Morgunblaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 3
M0RGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 1. febrúar 1940. Samkomulag um kauphækkun versl- unarfólks IGÆR var gengið frá ákveðnu samkomulagi um kaup verslunarfólks milli Verslunarmannafjelags Reykjavíkur og hinsvegar Fjelags ísl. stórkaup- manna, Fjelags matvörukaupmanna, Fjelags vefnaðar- ▼örukaupmanna, Fjelags búsáhaldakaupmanna. í samkomulagi þessu er gerður greinarmunur á kaupi skrifstofu- fólks og afgreiðslufólks í búðum. Stafar hann af því, að skrifstofu- fólk hefir styttri vinnutíma en afgreiðslufólkið og því að öðru jöfmi hærra tímakaup. Vinnutími skrifstofufólksins er talinn að jafnaði yfir árið 180 stundir á mánuði, en vinnutími afgreiðslufólksins nytV^ívs ■samnmg- ur Breta við Svía ! AÐ V ORU SVÍAR, sem urðu fyrstir til þess aðj fá góða verslunarsamninga við báðar ófrið- arþjóðirnar, Breta og Þjóðverja. Samningur- inn við Þjóðverja var gerður rjett fyrir jólin og samning- urinn við Breta milli jóla og nýárs. Litlar upplýsingar hafa borist um efni þessara samninga. Meiri athygli beinist að sjálfsögðu að bresk-sænsku samninguit- um, því að vitað er, að undirstaðan undir sænsk-þýsku samning- unum er svipuð og \ærið hefir: þ. e. „clearing". 205 klst. * Launahækkunin, sem menn háfa orðið ásáttir um, er frá 6—9%, og er það í samræmi við ákvæði gengislaganna og hækkun vísitöl- unnar. Kauphækkunarflokkar eru sem hjer segir fyrir skrifstofufólk: Á alt að 270 kr. kaup 9% Á 220—360 kr. kaup 8% Á kaup yfir kr. 360 6% En fyrir afgreiðslufólk verður kauphækkunin þessi: Á alt að kr. 307.50 9% Á kr. 307.50—410 8% Á kaup yfir kr. 410 6% Er hjer miðað við mánaðarkaup. Samkomulag þetta nær yfir mánuðina jan.—mars í ár, og er gert ráð fyrir, að í marslok verði nýtt samkomulag gert fyrir næsta ársfjórðung. Þess er vænst, að þau fyrirtæki, sem eru ekki í ofangreindum fjelögum, og ákvæði gengislag- anna um kaupgreiðslur ná ekki til, fari eftir þessu samkomulagi, sem hjer hefir verið gert. Verslunarmannafjelag Reykjavlkur ráðgerir húsakaup T mörg ár hefir Verslunar- mannafjelag Reykjavíkur safnað fje í sjóð til þess að koma upp fjelagsheimili. Sjóð-\ ur þessi er orðinn svo öflugur að ráð var svo fyrir gert, að .hús þetta yrði bygt í ár4 ! En vegna styrjaldarinnar og vandræða með byggingarefni hefir stjórn fjelagsins horfið frá þvi, og ráðgerir í þess stað að festa kaup á húsi, sem svo á að nokkru leyti að takast til af- nota fyrir fjelagið. Á . fundi fjelagsins annað kvöld, verður þetta mál til um- ræðu. Aðalfundur Sveinasambands byggingamanna var haldinn í gær. Forseti var kjörinn Gunnar Leo Þorsteinsson málari, ritari Magnús Árnason múrafi, fyrsti fjehirðir Þorbergur Guðlaugsson ▼eggfóðrari; varaformaður og ann ar fjehirðir Sigurður Jónasson pípulagningarmaður. Islendirigur ferst með dönsku skipi E' ÍNN Islendingur, Robert _ Bender, var á danska skip- inu „Fredensborg“, sem sökt var með tundurskeyti við norð- urströnd Skotlands s.l. mánu- dag. Robert var bryti á skipinu. öll