Morgunblaðið - 27.01.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.01.1940, Blaðsíða 7
ÍJáúgardagur 27. jan. 1940. J'4 ITO R G TJ N B L'A Ð I Ð Nýtt tímarit: „Veiðimaöurinn“ Nýtt tímarit hefur göngu sína í dag. Nefnist það „Veiði- maðurinn1' og er tínsarit lax- og silungsveiðimanna. Efni ritsins er þetta: „Lax á færi“, eftir Einar Bene- diktsson skáld. Er það frásögn um laxveiði, sem höfundur skrifaði' fyrir mörgum árum, en greinin ér með hinu meistaralega handhragði höfundar hvað mál og efnismeð- ferð snertir. Pjetur Ingimundar- son 'slökkviliðsstjóri ritar um lax- -og silungsveiði. Emil Eokstad um silungsveiði. öunnar Bachmann um „Athyglina við ána“ og aðra grein „Flugukast". Þá er grein um Stangveiðifjelag Reykjavíkur með myndum af stjórn fjelagsins. „Skemtileg íþrótt“ heitir grein •eftir Ssémund Stefánsson.. Ingólfur Einarsson ritar um silungaflugur.: Guðmundur Einarsson frá Miðdal segir frá er hann veiddi 34 laxa í Soginu á einum degi. Þá er grein •eftir Kristján Sólmundsson, og Sigbjörn Ármann rifar um veiði- vötn í Borgarfirði. Loks eru 'veiðimannasögur og margt annað smávegis í ritinu. A forsíðu er mynd af flugunni. Rokstad’s Speciale í eðlilegum lit- nm. Ritið er prentað á vandaðan myndapappír og hið prýðilegasta að öllum frágangi. Útgefandi er Bókaforlag Guðjóns Ó. Guðjóns- sonar, en ritstjóri er Ivar 'Gnð- mundsson blaðamaður. Veiðimað- urinn er prentaður í Isafoldar- prentsmiðju og útsaía er í Bóka- verslun Isafoldarprentsmiðju. Það má búast við að veiðimenii taki riti þessu vel. .Eílasi er til að það komi út tvisvar til þrisvar á ári, eftir því hvernig því verð- ur tekið. Sumum kann að virðast það nokkuð dýrt, en þess er að gæfa, að upplag slíks tímaHts hlýtur að vera takmarkað, þar sem því er aðallega ætlað að ná til áhugamanna. A. B. Sjúklingar á Láugarnesspítala hafa beðið Mbl. að flytja þeim Ólafi Beiöteinssýni og Sveinbirni Þorsteinssyni kærar þakkir fyrir komuna og skemtunina í ‘fyrra- <dag. Minningarorð úrp Guðjón Jónsson I Grahd Hotel !! i > :: Sobenhavn :: rjett hjá aðal járnbrantar- ■töðinni gegnt Frelsú- stjrtttumi. öll herbergi með síma og baði. Sanngjarnt verð. Margar íslenskar fjölskyldur dveljast þar. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER? Merkisbóndinn Guðjón Jóns- son frá Unnarholti í Hruna- mannahreppi verður jarðaður að Hrepphólum í dag. Guðjón var fæddur 10. sept. 1867. Hann var sonur hjónanna Jóns Magnússonar, er lengi bjó! í Bolafæti og Unnarholti, og konu hans Guðfinnu Bjarnadóttur frá Bolafæti, systur Jóns á Galtafelli og þeirra systkina. Þau hjónin eignuðust tvo sonn, Guðjón og Bjarna, fyrverandi bankastjóra við Útvegsbankann á Akureyri. Guðjón var kvæntur hinni ágæt- ustu ,konu, Elínborgu Pálsdóttur frá Ferjunesi. Yar samvera þeirra hin bamingjusamasta, enda voru þau samhent í öllu. Þau eignuð- usti 9 börn, tvo sonu og sjö dæt- ur. Eldri sonurinn ljest í æsku, en hinn, Bjarni að nafni, hefir nú tekið við búi föður síns. Elsta dóttir Guðjóns, Jónína, er gift í Reykjavík, Reyni Snjólfssyni verslunarmanni. Pálína, Elín og Margrjéf éru ^iftar góðuin bænd- um eystra, Guðfinna, Guðrún og Gróa ógiftar. Guðjón var ágætlega hagur og stundaði að nokkru trjesmíði á yngri árum sínúm, en eftir að bann tók við búi í Unnarholti gaf haiin sig að mestu við heimilis- störfum. í