Morgunblaðið - 03.02.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1940, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. febrúar 1940 — Kommúnisti — dæmdur Frá frjettarítara vorum. Khöfn í gær. Yfirrjetturinn í Stokkhólmi dæmdi í dag ritstjóra sænska kommúnistablaðsins ,Ny Dag‘ í fimm mánaða fangelsi fyrir brot gegn prentfrelsislögun- um. Það var grein um stríðið í Finnlandi, er hann var kærð- tir fyrir. „Strfðið, sem er að leita að vfgstöðvum“ Leíðtogar Baíkan- ríkjanna á ráðstefnu Frá frjettaritara vorum. u- Khöfn í gær. Stórveldastríðið, sem nú geis- ar hefir stundum verið kall- að „stríðið, sem er að leita sjer að vígstöðvum“. Vegna 'pess, hve ramger virkin eru á vesturvíg. stöðvunum, hefir sú hætta vofað yfir, að ófriðaraðiljamir rejmdu íað knýja fram úrslit einhvers- staðar annarsstaðar, og hefir í því sambandi einkum verið talað um Norðurlönd, eða Balkan- skagann. En einmitt með tilliti til þessa vekur fundur Balkansambands-< ^ins sem hófst í Belgrad (Júgó- slafíu) í dag, sjerstaka athygli. Er búist við að Balkanríkin noti þetta tækifæri til þess að undir- strika þann vilja sinn, að gæta ifullkomins hlutleysis og halda Balkanríkjunum utan styrjald- arinnar. AFSTAÐA BOLGARA 1 Balkanbandalaginu er fjór- ar þjóðir: Tyrkir, Rúmenar, Jú-i góslafar og Grikkir. Utan við sambandið eru Búlgarar, og hef- ir það valdið nokkrum áhyggj- um, þar sem litið er á Búlgaríu sem hugsanlega púðurtunnu, sem tendrað getur bál styrjald-^ arinnar á Balkan. — Búlgarar hafa ekki viljað ganga í banda- Lag|ið, nsema nieö því skilyrði, að tekið væri tillit til kröfu þeirra á hendur Rúmenum, um. Dobrudjahjeraðið og á hendur Grikkjum, um göng til Grikk- landshafsins, helst um borgina Saloniki. Það er þó ekki talið útilokað að Búlgarar taki á einhvern hátt upp samvinnu við önnur Balkan ríki, vegna hins ískyggilega á- stands sem nú ríkir í heiminum. Sarajoglu, utanríkismálaráðh. Tyrkja hefir verið í Sofia, höf- uðborg Búlgaríu og rætt þar við ábyrga stjórnmálamenn. — Á fýrsta fundinum í Belgrad 1 dág ^Pgðí 'Sárajoglu að líklegt værí áf ! 'utanríkismálastefna Búlgará* mt.u-.Lr. ■ ____ FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Eff Finnar hafa úthald, þurffa þeir ekki að óttast að þfóð á lægra menningarstigi undiroki þá - segir Kallio Ollurrs áhlaupum Rússa Svíar stofna heimvarnalið Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. SÆNSKA stjórnin fól í dag yfirforingja sænsku land- varnanna að hafa umsjón með stofnun heimvarna. liðs í Svíþjóð. Heimvarnalið verður stofnað í öllum sýslum og hjeruðum í Svíþjóð. Er gert ráð fyrir, að stuðst verði við hverskonar frjáls fjelagssamtök, sem þegar starfa í land- inu og að samtök þessi verði skipulögð hernaðarlega. E:nn- ig er gert ráð fyrir að höfð verði náin amvinna við skotf je- lög og annan hálf-hemaðarlegan f jelagsskap í landinu. Danski lierinn fær kafbát o. fl. DANSKA stjómin hefir Jagt til við ríkisdaginn, að varið verði 65 miljón krónum til kaupa á nýjum her- gögnum. Meðal annars verður keyptur kafbátur, tvö tund- urduflaskip, tveir tundurskeytabátar, flugvjelar, sjötíu loftvamafallbyssur og auknar skotfærabirgðir. Hvernig verður sókn Þjóðverja hagað? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. HERNAÐARTILKYNNING Frakka í kvöld er á þessa leið: Tíðindalaust á vesturvíg- stöðvunum. En í skeyti frá Berlín segir, að öll athygli beinist nú að öðr- um þætti styrjaldarinnar, sem Hitler boðaði í ræðu sinni í fyrra- dag. Ræða Hitlers þykir staðfesta þann orðróm, að Þjóðverjar sjeu að undirbúa stórfelda tilraun til þess að knýja fram úrslit í styrjöldinni innan tiltölulega fárra mánaða. En ekki er kunnugt um hvernig Þjóðverjar ætla að haga sókn sinni. — En þó er gefið í skyn að fjölda nýbygðra kafbáta og ótal flugvjelurr} verði teflt fram gegn verslunarskipum við strend- ur Englands, og að árásir þessar verði margfaldaðar frá því, sem nú er. Eístlendíng- ar mótmæla í Moskva Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Rússnekst herskip, sem statt var í höfninni í Tallin í Eistlandi, hóf í gær skothríð á eistneska flugvjel, sem var