Morgunblaðið - 01.02.1940, Síða 6

Morgunblaðið - 01.02.1940, Síða 6
1 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 1. febrúar 1940. NM«iiiNiuiuiiimiiiiiiiiiiuimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiim TILKYNNING Vegna sívaxandi útgáfukostnaðar dagblaðanna hafa útgáfustjórnir eftirtaldra blaða, Morgunblaðs- ins, ísafoldar og Varðar, Vísis og Alþýðublaðsins komið sjer saman um, að grunntaxti auglýsinga í blöðunum hækki með deginum á morgun, 2. febrúar, úr kr. 1.50 sentimeter í kr. 2.00„sentimetrinn. Afsláttur á auglýsingaverði tif fastra viðskifta- manna verður með sama hætti og áður hefir verið. Morgunblaðiö Isafold og Vörður Vísir Alþýðublaðið mmmmuiuuiiffliiiuHiHiiiuuiiuiiiuuimiiiiiiiuuiuuiiuiiluilllllliiuinilliiiiiilluilllluiluilllllllUllllUllllllnilllliilii Átlræður: Einar i Bjólu Ræða Ghamberlains tið var .nn íoir ekki Pað hygg jeg að vart muní sá fultíða maður á Suðurlandi aem ekki kannist við Einar bónda á Bjólu, því verk hans hafa talað, þótt hann hafi ekkert gert til að auglýsa þau. Hann hefir alla ævi verið hin mesta höfuðkempa að þreki og dngnaði. Engrar mentunar naut hann í æsku, en hann hafði annan xkóla sem mörgu þrekmenni-hefir reynst happadrjúgur, en það voru hamramir erfiðleikar. Hann ólst nþp í Lándáveit og Rangárvöllum á því tímabili sem báðum þessum sveitum lá við landauðn af sand- foki og harðæri. Einar fluttist um fermingarald- ar að Kornbrekkum á Rangárvöll- jrm. Jörð þessi var fyrrum höfuð- bó 1, en hefir verið í eyði síðan Einar flutti þaðan fellisárið 1882. Kvæðið fagra, „Komstu að Kombrekkum , eftir Matthías Jochumsson, geymir söguna um eyðing jarðarinnar. % I>að mátti um Einar segja, að meðan sætt var, því frá Kornbrekkum jferr en' jörðit^ var sandkafin ger- aþmTega og búpeningur nærfelt all- P fallinn. g| I>að hafa verið daprir dagar hjá jllinari fyrnefnt fellisvor. I tvo djólaThringa á’rtóddi hann ekki út 'j|r bænum, svo var sandkófið og grjótflugið niannsUætt. Þegar hann svo á þriðja degi brýst út pá. er aðkpman sú, að búpening- er ýmist dauður eða hálf- !fur *í húsunum sandorpnum. J>um húsin voru þannig leikin eft- fárviðrið að gaddfreðnar þekj- nrnar höfðu flest af veðurmegin. Einar flutti frá Kornbrekkum áð Rífshalakoti í Holtahreppi hin- nm forna. í>að var þá niðurnýtt ■árreytiskot með hálfföllnum hús- úm og óræktartúni. Slægjur voru nins vegar góðar, þótt langt væri í þær; jörðin átti land að Safa- mýri. Nú var Einar kominn úr sand- inum á gras og bar þá táp hans og dugnaður meira úr býtum. Eftir nokkurár var Einar, þrátt fyxir ómegð, orðinn stórbóndi á SSfshalakoti, hafði húsað jörðina og aukim túnið að miklum mun. Auk þess þurkaði hann upp stórt Einar í Bjólu. stöðuvatn fyrir neðan túnið og gerði úr því afbragðs engi. Árið 1909! keypti Einar 5/8 úr jörðinni Bjólu í sömu sveit. Jörð- in á einnig slægjur í Safamýri, en þær eru miklu nærtækari og auðminari en í Rifshalakoti. Þar varð Einar brátt auðmaður á bændavísu, átti jafnán fyrningar af öllu, en þó sjerstaklega af heyj- um. Hann varð næstum árlega mönnum að liði með hey og oft í stórum stíl. Því tók snemma eftir hve ó- venjulega ráðhollur og'-' traustur greiðanjaður Hinar var vinum sín- um. Hins vegar var hann. ekki öllurn cfæll. Hann gat verið kald- rifjaður og þeim þungur í skauti sem vantréystu hónum eða gerðu á hlut hans. Þar kennir hjá honum sem fleirum fornrar skapgerðar. 