skipshöfnin fórst er sltipinu var sökt. Robert Bender var sonur Carls Bender kaupmanns. Hann var fæddur 9. júlí 1909 í Borg- arfirði eystra. Robert fór fyrst til sjós 14 ára gamall og var lengst af á skipum Eimskipafje- lags fslands við veitingastörf. Hann var seinast búrmaður á Lagarfossi, en harrm fór af La^-i arfpssi j haust og ,ýj eðist-þá á hið dansk^a skip., Robert Bender var vinsæll maður og vellátinn af fjelögum sínum. Nýar kolanám- ur á Svalbarða Frá frjettaritara vorum. Khöfn t gær. ýjar auðugar kolanámur hafa fundist á Svalbarða í landareign Norðmanna. Er talið að þessi nýi kolanámu- fundur tryggi Norðmönnum ár- lega kolaframleiðslu, sem nem- ur 300,000—500,000 smálestum. Sr. Rögnvaldur Pjetursson látinn 1 gær barst sú fregn hingað til *• bæjarins, að sr. Rögnvaldur Pjetursson væri látinn. Hann and- aðist vestur í Winnipeg í fyrra- dag. Með sr. Rögnvaldi er hniginn að velli einn af atkvæðamestu ts- lendingum, er lifað hafa vestan- hafs. En jafnframt var hann sá maður, sem lengst og með mest- uiíi skörungsskap og fyrirhjrggju hefir unnið að þjóðræknismálum vestra og samhygð milli íslend- inga austan hafs og. vestan. Mun ótvírætt mega rekja vaxandi á- huga hjer heima fyrir á máléfnúm Vestur-íslendinga að miklu leyti til álirifa frá honum. Á því sviði á starf hans vonandi eftir oð bera mikla og heillaríka ávexti. Sr. Rögnvaldur verður jarð- sunginn á laugardaginn kemur. Þann dag birtast hjer í blaðinu minningarorð um hann, eftir einn þeirra manna hjer í Reykjavík, sém höfðu af honum lengst og best kynni. Sjálfsfæðisflokk- urinn á Akureyri Akureyri, miðvikudag. StarfSemi Sjálfstæðisflokksins hefir sett svip sinn á Ákur- eýfarbæ undanfarið. Jóhann Haf- stein erindreki flokksins hefir dvalið hjer hálfsmánaðartíma og haldið stjórnmálanámskeið á veg- um „Varðar“, fjelags ungra Sjálf- stæðismanna. Námskeiðið sóttu 20 neméndur. Einnig hafa verið mikil funda- höld hjá fjelögunum. Á laugardag hjelt, „Vörður“ mjög fjölmennan skemtifund og í gærkvöldi hjeldu fjelög Sjálfstæðismanna opinber- aíi í'und í sámkomuhrísi bæjarins, við mikla aðsókn. Ræður fluttu: Sigurður Hlíðar, Sig. Eggerz, Arnfinna Björnsdóttir, Jónheiður Eggerz, Jón Sólnes, Jakob Pjet- ursson og Jóhann Hafstein. Ræðumönnum var prýðileg tek- ið og ríkti meðal fundarmanna mikill áhugi um málefni Sjálf- stæðisflokksins. Svíar eiga mikla innstæðu á þýska clearingrmm. Mun sam- anlögð innstæða þeirra nema um 850 miljón sænskum krón- um. Hafa þeir því skilyrði til að kaupa allmikið meira af Þjóðverjum, en þeir selja þeim. Af þeim fáu upplýsingum, sem birtar hafa verið um bresk- sænska samninginn, er það að- allega eitt atriði, sem vekur sjerstaka athygli, þar sem það felur í sjer, að viðskifti Svía og Breta komast í raun og veru á alveg nýjan grundvöll. Hefir verið búið til sjerstakt „clearing pund“, eða „sjerstöðu-pund“ eins og það er kallað. Bank- arnir í Svíþjóð og London byrj- uðu að skrá gengi þessa sjer-' stöðu punds strax eftir jólin, cg hefir síðan verið skrásett á 16.95 