Morgunblaðið - 02.03.1940, Page 8

Morgunblaðið - 02.03.1940, Page 8
' 8 JRotBttttWaWfc ÓFRÍÐA STÚLKAN 2 Fylgist með trá byrjun Heima var mjer sagt að Claudio Pauls væri fyrirmynd hvers ein- asta Yínarborgarbúa, sem hefði einhverja sómatilfinnnigu. Pauls er sjálfur fæddur í Vínarborg og er sonur vellauðugs manns, sem ljet hann stunda nám í Oxford; 25 ára ritaði hann fyrsta leikrit sitt og ljek aðalhlutverkið í því. Eftir það varð hann persóna, sem. allir Vínarborgarbúar þóttust þurfa að skifta sjer eitthvað af. Myndir af honum sáust um alt og ljósmynd af honum með eiginhandar undir- skrift mátti sjá á rakvjelablöðum eða slifsum. En alt í einu hvarf Claudio Pauls frá Vínarborg. Blöðin sögðu frá sigurför leikrita hans í London og síðustu kvikmyndinni frá Hollywood, sem hann hafði lagt til efnið í. Það var fullyrt að framvegis myndi hann eingöngu leika á ensku, og — jæja — nú var hann aftur kominn til Vínar- borgar og verið var að æfa nýtt leikrit eftir hann og sjálfur ljek harin í öðru í 125. sinn. Þessu eftirlætisgoði hafði Elsa frænka boðið heim til sín og það einkennilega við þessa staðreynd ▼ar, að Claudio Pauls hafði lofað að koma. Tilviljunin hafði hagað því svo, að jeg hafði nýlega lokið stúdentsprófi, það var líka af til- viljun að Elsa frænka hafði frjett um prófið og loks var það tilvilj- un ein að Inga systir átti brúnan fiaueliskjól, sem var orðinn slitinn, og sem var saumaður upp handa mjer. Jeg get ekki sagt að jeg hafi hlakkað neitt sjerstaklega til þessa kvöldboðs. Jeg sá sjálfa mig í anda, pokalega og feimna borða smurt brauð og drekka tesopa í einhverju horninu. Engum datt í hng að yrða á mig. Þannig hugs- aði jeg mjer þessa kvöldstund í stuttu máli sagt. Og þannig hófst kvöldið líka. Jeg stóð í einu horninu á stór- nm sal og var nýbúin að drekka bolla af alt of heitu tei. Boðsgest- irnir voru enn að koma. Elsa frænka var í himinbláum kjól og hún hneigði sig djúpt fyrir ein- hverjum hátt settum andlegrar Danski leikarinn Osvald Hel- muth hefir sagt danska blaðinu „B. T.“ eftirfarandi sögu. — Það var þegar jeg ljek í „Vonda samviskan“ með Viktor Wulf. Alt í einu tapaði Wulf þræðingum og mundi ekkert hvað hann átti að segja .Hann staglað- ist sífelt á þessari setningu: — Ja, hvað á maður að segja, hvað á maður að segja? Þegar hann hafði endurtekið þetta nokkrum sinnum, sagði jeg: — Segðu það sem stendur í hlutverkinu. Leikhúsgestir hlógu dátt og klöppuðu og Wulf fjekk nægan tíma til þess að átta sig á hlut- verkinu og ná þræðinum í því aftur. ★ Gesturinn: Heyrið þjer, yfir- þjónn. Hafið þjer keypt þetta buff á uppboði? — Nei, alls ekki, herra minn! — Það var leiðinlegt. Það hefði ekki verið vanþörf á að láta það undir hamarinn. stjettar manni, sem var að koma. Hún óskaði ungri stúlku innilega til hamingju með einn eða annan stórsigur. Síðar frjetti jeg að þessi stúlka var nýtrúlofuð. En alt í einu þusti Elsa frænka fram að dyrum og hrópaði: „Herrar mínir og frúr, herra Pauls“. Hún gekk á móti gestinum og sagði innilega: „Ó, Claudio, við höfum beðið eftir yður með eftirvæntingu!“ Jeg færði mig nær þeim til þess að reyna að koma auga á Claudio Pauls, en frænka mín stóð fyrir honum og brátt var orðið krökt af fólki í kring um hann. Allir vildu heilsa herra Pauls. Jeg sá ekkert nema svört kjólbök og púðruð kvenmannsbök. Þar sem engin von var til að jeg fengi að sjá Claudio Pauls gekk jeg að matborðinu. Þar voru ekki þrengsl in eftir að herra Pauls kom. Jeg hlóð mig með nokkrum sneiðum af brauði og læddist út úr saln- um. í stofunni við hliðinu sátu karlmaður og kvenmaður í legu- bekk niðursokkin í hvíslingar. Jeg truflaði þau hræðilega og flýtti