Morgunblaðið - 03.02.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. febrúar 1940 Það er auðskilið, að á stríðstímum reynir á samheldni og einingarhug hverrar þjóðar meira en nokkru sinni ella. Einhverj- ir hljóta altaf að efast um hvort hinar ægilegu fórnir sjeu rjettmætar til stuðn- ings þess málstaðar, sem barist er fyrir, hvort ekki mundi betur heima setið heldur en að ofurselja mik- inn hluta af bestu mönnum landsins til ógna og dauða fyrir málstað, sem því mið- ur er stundum ekki altaf Ijós. T Canada hefir það að þessu A sinni, eins og í síðasta stríði, aðallega verið frá hinumfrönsku naælandi íbúum Quebec-fylkis, að raddir hafa komið fram, sem <Iregið hafa í efa eða mótmælt rjettlæu þessa stríðs fyrr Can- ada. Áður en stríðið skall á höfðu „einangrunarmenn" þar haft fundi með sjer og lýst and- stöðu sinni gegn þátttöku Can- ada og krafist hlutleysis. I Quebec búa, sem kunnugt er um tvær og hálf miljón frönsku mælandi manna. Þeir eru flestir katólskir og hafa að jafnaði haft ýmsa stjórnmála- menn, sem hefir fundist að rjett- indi fylkisins væru óhæfilega ifyrir borð borin í ríkisstjórninni. Þessir menn halda því fram, að ■Canada sje stjórnað af einskær- um heimsveldissinnum (Imperi- alists), sem beri hag Englands fyrir brjósti meira heldur en vel. ferð Canada sjálfs. Síðustu árin hefir verið þar við völd hinn svo kallaði Union Nationale flokkur <og hefir forsætisráðherra fylk- isins, Mr. Duplessis, átt í nokkr- um deilum við ríkisstjórnina í Ottawa. Eftir að stríðið braust út, kvaddi hann til kosninga til þess að tryggja vald sitt til bar- áttu fyrir sjálfsákvörðunarrjetti og hjeraðsrjettindum Quebec, sem hann sagði að væri í hættu. Sagði hann m. a., að á úrslitum kosninganna riði hvort útboð hermanna (conscription) yrði Síðari grein CANADA FER I STRIÐ lögleitt í Canada eða ekki, enda þótt ríkisstjórnin hafi marglýst því yfir, að svo verði ekki. Yfir- leitt voru rök hans í kosninga- baráttunni heldur óglögg og ruglingsleg, enda sögðu ýmsir, að aðalástæðan til kosninganna hefði verið sú, að fjármál fylk- isins hefðu verið í slíkri óreiðu, að stjórnin hefði sjeð illfært að halda á þcim. Mr. Duplessis er annars einna frægastur fyrir hin illræmdu „lásalög" (Padlock Law), sem hann innleiddi í Quebec fyrir nokkru síðan, og nam með því að nokkru á brott það athafna- og ritfrelsi, sem sagt er að m. a. sje barist fyrir í þessu stríði. Úrslit kosninganna urðu þau, að flokkur Mr. Duplessis, sem áður hafði yfirgnæfandi meiri hluta, fekk aðeins 16 sæti af 86 í fylkisþinginu, en Liberalflokk- urinn, sem áður hafði aðeins 14, bætti við sig 54 þingmönnum. — Auðvitað var þetta tekið sem stórsigur fyrir ríkisstjórn Can- ada (Liberal) og einingu Breta- veldis yfirleitt, enda hafði Mr. Kink forsætisráðh. lýst yfir því, að kosningabaráttan í Quebec væri hin mikilvægasta, sem nokkru sinni hefði fram farið í Canada, þar sem úrslitin myndu sýna hvort sá hluti þjóðarinnar, sem fjærst stæði Englendingum væri samþykkur ríkisstjórninni í stríðsráðstöfunum hennar. Ýms önnur atriði, sem of langt yrði að rekja hjer, komu þó til greina, og því fer fjarri, að allir, sem greiddu atkvæði á móti Mr. Duplessis sjeu einhuga á bak við ríkisstjórnina eða haldi því fram, að þátttaka Canada í stríðinu sje með öllu rjettmæt. Samt sem áður verður að viður- kenna, að sigur stjórnarinnar var mikill og mun án efa gera Dilkakföt, stórhöggið, saltað í 112 kg. tunnur, til sölu í Heildversl. Garllars Gislasonar hana djarfari til þess að taka stór skref í stríðsráðstöfunum sínum en ella mundi. Almenningi er sífelt gefin sú skýring á þessu stríði, að það