'Kltinnt"fekuv Kirutr með karJ- mennsku pins. og öllu. öðfu. Hapn er ándlegá/'h eiíí ’með öllu og hefir fram að þiséfeú sint almennum bú- störfumc Það feyskast óðum og falla þeir fornu stofnar, sem sjálfala hafa borið hita og þunga íslenskrar náttúru og sogið J sig þróttinn í skauti hennar, en nýgræðingur- inn skipulagður með hálfmentun og bíómenningu tekur við. Reynslan sker úr hvernig þau skifti reynast. Svo að endingu flyt jeg Einari hlýar afmæliskveðjur, ekki frá mjer einum heldur einum af mörg- um sem kunnað hafa að meta það að eiga hann að vini. Gunnar Signrðsson. FRAMH. AP ANNASI SÍÐU sem komið hefði úr þessari átt. Það væri satt að vísu, að Þjóð- verjar beittu vopnum í viður- eigninni við vopnlausa fiski- menn, og gerði loftárásir á skip þeirra og vistaskip og þótt þeir flýttu sjer heim eftir hverja slíka sókn, tækist þeim þó að valda nokkru tjóni með þessari bardagaaðferð.Chamberlain fór viðurkenningarorðum um fiski- menn þá, sem orðið hafa fyrir slíkum árásum, og áhafnir flutn- ingaskipa. Þegar Chambérlain hafði þannig gert grein fyrir herpað- arlegum mætti Bretlands nú og aðstöðu allri, sagði hann, að engin þjóð, sem ekki víg’byggist nem í öryggisskyni, teldi sjer ógnað af herveldi Breta. Bret- ar, sagði Chamberl., vjefengja ekki rjett hlutlausra þjóða til þess að ákveða cjálfar hvort þær fara í stríð eða ekki, og ef þær eru ekki þátttakandi í styrjöld hafaþær rjett til þess að ákvarða sjálfar hvernig þær framfylgja hlutleysisstefnu sinni en undir núverandi kringum- stæðum kynni Bretland sem styrjaldaraðili, að taka skerf, sem af leiddi, að yrði hlutlaus- um þjóðum til nokkurra óþæg- inda. En Bretar, bætti hann við, hafa aldrei sökt skipi hlutlausr. ar þjóðar eða komið þannig fram á nokkurn hátt, að menn hlutlausra þjóða ljeti lífið af þeim sökum. Chamberlain mintist á Asana Maru-málið og ræddi um þá deilu sem skoðanamun milli Bretlands og hins „vinsamlega og hlutlausa Japan“. Hið jap- anska skip kvað hann ekki hafa verið stöðvað í þeim tilgangi að sýna Japönum ágengni, held- ur hefði verið um það eitt að ræða, að neyta rjettar síns að alþjóðalögum. (Skv. FÚ) „CLEARING“-VIÐSKIFTI SVÍA OG BRETA. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. þeir þurfa að nota til greiðslu í Englandi, til þess að greiða með þeim vörur frá Þýskalandi. Sú skýring er gefin á því, að sjerstöðu-pundið er ekki hægt að nota til gréíðslu í Kan- ada, Nýfundnalandi og Hong-, Kong, að í þessum löndum er; ekki pund-mynt, heldur dollar- mynt. Það virðist augljóst, að þetta nýja greiðslufyrirkomulag er Bretum í hag og mun stuðla að því — einkum ef fleiri samil- ingar koma í kjölfarið—e- að festa gengi sterlingspundsins, þar sem þá mun minna verða í umferð af frjálsum pundum, en áður. Kaupgeta Breta í Sví-i þjóð eykst líka og njóta út- flytjendur og útgerðarmenn í Svíþjóð auðvitað góðs af því, en hinsvegar verða innflytjend- ur í Svíþjóð að greiða hærra verð fyrir þær vörur, sem þeir kaupa í Englandi, þar sem þeir hafa fram að þessu getað greitt þær með frjálsum pundum, sem þeir hafa getað keypt með gengi kr. 16.50. PYGMALION Efllr G. B. Shaw kemur i Nýja Bíó Reykvíkingar fá á næstunni tækifæri að sjá eitt fræg- aata leikrit enska snillingsins Bemhards Shaw á kvikmynd. Nýja Bíó hefiy fengið myndina og sýndi hana nýlega fjrrir blaðamenn. Þetta er kvikmynd- in „Pygmalion“, sem Leslie Ho- ward leikur aðalhlutverkið í. Flestir, sem fylgjast með kvikmyndum muny vita, að Bernhard Shaw hefir jafnan verið mótfallinn því, að leikrit hans væru kvikmynduð og Pyg- malion er einasta leikritið, sem