sölugengi og 16,85 kaup_ gengi; en um sama leyti hefir alment gengi sterlingspundsins verið um 16.50. Fyrirkomulagið er þannig, að þær upphæðir í Svíþjóð, sem Svíar eignast fyrir vörur, farm- gjöld, vátryggingar og ákveðn- ar fjárkröfur, verða greiddar sem sjerstöðu-pund inri á reikn- mg Svía í Englandi, en jafnvirði þeirra í krónum verður síðan útborgað í Svíþjóð með því kaupgengi, sem þjóðbankinn greiðir fyrir sjerstöðu-pund. — Þessi nýju pund verða einskon- ar „lokuð“ pund, þar sem hægt verður aðeins að nota þau til greiðslu frá Svíþjóð innan breska heimsveldisins, með þeirri undantekningu, að ekki má nota þau til greiðslu í Kan- ada, Nýfundnalandi eða Hong- Kong. Særiski þjóðbankinn á- kveður gengið og miðar það við gengi dollars, eins og það er opinberlega skrá í London. tJm sjálfa verslunina er álitið að samnirigarnif hafi aðalíéga snúist um kol og vefnaðarvörur, sem Svíar vildu geta keypt í Englandi 'ög trjáv'Örur og málm, sem Bretaf vilja fyrir sitt leyti kaupa í Svíþjóð. Til þess, að tryggja það, að samningurinn verði framkvæmdur á seái hag- feldastan hátt, hefir verið sett á laggirnar sjerstök nefnd, skipuð 3 Svíum og 3 Englend- ingum og koma þeir saman á fund ýmist í Svíþjóð eða Lon- don. Talið er að Bretar hafi átt mestan þátt í því, hvemig samn ingurinn var gerður, og er Jitið svo á, að fyrir þeim vaki að koma í veg fyrir að Svíar not- uðu þau pund, sem þe,ir kynnu að eignast, umfram það, eem FHAMK. A f«l NJ verðhækkun á smjðrlfki og brauði! -... v Samkvæmt fregnum, sem Morg- unblaðið fjekk seint í gær- kvöldi, mun nú von á nýrri hæklfc* un á smjörlíki og brauði. Hækkunin á smjörlíkinu stafar af þeirri fyrirskipun landbúnað- arráðherra, að blanda skuli smjör- líkið með smjöri. Heyrst hefir, a3 smjörlíkið hækki í útsölu úr kr. 2.34 upp í kr. 2.52. Ilækkun brauðverðsins stafar af hækkun mjölvörunnar. En hvað mikið brauðin liækka, gat MbL ekki fengið vitneskju um í gær- kvöldi. , Skákþíng Norðurlands Skákþingi Norðurlands lauk síðastliðið föstudagskvöld. Úrslit í fyrsta flokki urðu þessi:1 Jafnir urðu með 4 vinning# hvor, Þráinn Sigurðsson, Siglu- firði og Jóhann Snorrason. — Tefldu þeir tvær úrslitaskákir og vann Jóhann báðar. Hlaút hann fyrstu verðlaun og nafn- bótina skákmeistari Nórðúr- lands. nistl Önnur verðlaun hlaut Þrá,inn Sigurðsson og þriðju verðlaun Júlíus Bogason á Akureyri. I öðrum flokki urðu jafnp Otto Jörgensen á Siglufirði og Guðmundur Jónsson á Akurpyj^ og skiftu með sjer fyrstu og þðrum verðlaynum.. . Þriðju verðlaun hlaut Kristj- án Stefánsson, Siglufirði. FÚ. Kosningar til færeyska Lögþingsins Urslit eru nú kunn í kosn- ingunum sem nýlega fór» fram til færeyska lögþingsins. Sambandsflokkurinn fekk 8 þingmenn kosna, Færeyski Vinnuflokkurinn 6, Jafnaðar- menn 6 og Sjálfstæðisflokkur-t inn 4 þingmenn kosna. Færeyski Alþýðuflokkurinö hefir unnið á frá Sjálfstæði*- flokknum og er það þakkað þtS að Jóannes Patursson kóug»- bóndi var í framboði fyrit ‘ Vinnuflokkinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.