Morgunblaðið - 08.02.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.02.1940, Blaðsíða 5
’Frnituðagiir 8. febr. 1940. I ».). Ötgef.: H.f. Árvakur, Heykjavlk. Rltatjörar: Jön Kjartanaaon, Valtýr Stefánaaon (ábyrgBan Anglýslngar: Árnt 6la. Rttatjörn, auglýatngar og afgrelöala: Austuratrœtl 8. — Slaal 1#00. Áakriftargjalö: kr. S,00 á mánuBI. I lausasölu: 15 aura olntakiB, 25 aura aaeB Leabök. NORÐURLOND I HÆTTU Flugið Pað var mikið tjón fyrir okkur að missa flugvjel- :ina TF—Örn á þessum tíma. Flujgrvjelar hafa mjög hækkað i verði upp á síðkastið, einkum cftir að stríðið braust út. TF— Öm kostaði á sínum tíma um ^rum? ems 0g Pólland Pað er sí og æ að verða ljósara, að Þjóðverjar hafa orðið að kaupa vin- fengi Rússa dýru verði. I fyrsta lagi kostaði þetta vin- fengi afneitun sjálfrar naz- ismahugsjónarinnar um eyð- ingu bolsjevismans. í öðru lagi var Austur-Prússland ofurselt Rússum. Og í briðja lagi samþyktu Þjóðverjar höldsrjett Rússa yfir lönd- unum við austanvert Eystra- salt, líka yfir Finnlandi, sem Þjóðverjar höfðu stutt til sjálfstæðis fyrir rúmum 20 Skúli Skúlason rilstjúri, er nú dwelur i Lillesand I Noregi, hefir sent blaðinu eftirfarandi greftn: 48 þús. krónur. Má gera ráð fyr ír að flugvjel af sömu gerð og stærð kosti nú um 90 þús. kr. En hvað sem þessu líður, verðum við að fá flugvjel. Yið höfum ekki ráð á, að fara á mis við þetta ágæta samgöngutæki. Við þurfum að nota það til póst- ■ og farþegaflutnings og til þess að leiðbeina síldveiðiflotanum við síldveiðarnar. En til þess að kleift sje að eignast flugvjel í stað þeirrar, . sem nú er glötuð, þarf fjár- magn. Vátryggingarfje TF— ðrn nægir ekki til þess að kaupa nýja vjel. Það mun vera rúmlega helmingur þeirrar upp-> hæðar, sem samskonar flugvjel kostar nú. Það var Flugfjelag Akureyr- ar sem átti TF—Örn. Það er - ekki við því að búast, að þetta fjelag geti lagt fram alt það fje, sem þarf, enda ósanngjarnt að krefjast slíks. Þess vegna væri sennilega hyggilegast, að upp úr Flugfjelagi Akureyrar væri nú myndað eitt allsherjar- flugfjelag, þar sem öllum væri gefinn kostur á að eiga hlut- deild í. Með því væri lagður grundvöllurinn að framtíðari lausn flugmála vorra. Ef þessi jeið væri farin, myndi áreiðan- lega vera hægt að safna nægu hlutafje, til þess að kaupa fyrir flugvjel í stað þeirrar, sem nú er glötuð. Þegar svo tímarnir Ibatna, mætti færa út kvíarnar, kaupa fleiri vjelar og hefja reglubundið, skipulagt flug á landinu. Öllum ber saman um, að síldveiðin hafi s. 1. sumar haft feikna gagn af síldarleit flugvjelarinnar. Ættu því síld- arverksmiðjurnar að stuðla að |)ví, að ný flugvjel verði keypt Þegar í stað. Það gerðu þær best smeð ríflegum hlutakaupum í nýju, allsherjar flugfjelagi, ef |>að yrði stofnað. Óhappið á Skerjafirð.i á dög- amum má ekki verða til þess, að við leggjum nú árar í bát. Við iiöfum fengið ágæta reynslu, með flugi TF örn. Við erum svo tieppnir að eiga framúrskarandi góða og ötula flugmenn. Þess- vegna: Stofnun nú eitt alls-1 lierjar flugfjelag og festum etrax kaup á nýrri vjel, í stað Þejrrar, sem við höfum mist. Förum svo af kappi að búa í jhaginn fyrir framtíðarflugið. Komum