Morgunblaðið - 08.02.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.1940, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 8. febr. 1940. 4 Bækur ShakespearesþýDingar Matthíasar William Shakespeare Leik- rit. Macbeth, Hamlet, Ót- helló, Rómeó og Jiilía. — Matthías Jochumsson ís- Jenskaði. Útgefandi Magn- ii,s Matthíasson. Reykjavík 1939. Jeg vil ekki láta það hjá líða að geta nokkurum orðum þess- urar merkisbókar. Iliuar ágætu Shakespeares-þýðingar Matthíasar skálds Jochumssonar liafa um langan aldur verið ófáanlegar nema einták og eintak, sem kom- ið hefir fram hjá fornbókasölum og verið seld fyrir okurverð. Þýð- íngar þessar, sem var svo vel tek- ið af eldri kynslóðinni, að þær seldust upp á nokkrum árum, eiga alveg sa'ma erindi til alls lesanda fólks enn í dag. Þessi leikrit eru sígild listaverk, fögur, djúpsæ og áhrifamikil, og snildarlega þýdd é. íslensku af einu af vorum and- ríkustu skáldum. Þeir, sem unna góðurn bókmentum, mega því fagna því að eiga þess nú kost að oignast allar Shakespeare-þýðing- ar Matthíasar í nýrri, smekklegri og fallegri útgáfu í einu hæfilega stóru bindi. Magnús Matthíasson, sonur skáldsins, hefir gert minningu föð- «r síns mikinn sóma og þjóð sinni um leið gagn með hinum prýði- legu útgáfum sínum af ritum föð- «r síns. Fyrst með iitgáfu þýðing- ar hans á Friðþjófssögu Tegnérs, sem er vönduð skrautútgáfa (Rvík 1935). Þá með heildarútgáfu allra Ijóðmæla skáldsins í einu stóru bindi (Rvík 1936). Loks er bindi það með leikritaþýðingunum, sem að ofan getur. ;Shakespeares-þýðingar Matthías- ar komu út í Reykjavík á árun- um 1874—1887 (Macbeth 1874, Hamlet 1878, Óthelló 1882 og Rómeó og Júlía 1887). Macbeth þýddi Matthías í Kaupmannahöfn 1871, en hin leikritin þrjú á prests- skaparárum sínum í Móum á Kjal- arnesi, að því er hann sjálfur hermir í ævisögu sinni. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara hjer að skrifa lof «m skáldskap Shakespeares eða þýðingar Matthíasar. Slíkt er öld- ungis óþarft. Tilgangurinn með línum þessum er einungis sá að *vekja athygli á þessari mfirku bók. MÍLAFLUTNÖiGSfflHFSTÖFi Pjetur Magnúason. Einar B. Guðmtmdsson. Guðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—6. KOLASALAN 81 Ingólfshvoli, 2. hæö. Símar 4514 og 1845. í bókaflaumi ársins, sem var að líða, er hún eitt af gullkornpnum, Guðni Jónsson. Þjóðarheilsa og heilsuvernd á ísiandi Allur þorri þeirra ritsmíða, sem um íslands birtast í erlend- um blöðum og tímaritum, fjalla um íslenskar bókmentir, sögu þjóð arinnar, náttúru landsins eða hina öru tæknislegu framþróun síðari ára. Þetta eru að vísu ótæmandi frásagnarefni og íslendingum til mikils gagns, að þeim sje haldið á lofti á erlendum vettvangi, en venjulega eru samt þær ritgerð- irnar skemtilegastar, sem hafa að geyma einhvern þann fróðleik, sem ekki liggur við alfaraveg. Þanngi er háttað um ritgerðina „Om folkhálsa och hálsovárd pá Island, förr och nu“, eftir sænska sendikennarann hjer við Háskól- ann, Frk. A. /. Ostermann. Rit- gerðin birtist síðastliðið ár í „Svenska Lákartidningen" (nr. 52). í ritgerðinni er rakin að nokkru saga þeirra kvilla og pesta, sem þjáðu landslýðinn á umliðnum öldum. Það má til sanns vegar færa, að þessi raunaferill, sem varðaður er líkköstum þeirra, sem fjellu úr blóðsótt, holdsveiki, sulla- veiki, skyrb.júg, svartadauða eða stóru-bóln ,sje lítt til skemtilest- urs