sje háð fyrir lýðræði, mannrjett- indum og einstaklingsfrelsi. Það er því sorglegt til þess að vita, að þær þjóðir, sem berjast fyrir slíkum háfleygum hugtökum, gerðu fyrir nokkrum árum síð. an. — Tilgangurinn hjer er þó nokkuð öðru vísi. Engin tilraun er gerð til þess að gylla stríð í sjálfu sjer, eins og nasistarnir hafa gert. Því er sannarlega ekki haldið fram, að stríð sje nauðsynlegt hverri þjóð til þess að viðhalda manndómi sínum cg kjarki. Ógnir þess og skelf- skuli, einmitt meðan á barátt- ingar eru þvert á móti málaðar aifHiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Eftir Jakob Sigurðsson wmiiiimnmmmmmmmmummmmiiiiifltiffiiuiuimiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimm unni stendur, sjálfar gera ráð- sterkum litum. Þar er kenningin stafanir til þess að skerða not- kun þeirra rjettinda, sem sigur- inn á að tryggja. En þegar mál og ritfrelsi er takmarkað í stór. um stíl um leið og átökin hefj- ast, er ekki að furða þó að hinir ,,skeptisku“ stingi upp á því, að yfirvöldin meini ekki eins vel og þau segja, en sjeu heldur fegin að fá afsökun, til þess að bæla niður rjettmætar aðfinslur þjóðarinnar. Gagnrýni á störf- um stjórnarinnar og ákvörðun- um hennar viðvíkjandi stríðinu, hefir engan veginn verið stöðv- uð hjer, en hinsvegar eru allar raddir, sem mótmæla rjettlæti stríðsins sjálfs algerlega bann- aðar að viðlögðum þungum refs- ingum. Hefir þessu banni verið framfylgt svo rækilega hjer, að maður hefir stundum undrast yfir smámunasemi valdhafanna í því efni. Sem dæmi má nefna, að fyrir stuttu var ungur, at- vinnulaus maður settur í fang. elsi fyrir að segja aðeins, að Chamberlain væri ekki þess verður að berjast fyrir. Aðrir hafa fengið sömu refsingu fyrir „að móðga stórlega hermann í einkennisbúningi", og einn fekk þrjá mánuði fyrir að segja: „Chamberlain er engu betri en Hitler“, svo mætti lengi telja. Eftirlit með útvarpi og blöð- um fær maður betur skilið, og verður þó að segja, að hvort- tveggja sómi sjer illa við hlið stöðugra yfirlýsinga og upp- hrópana um skoðanafrelsi og málfrelsi hvers sem er. Á stríðs- tímum mun þó víst verða að við- urkenna nýjar nauðsynjar, þeg- ar slagorðið er „sigur, hvað sem hann kostar“. Sum blöð franskra „einangr- unarmanna“, hafa komið út með auðum síðum vegna rit. skoðunarinnar, önnur — sum kommúnistablöð — algerlega bönnuð. í Ontario-fylki lítur út fyrir, að bæjarstjórnarkosning-, ar verði afnumdar þangað til eftir stríð, sem „sparnaðarráð- stöfun“, segir Mr. Hepburn for-' sætisráðherra fylkisins, og er þó erfitt að rjettlæta slíkar athafn- ir. 1 Winnipeg var fyrir nokkru stöðvuð „endurnýjunar“ sýning á myndinni, Tíðindalaust á vest- urvígstöðvunum, og er leiðinlegt að viðurkenna, að þetta er ná- kvæmlega það, sem nasistarnir vanmáttug til þess að hefja frek- ari óeirðir. — Uppástunga, sem að vonum lætur þýsku þjóðinni finn- ast, að hún hafi eitthvað til þess að berjast íyrir, enda m.un hún óspart túlkuð í Þýskalandi sem ætlun bandamanna. Við höfum heyrt um stofnun „Bandaríkja Evrópu“, en við ör- væntum, þegar við hugsum til „Bandalagsins“ frá síðasta ófriði, sem látið var deyja svo ósæmi- legum dauða. Það er ennþá full ástæða til þess að óttast, að ann- ar refsingarfriður verði settur, að sama stefnan, sem rjeði í Versöl- um, verði aftur yfirsterkari, svo að hinir sigruðu bíði aðeins eftir að lækna sár sín og verji kröftum sínum, til þess eins að hervæðast og búast til nýrra skelfinga. Byrj- un stríðsins ætti þó að vera sá tíminn, þegar helst mætti búast við rjettlátum og viturlegum frið- arráðstöfunum, en líkurnar verða æ minni, þegar ófriðurinn