góðum flugvöllum sem Aúðast. Einkum vantar tilfinnan- lega flugvöll hjer í Reykjavík. Menn hjeldu framan af, að þar með væru int af hendi þýsku gjöldin fyrir rússnesku vináttuna. En síðustu vikurnar hafa sýnt, að svo er ekki. Rvissum á ekki ein- ungis að leyfast að leggja undir sig lönd og þjóðir vestur að landa- mæralínunni, sem þeir höfðu 1914. Þjóðverjar hafa sýnt, að þeir ætla hvorki að hreyfa hönd nje fót þó að Rússar fari lengra vestur — inn í Noreg og Svíþjóð. Blað Hitl- ers, „Völkischer Beohachter“ sagði skömmu fyrir miðjan janiíar, að það væri ekki nema rjettmætt, að Rússar fengju hafnir við Atlants- haf! Það er yfirlýsing, sem vert er að taka eftir og gefur ástæðu til að halda, að það hafi orðið samkomulag milli nazismans og kommúnismans um, að Rússar tæki sneið af „kapitalismalöndun- um“ Noregi og Svíþjóð. Rússneska vöfan er farin að ger ast nærgöngul við Skandinavíu. Bæði Norðmenn og Svíar fyltust ugg og ótta þegar frjettist urn vináttusamning andstæðu stór- veldanna í ágúst í fyrrasumar og þegar Rússar rjeðust inn í Pól- land, 17. september, fór skelfing- aralda um alla Skandinavíu. Síð- an rússnesku utanstefnurnar komu til Finna, 7. október, hafa Norð- urlandaþjóðirnar verið búnar við hinu versta. Með nýárinu hófst taugastríð- ið gegn Svíum og Norðmönnum fyrir alvöru. Það var vitað fyrir- fram, að Norðúrlandaþjóðirnar mundu sýna Finnum fulla samúð er á þá var ráðist. Norðurlanda- þjóðirnar allar hafa árum saman haft með sjer nánari samvinnu en títt er um önnur ríki, og stjórn- málalega hafa þau eigi aðeins ver- ið í samvinnu innbyrðis, heldur og við Holland, Belgíu og Luxem- bourg — liin svonefndu Oslóríki, sem árum saman liafa myndað flokk fyrir sig á fundum alþjóða- sambandsins. ★ En hjálp Norðurlanda, einkum Svía, stafaði ekki aðeins af inn- byrðis vináttu og skyldleika. Þegar Þjóðabandalagið hafði gert Rússa ræka, skoraði það á öll sambandsríkin að leggja Finnum alt það lið, sem þau gætu, og hafa flest þeirra heitið því og eru sem óðast að efna það. Síi hjálp er eingöngu fólgin í matvælagjöf- um og fatnaðar, peningagjöfum og lánum, sölu hergagna og slíku. Og þetta fer alls ekki í bága við alþjóðarjett og er ekki hlutleys- isbrot. Það er bein skylda sam- kvæmt alþjóðasambandslögunum, en þó að hvorki Þjóðverjar .nje Rússar viðurkenni þau, þá stoðar það ekki, því að skýr ákvæði eru líka um þetta í Haag-samþyktinni, sem telst bygð á alþjóðarjetti og hafa alþjóðlegt gildi. Sjálfboðaliðar hafa streymt til Finnlands úr öllum áttum, eink- um frá Svíþjóð, en án allrar að stoðar frá ríkisvöldunum. Það hefir aldrei verið talið brot á hlut levsi þó að þegn einhvers ríkis gerðist sjálfboðaliði lijá erlendri þjóð, og sama gildir um þetta til- felli. ★ Þess má geta, að blöð Norður- landaþjóðanna hafa verið einróma um að fordænia atferli Rússa í Finnlandi, að undanteknum þeim fáu kominúnistablöðuin, sem enn halda trútt við Rússa í þessurn löndum. Þar sem prentfrelsið er jafn rúmt og nú er á Norðurlönd- um, er það ógerningur að kæfa ai- menningsálitið með því að taka fyrir kverkarnar á blöðunum. Enda eru blöð einræðisríkjanna, sem þó eru háð ströngu eftirliti