fallinn, en þeir, sem, fræðast vilja um orsakir og afléiðingar hinna mannskæðu landplágna, munu þó vafalaust hafa ánægju (af að kynnast skoðunum Frk. Ostermann. í seinni hluta ritgerðarinnar er drepið á nokkur atriði úr sögu ísl. læknastjettar og gerð grein fyrir baráttu hennar gegn þessum erfðafjendum þjóðarinnar. .Að lokum getnr Frk. Ostermann um nýskipan ísl. heilbrigðismála Höfundurinn styðst í ritgerð sinni við prentaðar íslenskar og erlendar lieimildir, virðist hann gagnkunnugur þeiro ritum, sem helst geta veitt upplýsingar um nefnt efni, svo sem: Ferðabókum Gaimards og Uno v. Troil, ritgerð- um Hannesar Finnssonar í „Riti LærdómslistafjeJagsins" o. s. frv. Þegar tillit er tekið til þess hversu viðamikið efni frk. Ostermann tekur til meðferðar í jafil stuttri ritgerð, þá mun óhætt að fullyrða, að henni hefir tekist vel að stikla á aðalatriðunum og halda frásagn- arþræðingum óslitnum. Ekkert skal fuDyrt um vísindalegt gildi ritgerðarinnar, en frá sjónarmiði leikmanns virðist það ekki orka tvímælis, að hún hefir mikinn fróðleik að geyma, sem frk. Oster- mann á þakkir skilið fyrir að hafa safnað saman. K. M. „Ðrosanði lanð 4 { Operefla eftlr Franz ' -Lehar T byrjun þessarar aldar voru T það einkum tveir menn, sem vöktu á sjer athygli sem óper- ettutónskáld, Berlínarbúinn Leo Fall og Vínarbúinn Franz Le- hár. Fall náði aldrei að upp- fylla þau loforð sem hann hafði gefið í ,,Die Dollarprinzessin", og andaðist ungur, en hróður Lehárs hefir farið stöðugt vax^ andi, og það enda þótt það sjeu enn fyrstu verk hans „Káta ekkjan“ og „Zigeunerliebe“, sem eru þektust og vinsælust. Lehár hefir óefað þroskast í list sinni með árunum. En þroski hans hefir orðið á þann veg, að hann hefir vaxið að dramatisk- um krafti og kunnáttu í að semja leiksviðsmúsik, en við það virðist hafa rýrnað hin upp- runalega hlýja sönggleði hans, sem olli því, að lögin úr „Kátu ekkjunni" voru á hvers manns vörum, og eru enn. Það er ekki hlutverk óper- ettutónskálda að semja nein djúp eða sígild verk, en reynsl- an hefir þó orðið sú, að furðu mikið af þessari ljottu músik lifir lengi, en skilyrðið er þá auðvitað, að hún s.je samin af viti og smekkvísi og feli ein- hvern frumlegan neista í sjer. Að þessu leyti virðist evrópeisk óperettutónlist vera allvel sett nú á dögum. Bori menn t. d. tónskáld eins og Lehár, Kálman o. fl. saman við amerísk óper- ettutónskáld, Bomberg og Vict- or Herbert, verður það fljótt auðsætt, hvar mentun og smekk vísi er að finna í ríkustum mæli. „Brosandi land“, sem tónlist- arfjelagið hafði frumsýningu á í fyrrakvöld er vinsælasta óper- etta Lehárs frá síðari tímum. Ef til vill á hún vinsældir sínar ejns mikið söngvaranum Ric- hard Tauber að þakka, en fyrir hann var hún samin, og var m. a. kvikmynduð með honum í að- alhlutverkinu. En hvað um það, vinsældir sínar á óperettan skil- ið, þetta er ljómandi vel samin músik, áheyrileg og ísmeygileg, á stöku stað ef til vill full ,ban- al“, annars staðar máske full dramatisk, svo að sumir kaflar liggja á takmörkum þess, sem vænta mætti í óperu. Textahöf- undinum hefir tekist miklu síðj ur. Textinn er frekar viðburða- lítill og ekki auðugur að spenn. andi atvikum. Það er altaf erfitt hlutverk hjer, að velja leikendur í óper- ettu, þar sem örfáir eru þeim hæfileikum gæddir, að geta bæði leikið og sungið. I „Bros- andi land“ er ekki nema um fjögur