mjer að komast út. Þar næst lagði jeg leið mína í bókaherbergi frænda míns, þar sem ekki var nokkur sála, vegna þess að húsgögnin þar þykja Ijót. Jeg setti brauðdiskinn minn á stóra skrifborðið, en jeg hafði fyrst sett þerripappír undir hann á borðið af ótta við bletti, settist í djúpan hægindastól og byrjaði að borða. Diskurinn var tómur; síðasta brauðsneiðin var horfin. Jeg var þyrst og leitaði mjer að einhverju að drekka. Á litlu borði stóðu tvær flöskur og glös. Á annari stóð „koníak“. Þessum einkenni- lega brúna vökva helti jeg í glas. Jeg bragðaði á því. Fyrst lítinn sopa, það brendi mig hræðilega í tunguna! Jeg fjekk mjer annan Afgreiðslumaður í vefnaðar- vörubúð í Kaupmannahöfn segir svo frá, að einu sinni hafi enskur maður kamið inn í búðina og sjer hafi skilist, að hann væri að spyrja hvar skyrtudeildin væri. Jeg reyndi, sagði afgreiðslumaðurinn, að gera honum skiljanlegt að skyrtudeildin væri uppi á lofti, en maðurinn vildi ekki fara upp á Joft. í þessu bar að deildarstjóra einn og jeg bað hann að hjálpa mjer að gera Englendingnum skiljanlegt hvað jeg meinti. Það má nærri geta að jeg vafð undr- andi er deildarstjórinn sagði mjer að maðurinn hefði verið að spyrja til vegar. Hann langaði til að skoða Nicolaikirkjuna! ★ Grænmetissali einn í Kaup- mannahöfn, sem hefir verslun í Torvegade, rjett hjá Knippelsbrú, er vanur að auglýsa í búðarglugga sínum þær vörur, er hann hefir á boðstólum. En í kuldunum í vet- ur var aðeins eitt skilti sjáanlegt í glugga verslunarinnar. Á því sopa. — Svona, hvað er þetta. Alt fullorðið fólk drekkur koníak, sagði jeg við sjálfa mig — og fjekk mjer vænan sopa. Jeg opn- aði munninn í snatri — puh! Á þenna hátt fann maður ekki eins til brunans í munninum! Á næstu sekúndu fór heit, þægileg tilfinn- ing um líkama minn. Mjer hitnaði strax, og áður en jeg vissi af var .jeg komin í ágætisskap og vissi þó ekki hvers vegna. Jeg drakk enn eitt glas af koníaki og í þetta sinn stóran gúlsopa. Ó, það var indælt að drekka koníak ....! Alt í einu varð mjer sama um alt, alt veislufólkið, sem var í hinum herbergjunum, vandamálin út af framtíð minni og slítna flau- eliskjólinn, sem jeg var í. Jeg var ekki lengur feimin og óframfær- in, að mjer fanst, þvert á móti, að mig langaði til að dansa og segja „brandara“. Á þessari kvöld- stund gerði jeg stærstu uppgötvun lífs míns; jeg kyntist koníaki! I jiessu hugarástandi kastaði jeg mjer niður í hægindastól, lok- aði augunuum til hálfs og fór að raula með danslögin, sem bárust inn til mín gegnum dyratjöldin. Nií eru þau að dansa þarna inni, hugsaði jeg. Það kvakaði þjösna- leg í saxófón, en hljóðið kætti mig. Það var eitthvað kaldhæðnis- legt í þessu hljóði, alveg eins og sáxófonninn væri að. skopast að öllu og ölluin. Jeg byrjaði að blístra, ekki hátt, en þó greini- lega. Þetta varð til þess að jeg tók andköf og fjekk mjer eitt koníaksglas í viðbót. Um leið var dyratjöldunum svift til hliðar og Claudio stóð fyrir framan miff- Mjer varð strax ljóst, að mað- urinn, sem kom inn, var Claudio Pauls. Það mátti þekkja andlit hans af hundrað auglýsingaspjöld- um. Það var fíngert andlit ungs manns, en fölt, nærri veiklulegt. stóð: Standið ekki þarna úti og skjálfið úr kulda. Komið heldur inn fyrir í hlýjuna. * ítölsk skrítla. Hver er munurinn á Indlandi og Rússlandi? Svar: í Indlandi sve'tur einn piaður fyrir alla þjóðina (Gandhi), en í Rússlandi sveltur öll þjóðin fyrir einn mann (skýring óþörf). — Jæja, Amelía. Hann hefir ekki verið nein lydda, sá sem heimsótti <þig núna! Dökkbrúnt hárið var greitt sljett aftur; jeg tók sjerstaklega eftir enninu, lágu og breiðu. Munnurinn var stór og varirnar