hins opinbera, ekki orðvarari um andstæðinga sína, nema síður sje. Samt sem áður sá rússneska stjórnin sjer ekki annað fært en að senda stjórnum Noregs og Sví- þjóðar all þungorða orðsendingu 5. janúar og bera þeim á brýn hlutleysishof. Stjórnirnar svöruðu báðar um hæl og andmæltu þeim ásökunum og töldu þær sumpart reistar á skökkum forsendum eða vantandi forsendum. Samtímis þessu fóru Þjóðverjar að ógna Norðurlöndum. Þeir töldu það liggja í loftinu, að bæði Bret- ar og Frakkar ætluðu sjer að senda bæði liergögn og herlið til Finnlands yfir Norðurlönd, en það mundu Þjóðverjar ekki sætta sig við. Þeir mundu ekki liða það, að vesturríkin gerðu Noreg og Svíþjóð að bækistöð fyrir innrás (í Rússland) og notuðu þessar þjóðir til þess að fjölga vígstöðv- unum. ★ Nú er það svo, að samkvæmt Haag-samþvktinni er hergagna- flutningur leyfður um hlutiaus lönd til lands, sem á í styrjöld. Og ef sú staðhæfing Rússa, að ']>éfr eigi ekki í styrjöld við Finna, heldur sje þar um borgarastyrjöld að ræða og þeir hjálpi öðrum að- ilanum, væri tekin alvarlega, er það enn Ijósara, að mótmæli Þjóð- verja gegn flutningi hers og her- gagna yfir hlutlaus lönd, eru al- gerlega út í hött, og aðeins til þess gerð að hjálpa Rússum með því að afstýra því, að Finnar fái hjálp. Þjóðverjar hafa með þessu atferli sínu gerst virkur aðili gegn Finnlandi og samherji Riissa í haráttu þeirra fyrir því, sem „Völkisclier Beobachter" finst „rjettmætt" — að Riissar eignist hafnir vestur að Atlantshafi. Vitanlega er það beygurinn við að Svíþjóð og Noregur komist í stríðið, sem mestu ræður um breytni Þjóðverja. Það er jafnan hætta á, ef herflutningar yrðu í stórum stíl frá vesturríkjunum yfir Skandinavíu, að vesturríkin gæti náð fótfestu þar og reynt að loka norðanverðri Svíþjóð fyrir Þjóðverjum. Að vísu hafa Norð- menn og Svíar endurtekið þá yf- irlýsingu, að þeir muni halda hlut- leysi sínu til streitu — en gera þeir það ef á reynir? ★ Þjóðverjum kemur það best að Skandinavía sitji hjá. Þeir hafa getað haldið uppi versluninni við Svía mikið til í sama horfi og áð- ur, og sænski járnmálmurinn er þeim nauðsynlegur til þess að geta lialdið áfram stríðinu til lengdar. Frakkar brjóta mest af járnerts alla þjóða í Evrópu, eða rúm 30 miljón tonn á ári, og í Englandi er framleiðslan um 11 miljón tonn. Þjóðverjar framleiða ekki nema um 8 miljón tonn, en Svíar álíka mikið, en erts þeirra er járn- auðugri en nokkur annar og inni- heldur alt að 70% af járni. Meira en helmingurinn af þessari fram- leiðslu Svía fer til Þýskalands. Sænsku námurnar eru aðallega norður í Finnmörku, í því landi sem Rússar mundu taka ef þeir ryddu sjer braut vestur að At- lantshafi og bestu höfninni þar, Narvik, sem einmitt hefir orðið stórhöfn vegna málmútflutnings til Englands og Frakklands. Til- svarandi höfn fyrir þýska málm- útflutninginn er Luleá í Svíþjóð, sem Rússar hafa nýlega heimsótt í flugvjelum. Varla getur það verið tilgangur Þjóðverja að gefa Rússum þessar námur líka, í ofanálag á fríðind- in við Eystrasalt, sem þegar .lmfa gert Ríissa ofjarla við hafið, sem Þjóðverjar rjeðu yfir áður. Og það er ósennilegt, að Bretar og Þjóðverjar