sönghlutverk að ræða, en þó virðist mjer að forráða- mönnum óperettunnar hafi mis- tekist, er þeir völdu frú Annie Þórðarson í hlutverk Lísu, Og að þegar af þeirri ástæðu, að hlutverkið er samið fyrir allhá- an sópran, en rödd frúarinnar er mezzo-sópran með alt-hreim, og hefir því þurft sumpart að færa hæstu tónana niður og sumpart að lækka lögin, sem hún syngur. Þarf jeg ekki að fjölyrða um það, hve mjög það Frumsýning i fyrrakvold Annie Þórðarson og Pjetur Jónsson breytir öllum svip hlutverksins og jafnvel allrar óperettunnar sem heild, að færa þannig ann- að aðalhlutverkið yfir á annað raddsvið. Annað er það, að enda þótt frúin tali ágætlega íslensku af útlending að vera, sem hjer hefir haft skamma dvöl, þarf hún þó, eins og eðli- legt er, að vanda sig með hverja setningu, og verða því tilsvörin óeðlilega hæg. Annars fór frú Þórðarson mjög vandvirknislega með hlutverk sitt, og gerði sjer í lagi söngnum góð skil, enda er hún vel mentuð og smekkvís söngkona. Ýmsir órólegir til- burðir hennar við sönginn virt- ust þó þurfa lagfæringar við. Hlutverk Taubers, kínverska prinsinn Sou-Chong Ijek Pjetur Jónsson. Pjetur hefir ávalt ör- ugga og myndarlega framkomu á leiksviði, og prinsinn varð í meðferð hans mjög svo fyrir- mannlegur, en ef til vill hefði verið hægt að gera meira úr hlutverkinu frá .leiksjónarmiði sjeð. Hvað sönginn snerti, þá tókst Pjetri hjer upp, sjer í lagi í dramatisku atriðunum, og sannaði hann það, að hljóm- fylling raddarinnar er ekki far- in að rýrna. Það var hrein un- un að sjá og heyra Sigrúnu Magnúsdóttur í hlutverki Mi. Sem litla kínverska prinsessan var það Sigrúnu frekar til gagns en tjóns, að hún er ekki mikil vexti, og bæði leikur hennar og söngur var svo fjörmikill, ljett- ur og gáskafullur, með ósviknu „soubrette“-sniði, að það má hiklaust telja þessa frammi- stöðu Sigrúnar með því besta, sem sjest hefir hjer á leiksviði af þessu tagi. Fjórða sönghlut- verkið, Gústav liðsforingja hafði Sveinbjörn Þorsteinsson með höndum. Það leyndi sjer auðvitað ekki, að hjer var á ferðum nýliði á leiksviðinu, en hann hefir þann kost, sem prýð- ir best alla byrjendur í musteri Thaliu, að hann Ijek og söng af æskufjöri, og röddin er hljómþýð, þó að hún sje ekki mikil. Önnur hlutverk voru minni. Brynjólfur Jóhannesson, seiíl greifinn, var fjörlegur en þó virðulegur aðalsmaður. Harald- ur Bjömsson, sem einnig var leikstjóri, sýndi óvænta kýmni- gáfu í hlutverki Tschangs og Lárus Ingólfsson hafði úr yfir- geldingnum búið til ágæta kóm- iska fígúru, sem skemti áhorf- endum mikið. Dr. Urbantschitsch hafði á hendi yfirstjórn á söng og mús- is. Það gegnir furðu, hve vel hafði tekist um samæfingu, þeg- ar þess er gætt, að æfingar höfðu verið mjög stopular, og jafnvel legið niðri um tíma. Hljómsveit eins og þessi, þó að hún telji aðeins 15 merm, stenst vel samanburð við sams- konar hljómsveitir í smærri leikhúsum erlendis bæði að meðlimafjölda og gæðum, en sjer í lagi hvað hinn síðar- nefnda viðvíkur, hefir hljóm- sveit Reykjavíkur fleygt mjög fram á síðari árum, og er það gleðilegur árangur af starfí hennar, að hægt skuli vera að koma hjer upp bæði óperettum og veigameiri tónsmíðum í frumbúningi. E. Th. I Heilhveiti j: | nýkomið j- vmn 0 Laugavegi 1. o X Útbú: Pjölnisveg 2. V oooooooooooooooooo Best að auglýsa í Morgunblaðinu. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.