræti 11. y'mx' t Okkar hjartkæri faðir Arni Arenísson Vatneyri, Patreksfirði, andaðist aðfaranótt 19. þ. n?án. Börn hins látna. Jarðarför móður minnar HELGU EIRÍKSDÓTTUR fer fram frá heimili hennar, Hverfisgötu 61, þriðjudaginn 23. þ. m. kl. 1 e. h. Elín Thomsen. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför GUNNLAUGS GUNNLAUGSSONAR frá Syðri-Völlum. Aðstandendur. Alúðarþakkir til allra þeirra mörgu, sem auðsýndu samúð •og hluttekningu við fráfall og jarðarför GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Hcjlukoti. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.