þunuar. Það var eítthvað við þenna munn, sem heillaði mig; sjálf vissi jeg þó ekki hvers vegna. Það var ein- kennilegt að Claudio var minni en jeg hafði haldið; varla meira en meðalmaður. Hann var klædd- ur kjólfötum, sem fóru honuin vel. Jafnvel mjer var ljóst, að þessi kjólföt voru fallegri en öll önnur kjólföt, er jeg hafði sjeð á kvikmyndum eða á leiðsviði. Þau voru dökkblá. Þegar Claudio kom auga á mig tók hann niður ein- glyrnið og gretti sig — og hann sagði — nei, fyrst sagði hann ekkert. Jeg stóð fyrir framan hann og horfði á hann; þess vegna man jeg líka svo vel hvernig hann leit út þessar fyrstu sekúndur. Jeg tók eftir að augnaráðið var flótta- legt og svitadropar yoru á enni hens. Herra Pauls líður ekki sem best hugsaði jeg með mjer,- þá var mjer ekki orðið ljóst, að Pauls hafði drukkið fullmikið af víni. Framh. KARTÖFLUR valdar og ágætar gulrófur í heil- um pokum og smásölu. Þorsteins búð, Hringbraut 61, sími 2803, Grundarstíg 12, sími 3247. HÆNSAFÓÐUR'- blandað — Kurl. Mais — heill Mais — Maismjöl — hænsamjöl — Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. NÝLEGUR SMOKING til sölu. A. v. á. LÍTIÐ NOTAÐUR stuttur, selskins-swagger, á lít- inn kvenmann, til sölu. Níel- sen, Baldursgötu 7. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Við sækjum Hringið í síma 1616. Laugavegs Apótek. ÞORSKALÝSI frá Laugavegs Apóteki kostai aðeins kr. 1,35 heilflaskan. Vií sendum. Sími 1616. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Ejörn Jónsson, Vesturgötu 28 Sími 3594. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. GULRÓFUR seljum við í heilum og hálfun pokum á kr. 5.50 og kr. 3,00 Sendum. Sími 1619. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela glös og bóndósir. Fíöskubúðin Bergstaðastræti 10. Sími 5395 Sækjum. Opið allan daginn. SPARTA- DRENGJAFÖT Laugaveg 10 — við allra hæf! HARÐFISKSALAN, Þvergötu, selur saltfisk nr. 1 2 og 3. Verð frá 0,40 au. pr kg. Síml 3448. o V orruSy y) Laugardagur 2. mars 1940». GLÍMUFJEL. ÁRMANNS verður í Oddfellowhöllinni á. sunnudagskvöld. Fjelagsmenm eru ámintir að sækja aðgöngu- miða sína í skrifstofu fjelags- ins í íþróttahúsinu (sími 3356> frá kl. 5—9 á laugardag. SKÍÐAFERÐIR K. R. UM HELGINA í dag kl. 10 f. h. að Kolviðar- hóli, og kl. 8 e. h. að K. R. skál- anum. Á morgun kl. 9 að Kol- viðarhóli. Farmiðar fást í K. R. húsinu kl. 4—6, sími 2130, og hjá versl. Haraldar Árnasonar» Merki skíðamótsins verða seld við bílana. Tilkynnið þátttökœ fyrirfram. SKlÐAFJEL. REYKJAVlKUR fer skíðaferðir upp í Hveradali um helgina. 1 kvöld kl. 6 f^rið frá Steindórsstöð og á sunnu- dagsmorgun kl. 9 frá Austur- velli. Farmiðar hjá kaupm. L_ H. Múller til kl. 6 í kvöld. IÞRÓTTAFJELAG KVENNA fer í skíðaför að Kolviðarhóli á morgun. Lagt á stað frá Gamla Bíó kl. 9 f. hád. Tilkynnið þátt- töku í hattabúðina Hadda, sími 4087, fyrir kl. 6 í dag. SKÍÐA- OG SKAUTAFJELAa HAFNARFJARÐAR fer skíðaferð í fyrramálið kl. 8!/2 að Kolviðarhól.Skíðakensla. Farmiða sje vitjað í Verslum Þorvaldar Bjarnasonar. I. O. G. T. ST. VERÐANDI NR. 9. Farið verður í skíðaferð að Kolviðarhóli á morgun. Lagt af stað frá Goodtemplarahúsinur kl. 9 stundvíslega. Fjölmennið- pOðar settir upp og filerað í gardínur. Freyjug... 39, sími 2346. Saumum alskonar LEÐURFATNAÐ eftir máli. Leðurgerðin h.f.- Hverfisgötu 4, sími 1555. Æ&íswaxUr 3 STOFUR lítið herbergi og eldhús (mái vera lofthæð) óskast 14. maí. Tilboð merkt ,,1888“, sendist: Morgunblaðinu sem fyrst. VIL TAKA laghentan lærling. Saumastof— an Hofsvallagötu 20. SMURT BRAUÐ fyrir stærri og minni veislur. Matstofan Brytinn, Hafnar- ötræti 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.