heldnr áfram, og stöðugt er blásið að haturseldiniun ineð nýjum tjónum og látlausri grimd. Það er engan veginn ótímabært að tala um, frið. Hvernig er hægt að búast við því af hugsandi mönn um, að þeir leggi líf sitt í sölu- urnar aðeins í þeirri von, að það hafi einhverja þýðingu, án svo mikils sem ákveðinna loforða ? Þótfc undarlegt megi virðast, þá er þessa krafist og með góðum árangri. Þeir eru leiddir af þeirri yon, að hvað sem gert verður í ófriðar- lok, þá hljóti það að verða óend- anlega miklu betra en skelfingar þær, sem leiddar yrðu yfir heim- inn — og í .allri hreinskilni, breska heimsveldið sjerstaklega — ef naz- istarnir fengju yfirhöndina. En þetta er ekki nóg. Það er ekki heldur nóg, eins og II. G. Wells sagði nýlega, að tala við herinn um „reglulega good "o'ld Tommiea (gælunafn fyrir enska hermenn), láta skemta þeim með þriðja flokks skopleikurum og senda þeim sígarettur og súkkulaði- kassa í jólakveðjur frá hreint allra besta fólkinu“. Þeir og allir aðrir ættu að vita hvað við á að taka á eftir. Er von um, eitthvert slíkt skipu- lag á málum Evrópu, sem, líkur eru til að leiði til varanlegs frið- eða verður það aðeins annað þessi. í stuttu máli, því meiri ógæfa, sem það er fyrir hverja þjóð, að lenda í stríði, því frek- ar ber okkur að fara í stríð, því að auðvitað á þetta stríð, eins og hið síðasta, að vera stríð fyrir eilífum friði, eða „stríð til að enda stríð“. Þetta leiðir annars til athugun- ar á aðalgallanum á öllum þeim yfirlýsingum, sem Kanadamenn hafa gefið út um þenna ófrið, þ. e. vöntun á því, að málstaðurinn sje settur fram skýrt og greini- lega. Hvað tekur við þegar sig- urinn er unninn og hverskonar friður verður gerður. Það er eins og allir hafi nokkurnveginn hug- mynd um, hverju er barist á móti, kúgun smávelda, ofsóknum gegn vissum þjóðflokkum o. s. frv. I raun og veru hefir það þó jafn- vel valdið umræðum, hvort það sje Hitler eða þýska þjóðin, sem bar- ist er við. Chamberlain segir, að það sje Hitler, og að hann hafi ekkert á móti alþýðu manna í Þýskalandi. Duff Cooper mun ekki vilja fallast á þessa aðgrein- ingu, og er það eðlilegt, þegar lit- ið er á, Hvernig Hitler komst til valda; en þar að auki mun hers- höfðingjanum ekki finnast það sjerlega ráðlegt að segja hermönn- unum, að andstæðingarnir sjeu saklausir eins og lömb, sem leidd eru til slátrunar. Þeim þykir hyggilegra að sleppa slíkum, vin- semdarhugsunum tll þess að halda uppi vígamóð hermannanna. En fyrir hverja er barist? Fyrir lýðræði, frelsi, afnámi kúgunar og ofsókna, friði og vel- gengni fyrir oss og afkomendur vora. Slík óljós hugtök og þoku- kendar yfirlýsingar eru taldar nægilegar sem svar við þessari höfuðspurningu. Falleg orð, sem fyrir löngu hafa tapað hinni rjettu þýðingu af stöðugri misnotkun. Þau segja manni ekkert um það, sem koma skal. En það er eins og það , þyki hreint ekki fínt að minnast á raun verulegar stjórnmála og fjárhags- legar ákvarðanir, þegar til friðar kemur. Enn sem komið er hefir ekkert verið sagt til þess að full- vissa mann um, að sótst sje eftir neinu öðru en status quo, þ. e. að alt verði eins og það var 1933. En við sjáum til hvers það hefir leitt. Blöð og tímarit hafa stöku sinn- um minst á skiftingu Þýskalands i fjölda smankja, sem öll verði of 1 -.*:**:• ^ 4 ar, stundarhlje, þangað til skammsýn- ir stjórnendur gera að engu ávöxt fórna okkar og þjáninga? 28. des. 1939. Jakob Sigurðsson. v T T T T T T * DAGLEGA NÝTT: Kindabfúga PYLSUR — EGG lækkað verð. Áhersla lögð á vöru- gæði. Fljót afgreiðsla. Eyjabúð Bergstaðastræti 33. Sími 2148.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.