ígripum fjekst hann við ýmsar smíðar, svo sem útskurð í trje, og þó einkum horn. Spænir eftir hann og ýmsir fleiri gripir þykja bera vott um frábærán hag- leik. Hann var einnig vel gáfaður, hafði yndi af ljóðum og þjóðleg um fræðum. Ilonum voru faldar ýmsar trún aðarstöður, sem hann rækti með sömu samviskusemi og- alt annað, er hann tók að sjer. Hann var maður » vinsæll meH * albrígáum; sem; dæmi má geta þess, að þeir, sem kunnugastir voru, munu sjald- an hafa heyrt honum hallmælt, enda var hann sjálfur grandvar í þeim efnum. Guðjón var alla æfi hógvær og yfirlætislaus. Eigi ósk- aði hann þess, að kista hans væri skreytt blómum eða krönsum Minningar ástvinanna um hann og allra þeirra, /r liáún' 'þektu, eru það skraut, sem síðast fölnar Nú er hnípinn hreppurinn ytri er horft er á autt sæti hins prúða göfugmennis. En við vitum öll sem. þektum þig, Guðjón, að þjer fylgir áfram friður og hirta út yfir landamæri lífs og dauða. G. Björn Björnsson guðfræðikandi dat flytur prófprjedikun sína Dómkirkjunni í dag kl. 4. Meðvitundar- laus á götunni Bíllinn ók á brott Snenmia í g'ærmorgun var Sig- urður Jónsson verkamaður, Túngötu 42, á gangi á Kalkofns- vegi og leiddi reiðhjól við hlið sjer. Vissi þá Sigurður ekki fyr til. en bíll ók aftan á hann og kast- aði honum á götuna. Misti Sig- urður meðvitund af fallinu, en náði sjer hrátt og meiðsli hans reyndust ekki hættuleg. Bíllinn hirti ekkert um Sigurð, en ók hið skjótasta burtu frá manninum, þar sem hann lá á göt- unni. Maður, sem þarha var ná- . ægur, kom Sigurði til hjálpar, en ekki sá hann hvaða númer var á bílnum. Hann gat þó gefið góða lýsingu af hilnum og taldi lög- jreglan í gærkvöldi, að hún myndi hafa upp á honum. ÁTÖKIN I SUÐUR- AFRÍKU FRAMH. AF ANNARI SÍÐU leið. 1 15 ár unnu Herzog og Smuts saman, Herzog sem for-» sætisráðherra Suður-Afríkusam bandsins og Smuts sem land- varnarráðherra. En þegar Suð- ur-Afríka ákvað að fara í stríð ið með Bretum, sagði Herzog af sjer, en Smuts varð forsætis- ráðherra. Herzog vildi að Suður-Afríka yrði hlutlaus. En nú hefir hann borið ifrám þingsályktunartil- lögu um það, að Suður-Afríka dragi sig þegar í stað út úr stríð inu, og friði sje komið á aftur. í ræðu hefir Her^og komist svo að orði, að það væri „glæpsam. legt“ að halda stríðinu áfram gegn Hitler. En Smuts hefir aftur á móti farið fram á það við þingið, að það staðfesti aðgerðir stjórn- arinnar í sambandi við stríðið gegn Þjóðverjum. Smuts heldur því fram, að Suður- Afríka myndi standa varnarlaus gegn ofbeldi og á- gengni, ef hún neitaði að fylgja Bretum nú á örlagastund. Bæði Herzog og Smuts eiga marga áhangendur meðal áhrifa manna í þinginu. Umræður hafa verið mjög ákafar og vcrður þeim að líkindum jokið í nótt. Fer þá fram atkvæðagreiðsla. Alment er búist við að Smuts sigri. , i . FYRIR OPNUM TJÖLDUM 3 Helgafell 59401307—VI.—2. Veðurútlit í Rvík í dag: Hvessir sennilega af SA með rigningu. Veðrið (föstudagskvöld kl. 5): Vindur er S-lægur um alt land með rigningu á S- og V-landi og sunnan til á A-landi. Hiti. er-. 5—9 st. Lægð er fyrir vestan' Iánd á leið NA. Búast má við fleiri lægðum sunnan af hafi næstu dægur. Næturlæknir er í nótt Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5. > Sími '2714. Vi-n . Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni Messur í Dómkirkjunni. á morg- un: Kl. 11, síra Friðrik Hallgríms- son. Kl. 5, síra Bjarni Jópsspn. Við messurnar verður tekið á móti gjöfum til Sj ómannastofunn- ar. — Messað í Fríkirkjunni á morg- un: Kl. 2, barnaguðsþjónusta, kl. 5, síra Árni Sigurðsson( sjómanna- guðsþjónusta). Landakotskirikja. Lágmessur kl. 6.30 og 8 árd. Ilámessa kl. 10 árd. Bænahald með prjedikun kl. 6 s.d. Messað í Laugarnesskóla á morgun kl. 2, sjra Hálfdan Helga- son. Barnaguðsþjónnsta kl. 10 f.h. Messað í Hafnarfjarðarkirkju á morgun kl. , 5, síra Garðar Þor- steinsson. (Spurningabörn komi til viðtals í messulok). Guðsþjónusta í Keflavík á morg- un.kl. 2. Fermingarbörn heðin að koma til viðtals. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónahand af síra Árna Sigurðssyni Þóra Helgadóttir, Hofsvallagötu 20, og Sigurður Jónsson rakari. Benedikt G. Waage, forseta í. S. L, verður haldið samsæti annað kvöld kl. 7 í f)ddfey0whú^jn Verður þar vafalaust fjöímenni mikið, því W'aage er) mjög vinf sæll maður meðal íþrpttamánna o& vina. Enda *einn áhiigamesti ík þróttafrömuður þeirra. Bókaversl|, un Isafoldarprentsmiðju"’sjér* um sölu aðgöngumiðanna til kkmð í kvöld. Finnlandssöfnunin, afh. Mbl. Helgi Hakón 50 kr: I). L. (I. 60 kr. G. 100 kr. n. G.:; áheil, 10 kr. H. Ó. 5 kr . > V ? U- 1 \m þ •oiowiyu,'!) Farsóttir og- maimdauði í Rvík' vikuna 7.—12,, janúar (í svigum tölur mestu vikia á undan); Iláls- bólga 61 (54). Kyefsótt 159 (157). Blóðsótt 66 (39). Gigtsótt (J), Iðrakvef 42 (85) . Kveflungnabólga 3 (1). Taksótt 1,(2). Rauðir hund- ar 0 (1). Hlaupabóla 5 (0). Kossa- Mannslát 9 (2). — Lamllséknis- skrifstofan. (FB.). Ckngið í gær: Sterlingspund 25.97 100 Dollarar 651.65 — Ríkismörk 260.76 — Fr. frankar ; 14.90 — Belg. 110.69 — Sv. frankar 146.41 -u-' Finsk mörk 13.27 — Gyllini 346.90 — Sænskar krónur' 155.34 — Norskar krónur 148.29 — Danskar krónur 125.78 Utrarpíð f dag : 12.00 Hádegisútvarp. 18.15 Dönskukensla, 2. fl. 18.45 Enskukensla, 1. fl. 19.50 Frjettir. 20.15 Kvöld útvarpsstarfsrnanna: Vins atriði. 21.50 Frjettir. 22.00 Danslög. 'j(| jij Fjelag Isl. stórkaupmanna Fjelagsfundur verður haldinn í Kaupþingssalnum f dag klukkan 2 e. h. , ; .1 Áríðandi að allir fjelagsmenn mæti. STJÓRNIN. g Gott verslanarpláss við aðalgötu, er af sjerstökum ástæðum til leigu nú þegar. A. v. á. ! »6)fnrn "\/\l Ix'V' 1 h FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. helst að starfa, tala og skrifa fyrir opnum tjöldum. Hef held- ur engu að leyna. Jeg teldi því heppilegra, aðf „bak.við-tjalda- maðurinn" með opna brjefið, meðgangi þennan króa og skríði fram úr skotinu svo hægt sje að tala við hann í eigin persónu. Ef hann þorir það ekki, þá sýnir hann vel hvað mikil mannslund býr undir, því drengskapar- hjali, sem hann hefir á vörun- um. Akri, 18. janúar 1940. , . ’ ’" íHí') bu ' ?<) aiii Hjer með tilkynnist að konan mín, móðir okkar og tengda-1' n íít'iv.i ■ • 'ot.-Ji . it moðir* • vaw < KRISTÍN HANSDÓTTIR SÆTRAN, andaðist á heimili sínn, Bergþórugötu 2, 26.; þ. m. ,;-,i Þorsteinn Sætran. Sivert Sætran. Jójj, Jón Sætran. Guðný Benediktsdóttir. Elsku litla dóttir okkar andaðist að morgni hins 25. þ. mán. Benedikta Hallfreðsdóttir. Magnús Sigurðsson. Litli drengnrinn okkar dó 25. þ. 5m. Guðbjörg Sigurðardóttir. Helgi Þ. Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.