á æfingaflugi yfir höfninni. Flugvjelin slapp óskemd, en þrjár fallbyssukúlur fjellu yfir borgina og ullu talsverðu tjóni. Stjóriiin í Eistlandi hefir fal- ið sendiherra sínum í Mosky^^Í áp lekgja fram mótmæli við Sov-í ’ ' 'órnina. ' : 36 norsk skip hafa farist -- Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Þrjátíu og sex norskum skipum, samtals 85 þúsund smálestir, hefir verið sökt frá því að stríðið hófst. I janúarmánuði einum fórust 14 norsk skip. 225 norskir sjómenn hafa farist. Aðeins tvær þjóðir hafa Beðið meira tjón í sjóhem- aðinum en Norðmenn: Bret ar og Þjóðverjar. hrundið Höfuðathyglin snýst um: Hvað verðnr i vor? Frá frjettaritara vorum. Kliöfn í gær. ALLA NÓTT hjeldu Rússar uppi Iátlausum á- lilaupum á miöbik Mannerheimlínunnar á Kirj- álaeiði. En í morgun, þegar sóknin linaðist, höfðu Finnar hvergi hopað. Áhlaup þessi voru einhver hörðustu, sem Rússar hafa gert frá því að stríðið hófst. Er talið að Vorosjiloff, yfir- hershöfðingi Rússa hafi sjálfur skipulagt þau. 6 KLST. STÓRSKOTAHRÍÐ. Á undan skriðdreka og fótgönguliSsárásunum gerðu Rússar ákafa stórskotahríð á vígstöðvar Finna. — Stóð stórskotahríð- in látlaust í sex klukkustundir. — Síðan lögðu skriðdrek- arnir af stað og drógu á eftir sjer sjerstaka brynvarða sleða. —• Hermennirnir á þessum sleðum voru vopnaðir vjelbyssum og hlutverk þeirra var, að stökkva af sleðunum og uppræta Finna af svæðunum, sem skriðdrekunum tókst að brjótast yfir. En Finn- um virðist hafa tekist furðu vel, að ráða við þessa nýju hernaðar- tækni Rússa. Rússar eru nú aftur farnir að gera tilraunir með að láta her- menn búna fallhlífum svífa til jarðar úr flugvjelum; en þessar tilraunir hafa ekki gefist betur en fyrri tilraunir þeirra í þessa átt. Hermennirnir voru skotnir áður en þeir komu til jarðar, eða teknir til fanga þegar er þeir höfðu lent. Ufí8 Fyrir norðan Ladogavatn eru áhlaup Rússa stöðugt að linast. í tíu daga orust- um á þessum slóðum, er á- litið að Rússar hafi mist tólf þúsund manns. Rússar eru nú farnir að grafa þarna skotgrafir og búa sig und-* ir skotgrafastríð. Er þeim að lík- indum orðið Ijóst, hve gersam- lega mishepnuð sókn þeirra fyr- ir norðan Ladogavatn hefir ver- ið. Hvað verður í VOR? Höfuðathyglin beinist nú að því, hvernig fer fyrir Finnum í vor. Kallio forseti gerði þetta að umræðuefni í ræðu, sem hann flutti í dag. Hann sagði, að ef finska þjóðin hefði úthald, þá þyrfti hún ekki að óttast, að hún yrði undirokuð af þjóð, er stæði á lægra menningarstigi en hún sjálf. Úthald þarf finska þjóðin fyrst og fremst til þess að standa af sjer loftárásir Rússa. I dag voru gerðar loftárásir á 20 borg- ir og bæi í Finnlandi, þar á með- al Ábæ. N löftárás var gerð á Rowaniemi í Lapplandi. Borg þessi stendur alllangt norður Helsingjabotni. ; Ný loftárás var gérð á vjelar tóku þátt í árásinni og vorpuðu flugmennirnir niður um 200 spréngikúíum og . íkveikju- Sir Joseph Stamþ, kunnur við-' sþrepgjúxnhKviknaði í fjölda húsa iskiftáffæðingur, fær éinnig’sætii _____ í ráðiiiu. 0 * FRAMH. Á SJÖUKDÚ SfÐÚ. „Tímes“ gagn- rýnír Chamber- laín Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Mr. Chamberlain forsætis- ráðherra Breta sætir all- mikilli gagrnrýni í Lundúnablöð- unum, fyrir að hafa færst und- an að stofna sjerstakt atvinnu- og viðsk.iftahernaðarráðuneyti. f stað þess hefir hann stofnað sjerstakt útflutningsráð. The Times segir að þetta út- flutningsráð sje einskonar her- foringjaráð atvinnu og viðskifta- lífsins — án nokkurs herfor- ingja. í öllum blöðum er lögð áhersla á nauðsyn þess, að einum manni verði falið að hafa yfirumsjón með atvinnu- og viðskiftamálum þjóðarinnar, svo að hægt sje að hagnýta þau á sem bestan hátt til að efla hernað Breta gegn Þjóðverjum. Er Mr. Chamberlain tilkynti stofnun útflutningsráðsins í breska þinginu í gær, sagði hann að í ráðinu yrði fulltrúi ríkis- sjóðs, birgðamálaráðuneytisins, fjárhagsstríðsmálarálfiuneytisins og ef til vill utanríkismálaráðu- neytisins. Ennfremur fulltrúar atvinnú- rekenda og verklýðssfjelaga. - --- ■■ -■ • • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.