hann hingað til hefir gefið leyfi til að yrði kvikmyndað. Það er breskt kvikmyndafjelag, sem kvikmyndaði leikritið undir stjórn G. Pascal. ★ Nafnið Pygmalion er úr grísku goðafræðinni. Ungur listamað- ur, Pygmalion, gerði konulík- neski, sem var svo undursam- legt, að það hafði alla kosti konunnar til að bera. Pygmali- on varð ástfanginn af listaverki sínu og bað guðina um að gefa líkneskinu líf. Guðirnir bæn- heyrðu hann. * Bernh. Shaw samdi Pygmali- on árið 1912 og síðan hefir það farið sigurför um allan heim, sem mesta og vinsælasta verk þessa mikla snillings. Pygmalion hefir verið leikið svo að segja um allan heim við vaxandi vin- sældir. Bernh. Shaw er nú 82 ára. Hann var á móti kvikmyndum þangað til hann ljet tilleiðast að láta kv.ikmynda Pygmalion. Sjálfur samdi hann öll samtöl fyrir kvikmyndina, jafnvel til- svör aukaleikaranna, kvað þá annað. ★ Shaw valdi einnig leikarann í aðalhlutverkið, Leslie Howard, sem fyrir utan að hann er af- burðaleikari, þykir tala hrein- asta og fallegasta enska tungu, sem nú heyrist í kvikmyndum. Leikur hans sem próf. Higgins mun seint gleymast, þeim, er hann sjá. Wendy Hiller heitir leikkonan, sem leikur Doolittle af frábærri snild. Hún er 26 ára og hefir starfað að leiklist síð- an- 1930, aðallega á leikhúsum í Londotl’. i'in-x ð.iðio i..:- i Strax eftir áð Pygmaliott kom á markaðinn fekk hún tilboð frá Hollywood, en hún vildi heldur vera í London. Ungfrú Hiller var valin í þetta hlutverk vegna þess að hún hefir sjer- staklega næmt eyra fyrir mál- lýskum. Enda fer hún snildar- lega með hlutverk sitt. önnur hlutverk,- sem kveður að í myndinni eru öskukarlinn Doolittle, og Pickering ofursti, Sem leikinn er af snild. G. B. Shaw. Hjer skal ekki rakið efn| þessa leikrits að öðru leyti en. því, að það er um sjervitraa piálfræðing, sem vegna veðmál# tekur að sjer unga stúlku úr fá- tækrahverfi Lundúnaborgar — kennir henni að tala mál ment- aðra Englendinga og klæðir hana dýrindis klæðum. Eftir 6 m,ánaða nám fer hann með hana í boð til aðalfólks, þar sem allir halda að hún sje kon- ungborinnar ættar, sakir tignar- legrar framkomu sinnar og slípaðs málfæris. Þessi kvikmynd mun verða viðburður í skemtanalífi bæjar- ins, því skrumlaust má segja. að þetta sje e.in besta kvikmynd*. sem hingað hefir komið. Skjaldarglíma Ármanns í kvöld kvöld verður hin árleg*@L skjaldarglíma Ármanns háð í Iðnó. Eru keppendur að þessu sinni 10, alt ágætir glímumenn. og eru þeir allir úr glímuf jelag- inu Ármann. Kept er um hinn fagra Ár- mannsskjöld og er handhafi hans nú Ingimundur Guðmunds- son glímukóngur Islands. Skild- irmm fylgir nafnbótin „Glímu- kóngur Reykjavíkur“. Jón Þorsteinssonn, hinn á- gæti íþróttakennari hefir haft. á hendi glímukenslu hjá Ár- manni. Meðal keppenda nú, eru:: Skúli Þorleifsson glímusnilling- ur og fyrverandi glímukóngur íslands, Sigurður Brynjólfsson, glúmukappi Rangæingav Sig- ■urður Hallbjörnsson fyrverandi glímusnillingur, Stefán Guð- mundsson, Þorkell Þorkelsson, Guðm. Hjálmarsson, Gunnar Sveinsson, Haraldur Kristjáns- son, Guðni Kristjánsson. Auk glímuskjaldarins er kept um 55 verðlaunapeninga fyrir fagra glímu. Leikfjelag Reykjavíkur biður blaðið að vekja athygli á því, að frumsýningin á Fjalla-Eyvindl verður á morgun en ekki í! kvöld. Nokkrar slúlkur vanar fiskflökun, óskast til Innri-Njarðvíkur fram að ver- tíðarlokum. Upplýsingar á Vesturgötu 9 kl. 4r-6 í dag., EGGERT JÓNSSON.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.