sætu þegjandi hjá, ef slíkar gjafir væru gefnar, þó að vísu sje þeim málmútflútningur- inn frá Finnmörku jafn áríðandi og Þjóðverjum er hann. Hafi menn verið í vafa um það áður, að Svíar og Norðmenn ótt- uðust stríð, þá þurfa þeir ekki að vera í vafa síðan þessar þjóðir lögðu fram fjárlagafrumvörp sín í janúar. Á. sjálfum fjárlögunum ætla Svíar 327 miljónir til her- varna, auk 500 miljóna með sjer- stökum lögum og 109 miljóna á aukafjárlögum, — alls 938 miljón- ir eða fast að miljarð króna. Þetta er meira en þrefalt á við hæstu fjárveitingu áður, enda er gert ráð fyrir nærfelt 500 miljóna fekjuhalla á fjárhagstímabilinu. isvarna og hergagna á yfirstand- andi fjárhagstímabili, sem endar 30. júní, en það sá svo skamt, að nú biður stjórnin um 160 miljón- ir í viðbót. Og fyrir næsta fjár- hagstímabil er farið fram á 125 miljón króna aukafjárveitingu til hervarna. Peningarnir eru jafnan talin glöggasta vísbendingin unk stríðshorfur og þessar tröllslegu aukafjárveitingar Svíþjóðar og Noregs benda ekki á frið. Það lætur nærri, að herkostn- aður þessara þjóða kosti um 20® krónur á hvert mannsbarn í Sví- þjóð og yfir 100 kr. í Noregi, á einu einasta ári. Og þó eru þetta smámunir hjá þeirri eyðileggingu og tjóni, sem er samfara því að fá hernað í landið. Það er langt þangað til liægt verður að fá yf- irlit yfir tjónið, sem Finnar hafa orðið fyrir á aðeins tveimúr mán- ,uðum, en þar koma tölur sem hrópa hærra. Skúli Skúlason. Brun: Nýtt orð i máli skíða- * manna Fjárlagafrumvarp Norðmanna á næsta fjárhagsári er stórum hærra en það hefir nokkurntíma verið áður. í haust reitti þingið 40 miljónir aukalega Wl hlutleys- T slensk tunga er eins og kunnngt * er fátæk af orðum yfir ýms hugtök í nýtísku skíðatækni. Fyr- ir nokkrum árum var tekið upp orðið svig fyrir erlenda- orðið „Slalom“. Hefir það gefist svo vel, að engurn dettur í hug að nota annað orð nú orðið. Lengi hefir vantað orð fyrir „utforrenn“. Hefir verið notað „brekkuskrið“, „flugskrið“ og jafnvel fleiri orð. Nú hefir Skíða- ráð Reykjavíkur komið sjer sam- an um nýtt orð fyrir „utforrenn", en það er brun. „Utforrenn" táknar það, að skíðamaður rennir sjer eða brunar niður fjallshlíð, svo að segja beint af augum. Það er formaður Skíðaráðs Reykjavíkur, Steinþór Sigurðsson magister, sem aðallega hefir hafi jiorgöngu í því að fá þetta nýja orð. Hefir hann í því sambandi rætt við helstu málfræðinga, rit- höfunda og skíðamenn. Bráðlega koma út tvær bækur um skíðaíþróttina. Önnur bókin er þýðing á bók Sigmund Rund, „Skispor krysser verden“ og mun hún fá nafnið „Skíðaslóðir um víða veröld“. Þetta er skemtilest- ur, því Sigmund Ruud ritar þarna endurminningar sínar og Birgers bróður síns og kemur víða við, þar sem þeir bræður hafa verið virkir þátttakendur í öllum merk- ustu skíðamótum í heimi síðastlið- in 10—15 ár. Bókin verður prýdd fjölda ágætra mynda. Hin skíðabókin verður gefin út af Skíðaráði Reykjavíkur og verÖ- ur einskonar handbók fyrir skíða- fólk, með skíðareglum á íslensku o. fl. Sú. bók er aðallega ætluð keppendum. Hefir slíka bók vant- að mjög tilfinnanlega. Vivax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.